Við ætluðum að kveðja Tæland í dag og taka rútuna yfir til Laos. Ekki seinna vænna enda rennur vegabréfsáritunin okkar út í dag. Hins vegar veiktist elsku Baldur í nótt, undir morgun hríðskalf hann af kulda og fyrir hádegi var hann kominn með hita. Við frestuðum að sjálfsögðu ferðinni til Laos en það þýðir bara eitt: Á morgun verðum við ólögleg í landinu.
Ég hef heyrt misjafnar sögur af því hvernig tekið er á ferðamönnum sem dvelja framyfir heimilaðan tíma í Tælandi, en Lonely Planet bókin okkar varar við því og segir dæmi vera um að ferðlangar hafi verið handteknir og sendir heim með fyrsta flugi. Þetta hljómar ansi dramatískt og ég efast stórlega um að við lendum í vandræðum. Panadda sagði að dagsektir væru innheimtar á landamærunum, vonum að þeir láti þá refsingu duga!
Baldur er sem betur fer frískari núna og vonandi verður hann ferðafær á morgun. Mig langar ekki að verða ólöglegur innflytjandi í miðju bakpokaferðalagi, það passar bara ekki.
sunnudagur, 30. september 2007
föstudagur, 28. september 2007
Heilsuhornið
Heilsuhornið sem við höfum lengi haft tengil á, hér vinstra megin á síðunni, hefur fengið í sig firnamikið og gott líf. Þar fæ ég útrás fyrir alls kyns fræðslumola tengda heilsu, bæði skrifa ég sjálfur en einnig miðla ég myndskeiðum og greinum sem mér finnast áhugaverð.
Þar sem heilsufræði og iðkun íþrótta hafa átt hug minn allan mestan hluta minnar stuttu ævi vona ég að Heilsuhornið hjálpi mér að miðla af reynslu minni. Á sama tíma vonast ég eftir að reyndir og vitrir lesendur deili með mér og umheiminum visku sinni í formi ummæla. Njótið heil!
Þar sem heilsufræði og iðkun íþrótta hafa átt hug minn allan mestan hluta minnar stuttu ævi vona ég að Heilsuhornið hjálpi mér að miðla af reynslu minni. Á sama tíma vonast ég eftir að reyndir og vitrir lesendur deili með mér og umheiminum visku sinni í formi ummæla. Njótið heil!
fimmtudagur, 27. september 2007
Af löngum hálsum, fílsrönum og bambusfleyjum
Hér í Chiang Mai er boðið upp á alls konar skoðunarferðir og túra um svæðið, allt frá blönduðum dagsferðum og upp í nokkurra daga frumskógarferðir. Í gær ákváðum við að nýta okkur þennan frábæra möguleika og tókum bland í poka fyrir einn dag.
Hópurinn sem við ferðuðumst með samanstóð af Dana, Kaliforníubúa og tvennum kóreskum hjónum. Fyrsta stopp var á blóma- og fiðrildabúgarði þar sem gaf að líta glás af fallegum blómum og undrafalleg, risastór fiðrildi. Svo stór voru þau að hvor vængur var á stærð við opinn lófa minn með puttum og alles! Sem allir stóðu og góndu á fiðrildin var okkur bent á að þarna væru líka ræktaðir sporðdrekar og komumst að því, okkur til skelfingar, að þeir voru ekki allir í búrinu sínu! Setjið Ókindarstefið á!
Næst á dagskrá var heimsókn til nokkurra ættbálka sem búa allir í einum hnapp, minnti svolítið á Tælandsútgáfu af Árbæjarsafni nema hvað þarna býr fólk. Meðal ættbálkanna er hópur sem kallast Hálslangir, konurnar raða járnhringjum á hálsinn til að lengja hann, og annar sem kallast Eyrnastórir, þar er fólk með risastóra viðareyrnalokka sem gera eyrun afar áberandi. Aðrir ættbálkar voru: Hmong, Karen, Lahu og Lisu. Ég skaut af bambuslásboga með góðum árangri og Ásdís prófaði að verka hrísgrjón að hætti heimamanna, við vorum komin í kynjahlutverkin.
Eftir allt þetta erfiði var ekki annað í stöðunni en að stökkva á bak næsta fíl og skella sér í hálftíma labbitúr. Já, við fórum á fílsbak og við fengum stærsta fílinn! Fílatúrinn endaði svo við á sem við urðum einhvern veginn að komast yfir. Kominn tími til að skipta um fararskjóta! Við ánna var kláfur sem helst líktist búri til dýraflutninga en reyndist hið mesta skemmtiapparat þegar við renndum okkur á járnvír yfir ánna, víííííí!
Eftir stutt hádegisstopp var haldið í gönguferð inn í skóginn, meðfram annarri á. Gangan reyndist hið mesta fjör og vorum við því fegnust að hafa verið í sandölum því bæði var stígurinn drullugur eftir rigningar og að auki þurftum við að stikla margsinnis yfir ánna og blotnuðu margar tær við það.
Gönguferðin endaði svo við ægifagran foss og eftir að hafa tekið mynd af hverjum og einum með fossinn í baksýn hóaði leiðsögumaðurinn hópinn til baka. Bakaleiðin þótti mér að mörgu leyti skemmtilegri því þá gat ég betur notið náttúrufegurðarinnar, í staðinn fyrir að vera upptekinn af því að fylgjast með leiðsögumanninum.
Hljómar bara sem skemmtilegt dagsprógramm, ekki satt? Bíðið við, stuðið var rétt að byrja því næst á dagskrá var rafting! Hópurinn var allur tekinn í gegnum hraðnámskeið í hvernig ætti að hegða sér í gúmmíbát á straumharðri á. Hinar ýmsu upphrópanir voru æfðar svo róðrarlið gæti orðið samtaka á ögurstundu.
Hópnum var skipt í tvo báta og voru það Vesturlandabúar á móti Asíubúum og var hvert tækifæri notað til að skvetta á hitt liðið. Tækifærin voru þó ekkert alltof mörg því maður átti fullt í fangi með að halda sér niður allar flúðirnar og eitt skiptið hélt ég að báturinn myndi steypast á hvolf, rétt slapp (hjúkkett).
Þegar hasarköflunum lauk stukkum við af bátnum og yfir á bambusfleka. Mér var fengið margra metra langt prik og sagt að stjaka flekanum frá hremmingum. Flekar af þessu tagi eru gerðir til að bera þrjár til fimm manneskjur en við vorum hvorki meira né minna en níu! Flekinn maraði því í hálfu kafi og ekki bætti úr skák að leiðsögumaðurinn gerði sér það að leik að ganga fram og aftur og kaffæra þannig flekanum og farþegunum með. Oft sá maður ekkert hvar flekinn væri og tímabili stóð ég í vatni upp að mitti.
Eftir þessi ósköp var prógramminu svo að segja lokið og öllum hleypt í land til að þurrka sér og skipta um föt. Eftir það var stoppað stutt hjá einum ættbálki í viðbót og sáum við þá hvernig nýslátruðu dýri er skipt á milli íbúanna. Ekki veit ég hvaða dýr þarna var á ferðinni en allir virtust sælir með sitt.
Þetta var sko bland í poka að mínu skapi! Eftir dag eins og þennan hristist hópurinn óhjákvæmliega vel saman og maður lærir helling af nýjum hlutum. Bílferðin heim var að mínu mati besti mælikvarðinn á dagsverkið því varla heyrðist múkk í neinum og dottaði annar hver maður eða starði hálfsofandi á fagurgrænt umhverfið líða hjá.
Hópurinn sem við ferðuðumst með samanstóð af Dana, Kaliforníubúa og tvennum kóreskum hjónum. Fyrsta stopp var á blóma- og fiðrildabúgarði þar sem gaf að líta glás af fallegum blómum og undrafalleg, risastór fiðrildi. Svo stór voru þau að hvor vængur var á stærð við opinn lófa minn með puttum og alles! Sem allir stóðu og góndu á fiðrildin var okkur bent á að þarna væru líka ræktaðir sporðdrekar og komumst að því, okkur til skelfingar, að þeir voru ekki allir í búrinu sínu! Setjið Ókindarstefið á!
Næst á dagskrá var heimsókn til nokkurra ættbálka sem búa allir í einum hnapp, minnti svolítið á Tælandsútgáfu af Árbæjarsafni nema hvað þarna býr fólk. Meðal ættbálkanna er hópur sem kallast Hálslangir, konurnar raða járnhringjum á hálsinn til að lengja hann, og annar sem kallast Eyrnastórir, þar er fólk með risastóra viðareyrnalokka sem gera eyrun afar áberandi. Aðrir ættbálkar voru: Hmong, Karen, Lahu og Lisu. Ég skaut af bambuslásboga með góðum árangri og Ásdís prófaði að verka hrísgrjón að hætti heimamanna, við vorum komin í kynjahlutverkin.
Eftir allt þetta erfiði var ekki annað í stöðunni en að stökkva á bak næsta fíl og skella sér í hálftíma labbitúr. Já, við fórum á fílsbak og við fengum stærsta fílinn! Fílatúrinn endaði svo við á sem við urðum einhvern veginn að komast yfir. Kominn tími til að skipta um fararskjóta! Við ánna var kláfur sem helst líktist búri til dýraflutninga en reyndist hið mesta skemmtiapparat þegar við renndum okkur á járnvír yfir ánna, víííííí!
Eftir stutt hádegisstopp var haldið í gönguferð inn í skóginn, meðfram annarri á. Gangan reyndist hið mesta fjör og vorum við því fegnust að hafa verið í sandölum því bæði var stígurinn drullugur eftir rigningar og að auki þurftum við að stikla margsinnis yfir ánna og blotnuðu margar tær við það.
Gönguferðin endaði svo við ægifagran foss og eftir að hafa tekið mynd af hverjum og einum með fossinn í baksýn hóaði leiðsögumaðurinn hópinn til baka. Bakaleiðin þótti mér að mörgu leyti skemmtilegri því þá gat ég betur notið náttúrufegurðarinnar, í staðinn fyrir að vera upptekinn af því að fylgjast með leiðsögumanninum.
Hljómar bara sem skemmtilegt dagsprógramm, ekki satt? Bíðið við, stuðið var rétt að byrja því næst á dagskrá var rafting! Hópurinn var allur tekinn í gegnum hraðnámskeið í hvernig ætti að hegða sér í gúmmíbát á straumharðri á. Hinar ýmsu upphrópanir voru æfðar svo róðrarlið gæti orðið samtaka á ögurstundu.
Hópnum var skipt í tvo báta og voru það Vesturlandabúar á móti Asíubúum og var hvert tækifæri notað til að skvetta á hitt liðið. Tækifærin voru þó ekkert alltof mörg því maður átti fullt í fangi með að halda sér niður allar flúðirnar og eitt skiptið hélt ég að báturinn myndi steypast á hvolf, rétt slapp (hjúkkett).
Þegar hasarköflunum lauk stukkum við af bátnum og yfir á bambusfleka. Mér var fengið margra metra langt prik og sagt að stjaka flekanum frá hremmingum. Flekar af þessu tagi eru gerðir til að bera þrjár til fimm manneskjur en við vorum hvorki meira né minna en níu! Flekinn maraði því í hálfu kafi og ekki bætti úr skák að leiðsögumaðurinn gerði sér það að leik að ganga fram og aftur og kaffæra þannig flekanum og farþegunum með. Oft sá maður ekkert hvar flekinn væri og tímabili stóð ég í vatni upp að mitti.
Eftir þessi ósköp var prógramminu svo að segja lokið og öllum hleypt í land til að þurrka sér og skipta um föt. Eftir það var stoppað stutt hjá einum ættbálki í viðbót og sáum við þá hvernig nýslátruðu dýri er skipt á milli íbúanna. Ekki veit ég hvaða dýr þarna var á ferðinni en allir virtust sælir með sitt.
Þetta var sko bland í poka að mínu skapi! Eftir dag eins og þennan hristist hópurinn óhjákvæmliega vel saman og maður lærir helling af nýjum hlutum. Bílferðin heim var að mínu mati besti mælikvarðinn á dagsverkið því varla heyrðist múkk í neinum og dottaði annar hver maður eða starði hálfsofandi á fagurgrænt umhverfið líða hjá.
mánudagur, 24. september 2007
Malasíumyndir
Myndir frá ferð okkar um Malasíu eru komnar á netið, endilega kíkið á þær: hér!
19. - 20. ágúst: Georgetown
21. - 23. ágúst: Kuala Lumpur
24. - 26. ágúst: Taman Negara þjóðgarðurinn
Smá sýnishorn frá Georgetown:
Smá sýnishorn frá Kuala Lumpur:
19. - 20. ágúst: Georgetown
21. - 23. ágúst: Kuala Lumpur
24. - 26. ágúst: Taman Negara þjóðgarðurinn
Smá sýnishorn frá Georgetown:
Smá sýnishorn frá Taman Negara:
laugardagur, 22. september 2007
Á matreiðslunámskeiði
Gærdeginum og deginum í dag var varið í eldamennsku og eftir mikið ferðalag og óhjákvæmilega margar veitingahúsamáltíðir var þetta kærkomin iðja. Við skráðum okkur á námskeið hjá Thai Farm matreiðsluskólanum sem hefur þá sérhæfingu að rækta nánast allt sitt og lífrænt í þokkabót. Það var því ekki nokkur vafi á því hvaða skóli yrði fyrir valinu.
Í gær vorum við sjö en aðeins þrjú í dag. Hvorttveggja þótti okkur skemmtilegt en að mörgu leyti var samt afslappaðra og huggulegra í dag. Munurinn verður þó líka að skrifast á ólíka kennara því sú fyrri var svakastuðbolti en hin síðari heldur meira í yfirveguðu kategoríunni.
Báða dagana vorum við sótt á hótelið um níuleytið og fórum á markaðinn til að kaupa það sem ekki er ræktað á búgarðinum. Á markaðnum sáum við m.a. hvernig bæði kókoshnetumjólk og kókosrjómi eru búin til og lærðum mikil ósköp um hinar ýmsu tegundir grjóna.
Eftir kókos- og grjónafræðslu völsuðum við svo um og skoðuðum lifandi skordýr í pokum (fyrir stir-fry), lifandi fiska í kerjum (slátrað eftir þörfum), náfrændur harðfisks mátti sjá í sumum básum og ógrynni af grænmeti og ávöxtum (ó hvað ég á eftir að sakna ávaxtanna héðan).
Á markaðnum mátti líka kaupa egg af hinum ýmsu gerðum, m.a. hið fræga þúsund ára andaregg, og kjötmeti af öllum gerðum, hausa, lappir, kjúklinga og eitthvað sem helst líktist slátri þó ég léti það vera að spyrja.
Báða dagana byrjuðum við á að fara í skoðunarferð um hluta af ræktarsvæðinu og lærðum þannig ýmislegt um tælenska matjurtaflóru, bæði fyrir bragðlauka og heilsu. Því næst lærðum við að búa til chilimauk upp á gamla mátann, þ.e. skurðbretti og mortél, ekkert krukkufæði úr búð. Í gær var það rautt en í dag grænt og liggur aðalmunurinn í því hverslags chili er notaður. Fyrir þá sem vildu Thai-spicy frekar en Farang-spicy voru í boði litlir rauðir chilíar sem ég kalla tælenska djöfla, enda firnasterkir og hrikalega góðir.
Réttirnir sem við lærðum voru í stuttu máli:
Rautt og grænt karrí
Sticky rice með mangó (þjóðardesertinn)
Bananar í kókosmjólk
Papaya salat
Tom Yam súpa með og án kókosmjólkur
Pad Thai, tænúðlurnar frægu, og einn annar stir fry réttur
Vorrúllur
Námskeiðin voru æðislega skemmtileg og mæli ég eindregið með þessu við hvern sem á leið hér um og hefur minnsta áhuga á matreiðslu. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers og eins og var allt mitt kennsluefni miðað við grænmetisætur. Býlið er 20 km utan við Chiang Mai, loftið hreint og allir ferðast um sveitina á reiðhjólum. Ekki spillti svo fyrir að tveir undrakelnir og bráðfallegir kettir eiga skólann og alla sem þar eru.
Í gær vorum við sjö en aðeins þrjú í dag. Hvorttveggja þótti okkur skemmtilegt en að mörgu leyti var samt afslappaðra og huggulegra í dag. Munurinn verður þó líka að skrifast á ólíka kennara því sú fyrri var svakastuðbolti en hin síðari heldur meira í yfirveguðu kategoríunni.
Báða dagana vorum við sótt á hótelið um níuleytið og fórum á markaðinn til að kaupa það sem ekki er ræktað á búgarðinum. Á markaðnum sáum við m.a. hvernig bæði kókoshnetumjólk og kókosrjómi eru búin til og lærðum mikil ósköp um hinar ýmsu tegundir grjóna.
Eftir kókos- og grjónafræðslu völsuðum við svo um og skoðuðum lifandi skordýr í pokum (fyrir stir-fry), lifandi fiska í kerjum (slátrað eftir þörfum), náfrændur harðfisks mátti sjá í sumum básum og ógrynni af grænmeti og ávöxtum (ó hvað ég á eftir að sakna ávaxtanna héðan).
Á markaðnum mátti líka kaupa egg af hinum ýmsu gerðum, m.a. hið fræga þúsund ára andaregg, og kjötmeti af öllum gerðum, hausa, lappir, kjúklinga og eitthvað sem helst líktist slátri þó ég léti það vera að spyrja.
Báða dagana byrjuðum við á að fara í skoðunarferð um hluta af ræktarsvæðinu og lærðum þannig ýmislegt um tælenska matjurtaflóru, bæði fyrir bragðlauka og heilsu. Því næst lærðum við að búa til chilimauk upp á gamla mátann, þ.e. skurðbretti og mortél, ekkert krukkufæði úr búð. Í gær var það rautt en í dag grænt og liggur aðalmunurinn í því hverslags chili er notaður. Fyrir þá sem vildu Thai-spicy frekar en Farang-spicy voru í boði litlir rauðir chilíar sem ég kalla tælenska djöfla, enda firnasterkir og hrikalega góðir.
Réttirnir sem við lærðum voru í stuttu máli:
Rautt og grænt karrí
Sticky rice með mangó (þjóðardesertinn)
Bananar í kókosmjólk
Papaya salat
Tom Yam súpa með og án kókosmjólkur
Pad Thai, tænúðlurnar frægu, og einn annar stir fry réttur
Vorrúllur
Námskeiðin voru æðislega skemmtileg og mæli ég eindregið með þessu við hvern sem á leið hér um og hefur minnsta áhuga á matreiðslu. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers og eins og var allt mitt kennsluefni miðað við grænmetisætur. Býlið er 20 km utan við Chiang Mai, loftið hreint og allir ferðast um sveitina á reiðhjólum. Ekki spillti svo fyrir að tveir undrakelnir og bráðfallegir kettir eiga skólann og alla sem þar eru.
fimmtudagur, 20. september 2007
Furðulegar draumfarir
Jeminn eini, ég veit ekki hvað gengur að mér. Mig dreymdi ferlega steiktan draum í nótt (lýsingarorðið steikt fær alveg nýja merkingu þegar tekið er tillit til viðfangsefnis og samhengis). Ég veit ekki hvort ég ætti að hætta mér út í lýsingar, verð ég þá ekki óskaplega berskjölduð gagnvart árulesurum, sjáendum og draumaráðningarfólki? Æ, það vilja mér allir hvort sem er bara vel, ég læt það flakka.
Sko, ég og mamma vorum að ferðast tvær í Tælandi og vorum búnar að taka á leigu lítinn kofa sem stóð á stultum út í vatni. Ég man mjög vel eftir að hugsa: mikið er ég fegin að fá að ferðast svona um með mömmu, fékk að ferðast með pabba og núna mömmu.
Mamma var voða ánægð inni í kofa alltaf hreint en ég var meira fyrir að fara úr á verönd og stökkva þaðan út í til að kafa, með kafaragræjur. Í einni köfuninni er ég ýmist í vatninu eða einhversstaðar annarsstaðar en það merkilega er að ég verð vitni að fæðingu kanínu.
Þetta er þó engin venjuleg fæðing því kanína er að fæðast úr engu inn í glærum plastpoka! Þegar hún kemur í heiminn er tvennt sem vekur athygli mína: 1. það er stór laukbiti aftan á hálsinum á kanínunni, eins og maður setur á grillteina og 2. hún er í himnu sambærileg þeirri sem kettlingar fæðast í.
Nema hvað hennar himna er þessi plastpoki sem hún fæddist í og hún þarf að naga sig í gegn því engin er mamman til að hjálpa henni. Mig tekur sárt að horfa upp á kraflausa viðleitni hennar en læt hana þó vera fyrst um sinn, minnug þess að dýrin í náttúrunni þurfa oft að berjast á fyrstu augnablikum lífsins. Þegar ekkert virðist ætla að ganga fer ég að verða óróleg því ekki nær kanínan andanum í pokanum. Ég tek því fram skæri sem ég er með í kafi og klippi smá loftgat á pokann.
Seinni senan á sér einnig stað í kafi og snýr að plástri. Ég sé plástur fljótandi í vatninu en á hann vantar fjóra anga sem gerir það að verkum að plásturinn getur ekki synt! Ég vorkenni honum ógurlega og fer upp úr kafi til að ná í nál og tvinna, ætlunin er að sauma þessa fjóra anga á hann svo hann getir synt um glaður og frjáls. Ég næ þó aldrei að gera það.
Verður draumurinn um kanínuna og laukinn skrýtnari ef ég upplýsi að mig dreymdi hann nóttina fyrir fyrsta daginn á matreiðslunámskeiði?
Sko, ég og mamma vorum að ferðast tvær í Tælandi og vorum búnar að taka á leigu lítinn kofa sem stóð á stultum út í vatni. Ég man mjög vel eftir að hugsa: mikið er ég fegin að fá að ferðast svona um með mömmu, fékk að ferðast með pabba og núna mömmu.
Mamma var voða ánægð inni í kofa alltaf hreint en ég var meira fyrir að fara úr á verönd og stökkva þaðan út í til að kafa, með kafaragræjur. Í einni köfuninni er ég ýmist í vatninu eða einhversstaðar annarsstaðar en það merkilega er að ég verð vitni að fæðingu kanínu.
Þetta er þó engin venjuleg fæðing því kanína er að fæðast úr engu inn í glærum plastpoka! Þegar hún kemur í heiminn er tvennt sem vekur athygli mína: 1. það er stór laukbiti aftan á hálsinum á kanínunni, eins og maður setur á grillteina og 2. hún er í himnu sambærileg þeirri sem kettlingar fæðast í.
Nema hvað hennar himna er þessi plastpoki sem hún fæddist í og hún þarf að naga sig í gegn því engin er mamman til að hjálpa henni. Mig tekur sárt að horfa upp á kraflausa viðleitni hennar en læt hana þó vera fyrst um sinn, minnug þess að dýrin í náttúrunni þurfa oft að berjast á fyrstu augnablikum lífsins. Þegar ekkert virðist ætla að ganga fer ég að verða óróleg því ekki nær kanínan andanum í pokanum. Ég tek því fram skæri sem ég er með í kafi og klippi smá loftgat á pokann.
Seinni senan á sér einnig stað í kafi og snýr að plástri. Ég sé plástur fljótandi í vatninu en á hann vantar fjóra anga sem gerir það að verkum að plásturinn getur ekki synt! Ég vorkenni honum ógurlega og fer upp úr kafi til að ná í nál og tvinna, ætlunin er að sauma þessa fjóra anga á hann svo hann getir synt um glaður og frjáls. Ég næ þó aldrei að gera það.
Verður draumurinn um kanínuna og laukinn skrýtnari ef ég upplýsi að mig dreymdi hann nóttina fyrir fyrsta daginn á matreiðslunámskeiði?
þriðjudagur, 18. september 2007
Hvers ég sakna
Ó, við erum með svo mikla heimþrá þessa dagana!
Fram til þessa hefur heimþráin látið á sér kræla á u.þ.b. þriggja mánaða fresti. Nú þegar nákvæmlega níu mánuðir eru liðnir síðan við héldum í reisuna hefur hún skotið upp kollinum, en í þetta sinn af miklu meiri festu, og fyrir vikið erum við pínu tregafull þessa dagana.
Ástæðan fyrir því að heimþráin er meiri nú en venjulega er auðvitað flugmiðakaupin sem fóru fram um daginn. Nú þegar við erum með flugmiðana í höndunum er heimferðin orðin raunveruleg og því í raun óhjákvæmilegt að maður leiði hugann að heimahögunum. Undir því yfirskini að leiða hugann heim erum við búin að njóta þess að hanga á netinu og skoða íslenskar bloggsíður og myndir af íslenskri náttúru.
Yfirleitt hefur heimþráin fyrst beinst að mat (!), við söknum þess að fá ýsu með kartöflum og salati, eiga kost á því að pressa eigin ávaxta- og grænmetissafa, fá súrmjólk með púðursykri og kornflögum, teiga ískalt maltið og japla á strumpaópali, svo fátt eitt sé nefnt.
Auðvitað saknar maður líka athafna, staða og andrúmslofts. Í augnablikinu sakna ég þess að kíkja í Gerðuberg og Háskólabíó, Fjarðarkaup og Kolaportið, sakna þess að sjá fiskibúðir á hornum og sjá báta í höfninni, kasta brauði í endurnar á Tjörninni hvort sem er að sumri eða vetri, upplifa árstíðaskipti, vera föst í slabbi og jólatraffík í myrkrinu og upplifa jólastemmningu eins og hún gerist best. Guði sé lof að við höldum jólin heima þetta árið, ég er nefnilega byrjuð að skreyta í huganum.
Fyrst og fremst söknum við þess að hafa fasta búsetu og öllu sem því fylgir. Að sofa í sama rúminu, geta alltaf gengið að því vísu að það sé heitt vatn í sturtunni og engir maurar í rúminu, geta valið úr fötum til að ganga í og þurfa ekki að ganga í fötum sem hafa marglitast og eru orðin teygð og toguð. Ég sakna þess líka að elda, skera grænmeti, vaska upp, þurrka af, setja í þvottavél og brjóta saman þvott.
Ég lít svo á að svona heimþrá sé mjög gagnleg. Ef ég einhvern tímann fer t.d. að kvarta undan húsverkum eða slabbi ætla ég að lesa þessa færslu, það hjálpar örugglega.
Fram til þessa hefur heimþráin látið á sér kræla á u.þ.b. þriggja mánaða fresti. Nú þegar nákvæmlega níu mánuðir eru liðnir síðan við héldum í reisuna hefur hún skotið upp kollinum, en í þetta sinn af miklu meiri festu, og fyrir vikið erum við pínu tregafull þessa dagana.
Ástæðan fyrir því að heimþráin er meiri nú en venjulega er auðvitað flugmiðakaupin sem fóru fram um daginn. Nú þegar við erum með flugmiðana í höndunum er heimferðin orðin raunveruleg og því í raun óhjákvæmilegt að maður leiði hugann að heimahögunum. Undir því yfirskini að leiða hugann heim erum við búin að njóta þess að hanga á netinu og skoða íslenskar bloggsíður og myndir af íslenskri náttúru.
Yfirleitt hefur heimþráin fyrst beinst að mat (!), við söknum þess að fá ýsu með kartöflum og salati, eiga kost á því að pressa eigin ávaxta- og grænmetissafa, fá súrmjólk með púðursykri og kornflögum, teiga ískalt maltið og japla á strumpaópali, svo fátt eitt sé nefnt.
Auðvitað saknar maður líka athafna, staða og andrúmslofts. Í augnablikinu sakna ég þess að kíkja í Gerðuberg og Háskólabíó, Fjarðarkaup og Kolaportið, sakna þess að sjá fiskibúðir á hornum og sjá báta í höfninni, kasta brauði í endurnar á Tjörninni hvort sem er að sumri eða vetri, upplifa árstíðaskipti, vera föst í slabbi og jólatraffík í myrkrinu og upplifa jólastemmningu eins og hún gerist best. Guði sé lof að við höldum jólin heima þetta árið, ég er nefnilega byrjuð að skreyta í huganum.
Fyrst og fremst söknum við þess að hafa fasta búsetu og öllu sem því fylgir. Að sofa í sama rúminu, geta alltaf gengið að því vísu að það sé heitt vatn í sturtunni og engir maurar í rúminu, geta valið úr fötum til að ganga í og þurfa ekki að ganga í fötum sem hafa marglitast og eru orðin teygð og toguð. Ég sakna þess líka að elda, skera grænmeti, vaska upp, þurrka af, setja í þvottavél og brjóta saman þvott.
Ég lít svo á að svona heimþrá sé mjög gagnleg. Ef ég einhvern tímann fer t.d. að kvarta undan húsverkum eða slabbi ætla ég að lesa þessa færslu, það hjálpar örugglega.
mánudagur, 17. september 2007
Sumarbækurnar
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en fyrir stuttu að það er komið haust í Evrópu. Hér í Tælandi er alltaf sama árstíðin alla daga: sumar. Suma daga rignir, suma daga ekki, en alla daga er sól og hiti. Það er því sumar í mínum huga. En þegar ég heyrði frá mínum betri helmingi að það væri við frostmark heima mundi ég eftir haustinu og því að sumarið væri liðið undir lok.
Og það þýðir að ekki er seinna vænna en að skrifa um sumarbækurnar. Þær voru sjö að þessu sinni, fæstar í júní, flestar í ágúst. Sumar bækurnar voru betri en aðrar en í heildina voru sumarbækurnar góð lesning.
