miðvikudagur, 20. ágúst 2014

Frábær Íslandsheimsókn

Þá er þessi Íslandsheimsókn senn á enda. Hún er hreint út sagt búin að vera dásamleg. Við höfum náð að hitta langflesta af þeim sem við ætluðum að hitta, fara í fjallgöngu, ég kíkti til Boston með Huldu á meðan Baldur og pabbi fóru upp á Úlfarsfellið. Sumarbústaður, Vestmannaeyjar og ég veit ekki hvað og hvað.

En það er alltaf dýrmætast að hitta fólkið sitt! Ég fór einmitt um daginn að hitta Maríu frænku og litla, nýja frændann minn hann Hrafn Inga. Og svo vorum við líka að hitta Unu Karítas í fyrsta sinn og við erum soldið skotin í henni.

María, Sölvi og Hrafn Ingi Untitled Untitled Untitled Una Karítas Untitled

mánudagur, 18. ágúst 2014

Þingvellir

Það er alltaf eitthvað einstakt við Þingvelli. Frá Lögbergi er tiltölulega víðsýnt og maður getur skemmt sér við að nefna (rifja upp og reyn' að muna) fjöllin og fellin í kring.

Ekki er nú verra ef það er blankalogn, sól og hlýja. Þá er fallegt að standa við Þingvallavatn og sjá fjöllin speglast á vatnsfletinum.

Þingvellir Þingvellir Þingvellir Þingvellir Þingvellir Þingvellir Þingvellir Þingvellir Þingvellir Þingvellir

sunnudagur, 17. ágúst 2014

Vestmannaeyjar

Við fórum í frábæra heimsókn til Vestmannaeyja um helgina. Veðrið lék við okkur allan tímann og náttúrufegurðin í Eyjum er af öðrum heimi.

Við gistum hjá foreldrum Huldu sem höfðu tekið fallegan bústað á leigu ásamt móðurystur Huldu og hennar manni. Fyrsta kvöldið vorum við síðan svo heppin að frændi Huldu tók okkur í smá túr um Heimaey en hann býr einmitt á eyjunni. Við lærðum m.a. að heimamenn eru mjög gefnir fyrir uppnefni hverskonar og eru að öllu leyti miklir húmoristar.

Daginn eftir kíktum við á safnið Eldheima þar sem maður lærir um gosið í Eyjum '73. Eftir heimsókn á safnið gengum við upp á hraunið sem stendur nánast í bænum. Við pabbi leituðum að húsinu hans Þórðar afa og fundum götuna sem hann bjó við. Sérkennilegt til þess að hugsa að mörgum metrum fyrir neðan mann hafi hús langafa manns staðið. 

Þegar við vorum orðin þreytt og lúin eftir hraungönguna fengum við okkur frábæran vegan mat á veitingastaðnum Gott. Síðan var kominn tími til að taka Herjólf aftur til Landeyjarhafnar.

Næst þegar ég kem til Eyja er planið að stoppa aðeins lengur og ná að sjá meira af bænum. 

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar

miðvikudagur, 13. ágúst 2014

Boston



Hulda bauð mér að fljúga með sér til Boston um daginn sem ég þáði með þökkum. Á meðan Hulda stjanaði við farþegana lét ég fara vel um mig á Saga class. Við lentum síðan um kvöldið og keyrðum inn í borgina þegar sólin var að setjast. 

Næsta dag fórum við í skoðunarferð um borgina með Boston Duck Tours. Já, maður keyrir um borgina í bílabát. Á þessu nýstárlega farartæki sáum við m.a. State House, Bunker Hill og Prudential Tower, og síðan keyrðum við beint út í Charles ánna. Þar sigldum við upp eftir ánni og gátum virt fyrir okkur skýjakljúfa borgarinnar.

Að skoðunarferðinni lokinni gengum við um götur borgarinnar og skoðuðum eitt og annað. Röltum í gegnum Boston Public Park og sáum hina frægu svanabáta sem eru fótstignir. Kíktum í búðir og ég gerði nokkur ansi góð kaup.

Og síðan um kvöldið flugum við til baka. Stutt en skemmtilegt smakk af áhugaverðri borg. 

Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston Boston