þriðjudagur, 31. júlí 2012

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur

Frjóvgun

Hallar höfði

Gæsir

Untitled

Á göngu

Untitled

Elliðaár

Hestar á brúnni

Seinnipartinn í gær fórum við Baldur ásamt pabba inní Elliðaárdal efri og gengum Stífluhringinn. Dalurinn skartaði sínu fegursta fyrir okkur enda hafði ský dregið frá sólu og býflugurnar voru á sveimi, á fullu að sinna störfum sínum sem yfirfrjóvgarar blómanna.

Sællra minninga (*hóst*) hef ég hlaupið Stífluhringinn alloft, þá þegar ég gekk í Árbæjarskóla, og það kom því ekki á óvart að mæta nokkrum hlaupahópum á leiðinni, sérstaklega þegar haft er í huga að það styttist óðfluga í Reykjavíkurmaraþon. Enn og aftur dáðist ég að þrautseigju hlauparanna, en var hins vegar sátt við mitt hlutskipti sem sjálfskipaður ljósmyndari litla gönguhópsins.

Við sáum gæsir á flugi, heilsuðum upp á endurnar sem komu syndandi að okkur þegar við gengum yfir stífluna og skrifuðum á bak við öll eyrun að koma næst með brauðmola. Sáum líka svona tíu laxa í hylnum fyrir neðan brúnna, litlir 3-4 kg laxar sem við Baldur létum alveg eiga sig með að slátra og slægja!

Á efri brúnni stöldruðum við við og fylgdumst við flugveiðum í ánni fyrir neðan og mættum reiðhestum í reiðtúr. Enduðum gönguna í Árbæjarlaug þar sem við prófuðum nýja nuddpottinn og nýuppgerða gufuna.

Erum semsé á fullu að njóta alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. En bíddu, hvar er þá karamellusnúðurinn minn?

3 ummæli:

Unknown sagði...

Þá varstu nú heppin að fá karamellusnúð í hádeginu! Velkomin aftur til Íslands, gott að fá ykkur og sjá ykkur elskurnar.

Unknown sagði...

Sagði Stella...

ásdís maría sagði...

Híhí, mér fannst það einmitt svo sniðugt, eins og þið hafið lesið í hjartað mitt hreinlega :)