Það sitja tveir starrar á stóra trénu sem stendur beint frammi fyrir Þinghólsbrautinni. Þetta eru þeir pattaralegustu og sætustu sem ég hef séð. Þegar smá vindhviða lætur á sér bæra ýfast á þeim fjaðrirnar og minna þeir þá helst á uppblásnar blöðrur. Þeir snúa bakinu í mig, eða stélinu, og af og til sé ég glitta í gogga þeirra þegar þeir líta til hægri, vinstir, svo aftur hægri. Svo leggja þeir líka undir flatt. Undurfagrir.
Svo flaug einn á brott, og hinn sat eftir, svo flugu tveir á grein til viðbótar og einn hrafn flaug framhjá.
En þetta voru ekki tveir þrestir eins og í laginu Tveir þrestir...
sunnudagur, 9. desember 2007
laugardagur, 8. desember 2007
Stefnumót við Veðramót
Við áttum stefnumót við Veðramót í gær, íslenska mynd úr smiðju Guðnýjar Halldórsdóttur sem hefur að skarta góðum leikurum.
Rétt um það leyti sem myndin átti að hefjast vorum við stödd við miðasöluna í Háskólabíói, í þann mund að festa kaup á tveimur miðum. Nema við gátum ómögulega munað hvað myndin hét svo Baldur sagði við miðasölustúlkuna: "Tvo miða á íslensku myndina sem var að byrja". Stelpan spyr til öryggis: "Duggholufólkið?" því þennan sama dag var verið að frumsýna þá íslensku mynd. Baldur hugsar sig lengi um en segir svo af miklum ákafa: "Neeeeiiiiiiii!" Svo lítum við ráðvillt á hvort annað, hvorugt með nafn myndarinnar á takteinunum og hugsum með okkur: hversu erfitt er að kaupa tvo bíómiða?
Svo við útskýrum: "Nei, sko myndin sem var að byrja fyrir fimm mínútum, hún heitir... eh... eitthvað með V-i. "Veðramót", spyr stúlkan. "Já, Veðraborg", endurtekur Baldur og ég spring úr hlátri. Að lokum tókst okkur að kaupa miðana og setjast inn í sal. Myndin var að sjálfsögðu ekki hafin en hófst þó skömmu síðar.
Eftir stefnumótið við Veðramót hélt stefnumót kærustuparsins áfram, við fengum okkur möggu á Devitos, heitt súkkulaði á Súfistanum og bækur til að fletta inn í hlýjunni. Við rúntuðum líka að Viðeyjarbryggju og virtum fyrir okkur friðarsúlu Yoko Ono, en eki síður fylgdumst við með strákum á smábílum spóla og skransa á svellilögðu bílastæðinu við höfnina.
Á heimleiðinni hlustuðum við á beina útsendingu frá Nasa á Rás 2, þar voru Ljótu hálfvitanir að spila, og sú útsending kallaði á heilmikið rúnt um vesturbæ Kópavogs með útvarpið í botni. Ekki spillti svo fyrir að fá beint í æð nýtt jólalag sem við fíluðum í ræmur, lagið Ég kemst í jólafíling. Við urðum síðan voða kát að heyra að umrætt lag við hvorki meira né minna en aðventulag Baggalútsmanna.
Rétt um það leyti sem myndin átti að hefjast vorum við stödd við miðasöluna í Háskólabíói, í þann mund að festa kaup á tveimur miðum. Nema við gátum ómögulega munað hvað myndin hét svo Baldur sagði við miðasölustúlkuna: "Tvo miða á íslensku myndina sem var að byrja". Stelpan spyr til öryggis: "Duggholufólkið?" því þennan sama dag var verið að frumsýna þá íslensku mynd. Baldur hugsar sig lengi um en segir svo af miklum ákafa: "Neeeeiiiiiiii!" Svo lítum við ráðvillt á hvort annað, hvorugt með nafn myndarinnar á takteinunum og hugsum með okkur: hversu erfitt er að kaupa tvo bíómiða?
Svo við útskýrum: "Nei, sko myndin sem var að byrja fyrir fimm mínútum, hún heitir... eh... eitthvað með V-i. "Veðramót", spyr stúlkan. "Já, Veðraborg", endurtekur Baldur og ég spring úr hlátri. Að lokum tókst okkur að kaupa miðana og setjast inn í sal. Myndin var að sjálfsögðu ekki hafin en hófst þó skömmu síðar.