Þegar við vorum í Kathmandu í júní byrjaði ég á bók Dai Siji, Balzac and the Little Chinese Seamstress. Ég kláraði hana síðan einhvern tímann í Víetnam, sem mér fannst einstaklega viðeigandi þar sem Víetnam er það sem ég hef komist næst Kína, menningar- og landfræðilega séð. Sagan sjálf er einföld og hispurslaus en einnig fræðandi því í bakgrunninn heyrir maður í kínversku byltingunni og finnst maður hálfpartinn verða fyrir henni. Það er allavega víst að maður tekur afstöðu til hennar.
Í Kambódíu byrjaði ég á nýjustu, og jafnframt síðustu, Harry Potter bókinni og spændi hana í mig í einum grænum. Kláraði hana í rútunni á leiðinni til Siem Reap og var mjög fegin því að sitja við gluggasæti svo engin sæi tárin sem trilluðu niður kinnarnar. Það var aðeins erfiðara að fela litlu ekkasogin og nefmæltan talandann.
Eftir fótaðgerðina í Bangkok var ég rúmföst og náði að bæta upp lélega frammistöðu í bókmenntaheimum. Baldur skottaðist reglulega út í litlu skiptibókabúðina með óskalista og keypti það sem hann kom höndum yfir. Fyrsta bókin sem ég las í rúmlegunni var The Shadow of the Winds. Sögusviðið er Barcelona á 6. áratugnum sem í sjálfu sér er mjög heillandi. Sagan snýst síðan um bókabrennur og morð og aðalsögupersónan reynir að leysa gátuna. Flottur efniviður sem mér fannst höfundur ekki vinna nægilega vel með. Engu að síður ágætislesning.
Næst las ég tvær góðar næstum því í einum teig: The Secret Life of Bees og Water for Elephants. Sú fyrri er saga sem ég myndi lýsa sem hjartahlýrri en lausri við ofnotkun á væmni. Segir af 14 ára Lily Owen sem flýr heimili sitt í Georgia til að hafa upp á upplýsingum um móður sína. Inn í söguna fléttast kynþáttaóeirðirnar í Bandaríkjunum á 7. áratugnum og gerir söguna bæði trúverðugri og mannlegri. Sú síðari er ástarsaga og sögusviðið er sirkus í Bandaríkjunum á tímum Kreppunni miklu. Segir það ekki allt sem segja þarf? Frábær saga.
Að lokum eru það tvær ólíkar bækur, önnur fræðilegs eðlis, hin skáldsaga par excellance. The Tipping Point er áhugaverð samantekt á niðurstöðum ýmissa rannsókna og notar höfundur þær til að varpa ljósi á hvenær vara eða hugmynd verður að tískubólu. Áhugaverðar pælingar sem sitja þó kannski ekki nógu vel eftir.
A Thousand Splendid Suns, nýjasta bók Khaleid Hosseinis, segir frá tveimur konum í Afganistan og spannar sögutíminn nokkra áratugi. Ég vil sem minnst segja um bókina þar sem hún er enn ekki komin út á Íslandi en þetta get ég þó sagt því það er satt: Bókin er það góð að eftir að ég kláraði hana las ég hana alla upphátt fyrir Baldur. Stundum verður maður bara að tryggja að góðar sögur nái eyrum góðs fólks.
Og það þýðir að ekki er seinna vænna en að skrifa um sumarbækurnar. Þær voru sjö að þessu sinni, fæstar í júní, flestar í ágúst. Sumar bækurnar voru betri en aðrar en í heildina voru sumarbækurnar góð lesning.
Þegar við vorum í Kathmandu í júní byrjaði ég á bók Dai Siji, Balzac and the Little Chinese Seamstress. Ég kláraði hana síðan einhvern tímann í Víetnam, sem mér fannst einstaklega viðeigandi þar sem Víetnam er það sem ég hef komist næst Kína, menningar- og landfræðilega séð. Sagan sjálf er einföld og hispurslaus en einnig fræðandi því í bakgrunninn heyrir maður í kínversku byltingunni og finnst maður hálfpartinn verða fyrir henni. Það er allavega víst að maður tekur afstöðu til hennar.
Í Kambódíu byrjaði ég á nýjustu, og jafnframt síðustu, Harry Potter bókinni og spændi hana í mig í einum grænum. Kláraði hana í rútunni á leiðinni til Siem Reap og var mjög fegin því að sitja við gluggasæti svo engin sæi tárin sem trilluðu niður kinnarnar. Það var aðeins erfiðara að fela litlu ekkasogin og nefmæltan talandann.
Eftir fótaðgerðina í Bangkok var ég rúmföst og náði að bæta upp lélega frammistöðu í bókmenntaheimum. Baldur skottaðist reglulega út í litlu skiptibókabúðina með óskalista og keypti það sem hann kom höndum yfir. Fyrsta bókin sem ég las í rúmlegunni var The Shadow of the Winds. Sögusviðið er Barcelona á 6. áratugnum sem í sjálfu sér er mjög heillandi. Sagan snýst síðan um bókabrennur og morð og aðalsögupersónan reynir að leysa gátuna. Flottur efniviður sem mér fannst höfundur ekki vinna nægilega vel með. Engu að síður ágætislesning.
Næst las ég tvær góðar næstum því í einum teig: The Secret Life of Bees og Water for Elephants. Sú fyrri er saga sem ég myndi lýsa sem hjartahlýrri en lausri við ofnotkun á væmni. Segir af 14 ára Lily Owen sem flýr heimili sitt í Georgia til að hafa upp á upplýsingum um móður sína. Inn í söguna fléttast kynþáttaóeirðirnar í Bandaríkjunum á 7. áratugnum og gerir söguna bæði trúverðugri og mannlegri. Sú síðari er ástarsaga og sögusviðið er sirkus í Bandaríkjunum á tímum Kreppunni miklu. Segir það ekki allt sem segja þarf? Frábær saga.
Að lokum eru það tvær ólíkar bækur, önnur fræðilegs eðlis, hin skáldsaga par excellance. The Tipping Point er áhugaverð samantekt á niðurstöðum ýmissa rannsókna og notar höfundur þær til að varpa ljósi á hvenær vara eða hugmynd verður að tískubólu. Áhugaverðar pælingar sem sitja þó kannski ekki nógu vel eftir.
A Thousand Splendid Suns, nýjasta bók Khaleid Hosseinis, segir frá tveimur konum í Afganistan og spannar sögutíminn nokkra áratugi. Ég vil sem minnst segja um bókina þar sem hún er enn ekki komin út á Íslandi en þetta get ég þó sagt því það er satt: Bókin er það góð að eftir að ég kláraði hana las ég hana alla upphátt fyrir Baldur. Stundum verður maður bara að tryggja að góðar sögur nái eyrum góðs fólks.
sunnudagur, 16. september 2007
Reyndir ferðalangar
Þessi Asíureisa hefur fært okkur eitt alveg stórmerkilegt: Við erum orðin þaulvanir ferðalangar. Við erum svo reyndir ferðalangar að Lonely Planet ætti að borga okkur fyrir ráðleggingar í staðinn fyrir að við borgum þeim fyrir ráð.
Ágætisdæmi um þetta eru ferðalögin sjálf. Þegar við leggjum upp í ferð erum við með allt á hreinu og allt er gert eftir rútínu sem hefur þróast í ferðinni. Algengustu fararskjótarnir eru flugvélar, lestir eða rútur, leigubíll er algjör lúxus og túk-túk er algjört helvíti.
