föstudagur, 15. ágúst 2003

Af bein- og sjálfskiptingum

Þessar þrjár vikur sem Nolli var á verkstæði voru Kalli afi og Ólöf amma svo góð að lána okkur Suzuki jeppann sinn.Venjuleg lét ég Baldur um að keyra hann þar sem hann er frekar þungur í stýri en ég gat þó ekki alltaf verið slík prinsessa og stundum keyrði ég jeppann sjálf.

Þetta er beinskiptur bíll sem mér finnst gaman að keyra og eftir þrjár vikur af slíkrum akstri var maður orðinn ansi vanur því að notast við beinskiptingu.

Fyrir viku síðan þegar við náðum í Nolla brá mér hins vegar ansimikið í brún. Ekki nóg með að stýrið væri eins og úr baðmull heldur vantaði alveg kúplingu og gírana! Ég byrjaði á því að þreyfa fyrir mér með vinstri fæti í leit að kúplingunni en þá rann upp fyrir mér þessi staðreynd.

Fólk segir yfirleitt við mann að passa sig að hætta ekki að keyra beinskipta bíla því það sé svo erfitt að venja sig aftur á gírana. Í mínu tilviki er því hinsvegar öfugt farið, ég á ekki í neinum vandræðum með það en hins vegar finnst mér ansi erfitt að venja mig af gírunum. Ég hef t.d. lentí því að ætla að kúpla en í staðinn þrusað á bremsuna! Og þá man ég alltaf: Ó, ég er á sjálfskiptum.

Engin ummæli: