þriðjudagur, 30. apríl 2013

Ofnbakaður fiskur með eplum, grænmeti og karrý

Ofnbakaður fiskur í grænmeti og karrý
 

Þessa uppskrift rakst ég á á síðunni hennar Evu Laufeyjar Kjaran. Ég hef tvíkað hana örlítið til svo að hún verði einmitt eins og mér finnst best, það er náttúrulega skemmtilegast þannig.

Eins og þið sjáið þá eru helstu leiðbeiningar hér að ofan, þið sjáið hvað þetta er í raun einfalt. Samt kemur rétturinn út úr ofninum eins og fínasti veislumatur og hentar einmitt vel í matarboð. Sem hefur einmitt verið tilfellið hér á bæ, við buðum stundum í þennan rétt þegar við bjuggum á litlu eyjunni Lovund.

En nóg um það, hér kemur uppskriftin.

HVAÐ
2 epli, rifin
1/2 brokkólíhaus, skorin í blóm
1 rauðlaukur, saxaður fínt til meðalfínt
1 papríka, söxuð meðalfínt
3 stórar gulrætur, skornar í sneiðar
800-1000 g ýsu- eða þorskflök, skorin í stóra bita
1 dós philadelphia rjómaostur (hreinn eða t.d. með papríku eða tómat)
3-4 msk. gott karrí (ég nota karrýið frá RAJAH, Mild Madras Curry Powder og blanda saman við það Hot Madras Curry Powder)
salt og pipar
rifinn ostur (hér kemur upp í hugann enska máltækið: the more the merrier!)

HVERNIG
Hita ofninn í 190°C.

Niðursneitt grænmetið steikt upp úr olíu á pönnu. Hugmyndin er að mýkja það aðeins og ná bragðinu fram. Eftir ca 5 mín. bæta rjómaostinum, karrýinu + salti & pipar út á og hræra saman við grænmetið. Leyfa þessu að malla á pönnunni í 3-5 mín.

Raðið fiskbitunum fallega í eldfast mót, helst þannig að það sé smá bil á milli. Hér finnst mér síðan gott að dreifa smá aukakarrý yfir flökin, bara til að fá meira karrýkraft í lífið! Eða eins og vinur okkar í Thar eyðimerkur-kamelsafaríinu söng:
24 hour full power!
No toilet no shower!
No hurry no worry!
No chicken no curry!
No honey no money!
No wife no life!
What can do in Katmandu?
Takið svo rifnu eplin og dreifið þeim yfir fiskbitana og troðið vel inn á milli til að tryggja að safinn af eplunum komi til með að smjúga inn í fiskinn og hreinlega baki fiskinn upp úr eplasafa.

Skúbba síðan grænmetisrjómasostsblöndunni karrýgulu yfir epli og fisk og dreifa jafnt yfir flötinn. Að lokum strá rifnum osti yfir. Ostamagn fer að sjálfsögðu eftir smekk. Sumir tala um að allt sé gott í hófi. Þá loka ég bara eyrunum og fer að syngja hátt: 24 hours full power! No toilet no shower!

Inní ofn í 30-40 mín. Svo út úr ofni og beint á dekkað og dúkalagt borðið, kertaljósið streymandi upp veggina, heimasaumuðu og straujuðu servétturnar sperrtar eins og tindátar. Servera heitt með t.d. ofnbökuðum, krydduðum kartöflubátum eða grjónum.

Myndin hér að neðan er af matnum tilbúnum. Þar fyrir neðan eru myndir af því þegar ég þessa sömu kvöldstund lét mig dreyma um að standa vörð fyrir utan Amalienborg. Hugsið ykkur að vera real life tindáti! Hvað maður myndi lenda á mörgum ljósmyndum! Oh, my!

Untitled
 
Ásdís í lífvarðasveit Danadrottningar
 
Untitled

laugardagur, 27. apríl 2013

Afmæliskaka og afmælispakki

Það eru gömul sannindi og ný að til að fagna afmæli þurfi í það minnsta að fyrirfinnast kaka eða terta eða jafnvel hnallþóra (Hnallþóra? Þóra frá bænum Hnalli?) OG það verður líka að vera pakki. Helst innpakkaður í litríkan pappír með nóg af borðum og slaufum til að gleðja glisgjarnt afmælisbarnið.
 
Mér tókst að skaffa allt nema þessa borða og slaufur. Baldur fékk:
  • Gulrótaköku með rjóma
  • OG espresso
  • OG hann fékk líka pottrétt og salat á undan
  • + RISA afmælispakka (sjá rétt bráðum)
Við vorum heillengi í dótabúðinni (lesist: "dótabúðinni") að prófa sándið á hinum ýmsu strengjum og belgjum. Fengum faglega aðstoð á fræðimáli og á því tímabili soguðust augun inn í tóftirnar og ég sigldi einhvert annað. Kinkaði samt kolli á réttu stöðunum, held ég.
 
Eftir miklar vangaveltur komum við svo út úr búðinni með stærsta afmælispakka sem ég hef hingað til fært einhverjum að gjöf. Svo gaman!
 

Afmælisstrákur með köku!
 
Uppáhald: Gulrótakaka
 
Untitled
 
Untitled
 
Prófa þennan
 
Líka þennan
 
Untitled
 
Gott sánd í þessum!
 
Fékk 'ann!
 
Á 'ann!

SNAPS

Baldur á afmæli í dag! Húrra, húrra, húrra!
 
Fórum með pabba og Huldu á SNAPS í tilefni þess. Fengum góðan mat, eins og silung, og svo heavy þétta og massíva brownie í dessert. Það er sjaldan sem manni finnst ábætirinn á veitingastöðum bera nafn með rentu.
 
Baldur er einn af þessum fáu og heppnu einstaklingum sem ég þekki sem alltaf eiga afmæli á sama degi. Afmælið hans ber alltaf upp á sama dag, það er alveg ótrúlegt. Alltaf þann 26. apríl.*
 
Til hamingju með daginn Balduro mio.

* Einu sinni var ég að spjalla við unga konu og samtalið barst að afmælisdögum. Þegar ég sagði henni að ég ætti afmæli á jóladag varð hún fyrst skrýtin á svip og spurði svo: Ber afmælið þitt ALLTAF upp á jóladag?
 
Silungur á SNAPS
 
Untitled
 
Untitled
 
Glerið
 
Untitled
 
Stemmning
 
Afmælispakki
 
Pakki
 
Sif Jakobs er töffari
 
3ja manna desert

þriðjudagur, 23. apríl 2013

Bleikar rósir í shalanu

Sjáið hvað ég fann fallegt í shalanu í dag: Bleikar rósir!

Ég var að hlaupa inn í sal til að kenna kraftmikið jóga í kvöldtíma þegar ég skransaði til að taka mynd af vendinum. Bleikar rósir! Oh, my! Það sem þær lífga upp á rýmið.

Fór svo og kenndi æðislegan jógatíma sem ég hafði klæðskerasniðið fyrr um daginn og prufukeyrt á sjálfri mér. Best er þó að jógarnir sem mættu voru hæstánægðir með tímann líka.

Rós í shalanu

þriðjudagur, 16. apríl 2013

Krókusar! Halló! Velkomnir!

Í göngutúrnum í dag var boðið upp á bæði sólskin og krókusa. Ég vissi af sólskininu fyrirfram - þess vegna fór ég út - en krókusarnir, hmm, þeir voru nice surprise.

Einhverjum kann að finnast skrýtið að sækja mikið í kirkjugarða. Ég sæki mikið í að ganga í gegnum Fossvogskirkjugarð einfaldlega vegna kyrrðarinnar og fegurðinnar. Hann er án efa einn gróðursælasti blettur borgarinnar.

Og núna bíður hann upp á krókusa í ofanálag.

Göngutúrinn bauð reyndar líka upp á sólbað í boði sólskinsins: Sólbað við Fossvoginn með útsýni yfir Kópavoginn og gamla Kársneshringinn minn. Við nikkuðum hvort annað og hann skilur af hverju ég feta hann ekki lengur; hann láir mér það ekki að ganga Fossvogshringinn núna.

Sólbað í apríl

Krókusar! Halló! Velkomnir!

Krókusar í kirkjugarðinum

fimmtudagur, 11. apríl 2013

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa

Hér kemur ein hraustleg og góð súpa í takt við svalt vorveðrið: Gulrótasúpa með engifer, kóríander og broddkúmeni. Jömmí, gott gott gott!

