þriðjudagur, 7. nóvember 2006

Ekki bara óhollt...

Alkunna er að gosdrykkir teljast seint til hollustuvarnings. Sá gosdrykkur sem ruddi brautina fyrir aðra slíka, Coke, er gjarnan tekinn sem dæmi til að sýna hve hratt má eyða tönnum mannfólksins upp til agna.

Langi mann til að geisla af heilsuhreysti og lífsorku er semsé ágæt byrjun að drekka ekki gos, hvað þá Coke. Langi mann í hreinar tennur og hreina samvisku lætur maður gutlið líka eiga sig.

Ef ég tappaði pissi og sykri á flöskur ásamt koffíni gæti ég selt ykkur sambærilegan drykk gegn lægra gjaldi. Súr og seiðandi gæti verið slagorð drykkjarins og enginn þyrfti að vera í vafa um að tilfinningin væri einstök.

Þegar fólk kaupir Coke er það ekki aðeins að skaða sjálft sig heldur bendir allt til að það sé að styðja við bakið á ótíndu glæpahyski. Mig langar að biðja lesendur að gefa sér andartak í að kynna sér málið. Hvernig væri að taka afstöðu áður en næsti skammtur er keyptur og muna að kók er ekki bara kók? Góðar stundir.

Eftirfarandi linkar ættu að hjálpa:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/3096893.stm
http://www.killercoke.org/
http://www.gagnauga.is/greinar.php?grein=67
http://web.amnesty.org/library/index/ENGAMR230262002

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála. Það var kominn tími til að láta menn heyra það!

baldur sagði...

Það er líka mikill kostur að nú geta kókistarnir ekki keypt kók öðruvísi en að muna eftir átöppuðu pissi úr mér ;)

Nafnlaus sagði...

Vó þetta eru aldeilis fréttir. Ég hafði aldrei heyrt þetta um kók áður en mann grunar nú svo sem að mörg þessara risafyrirtækja sem framleiða vörur í "ódýrum" löndum noti vafasamar aðferðir. Þ.e. brjóti á mannréttindum starfsfólks, almennings og skaði umhverfið.

Flott hjá þér að benda á þetta. Bara þér að segja þá er ég næstum því alveg hætt að drekka kók. Vá hvað það er ávanabindandi. Ég er komin niður í sirka einn skammt á viku... vonandi verða þessi skrif þín til þess að ég hætti bara alveg.

Nafnlaus sagði...

Svo má einnig nota það til að þrífa klósett, töfralausn

baldur sagði...

Þetta ráð er alger snilld! Slagorðið gæti verið: Táknræn töfralausn. Einnig pæling hvort hörðustu kókistar gætu ekki skipt yfir í Closan ;o)