föstudagur, 20. janúar 2012

Te fyrir þrjá

Við fengum gest í kvöldmat áðan og buðum við upp á ítalska súpu, baguette, hvítlauksrjómaost, kertaljós og huggulegheit. Helltum svo upp á te eftir mat svo samræðurnar tækju á sig virðulegan blæ. Við töluðum meðal annars um steingeitur og lógík, tvö hugtök sem eru nánast óaðskiljanleg, og vandann við að lifa ekki bara lógísku lífi, heldur leyfa lífinu sinn gang af og til.

Svo var heimildarmynd um RAX á NRK 2 og þá langaði mig að taka nokkrar myndir. Líka að fara til Grænlands. Og soldið líka heim.





2 ummæli:

Augabragð sagði...

Fallegar myndir. Og nú langar mig í te :)

ásdís maría sagði...

Tíhí :)