fimmtudagur, 31. október 2002
Pamela vs. Britney
Eftir að Fríða Sól flutti aðsetur sitt frá holinu við eldhúsið, sem hún deildi með ísskápnum okkar, þar sem hún fékk að dvelja ofan á kommóðu, og færði sig inn í forstofu til að fá meira næði hefur litla kommóðan staðið tóm og þjónar engu hlutverki lengur. Þar sem við eigum ekkert í henni ætlum við að skila henni til eigenda sinna nú þegar hún er okkur til óþurftar. Hins vegar veitir okkur ekki af meiri geymslurými undir alls kyns bollastell og hnífaparasett sem okkur hefur áskotnast í gegnum tíðina og því fórum við á stúfana í dag með það í huga að finna einhvers konar mublu sem passaði akkúrat þarna inn í og gæti hýst þessa blessuðu hluti. Við fórum því rakleitt niður í Góða hirðinn því þar er oft hægt að finna eitthvað heillegt á ágætisverði.
Ekki varð okkur þó kápan út því klæðinu að finna okkur lítið skatthol þar sem við sátum sem fastast í bókahorninu með nefið ofan í bókarykinu. Það er nefnilega alltaf hægt að finna eitthvað viturlegt og gagnlegt í þessu bókahorni þeirra og sumar bækur hafa augsjáanlega aldrei verið skoðaðar, svo vel farnar eru þær. Meðal þess sem við fundum voru sagnfræðibækur sem lýsa því hvað var efst á baugi tiltekið ár og keyptum við því auðvitað slíka bók fyrir árið 1979. Ég fann þar að auki tvær mannfræðibækur og er önnur þeirra skrifuða af Gísla Pálssyni. Auðvitað var mikill fengur í þessum bókum en ánægðust var ég þó með einn grip, það er ca. 40 cm há stytta af konu skorin út í tré. Hún er einstaklega falleg og vel gerð og líklegast á hún rætur að rekja til Indlands. Mér finnst óheyrilegt annað en að nefna styttuna en það hefur verið hægara sagt en gert hingað til. Baldur vill kalla hana Pamelu en ég tók þvert fyrir það. Það væri þá skömminni skárra að kalla hana Britney.
Ekki varð okkur þó kápan út því klæðinu að finna okkur lítið skatthol þar sem við sátum sem fastast í bókahorninu með nefið ofan í bókarykinu. Það er nefnilega alltaf hægt að finna eitthvað viturlegt og gagnlegt í þessu bókahorni þeirra og sumar bækur hafa augsjáanlega aldrei verið skoðaðar, svo vel farnar eru þær. Meðal þess sem við fundum voru sagnfræðibækur sem lýsa því hvað var efst á baugi tiltekið ár og keyptum við því auðvitað slíka bók fyrir árið 1979. Ég fann þar að auki tvær mannfræðibækur og er önnur þeirra skrifuða af Gísla Pálssyni. Auðvitað var mikill fengur í þessum bókum en ánægðust var ég þó með einn grip, það er ca. 40 cm há stytta af konu skorin út í tré. Hún er einstaklega falleg og vel gerð og líklegast á hún rætur að rekja til Indlands. Mér finnst óheyrilegt annað en að nefna styttuna en það hefur verið hægara sagt en gert hingað til. Baldur vill kalla hana Pamelu en ég tók þvert fyrir það. Það væri þá skömminni skárra að kalla hana Britney.
þriðjudagur, 29. október 2002
Loggbloggbloggedíloggedí
Hæ, hó! Ég var að logga mig inn á netið og ákvað að láta vita af mér. Ég vil byrja á að þakka öllum fyrir sumarið og óska góðs vetrar. Það voru folöld á faraldsfæti sem hringdu í mig í fyrradag og þökkuðu fyrir sumarið og gerði ég slíkt hið sama, nú geri ég það opinberlega á netinu.
Svo langar mig að óska Söndru Dögg frænku minni til hamingju með þriggja ára afmælið sem hún átti í gær. Ég var í heimsókn hjá Pétri afa og Stellu ömmu í gær og bar á góma hvaða dagur væri en þegar ég kvaddi þau þá var Sandra Dögg líklega löngu farin að sofa enda klukkan orðin margt.
Á föstudaginn er ég að fara í æfingapróf í stærðfræðigreiningu þannig að líklega flyt ég lögheimilið í hausinn á mér um hríð...
Svo langar mig að óska Söndru Dögg frænku minni til hamingju með þriggja ára afmælið sem hún átti í gær. Ég var í heimsókn hjá Pétri afa og Stellu ömmu í gær og bar á góma hvaða dagur væri en þegar ég kvaddi þau þá var Sandra Dögg líklega löngu farin að sofa enda klukkan orðin margt.
Á föstudaginn er ég að fara í æfingapróf í stærðfræðigreiningu þannig að líklega flyt ég lögheimilið í hausinn á mér um hríð...
Úti er alltaf að snjóa
Já, það er farið að snjóa úti, hvít, mjúk snjókorn sem falla til jarðar. Þegar ég sá það gat ég ekki annað en fengið eitt lag á heilann. Ég veit að jólin eru ekki á næsta leiti, það eru alveg tveir mánuðir enn í þau og það er bara fínt en fyrst ég fann nú textann á netinu...
Og allir saman nú:
Úti er alltaf að snjóa
því komið er að jólunum
og kólna fer í Pólunum
En sussum og sussum og róa
-ekki gráta, elskan mín
þó þig vanti vítamín.
Ávexti eigum við nóga
handa litlu krökkunum
sem kúra sig í bröggunum.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.
Og allir saman nú:
því komið er að jólunum
og kólna fer í Pólunum
En sussum og sussum og róa
-ekki gráta, elskan mín
þó þig vanti vítamín.
Ávexti eigum við nóga
handa litlu krökkunum
sem kúra sig í bröggunum.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.
mánudagur, 28. október 2002
Lestrarhestur eða bókaormur?
Á föstudaginn fékk ég mína fyrstu einkunn á önninni. Þetta var nú ekkert svaka merkilegt, bara eitt af verkefnunum í eigindlegum. Hvað um það, ég skilaði inn ritdómi og fékk A+ fyrir mjög vönduð vinnubrögð. Mig langaði nú aðeins að halda upp á þetta en þar sem ég var að fara að taka viðtal seinna um daginn varð ég að fresta því aðeins.
Seinna um kvöldið vildi Baldur síðan bjóða mér upp á ís til að halda upp á herlegheitin en ég hafði enga list á ís og sagði því pent nei takk, ég vildi miklu fremur fara bara heim, skríða upp í rúm og lúra með bók. Ég er nefnilega bókaormur fram úr hófi. Eða kannski ég ætti að segja lestrarhestur fyrst ég var að minnast á hóf...
Baldur varð auðvitað við óski minni en eflaust hefur hann verið svolítið súr því hann var örugglega farinn að hlakka til að smjatta á ísnum. Ég hélt síðan uppteknum hætti á laugadeginum og las áfram þangað til ég hafði lesið bókina spjaldanna á milli. Nú voru góð ráð dýr, en ekki svo dýr þó að ég fór bara í bókahilluna og tók þar fram Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson. Ég hafði byrjað á henni áður og klárað fyrstu 20 síðurnar en síðan lagt hana frá mér og hreinlega gleymt greyinu. Annað var þó upp á teninginn núna og ég er alveg að verða búin með bókina. Sem betur fer á ég Lífsins tré því ég er ekkert sátt við að fyrra bindið sé að klárast. Þessi saga er svo skemmtileg og vel skrifuð að bara íslenskunnar vegna ætti maður að lesa söguna. En ég les hana hins vegar sögunnar vegna, þetta er nefnilega svo óskaplega fyndið á köflum. Grey Íslendingarnir, þeir voru nú óttalegir lurar.
Seinna um kvöldið vildi Baldur síðan bjóða mér upp á ís til að halda upp á herlegheitin en ég hafði enga list á ís og sagði því pent nei takk, ég vildi miklu fremur fara bara heim, skríða upp í rúm og lúra með bók. Ég er nefnilega bókaormur fram úr hófi. Eða kannski ég ætti að segja lestrarhestur fyrst ég var að minnast á hóf...
Baldur varð auðvitað við óski minni en eflaust hefur hann verið svolítið súr því hann var örugglega farinn að hlakka til að smjatta á ísnum. Ég hélt síðan uppteknum hætti á laugadeginum og las áfram þangað til ég hafði lesið bókina spjaldanna á milli. Nú voru góð ráð dýr, en ekki svo dýr þó að ég fór bara í bókahilluna og tók þar fram Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson. Ég hafði byrjað á henni áður og klárað fyrstu 20 síðurnar en síðan lagt hana frá mér og hreinlega gleymt greyinu. Annað var þó upp á teninginn núna og ég er alveg að verða búin með bókina. Sem betur fer á ég Lífsins tré því ég er ekkert sátt við að fyrra bindið sé að klárast. Þessi saga er svo skemmtileg og vel skrifuð að bara íslenskunnar vegna ætti maður að lesa söguna. En ég les hana hins vegar sögunnar vegna, þetta er nefnilega svo óskaplega fyndið á köflum. Grey Íslendingarnir, þeir voru nú óttalegir lurar.
laugardagur, 26. október 2002
Hádegi með froskum
Í gærkvöldi bauð Stella Soffía mér í hádegismat. Þar sem hádegið var löngu liðið gerði ég ráð fyrir að hádegismaturinn yrði í dag en hringdi á undan mér til öryggis. Ég hljóp svo heim til froskanna (ég var upp í Háskóla þannig að ég hljóp ekki úr Kópavoginum). Þegar mig bar að garði stóð Stella við eldavélina og matreiddi pastarétt og spældi egg. Maturinn smakkaðist mjög vel og fór samkoman öll vel fram, heimsmálin rædd og hlustað á fréttir. Eftir matinn skutlaði Stella Kristjáni og mér upp í skóla á Batmanbílnum.
Þar sem ég er nú kominn hingað og búinn að blogga þá er best að fara upp á bókasafn og hamra á stærðfræðigreiningunni í allan dag. Mér gengur nefnilega margfalt betur að læra eftir að ég fékk mér bókastandinn því nú þreytist svo miklu minna í bakinu.
Þar sem ég er nú kominn hingað og búinn að blogga þá er best að fara upp á bókasafn og hamra á stærðfræðigreiningunni í allan dag. Mér gengur nefnilega margfalt betur að læra eftir að ég fékk mér bókastandinn því nú þreytist svo miklu minna í bakinu.
miðvikudagur, 23. október 2002
Stefnumót í Hlókböðunni
Við Baldur ætlum að hittast núna í hádeginu og snæða hádegismatinn saman. Við ákváðum að hittast upp í Bókhlöðu kl. 13:15 því ég ætlaði mér að fara þangað eftir tíma. Ég fór hins vegar ekki út í kuldann eftir tímann heldur beint upp í tölvuver. Þar sem ég er núna upp í Lögbergi þýðir það að ég þarf að rífa mig upp úr þessu hlýja sæti, hlaða á mig anorak, húfu og trefli og þramma út í Bókó. Baldur gleymdi sko gemmsanum heima og ég get því ekki hringt bara og sagt honum að koma hingað. Það skiptir samt ekki öllu máli, ég veð sko brennistein fyrir Baldur og smá sól og stilla stoppar mig ekki í að fara út.
Jæja, má ekki vera að þessu, er orðin ansi hungruð og langar í núðlusúpu, hrökkbrauð með papríkusmurosti og rauða, ferska papríku til að bíta í svo safinn sprautist upp á nebbatappann. Bon appetit.
