Um daginn keyptum við Baldur yatze spilið í Bónus og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar, sáum fram á margar góðar kvöldstundir þar sem við spiluðum af lífi og sál.
Einn galli er þó á gjöf Njarðar sem við sáum ekki fyrir, hvorugt okkar man leikreglurnar svo illt er í efni. Ég hef reynt að leita að þeim á netinu en enn ekki orðið ágengt.
Svo ef þú lesandi góður (sem ert væntanlega líka ættingi eða vinur) manst þessar reglur eða veist hvar er hægt að nálgast þær þá væri mjög vel þegið að fá smá emil um það. Oft var nebbla þörf en nú er nauðsyn, við ætlum sko í bústað á morgun.