Eftir stefnumótið við Veðramót hélt stefnumót kærustuparsins áfram, við fengum okkur möggu á Devitos, heitt súkkulaði á Súfistanum og bækur til að fletta inn í hlýjunni. Við rúntuðum líka að Viðeyjarbryggju og virtum fyrir okkur friðarsúlu Yoko Ono, en eki síður fylgdumst við með strákum á smábílum spóla og skransa á svellilögðu bílastæðinu við höfnina.
Á heimleiðinni hlustuðum við á beina útsendingu frá Nasa á Rás 2, þar voru Ljótu hálfvitanir að spila, og sú útsending kallaði á heilmikið rúnt um vesturbæ Kópavogs með útvarpið í botni. Ekki spillti svo fyrir að fá beint í æð nýtt jólalag sem við fíluðum í ræmur, lagið Ég kemst í jólafíling. Við urðum síðan voða kát að heyra að umrætt lag við hvorki meira né minna en aðventulag Baggalútsmanna.
föstudagur, 7. desember 2007
Myndir frá Chiang Mai
Myndir frá dvöl okkar í norður Tælandi, Chiang Mai, eru komnar á netið: Hér!
Hér er smá sýnishorn af eldamennsku og safarí:
Hér er smá sýnishorn af eldamennsku og safarí:
fimmtudagur, 6. desember 2007
Esjuferð og bæjarferð
Í dag tókum við Ásdís áskorun móður minnar um að brölta upp á Esju. Við rúlluðum þrjú af stað úr Kópavoginum, náðum í eina göngukonu sem var staðsett niðri í miðbæ og nýttum við ferðina því líka til menningarfræðslu í garði Einars Jónssonar og röltum svo upp að Þristi á Esjunni. Við hefðum náttúrulega getað gengið yfir götuna og náð þannig í Þristinn en þá hefðu gönguskórnir verið fáránlegur viðbúnaður svo Esjan var það heillin.
Útsýni og umræður gáfu göngunni heljarinnar sjarma þó ferska loftið hafi vissulega líka staðið fyrir sínu. Gangan upp að Þristi var akkúrat mátuleg því um það leyti sem við komum niður var tekið að rökkva og tími kominn á aðra dagskrárliði.
Útsýni og umræður gáfu göngunni heljarinnar sjarma þó ferska loftið hafi vissulega líka staðið fyrir sínu. Gangan upp að Þristi var akkúrat mátuleg því um það leyti sem við komum niður var tekið að rökkva og tími kominn á aðra dagskrárliði.
miðvikudagur, 5. desember 2007
Ýsukvöld endurvakin
Einu sinni endur fyrir löngu voru í Kópavoginum haldin svokölluð ýsukvöld og bar þau alla jafna upp á þriðjudögum. Klúbburinn samanstóð af mér og Pétri afa og slæddust stundum aðrir góðir gestir með.
Siðnum hefur síðan verið haldið við en þó með einhverjum hléum vegna dvalar minnar og spúsu minnar á erlendri grundu. Í gærkvöldi var rykinu svo blásið af þessum góða sið og fyrstu ýsuflökunum sporðrennt með soðnum kartöflum úr garðinum hjá afa og gæðasalati.
Siðnum hefur síðan verið haldið við en þó með einhverjum hléum vegna dvalar minnar og spúsu minnar á erlendri grundu. Í gærkvöldi var rykinu svo blásið af þessum góða sið og fyrstu ýsuflökunum sporðrennt með soðnum kartöflum úr garðinum hjá afa og gæðasalati.
þriðjudagur, 4. desember 2007
Tveir jaxlar
Fyrir ykkur sem ekki vitið af því þá kallast nútímamaðurinn á fræðimáli homo sapiens. Þannig er ekki farið með mig því ég er uppfærð útgáfa, homo sapiens sapiens, og fyrir vikið koma öngvir endajaxlar í neðri góm. Uppfærslunni fylgja þó þau leiðindi að í efri góm hafa endajaxlarnir hangið um árabil án nokkurs tilgangs. Í gær breyttist það.
Í gær átti ég semsagt pantaðan tíma hjá Láru tannlækni og kippti hún endajöxlunum úr af stökustu snilld og lét ekki kræklóttar rætur hindra framgang réttvísinnar. Þó tennur þessar hafi verið atvinnulausar í kjaftinum á mér þá hafa þær nú fengið djúpstæða trúarsannfæringu og hafa sótt um vinnu á hálsfesti einhvers villimanns á meginlandi Evrópu.
