þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Farvel, elsku Asía!

Þá er komið að kveðjustund, eftir klukkutíma hoppum við upp í leigara til a fara út á flugvöll. Við erum sallaróleg enda búin að borða góðan indverskan mat og pakka öllu sem pakka þarf, töskurnar bíða okkar upp í herbergi.

Þær, blessunirnar, skilja ekkert í því að við séum að draga þær í þurrara og kaldara loftslag þar sem þær munu koma að litlu sem engu gagni og fá ekki lengur að vera hluti af okkar daglega lífi. Þær geta prísað sig sælar, þær fá þó að koma með. Handklæðin okkar og sængurfötin og nokkrar slitnar flíkur eru ekki svo heppin, þau verða skilin eftir upp á hótelherbergi í bleika Malasíupokanum okkar ásamt rispuðum sólgleraugum, nýjum sjampóbrúsa, óopnuðum tannkremstúpum, moskítófælum og morgunverðarskál Baldur sem hann hefur dröslast með frá Víetnam. Við erum að vona að einhver gramsi í pokunum og taki úr þeim það sem þá vantar, það væri þá í anda Asíu.

Við kveðjum Asíu með miklum trega en ekki halda að við séum búin með öll Asíuskrif. Við eigum enn eftir að gera heilmikið uppgjör við ferðina, birta og skoða myndir, skrifa niður minningar og gullkorn, yfirfara glósubækurnar okkar og tala heil ósköp um ferðina og Asíu og fólkið og menninguna. Sýnið því skilning :o)

Við erum eins tilbúin að kveðja og hægt er að vera með tárin í augunum. Við erum búin að kveðja Su, fara í litun (er eins og gulrót núna!), kveðja Harry á Koddanum og gefa honum Ian Rankin spennusögu að skilnaði, heilsa upp á Oscar sem heitir víst ekki Oscar (hann bað að heilsa þér pabbi), fá faðmlag frá Býfluga (hann elskar Baldur, blink-blink) og selja bækurnar hjá vinkonum okkar.

Við erum líka tilbúin í næsta kafla og erum að okkar mati vel undirbúin: klædd í nýjar úlpur og jakka, peysur og boli og skó (ég er reyndar í gervi Nike strigaskónum sem ég keypti í Kuala Lumpur, þeir virðast ætla að koma að meiri notum en ég reiknaði með). Núna erum við nefnilega á leið yfir hálfan hnöttinn til að komast til norður Evrópu og þar ku vera vetur.

Við fljúgum klukkan þrjú í nótt (átta að kveldi á Íslandi) frá Bangkok til Kúveit, frá Kúveit til Frankfurt og frá Frankfurt til Stokkhólms. Þar ættu við að lenda annað kvöld upp úr hálf níu. Það er svolítið skrýtið að gráta endaloks einhvers en á sama tíma hlakka til næsta kafla, en það er einmitt það sem ég upplifi núna. Ég á eftir að sakna Asíu óendanlega mikið og ferðalagsins og lífs okkar hér, en á sama tíma get ég ekki beðið eftir að knúsa fallega fólkið mitt. Það er líka alltaf hægt að líta á björtu hliðarnar, það verða í það minnsta engin fleiri móskítóbit í bili!

Yfir og út, við segjum bless elsku Asía: namaste, sabadee, takk fyrir allt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.

Móa sagði...

Frétti af ykkur á næstu grösum(við okkur ekki á veitingastaðnum). velkomin heim til Íslands.
Móa