mánudagur, 24. nóvember 2003

Hrappur og Skellur

Þessa dagana er ég að vinna í síðasta skilaverkefni annarinnar. Verkefnið er í reikningshaldi og tryggir manni próftökurétt auk þess að vera ágæt æfing.

Ekki eru viðskiptamennirnir í verkefninu félegir. Fyrirtækin heita t.d. Hrappur, Skellur og Sandkastalinn. Ekki þarf að spyrja að því að Hrappur ehf. skuldar mér. Í Lögbirtingarblaðinu var hann svo listaður upp ásamt öðrum vandræðagemsum og kom þar fram að engar eignir hefðu fundist í búinu að lokinni skiptameðferð. Eru þetta einhverjir Glistrup gæjar? Hrappur, ef þú lest þetta þá skaltu vita að enginn svíkur Baldur í Líf og leik ehf. Enginn!

Þetta var aðeins hættulaust útsýnisflug. Vonandi voru allir með beltin spennt en hafi einhverjar les-endur orðið fyrir óþægindum undanfarnar tvær mínútur eru þær beðnar velvirðingar. Það sem við flugum yfir var hin sandblásna og sýrubaðaða eyðieyja Reikningshald 1. Vonandi nutuð þið ferðarinnar, takk fyrir.