Líðanin í dag er öll hin besta þó vissulega sé skrítið að finna bara tvö göt í gómnum þar sem áður voru stæðilegar tennur, að öðru leyti er ég bara í stuði. Held samt ég noti tækifærið og kúri mig með bók meðan allir halda að ég sé slappur :)
Í gær átti ég semsagt pantaðan tíma hjá Láru tannlækni og kippti hún endajöxlunum úr af stökustu snilld og lét ekki kræklóttar rætur hindra framgang réttvísinnar. Þó tennur þessar hafi verið atvinnulausar í kjaftinum á mér þá hafa þær nú fengið djúpstæða trúarsannfæringu og hafa sótt um vinnu á hálsfesti einhvers villimanns á meginlandi Evrópu.
Líðanin í dag er öll hin besta þó vissulega sé skrítið að finna bara tvö göt í gómnum þar sem áður voru stæðilegar tennur, að öðru leyti er ég bara í stuði. Held samt ég noti tækifærið og kúri mig með bók meðan allir halda að ég sé slappur :)
mánudagur, 3. desember 2007
Af fjörugrjóti og froststillum
Eitt af því sem ég saknaði hvað mest í Asíu voru gönguferðir í frísku lofti, jafnvel í fúlviðri og frosti. Í eftirmiðdaginn fór ég loks í langþráðan göngutúr um Kársnesið. Í heiðskíru veðrinu naut birtunnar enn við og útiloftið var ekki bara frískandi, það var hálffrosið í frostinu. Það var ekki beint fannferginu fyrir að fara svo gönguferðin sóttist vel, ég er ekki frá því að göngustígurinn hafi stórbatnað síðan síðast.
Ég gekk meðfram fjörugrjótinu og grjótafjörunni og prísaði mig sæla með stillurnar, engin súld og slagveður að þessu sinni. Þegar birtu tók að bregða prísaði ég mig aftur sæla, að þessu sinni fyrir að vera með myndavélina á mér, og tók að mynda sólarlagið sem mest ég mátti. Vatnið í fjörunni hafði frosið fast við steina og þara svo ég varð að klöngrast þangað líka með myndavélina á lofti. Þökk sé stillunni gerðu þessar göngur um fjörur mér aðeins gott og enga vætu var á mér að finna, annars hefði ég orðið saltvond, bókstaflega.
Af öllu þessu útstáelsi og myndatökum varð ég krókloppin og við því er aðeins eitt gott ráð: heitur tebolli.
Ég gekk meðfram fjörugrjótinu og grjótafjörunni og prísaði mig sæla með stillurnar, engin súld og slagveður að þessu sinni. Þegar birtu tók að bregða prísaði ég mig aftur sæla, að þessu sinni fyrir að vera með myndavélina á mér, og tók að mynda sólarlagið sem mest ég mátti. Vatnið í fjörunni hafði frosið fast við steina og þara svo ég varð að klöngrast þangað líka með myndavélina á lofti. Þökk sé stillunni gerðu þessar göngur um fjörur mér aðeins gott og enga vætu var á mér að finna, annars hefði ég orðið saltvond, bókstaflega.
Af öllu þessu útstáelsi og myndatökum varð ég krókloppin og við því er aðeins eitt gott ráð: heitur tebolli.
sunnudagur, 2. desember 2007
Fyrsta jólahelgin
Þá er fyrsta jólahelgin á enda og við höfum haft nóg fyrir stafni. Helgin hófst í Galtalindinni eftir fjölskyldustund á Siam, en í geymslunni í Galtalind eru kassarnir okkar fyrir Danmerkuflutninga geymdir. Þar á meðal voru þrír kassar af jólaskrauti og einn hafði að geyma skraut í aðventukrans.
Næsta skref í jólastússi var gönguferð upp að Gjánni í gær til að fylgjast með jólaskemmtuninni sem þar fór fram. Þar fengum við piparkökur og kakó sem Tóta í kórnum úthlutaði af mikilli rausn, hlustuðum á Skólahljómsveit Kópavogs spila nokkur velvalin jólalög og tókum andköf (!) þegar kveikt var á trénu í hálfrökkrinu.
Eftir jólaskemmtun í Gjánni héldum við í Blómaval til að kaupa greni í kransinn. Þar var allt í svo miklum jólaskrúð að við freistuðumst til að kaupa lítinn burkna og jólaskraut á hann. Eftir kvöldmat og kvöldkaffi, sem að þessu sinni var hnetusteik með tilheyrandi á Grænum kosti og swiss mocha á Súfistanum innan um jólabækurnar, útbjó ég svo kransinn og hlustaði á eina af jólagjöfunum sem ég tók upp snemma, nefnilega jólaplötu Söruh MacLachlan.
Í dag var síðan haldið þetta fína aðventuboð á Þinghólsbrautinni sem hafði þríþættan tilgang. Tilvitnun fæ ég beint úr gestabókinni: "Bröns í tilefni af Íslandsheimsókn Péturs Leifs, endurkomu Asíufara og 50 ára fæðingarafmælis Áslaugar Helgu". Boðið fór stórvel fram, enda ekki annað hægt þegar í boði eru snittur frá Jómfrúnni og malt í fínum könnum, vínber og mandarínur í skínandi skálum og vínarbrauð með kaffinu.
Næsta skref í jólastússi var gönguferð upp að Gjánni í gær til að fylgjast með jólaskemmtuninni sem þar fór fram. Þar fengum við piparkökur og kakó sem Tóta í kórnum úthlutaði af mikilli rausn, hlustuðum á Skólahljómsveit Kópavogs spila nokkur velvalin jólalög og tókum andköf (!) þegar kveikt var á trénu í hálfrökkrinu.
Eftir jólaskemmtun í Gjánni héldum við í Blómaval til að kaupa greni í kransinn. Þar var allt í svo miklum jólaskrúð að við freistuðumst til að kaupa lítinn burkna og jólaskraut á hann. Eftir kvöldmat og kvöldkaffi, sem að þessu sinni var hnetusteik með tilheyrandi á Grænum kosti og swiss mocha á Súfistanum innan um jólabækurnar, útbjó ég svo kransinn og hlustaði á eina af jólagjöfunum sem ég tók upp snemma, nefnilega jólaplötu Söruh MacLachlan.
Í dag var síðan haldið þetta fína aðventuboð á Þinghólsbrautinni sem hafði þríþættan tilgang. Tilvitnun fæ ég beint úr gestabókinni: "Bröns í tilefni af Íslandsheimsókn Péturs Leifs, endurkomu Asíufara og 50 ára fæðingarafmælis Áslaugar Helgu". Boðið fór stórvel fram, enda ekki annað hægt þegar í boði eru snittur frá Jómfrúnni og malt í fínum könnum, vínber og mandarínur í skínandi skálum og vínarbrauð með kaffinu.
laugardagur, 1. desember 2007
Myndavélarúntur með Pésa
Á þessum dimma og oft á tíðum drungalega árstíma gilda gæðin framyfir magnið þegar rætt er um sólarljós og dagsbirtu. Þannig var það að minnsta kosti í dag, sólsetur með blæbrigðagnótt. Af því tilefni drifum við Pési okkur út vopnaðir sinni myndavélinni hvor og vitanlega umræðum og þönkum sem sveima í kringum þá sem drukkið hafa úr brunni innsæis og visku.
Við ókum sem leið lá til Mosó, fórum í gegnum bæinn og beygðum í átt til Þingvalla. Útsýnið var vægast sagt stórfenglegt og smelltum við af í gríð og erg, það eina sem ekki festist á mynd var ískaldur og nagandi vindurinn. Við létum þó engan bilbug á okkur finna enda bara eymingjar sem væla útaf kalsárum í andliti. Hvað gerir maður ekki fyrir listina?
Dagurinn var fullkominn til ljósmyndunar og vorum við einhvern veginn alltaf á réttum stað á réttum tíma. Við snerum við nokkrum kílómetrum fyrir Þingvelli og sáum þá sama landslag frá annari hlið og í nýju ljósi, vitanlega var því líka þrykkt inná minniskubba meðan rými leyfði. Set úrval inn á myndasíðun innan tíðar.
Við ókum sem leið lá til Mosó, fórum í gegnum bæinn og beygðum í átt til Þingvalla. Útsýnið var vægast sagt stórfenglegt og smelltum við af í gríð og erg, það eina sem ekki festist á mynd var ískaldur og nagandi vindurinn. Við létum þó engan bilbug á okkur finna enda bara eymingjar sem væla útaf kalsárum í andliti. Hvað gerir maður ekki fyrir listina?
Dagurinn var fullkominn til ljósmyndunar og vorum við einhvern veginn alltaf á réttum stað á réttum tíma. Við snerum við nokkrum kílómetrum fyrir Þingvelli og sáum þá sama landslag frá annari hlið og í nýju ljósi, vitanlega var því líka þrykkt inná minniskubba meðan rými leyfði. Set úrval inn á myndasíðun innan tíðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)