HVAÐ
Góð steikingarolía
1 laukur
1 hvítlauksgeiri, pressaður
3 sm engifer, rifinn
1 tsk túrmerik
1 tsk cumin (broddkúmen)
cayenne pipar af hnífsoddi
360 g gulrætur, smátt saxaðar (samsvarar 3 bollum)
1/2 l vatn
2 msk grænmetiskraftur
4 tómatar, smátt skornir
1 dós kókosmjólk
salt og pipar eftir smekk
smá sítrónusafi
handfylli af kóríander, smátt saxaður

HVERNIG
Steikið lauk og hvítlauk í potti. Bætið rifnum engifer útí ásamt þurru kryddunum og steikið 2-5 mín. Hendið því næst gulrótum út í og steikið í stutta stund. Bætið vatninu og grænmetiskraftinum við og sjóðið í 20 mín. eða þangað til að gulræturnar eru orðnar mjúkar í gegn.

Bætið þá við söxuðu tómötunum, kókosmjólkinni, salti og pipar. Maukið súpuna með töfrasprota, bætið við svolitlu af kóríander og maukið samanvið. Bætið sítrónusafa út í og smakkið ykkur til með sítrónunni og kóríandernum.

Þessi súpa verður bara betri ef hún fær að standa og taka sig svolítið. Kjörið að elda hana í hádeginu og vera bara búin að elda kvöldmatinn! Ég er snilli!

sunnudagur, 7. apríl 2013

Ristaðar kíkertur

Hér er á ferðinni þrusugóð uppskrift: kryddaðar kíkertur bakaðar í ofni þangað til þær verða stökkar. Fyrirtaksnasl, trefjaríkt og próteinríkt. Uppskriftina rakst ég á á síðunni Eldað í Vesturheimi.

HVAÐ
500 g niðursoðnar kjúklingabaunir (samsvarar 2 dósum)
2 msk jómfrúarolía
2 tsk papríkuduft
1 tsk kúminduft
1 tsk svartur pipar, malaður
1 tsk sjávarsalt
1/4 – 1/2 tsk cayenne pipar

HVERNIG
Ég er talsmaður þess að sjóða sjálf kjúklingabaunir og láta það eiga sig að kaupa þær tilbúnar út í búð. Hér eru góðar leiðbeiningar að því hvernig maður ber sig að.

Hitið ofninn í 200°C. Klæðið bökunarplötu með álfilmu. Hvort sem kjúklingabaunirnar eru nýkomnar úr suðu, koma úr dós eða nýkomnar úr frysti og hafa verið hitaðar upp, þá er fyrir öllu að ná öllum vökva burt. Við viljum að baunirnar séu eins þurrar og hægt er.

Setjið baunirnar í skál, hellið olíunni og kryddinu yfir. Veltið baunununm vel upp úr kryddblöndunni og sjáið til þess að allar baunirnar séu þaktar olíu og kryddi.

Hellið því næst baununum á bökunarplötuna og dreifið vel úr þeim. Hér kemur nákvæmni og þolinmæði sér vel og mun launa sig að lokum!

Bakið inni í ofni í 30 – 40 mínútur, eða þar til baunirnar eru orðnar stökkar og gylltar. Takið úr ofninum og leyfið að kólna vel. Því betur sem þær ná að kólna áður en þær eru bornar fram í skál því betur halda þær hinum eftirsótta og dásamlega krispí faktor.

Eitt í viðbót sem þarf að gera - og sem ég held að muni ekki flækjast fyrir neinu - en það er þetta: Mjög mikilvægt að borða kíkertunaslið samdægurs. Daginn eftir, jafnvel 8-10 tímum eftir að þær koma úr ofni, hafa þær misst fyrrnefndan krispí faktor og eru orðnar seigar. Ergo, eat up!

Bakaðar kíkertur
 
Untitled
 
Kíkertur í skál
 
Besta naslið

fimmtudagur, 4. apríl 2013

Haust á Lovund

Ég var að klára að setja myndir frá hausti 2011 inn á flickr. Þetta er myndir frá haustinu okkar á Lovund.

Vá! Það er svo vakkert í norður Noregi! Sjáiði bara!

Restin af myndinum er hér.

Untitled
 
Rauður í Þrándheimi
 
Dómkirkjan
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Gut i Trondheim
 
Við síkið
 
Untitled
 
Á vit nýrra ævintýra
 
Komin á áfangastað: eyjan Lovund
 
Sólarlag
 
Spegillinn á haffletinum
 
Svínin í eyjunni
 
Hugleitt við bárugjálf
 
Splash!
 
Skuggajógar
 
Untitled
 
Uttita hasta padangustasana
 
Untitled