Hér er á ferðinni mjög frískandi og sumarlegt salat. Eldrauðir tómatar, hvít mozzarellan og græn basilíkulauf: ítalski fáninn á diski.
Ég hef mjög oft haft þetta einfalda salat með ítölsku grænmetissúpunni en að þessu sinni eldaði ég tómatsúpu frá Toskana og hafði þetta salat með sem var alveg dásamlegt. Uppskrift að tómatsúpunni kemur inn á næstu dögum.
Uppskriftin kemur úr bók Sollu, Grænum kosti Hagkaupa, en ég hef aðeins breytt hlutföllum.
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo.
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo.
HVAÐ
2 tómatar
1 mozzarellakúla
Hálfur rauðlaukur (ef vill)
fersk basilíka
Ólívuolía
Sítrónusafi
Salt + pipar
HVERNIG
Skolið og sneiðið tómatana niður í grófar sneiðar. Sneiðið mozzarellakúluna í helmingi þynnri sneiðar til að fá út tvöfalt fleiri sneiðar á við tómatsneiðarnar. Skerið rauðlaukinn í fínar sneiðar. Takið til u.þ.b. 30 fersk basilíkulauf og leggið til hliðar.
Takið fram tvo diska og raðið upp til skiptis mozzarellasneiðum og sneiðum úr tómötunum (einn tómatur per disk). Stingið rauðlauk og basilíkulaufunum inn á milli. Hellið yfir smá olívuolíu og sítrónusafa. Saltið og piprið.
Borðið með bestu lyst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli