þriðjudagur, 25. nóvember 2003

Ritgerð, ritgerð og... jú ritgerð

Læt loks í mér heyra. Hef verið ansi upptekin þessa önn enda fyrsta önnin í meistaranámi svo það er vissara að hafa nóg fyrir stafni, annars er eitthvað mis :)

Hef setið sveitt (ja... kannski smá ýkjur) við undanfarna daga að klára ritgerðir eins og þorri annarra háskólanema geri ég ráð fyrir. Kem til með að skila þeirri fyrstu eftir nákvæmlega 27 mínútur og er sátt við hana. Á morgun á svo að skila annarri ritgerð (ekki búin með hana) og á föstudaginn rétt fyrir kl. 11 að morgni verð ég laus allra mála vona ég þegar seinasta ritgerðin rennur úr hlaði.

Jæja, læt þetta duga í bili af námsfréttum - vonandi heyrið þið aftur í mér fyrir jól!