Uppfært: Hádegismaturinn girnilegi reyndist nánast frosinn þegar kom að því að gæða sér á honum. Við geymum nefnilega alltaf nestið í bílnum og hlaupum svo út og náum í það. Með áframhaldandi kólnandi veðri sé ég fram á að þurfa að koma upp öðru og skynsamlegra fyrirkomulagi, ég kæri mig nefnilega ekki um að fá kul í tennurnar af því bíta í papríkuna eða brjóta tennurnar við að narta í gulrót.
Jæja, má ekki vera að þessu, er orðin ansi hungruð og langar í núðlusúpu, hrökkbrauð með papríkusmurosti og rauða, ferska papríku til að bíta í svo safinn sprautist upp á nebbatappann. Bon appetit.
Uppfært: Hádegismaturinn girnilegi reyndist nánast frosinn þegar kom að því að gæða sér á honum. Við geymum nefnilega alltaf nestið í bílnum og hlaupum svo út og náum í það. Með áframhaldandi kólnandi veðri sé ég fram á að þurfa að koma upp öðru og skynsamlegra fyrirkomulagi, ég kæri mig nefnilega ekki um að fá kul í tennurnar af því bíta í papríkuna eða brjóta tennurnar við að narta í gulrót.
Í góðu standi...
Eins og flestir vita þá er ég nýbyrjaður að læra rafmagnsverkfræði og þarf því að bogra yfir bókum daginn út og daginn inn. En hef ég ákveðið að hætta því öllu saman. Það er nefnilega ekkert gott að bogra yfir bókunum. Nei ég er ekki hættur í rafmagnsverkfræði, ég er hættur að bogra yfir bókunum.
Í fyrradag hringdi ég í mann sem heitir Ágúst og smíðar bókastanda og bað um einn svona bókastand og viti menn í gær þá birtist maðurinn heima hjá mér með bókastand. Þannig að dag ætla ég ekki að bogra yfir neinum bókum heldur mun ég sitja með fullri reisn og með bókastand.
Í fyrradag hringdi ég í mann sem heitir Ágúst og smíðar bókastanda og bað um einn svona bókastand og viti menn í gær þá birtist maðurinn heima hjá mér með bókastand. Þannig að dag ætla ég ekki að bogra yfir neinum bókum heldur mun ég sitja með fullri reisn og með bókastand.
þriðjudagur, 22. október 2002
Nýju fötin keisarans
Á sunnudaginn var sá ég fram á að hafa ekkert að gera. Ég hafði enga eirð í mér til að lesa námsbækur eða vinna að rannsókninni minni og því sat ég bara upp í rúmi og las Minningar geisju eftir Arthur Golden í annað sinn. Smá innskot: Það er víst verið að gera kvikmynd eftir sögunni, sjálfur Steven Spielberg þar á bakvið.
Hvað um það, þennan tjáða sunnudag sat ég því og las og hafði mjög gaman af því. Hins vegar langaði mig að nýta tímann og kíkja hvort ég fyndi einhverjar flíkur á mig en þar sem það var sunnudagur afskrifaði ég það og taldi engar líkur á því að einhverjar verslanir væru opnar. En þá rak ég augun í Fréttablaðið þar sem sagði að Kringlukast stæði yfir þessa helgina þannig að ég hringdi í mömmu og saman fórum við í búðarleiðangur.
Það var sannarlega ferð til fjár því ég keypti hvorki meira né minna en tvennar buxur, tvær skyrtur/blússur og einn bol. Í þokkabót fann ég skó á viðráðanlegu verði og úr almennilegu efni sem þar að auki voru smekklegir. En þar sem ég var ekki alveg ákveðin lét ég taka þá frá. Það var eins gott því nógu hlaðin var ég fyrir að mér fannst. Ég held ég hafi barasta aldrei verslað svona mikið í einu af fötum á Íslandi áður, ég segi ekki annað.
Næsta dag fórum við Baldur síðan og keyptum á mig blessaða skóna. Ég mátaði þá, Baldur heimtaði að kaupa þá og ég fór ekkert úr þeim aftur þann daginn, þ.e.a.s. ég gekk í þeim út úr búðinni og alveg yfir í gæludýraverslunina beint á móti. Baldur fékk að halda á gömlu skónum. Í gæludýrabúðinni keyptum við síðan höll, ekki blokk, fyrir hana Fríðu Sól. Hún er nefnilega svolítið eins og Linda í Gauragangi sem segist ekki vera gerð til að búa í blokk, hún vilji frekar búa í höll með þjón og kokk.
