föstudagur, 30. júlí 2004
Vegna fjölda áskorana
Síðan ég bloggaði síðast ég búinn að bauka ýmislegt, ganga/klífa Vífilsfellið, vinna úti í sólinni með frábærum unglingum, lyfta, synda og bara allt nema hanga inni og pikka á bloggið. Undirbúningurinn fyrir sumarprófin er búinn að vera í góðum farvegi þokkalega jafnt og mest þétt og þannig mun það verða næstu vikurnar.
mánudagur, 5. júlí 2004
Jájájájájá...
Fórum í sumarbústað yfir helgina og höfðum það notalegt. Það er ágætt að fara svona annað slagið í sveitasæluna og tjilla. Ekki var samt hægt að staldra of lengi því yfirvofandi var jú úrslitaleikur EM í fótbolta. Ég er himinlifandi yfir úrslitunum og óska Grikkjum hjartanlega til hamingju ef þeir þá lesa bloggið mitt.
fimmtudagur, 1. júlí 2004
Áfram Grikkland!
Leikurinn í dag var einn af þessum erfiðu leikjum þar sem þarf að ákveða með hverjum skal halda. Ég ákvað að styðja Grikki. Það varð snemma ljóst að sóknarmenn Tékka áttu ekki séns í varnarmenn Grikkja, reyndar var tékkneska vörnin ekki slæm heldur.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og sem endranær komu Grikkir öllum á óvart og sigruðu með flottu marki á lokasekúndunum. Í raun má segja að bæði liðin hafi staðið sig frábærlega og áttu Tékkarnir jafnmikið skilið að vinna en það er ekki spurt að því núna, leikurinn er búinn og Grikkir unnu.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og sem endranær komu Grikkir öllum á óvart og sigruðu með flottu marki á lokasekúndunum. Í raun má segja að bæði liðin hafi staðið sig frábærlega og áttu Tékkarnir jafnmikið skilið að vinna en það er ekki spurt að því núna, leikurinn er búinn og Grikkir unnu.
Flott hjá Portúgölum
Í gær horfðum við á seinni hálfleik í leik Hollands og Portúgal. Æsispennandi og skemmtilegur leikur.
Eftir leikinn var ég nú eitthvað tjúnaðri heldur en fyrir hann svo ég brá á það ráð að hlaupa aðeins. Sem ég er að byrja þá finnst mér nú fremur einmanalegt svo ég ríf systur mína út með mér og tókum við á rás meðfram sjónum og stefndum í humátt (sem að þessu sinni var í austur). Bæði var sprett og skokkað auk þess sem við systkinin skelltum okkur í armbeygjur og magabeygjur. Það þarf vart að orðlengja þetta frekar, ég svaf vel í nótt.
Mig rekur minni til að hafa lofað einum af hinum dyggu lesendum link á þau orð sem Platini lét falla um franska landsliðið á dögunum. Ég er hræddur um að ég verði bara að taka undir með honum.
Eftir leikinn var ég nú eitthvað tjúnaðri heldur en fyrir hann svo ég brá á það ráð að hlaupa aðeins. Sem ég er að byrja þá finnst mér nú fremur einmanalegt svo ég ríf systur mína út með mér og tókum við á rás meðfram sjónum og stefndum í humátt (sem að þessu sinni var í austur). Bæði var sprett og skokkað auk þess sem við systkinin skelltum okkur í armbeygjur og magabeygjur. Það þarf vart að orðlengja þetta frekar, ég svaf vel í nótt.
Mig rekur minni til að hafa lofað einum af hinum dyggu lesendum link á þau orð sem Platini lét falla um franska landsliðið á dögunum. Ég er hræddur um að ég verði bara að taka undir með honum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)