föstudagur, 28. september 2012

Elsku dótið mitt

Ég er enn að taka upp úr kössum, ótrúlegt en satt þá er það ekki alveg uppáhaldsiðjan mín. Í dag tók ég upp úr kassa með gömlum fötum og sumu þarf bara að henda og annað má gefa. Ég er ein af þeim sem binst einhverjum tilfinningaböndum við föt. Náttbuxur sem mamma gaf mér og eru orðnar gatslitnar á ég erfitt með að setja í Henda bunkann. 'Ég skrifaði MA ritgerðina í þessum buxum!' Svo eru það kvart leggings buxur sem ég keypti í Kaupmannahöfn um árið. Notaði þær líka í jógakennaranáminu og nú er komið gat á annað hnéð af allri notkuninni. Finnst eitthvað sorglegt að henda þeim því ég á svo margar góðar minningar af því á vera í þeim og líða vel.

Svona er maður skrýtinn!

En bækurnar. Þær fá nú ekki að fara langt. Þær ýmist fá að fara upp í hillu (fáar) eða aftur ofan í kassa (meirihlutinn). Þær sem fá að fara upp í hillu eru aðallega ólesnu bækurnar. Það þarf að gefa þeim rými svo að þær sjáist og verði tekið eftir þeim, þá aukast nú líkurnar á að maður taki eina þeirra upp og lesi.

Sumar veit maður samt ekki hvort maður eigi að hafa uppi við eða geyma aðeins lengur ofan í kassa. Ég fletti af rælni inn í bókina Self Healing, Yoga & Destiny eftir Elisabeth Haich og Selvarajan Yesudian og ákvað að láta innihaldið ráða för. Lokaði augunum, fletti bókinni hægt, stoppaði þegar ég fann að ég ætti að stoppa, lagði vísifingur á síðuna og lét hann leika um opnuna, nam svo staðar og las. Þetta er það sem alheimurinn vildi að ég læsi:
'Those who take the first steps of the Yoga pathway into self-knowledge soon discover that something miraculous is hidden inside the human being, a world they never knew before. Previously when they looked inside themselves, they saw only darkness, and that is why they never thought of making further attempts. To practice Yoga, however, means to turn our attention to this inner darkness and to continue looking at it patiently. If we do so, we begin to perceive a dawning within us and a door opening into a strange new world. Whoever has once cast a glance into this new world will never want to stop practising Yoga.' (bls. 27)
Mér fundust skilaboðin tala það til mín og vera svo í takt við þann stað sem ég stend á nú að ég hikaði ekki heldur lagði bókina inná náttborð. Þessa bók skal ég loks lesa.

Síðan eru það bækurnar sem maður las og varð ekki samur á eftir. Hér er Siddhartha hans Hermanns Hesse gott dæmi. Samkvæmt eigin skipulagi verð ég eiginlega að pakka henni niður enda búin að lesa bókina, og þó svo ég sé meira en til í að lesa hana aftur einn daginn, þá ætla ég ekki að gera það á allra næstu mánuðum. Í staðinn þá klappaði ég bókinni aðeins og fletti blaðsíðunum, sogaði í mig letrið.

Ég man ekki hvenær við keyptum bókina eða nákvæmlega hvar, veit þó að hún er keypt í Indlandi. Líklega í Goa í desember 2006. Hún er hins vegar prentuð í Bandaríkjunum sem þýðir að við hljótum að hafa keypt hana notaða því hún kostaði bara 163.45 rúpíur. Einungis bækur prentaðar í Indandi eða notaðar bækur fást fyrir svo lítið fé. Hún er líka svolítið snjáð hjá okkur og síðurnar við það að detta úr kilnum. Innihaldið er hins vegar óháð þessu. Þessi saga er mjög áhrifarík og falleg, róandi eins og lækjaniður. Í kveðjuskyni staðnæmdist ég og las:
'His sleep was deep and dreamless; he had not slept like that for a long time. When he awakened after many hours, it seemed to him as if ten years had passed. He heard the soft rippling of the water; he did not know where he was nor what had brought him there. He looked up and was surprised to see the trees and the sky above him. He remembered where he was and how he came to be there. He felt a desire to remain there for a long time. The past now seemed to him to be covered by a veil, extremely remote, very unimportant. He only knew that his previous life (at the first moment of his return to consciousness his previous life seemed to him like a remote incarnation, like an earlier birth of his present Self) was finished, that it was so full of nausea and wretchedness that he had wanted to destroy it, but that he had come to himself by a river, under a cocoanut tree, with the holy word Om on his lips. Then he had fallen asleep, and on awakening he looked at the world like a new man. Softly he said the word Om to himself, over which he had fallen asleep, and it seemed to him as if his whole sleep had been a long deep pronouncing of Om, thinking of Om, an immersion and penetration into Om, into the nameless, into the Divine.' (bls. 90)
Þessari bók get ég óhikað mælt með við alla, hvort sem maður er að leitast við að lesa klassísku verkin, næra sálina á andlegum texta eða verða fyrir djúpri inspírasjón.

Svo rakst ég á blað með áminningu um að athuga bók Paul Bruntons, A Search in Secret India. Er hér með búin að setja þá bók á framtíðarleslistann.

Að lokum gluggaði ég í bók sem leit mjög svo forn út, In the Cauldron of Disease eftir Are Waerland og rakst þar á þessi orð:

The more we have stood on our own feet
and thought and felt and acted for ourselves,
the more the whole universe has responded to us.
Undirritað Oman
 
Ó, elsku dótið mitt, hvað ég hef saknað þín!

Engin ummæli: