þriðjudagur, 28. september 2004

Göngum til góðs

Á laugardaginn kemur stendur Rauði krossinn fyrir söfnun sem kallast Göngum til góðs. Við Baldur ætlum að ganga til góðs í Kópavoginum og mig langaði bara að hvetja lesendur síðunnar til að skrá sig í gönguna á heimasíðu Rauða krossins. Sjálfboðaliðar þurfa ekki að ganga nema í 1-2 tíma svo ekki er um mikla tímafórn að ræða fyrir hvern og einn en Rauða krossinn muna hins vegar um hvern og einn sem tilbúinn er að leggja söfnuninni lið. Svo endilega kíkið á heimasíðuna og skráið ykkur á söfnunarstöð og látið gott af ykkur leiða - þetta verður örugglega æðislega gaman!

P.s. Einstaklingarnir hér að neðan eiga það allir sameiginlegt að vera grænmetisætur ;)

sunnudagur, 26. september 2004

Hjartadagurinn

Í tilefni af hjartadeginum var hægt að fá lánaða skauta í skautahöllinni án endurgjalds. Þar sem ég hef aldrei farið á skauta ákvað ég að slá til þegar Ásdís stakk upp á að við kíktum. Hún hefur töluvert meiri skautareynslu en ég og gat því kennt mér aðieins á þetta.

Þegar út á svellið var komið þá gekk mér nú bara vel, missti jafnvægið þrisvar en datt bara einu sinni. Hin tvö skiptin voru líkari breikdansi þar sem ég datt ekki en snerist í allskonar hringi. Á svæðinu var svo ljósmyndari sem tók þessa mynd af okkur. Hihi. Eftir skautana skelltum við okkur í Laugardalslaug og fórum í heitu pottana og gufubað.

Ahhhhh, frábært!

þriðjudagur, 21. september 2004

Ferðasaga seinni hluti

Dvölin í Atlavík var ekki löng því morguninn eftir pökkuðum við öllu dótinu saman og keyrðum á Egilsstaði. Þar hittum við skipuleggjendur Þjóðahátíðar, fórum í sund og fórum svo að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar. Við vorum svo heppin að þurfa ekkert að hugsa um að tjalda því okkur var boðin gisting í grunnskólanum að Eiðum.

Daginn eftir hófust svo hátíðarhöldin og var hörkugóð mæting og góð stemmning. Um kvöldið var hátíðinni pakkað saman og þá lögðum við í hann á Mývatn. Síðla kvölds renndi blái drekinn inn á Mývatnssvæðið og beiddumst við gistingar á Bjargi. Þar dvöldumst við hjá alveg hreint frábærum náunga sem heitir Sigfús.

Á mánudeginum skoðuðum við Grjótagjá og norðlenska Bláa lónið, keyrðum til Akureyrar og tjilluðum aðeins á Bláu könnunni og brunuðum svo í bæinn.

miðvikudagur, 15. september 2004

Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt?

Albert Einstein scientist
Alec Baldwin Actor
Alicia Silverstone Actress
Andy Kaufman actor
Angela Bassett actress
Benjamin Franklin scientist
Bill Pearl Bodybuilder
Bob Dylan Singer
Boy George Musician
Brandy singer
Brigitte Bardot Actress
Bryan Adams Musican
Buddha Religious Figure
Charles Darwin British naturalist
Chelsea Clinton Daughter of President
Damon Albarn Musician
Dan Castellaneta Voice (Homer Simpson)
Danny De Vito Actor
Daryl Hannah Actress
David Duchovny Actor
Dr. John Harvey Kellogg
Doctor Dr. Ruth Bates Sex Therpist
Dustin Hoffman Actor
Eddie Vedder Pearl Jam
Elvis Costello Musician
Erykah Badu singer
George Harrison Musician (Beatles)
George Bernard Shaw Playwright
Henry Ford ford motor company
Jean Jacques Rousseau philosopher
Jerry Seinfeld actor
Joaquin Phoenix Actor
John & Yoko Lennon Musicians
Jude Law actor
Kim Basinger Actress
Lenny Kravitz Musician
Leo Tolstoy Russian writer
Leonardo da Vinci artist
Linda McCartney Cookbook author
Liv Tyler Actress
Michael J. Fox Actor
Moby Singer
Mohandas Ghandi humanitarian
Morrissey Singer
Natalie Portman Actress
Orlando Bloom actor
Pamela Anderson Lee Actress
Paul McCartney Singer/ Activist
Peter Gabriel Musician
Peter Sellers Actor
Phil Collen Musician
Queen Sophia Queen of Spain
Reese Witherspoon actress
Richard Gere Actor
Ringo Starr Musician
River Phoenix Actor
Shania Twain singer
Sir Isaac Newton Scientist
St. Frances of Assisi saint
Steve Martin Comedian/actor
Thomas Edison Inventor
Tobey Maguire actor
Vincent Van Gogh Painter
Woody Harrelson actor

Sendið hugmyndir í tölvupósti, svar birtist innan fárra daga :)

sunnudagur, 12. september 2004

Ferðasaga fyrsti hluti

Á föstudaginn keyrðum við í svo að segja einu hendingskasti austur í Skaftafell. Þar stöldruðum við, fórum í gönguferð að Svartafossi og nærðumst. Þegar við vorum að renna úr hlaði kom Einar, vinur okkar úr háskólanum, hlaupandi inn í sviðsmyndina. Það kom sér vel að hitta hann þarna því hann er þaulkunnugur svæðinu og gátum við spurt hann út í leynileið sem Pétur afi benti okkur á fyrir ferðina. Hann kvað þá leið mjög góða.

Eftir að lagt var af stað úr Skaftafelli keyrðum við þjóðveg 1 þangað til komið var inn í botn Berufjarðar. Þar fylgdum við leiðbeiningum um leynileið og beygðum upp á veg sem liggur um Öxi. Það var skemmtileg leið um stórbrotið landslag og svo er hún líka helmingi styttri en venjulega leiðin. Þegar þarna er komið við sögu var nokkuð farið að rökkva og þegar við vorum komin á tjaldstæðið í Atlavík var orðið aldimmt. Okkur tókst þó að tjalda án teljandi stóráfalla og létum súpu hitna á meðan.

Framhald í næsta þætti, danndanndann-dannnn...

föstudagur, 10. september 2004

Hringur hraðferð

Í þessum skrifuðu orðum erum við Ásdís að leggja af stað í ferðalag til Egilsstaða. Vegna þess hvernig Egilsstaðir eru staðsettir miðað við Reykjavík ætlum við að fara hringinn í kringum landið í leiðinni. Á Egilsstöðum er svokölluð þjóðahátíð um helgina og vonandi verður mikið fjör þar. Nánari skýrslu má vænta síðar.

sunnudagur, 5. september 2004

Sumarbústaðarferð

Eyddum helginni upp í sumarbústað í félagsskap skólabóka og ferðatölvu. Tilgangur ferðarinnar var að skapa rútínu fyrir önnina og byrja að lesa almennilega. Rútínan er ekki fullsköpuð en lesturinn er kominn af stað. Það getur verið gott að kúpla sig svona út lesa í næði og svo er líka svo notalegt að sitja inni í bústað meðan rigningin bylur á þaki og gluggum. Reyndar kom líka slyddu og haglél en þá varð inniveran bara enn notalegri.

fimmtudagur, 2. september 2004

Ofurhetja fæðist

Jæja þá er skólinn kominn á fleygiferð. Honum fylgir ákveðið öryggi sem kallast stundatafla. Eins og glöggir lesendur vita þá er ég afskaplega mikill rútínumaður og finnst gott að hafa hlutina í þokkalegum skorðum, þess vegna fíla ég stundatöflur. Ahhh það er gott að vera byrjaður í skólanum. Biðst afsökunar á fyrirsögninni hún er bara til að hrekkja.