Ef um flugferð er að ræða pökkum við öllu eftir kúnstarinnar reglum (vökvakennd efni í farangur, bækur, tímarit og túnfiskur í handfarangur), læsum pokunum með keðjunum sem við keyptum í Byko og stillum talnalásinn á 888. Talan 888 er mikil lukkutala og við stólum frekar á farsæla endurfundi ef hún er með í för heldur en þegar við notumst við tölur eins og 666 (haldið ykkur frá djöflinum) eða 007 (haldið ykkur frá töffaranum). Hingað til hefur farangurinn skilað sér í okkar hendur ósnertur, kannski er það 888 að verki, kannski plastbandið sem Indverjar heimta að sér reyrt utan um farangurinn.
Ef um lestarferð er að ræða, einkum og sér í lagi næturlest, tökum við fram sængurverið (þ.e. ef við erum í Indlandi) og læsum töskunum við sterka grind (sérstaklega ef við erum í Indlandi en það er þó alltaf hyggilegt). Áður en maður leggst til hvílu þarf maður að hafa tiltækt lítið vasaljós, klósettpappír, gleraugun og gleraugnahylkið, einhverja hugmynd um hvar sandalarnir eru niðurkomnir, peysu og sokka og sjal (út af loftkælingunni), vekjaraklukku, lesefni og svefngrímu. Það er mesta furða að maður komist fyrir í þessum mjóu beddum sem boðið er upp á þegar allur búnaðurinn hefur verið tekinn fram.
Að lokum eru það rútuferðirnar, en fyrir þær erum við orðin vönust að búa okkur undir. Við höfum oftast tekið rútur (neyðst til að taka) og höfum fyrir vikið fengið væna flís af raunalegri reynslu. Fyrir ferðina birgjum við okkur upp af vatni og mat svo sumir verði ekki of bílveikir, síðan klæðum við okkur í peysur og sokka og sveipum okkur sjali (á við um alla Suðaustur Asíu, á ekki við um Indland). Ef um næturferð er að ræða blásum við upp hálskodda, troðum töppum í eyrun og setjum svefngrímuna svörtu fyrir augun, höllum að lokum sætinu og bíðum andvökunætur. Sönn saga.
Ágætisdæmi um þetta eru ferðalögin sjálf. Þegar við leggjum upp í ferð erum við með allt á hreinu og allt er gert eftir rútínu sem hefur þróast í ferðinni. Algengustu fararskjótarnir eru flugvélar, lestir eða rútur, leigubíll er algjör lúxus og túk-túk er algjört helvíti.
Ef um flugferð er að ræða pökkum við öllu eftir kúnstarinnar reglum (vökvakennd efni í farangur, bækur, tímarit og túnfiskur í handfarangur), læsum pokunum með keðjunum sem við keyptum í Byko og stillum talnalásinn á 888. Talan 888 er mikil lukkutala og við stólum frekar á farsæla endurfundi ef hún er með í för heldur en þegar við notumst við tölur eins og 666 (haldið ykkur frá djöflinum) eða 007 (haldið ykkur frá töffaranum). Hingað til hefur farangurinn skilað sér í okkar hendur ósnertur, kannski er það 888 að verki, kannski plastbandið sem Indverjar heimta að sér reyrt utan um farangurinn.
Ef um lestarferð er að ræða, einkum og sér í lagi næturlest, tökum við fram sængurverið (þ.e. ef við erum í Indlandi) og læsum töskunum við sterka grind (sérstaklega ef við erum í Indlandi en það er þó alltaf hyggilegt). Áður en maður leggst til hvílu þarf maður að hafa tiltækt lítið vasaljós, klósettpappír, gleraugun og gleraugnahylkið, einhverja hugmynd um hvar sandalarnir eru niðurkomnir, peysu og sokka og sjal (út af loftkælingunni), vekjaraklukku, lesefni og svefngrímu. Það er mesta furða að maður komist fyrir í þessum mjóu beddum sem boðið er upp á þegar allur búnaðurinn hefur verið tekinn fram.
Að lokum eru það rútuferðirnar, en fyrir þær erum við orðin vönust að búa okkur undir. Við höfum oftast tekið rútur (neyðst til að taka) og höfum fyrir vikið fengið væna flís af raunalegri reynslu. Fyrir ferðina birgjum við okkur upp af vatni og mat svo sumir verði ekki of bílveikir, síðan klæðum við okkur í peysur og sokka og sveipum okkur sjali (á við um alla Suðaustur Asíu, á ekki við um Indland). Ef um næturferð er að ræða blásum við upp hálskodda, troðum töppum í eyrun og setjum svefngrímuna svörtu fyrir augun, höllum að lokum sætinu og bíðum andvökunætur. Sönn saga.
föstudagur, 14. september 2007
Chiang Mai í tilefni dagsins
Við komum til Chiang Mai í morgun með næturlestinni frá Bangkok. Það er óhætt að mæla með þessari lestarferð, bæði er hún nægilega löng til að tryggja manni svefn og síðan er hugsað vel um mann. Þeir sem kæra sig um geta pantað kvöldmat af matseðli og þá vippar þjónninn fram borði, og einnig getur maður pantað morgunmat og er þá vakinn tímanlega til að snæða hann. Allir fá hins vegar þá þjónustu að búið sé um þá í rúmunum áður en lagst er til svefns, það vantar bara að maður sé sunginn í svefn.
Chiang Mai virkar strax á okkur sem afslappaða Asía sem við eigum að þekkja. Gott dæmi um það er að í Bangkok lendir maður ákaflega sjaldan á spjalli við samferðamenn en í Chiang Mai var slíkt spjall það fyrsta sem mætti okkur. Meðan við vorum enn að leita að hóteli rákumst við á svissneskt par og tókum við öll spjall saman. Okkur fannst við flott á því að geta sagst hafa ferðast um í bráðum níu mánuði en okkur fannst ekkert sérlega mikið til þess koma þegar þau upplýstu að þau væru búin að ferðast um Asíu og Eyálfu í þrjú ár, á únímók! Og þar á undan vörðu þau fjórum árum í að byggja únímókinn! Það kalla ég staðfestu. Fyrir vikið hafa þau keyrt þvers og kruss, gist og eldað í bílnum og jafnvel boðið þangað gestum. Þetta hljómar allt vel en að keyra frá Sviss þvert yfir Evrópu, gegnum fyrrum Júgóslavíu og Tyrkland yfir til Íran og Pakistan og þaðan inn í Indland og Nepal, og frá Indlandi með ferju yfir til Ástralíu, er meira en að segja það.
Við erum semsagt í Chiang Mai, höfuðstað norður Tælands, og hyggjum á tveggja vikna dvöl hér. Við erum komin með notalegt herbergi á litlu gistiheimili sem er rekið af henni Panöddu frá Tælandi og ástralska eiginmanninum hennar John. Hér er líka töluvert notalegri stemmning en í Bangkok, færra fólk, minni umferð og almenn rólegheit svífa yfir vötnum.
Og hvert er svo tilefnið sem ég minnist á í færsluheitinu? Við Baldur eigum hvorki meira né minna er sex ára sambúðarafmæli í dag. Elsku Baldur, hér færðu stórt knús frá Hnetu.
Chiang Mai virkar strax á okkur sem afslappaða Asía sem við eigum að þekkja. Gott dæmi um það er að í Bangkok lendir maður ákaflega sjaldan á spjalli við samferðamenn en í Chiang Mai var slíkt spjall það fyrsta sem mætti okkur. Meðan við vorum enn að leita að hóteli rákumst við á svissneskt par og tókum við öll spjall saman. Okkur fannst við flott á því að geta sagst hafa ferðast um í bráðum níu mánuði en okkur fannst ekkert sérlega mikið til þess koma þegar þau upplýstu að þau væru búin að ferðast um Asíu og Eyálfu í þrjú ár, á únímók! Og þar á undan vörðu þau fjórum árum í að byggja únímókinn! Það kalla ég staðfestu. Fyrir vikið hafa þau keyrt þvers og kruss, gist og eldað í bílnum og jafnvel boðið þangað gestum. Þetta hljómar allt vel en að keyra frá Sviss þvert yfir Evrópu, gegnum fyrrum Júgóslavíu og Tyrkland yfir til Íran og Pakistan og þaðan inn í Indland og Nepal, og frá Indlandi með ferju yfir til Ástralíu, er meira en að segja það.
Við erum semsagt í Chiang Mai, höfuðstað norður Tælands, og hyggjum á tveggja vikna dvöl hér. Við erum komin með notalegt herbergi á litlu gistiheimili sem er rekið af henni Panöddu frá Tælandi og ástralska eiginmanninum hennar John. Hér er líka töluvert notalegri stemmning en í Bangkok, færra fólk, minni umferð og almenn rólegheit svífa yfir vötnum.
Og hvert er svo tilefnið sem ég minnist á í færsluheitinu? Við Baldur eigum hvorki meira né minna er sex ára sambúðarafmæli í dag. Elsku Baldur, hér færðu stórt knús frá Hnetu.
fimmtudagur, 13. september 2007
Nýja greiðslan
Ég var að koma af hárgreiðslustofunni og skarta nú nýrri greiðslu. Skellti mér semsé í klippingu og litun í dag enda ekki seinna vænna ætli ég á annað borð að nýta mér góðu hársnyrtiþjónustuna sem er í boði.
Ég ákvað að klippa bara sem mest af, hef ekkert við svona sítt hár að gera á ferð og flakki, en það varð þó styttra en áætlað var.
Ó, svo lét ég lita það eiturrautt... eða svona því sem næst. Ég get allavega fullvissað ykkur um að allur appelsínuhenni er hér með úr sögunni að sinni og einhver efnablanda búin að taka sér bólfestu á kollinum í staðinn.
Það er nú svolítið sniðugt að brydda upp á einhverju nýju af og til, ekki satt?
Ég ákvað að klippa bara sem mest af, hef ekkert við svona sítt hár að gera á ferð og flakki, en það varð þó styttra en áætlað var.
Það er nú svolítið sniðugt að brydda upp á einhverju nýju af og til, ekki satt?
þriðjudagur, 11. september 2007
Hugað að heimferð
Í gær keyptum við flugmiða heim!
Við fljúgum 21. nóvember frá Bangkok til Stokkhólms með Kuwait Airways, millilent í Kuwait og Frankfurt. Við stoppum viku í Stokkhólmi, fyrst og fremst til að heimsækja elskulegu froskafjölskylduna sem þar býr, en einnig til að versla. Ef mér reiknast rétt til þá er stutt í jólin í nóvemberlok og því tilvalið að versla nokkrar jólagjafir og kannski kíkja í eins og eina H&M, mér hefur verið tjáð að þar séu seld vetrarplögg eins og úlfur og velltingar sem eiga víst að verja mann gegn einhverju sem kallast kuldaboli.
Frá Stokkhólmi fljúgum við heim þann 28. nóvember með hinu umdeilda Iceland Air og er lending 15:30 í Keflavík. Þar með verðum við endanlega komin heim, eða í það minnsta til eins árs, og ætti það að duga til að heilsa upp á nokkra kærkomna ættingja og vini, fara í labbitúr í úlfum og velltingum í kuldabola og upplifa bjartar sumarnætur.
Þó að ferðin sé langt frá því að vera á enda komin finnst mér skrýtið að hugsa til þess að hún komi til með að enda. Mér finnst bæði stutt og langt síðan við keyptum flugmiðana til Indlands og ég man að þá gerði maður ekki ráð fyrir að það myndi nokkurn tímann koma að þeim degi að maður keypti sér flugmiða heim, það myndi nefnilega þýða að ferðin ætti sér endalok.
Í dag er ég hins vegar mjög sátt við að vera komin með flugmiðana í hendurnar því allt fer á besta veg: við eigum enn inni rúmlega tveggja mánaða ferðalag, við ætlum að heimsækja Stokkhólm í fyrsta sinn og heilsa upp á nýtt sponn og við eyðum jólunum heima. Ég gæti ekki verið sáttari :o)
Við fljúgum 21. nóvember frá Bangkok til Stokkhólms með Kuwait Airways, millilent í Kuwait og Frankfurt. Við stoppum viku í Stokkhólmi, fyrst og fremst til að heimsækja elskulegu froskafjölskylduna sem þar býr, en einnig til að versla. Ef mér reiknast rétt til þá er stutt í jólin í nóvemberlok og því tilvalið að versla nokkrar jólagjafir og kannski kíkja í eins og eina H&M, mér hefur verið tjáð að þar séu seld vetrarplögg eins og úlfur og velltingar sem eiga víst að verja mann gegn einhverju sem kallast kuldaboli.
Frá Stokkhólmi fljúgum við heim þann 28. nóvember með hinu umdeilda Iceland Air og er lending 15:30 í Keflavík. Þar með verðum við endanlega komin heim, eða í það minnsta til eins árs, og ætti það að duga til að heilsa upp á nokkra kærkomna ættingja og vini, fara í labbitúr í úlfum og velltingum í kuldabola og upplifa bjartar sumarnætur.
Þó að ferðin sé langt frá því að vera á enda komin finnst mér skrýtið að hugsa til þess að hún komi til með að enda. Mér finnst bæði stutt og langt síðan við keyptum flugmiðana til Indlands og ég man að þá gerði maður ekki ráð fyrir að það myndi nokkurn tímann koma að þeim degi að maður keypti sér flugmiða heim, það myndi nefnilega þýða að ferðin ætti sér endalok.
Í dag er ég hins vegar mjög sátt við að vera komin með flugmiðana í hendurnar því allt fer á besta veg: við eigum enn inni rúmlega tveggja mánaða ferðalag, við ætlum að heimsækja Stokkhólm í fyrsta sinn og heilsa upp á nýtt sponn og við eyðum jólunum heima. Ég gæti ekki verið sáttari :o)
mánudagur, 10. september 2007
Gagn og gaman á tælensku
Það má segja að ég sé kominn í einhvers konar sex ára bekk því ég er byrjaður að læra að lesa og skrifa upp á nýtt. Ég er nefnilega svolítið að gutla í tælenskunámi og ólíkt því þegar ég lærði viðbótartungumál í grunn- og menntaskóla þarf ég að læra nýtt ritmál. Þetta byrjaði allt með því að ég keypti bókina Teach Yourself Thai og nú er ég farinn að mæta á Koddann og æfa mig.
Tælenska ritmálið er gullfallegt með alls kyns slaufum og minna sum táknin helst á einfaldar dýramyndir, enda eru þau oft nefnd eftir dýrum. Rætur ritmálsins eru indverskar og mörg tákn augljóslega náskyld hindí. Fyrstu pennastrokurnar dró ég hægt og vandaði mig mikið, samt voru táknin svolítið klossuð en það lagaðist með hverri endurtekningu. Þetta var semsagt alveg eins og í sex ára bekk nema hvað færnin kom mun hraðar og nú get ég skrifað nokkur falleg og læsileg tákn af miklu öryggi. Tælendingar eiga sér einnig sértalnakerfi, þó þeir noti arabísku tölurnar líka, og nú kann ég að telja upp í tíu.
Fyrstu tíu tölur talnakerfis eru að mínu mati þær allra mikilvægustu. Það sagði mér nefnilega góður maður, sem hefur kennt mér mikið um dagana, að oft á tíðum væri best að telja upp í tíu og anda með nebbanum. Þessa speki hef ég haft að leiðarljósi við ótalmargar aðstæður, allt frá því að hugleiða og til þess að forða krepptum hnefum frá óþarfri nálægð við grunlaus nef, nú get ég gert þetta á tælensku líka :)
Stafirnir sem ég kann núna eru:
ง, น, ม, ย, ร, ล, –ั –, –า, –ำ, –อ (- táknar eyðu fyrir stafi sem ættu að vera notaðir með)
Tölustafirnir (1-10):
๑, ๒, ๓, ๔, ๕, ๖, ๗, ๘, ๙, ๑0
Tælenska ritmálið er gullfallegt með alls kyns slaufum og minna sum táknin helst á einfaldar dýramyndir, enda eru þau oft nefnd eftir dýrum. Rætur ritmálsins eru indverskar og mörg tákn augljóslega náskyld hindí. Fyrstu pennastrokurnar dró ég hægt og vandaði mig mikið, samt voru táknin svolítið klossuð en það lagaðist með hverri endurtekningu. Þetta var semsagt alveg eins og í sex ára bekk nema hvað færnin kom mun hraðar og nú get ég skrifað nokkur falleg og læsileg tákn af miklu öryggi. Tælendingar eiga sér einnig sértalnakerfi, þó þeir noti arabísku tölurnar líka, og nú kann ég að telja upp í tíu.
Fyrstu tíu tölur talnakerfis eru að mínu mati þær allra mikilvægustu. Það sagði mér nefnilega góður maður, sem hefur kennt mér mikið um dagana, að oft á tíðum væri best að telja upp í tíu og anda með nebbanum. Þessa speki hef ég haft að leiðarljósi við ótalmargar aðstæður, allt frá því að hugleiða og til þess að forða krepptum hnefum frá óþarfri nálægð við grunlaus nef, nú get ég gert þetta á tælensku líka :)
Stafirnir sem ég kann núna eru:
ง, น, ม, ย, ร, ล, –ั –, –า, –ำ, –อ (- táknar eyðu fyrir stafi sem ættu að vera notaðir með)
Tölustafirnir (1-10):
๑, ๒, ๓, ๔, ๕, ๖, ๗, ๘, ๙, ๑0
sunnudagur, 9. september 2007
Bíódagar í Bangkok
Ég held það sé óhætt að fullyrða að við höfum náð að vinda ofan af okkur þessa viku sem við höfum nú verið í Bangkok. Hvernig væri annað hægt þegar hressingarkokteillinn samanstendur af góðum svefni, sólbaði á þaki og almennu sundlaugarbusli, hangsi á netinu og Koddanum (Oh My Cod!) og hverri kvikmyndinni á fætur annarri?
Við erum þegar búin að sjá fimm myndir í bíó (og enn fleiri í sjónvarpinu!). I now pronounce you Chuck and Larry var örlítið fyrirsjáanlega en skemmti okkur þó, The Invasion fannst mér góð og skóp umræður milli okkar skötuhjúa um dofinn heim, Bourne Ultimatum var náttúrulega bara töff út í gegn (er búin að vera með algjört æði fyrir Extreme Ways laginu hans Moby síðan) og Rush Hour 3 var kjánaleg (kannski þarf maður að hafa séð hinar tvær sem á undan fóru).
Crème de la Crème var hins vegar kvikmynd kvöldsins í kvöld, við fórum að sjá Harry Potter and the Order of the Phoenix. Hún var til sýnis í flottum sal með því allra stærsta tjaldi sem ég hef augum litið. Þar að auki var myndin sýnd í þrívídd en þó var aðeins um 20 mínútna bút að ræða, Guði sé lof, ég er ekki mikið gefin fyrir þessa tækni. Heildarupplifun: Góðar myndir og gott popp, takk fyrir mig Hollywood.
Það skondna við þessa bíódellu í Bangkok er að hún hefur kynnt okkur fyrir ókjörum verslunarmiðstöðva hér í borg. Mér finnst eins og nú sé ekki hægt að nefna eina slíka á nafn án þess að ég kannist við hana og hafi sótt þar eins og eitt kvikmyndahús. Fyrir þá sem hingað eiga leið á næstunni er þetta okkar mat á bíóhúsum kringlanna: Siam Discovery Centre (flott), Big C (flott og ódýrt), Central World (fínt en aðeins dýrara), MBK (fínt og billigt), Siam Paragon (flott en dýrt).
Hér skal að sjálfsögðu tekið fram að "flott" er það sem á íslenskan mælikvarða teldist flott, en "dýrt" væri í hugum Íslendinga rangnefni því þegar maður getur hugsað með sér "Guð minn góður, er þetta verðið á bíómiða, ég gæti keypt þrjá lítra af mjólk fyrir þetta heima", þá er ekki dýrt í bíó.
Við erum þegar búin að sjá fimm myndir í bíó (og enn fleiri í sjónvarpinu!). I now pronounce you Chuck and Larry var örlítið fyrirsjáanlega en skemmti okkur þó, The Invasion fannst mér góð og skóp umræður milli okkar skötuhjúa um dofinn heim, Bourne Ultimatum var náttúrulega bara töff út í gegn (er búin að vera með algjört æði fyrir Extreme Ways laginu hans Moby síðan) og Rush Hour 3 var kjánaleg (kannski þarf maður að hafa séð hinar tvær sem á undan fóru).
Crème de la Crème var hins vegar kvikmynd kvöldsins í kvöld, við fórum að sjá Harry Potter and the Order of the Phoenix. Hún var til sýnis í flottum sal með því allra stærsta tjaldi sem ég hef augum litið. Þar að auki var myndin sýnd í þrívídd en þó var aðeins um 20 mínútna bút að ræða, Guði sé lof, ég er ekki mikið gefin fyrir þessa tækni. Heildarupplifun: Góðar myndir og gott popp, takk fyrir mig Hollywood.
Það skondna við þessa bíódellu í Bangkok er að hún hefur kynnt okkur fyrir ókjörum verslunarmiðstöðva hér í borg. Mér finnst eins og nú sé ekki hægt að nefna eina slíka á nafn án þess að ég kannist við hana og hafi sótt þar eins og eitt kvikmyndahús. Fyrir þá sem hingað eiga leið á næstunni er þetta okkar mat á bíóhúsum kringlanna: Siam Discovery Centre (flott), Big C (flott og ódýrt), Central World (fínt en aðeins dýrara), MBK (fínt og billigt), Siam Paragon (flott en dýrt).
Hér skal að sjálfsögðu tekið fram að "flott" er það sem á íslenskan mælikvarða teldist flott, en "dýrt" væri í hugum Íslendinga rangnefni því þegar maður getur hugsað með sér "Guð minn góður, er þetta verðið á bíómiða, ég gæti keypt þrjá lítra af mjólk fyrir þetta heima", þá er ekki dýrt í bíó.
miðvikudagur, 5. september 2007
Myndir frá Koh Tao
Enn bætast við myndir á netið, núna eru myndirnar frá Koh Tao ævintýrinu komnar á netið: Hér!
Eins og ævinlega fylgja hér með nokkrar fallegar myndir af fallegum stað. Njótið, nýtið og naslið.
Eins og ævinlega fylgja hér með nokkrar fallegar myndir af fallegum stað. Njótið, nýtið og naslið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)