Við Fríða Sól erum sem sagt tilbúnar í jólköttinn. Grey Baldur hefur ekkert nýtt fengið, en ef ég bæti gallabuxurnar og staga í sokkana hans, ætli hann sleppi þá?
Hvað um það, þennan tjáða sunnudag sat ég því og las og hafði mjög gaman af því. Hins vegar langaði mig að nýta tímann og kíkja hvort ég fyndi einhverjar flíkur á mig en þar sem það var sunnudagur afskrifaði ég það og taldi engar líkur á því að einhverjar verslanir væru opnar. En þá rak ég augun í Fréttablaðið þar sem sagði að Kringlukast stæði yfir þessa helgina þannig að ég hringdi í mömmu og saman fórum við í búðarleiðangur.
Það var sannarlega ferð til fjár því ég keypti hvorki meira né minna en tvennar buxur, tvær skyrtur/blússur og einn bol. Í þokkabót fann ég skó á viðráðanlegu verði og úr almennilegu efni sem þar að auki voru smekklegir. En þar sem ég var ekki alveg ákveðin lét ég taka þá frá. Það var eins gott því nógu hlaðin var ég fyrir að mér fannst. Ég held ég hafi barasta aldrei verslað svona mikið í einu af fötum á Íslandi áður, ég segi ekki annað.
Næsta dag fórum við Baldur síðan og keyptum á mig blessaða skóna. Ég mátaði þá, Baldur heimtaði að kaupa þá og ég fór ekkert úr þeim aftur þann daginn, þ.e.a.s. ég gekk í þeim út úr búðinni og alveg yfir í gæludýraverslunina beint á móti. Baldur fékk að halda á gömlu skónum. Í gæludýrabúðinni keyptum við síðan höll, ekki blokk, fyrir hana Fríðu Sól. Hún er nefnilega svolítið eins og Linda í Gauragangi sem segist ekki vera gerð til að búa í blokk, hún vilji frekar búa í höll með þjón og kokk.
Við Fríða Sól erum sem sagt tilbúnar í jólköttinn. Grey Baldur hefur ekkert nýtt fengið, en ef ég bæti gallabuxurnar og staga í sokkana hans, ætli hann sleppi þá?
Hvað er ég eiginlega að bralla?
Í gær keyptum við blokk. Já blokk og hún er fjögurra hæða ef kjallarinn er talinn með. Það er bara ein íbúð í blokkinni og hún er strax komin í útleigu. Nú fer fólk að pæla...
Á mannamáli: Við fórum í gær og keyptum nýtt búr undir Snæfríði Íslandssól, hamstur vorn. Gamla búrið var búið að vera enda sá Fríða Sól til þess að botninn eyddist alltaf smátt og smátt og einu vísbendingarnar voru litlir plastspænir hér og þar, hmmmmm... Þessi hamstur var nefnilega skapaður til þess að til væri haldbær og einföld skilgreining á orðinu nagdýr.
nagdýr; þgf. -i, hvorugkynsorð; 1) Hamstur í Kópavogi einkum notaður til að klára gamalt morgunkorn. 2) Snæfríður Íslandssól; sjá hamstur og Halldór Laxness.
Flettið þessu bara upp. :)
Á mannamáli: Við fórum í gær og keyptum nýtt búr undir Snæfríði Íslandssól, hamstur vorn. Gamla búrið var búið að vera enda sá Fríða Sól til þess að botninn eyddist alltaf smátt og smátt og einu vísbendingarnar voru litlir plastspænir hér og þar, hmmmmm... Þessi hamstur var nefnilega skapaður til þess að til væri haldbær og einföld skilgreining á orðinu nagdýr.
nagdýr; þgf. -i, hvorugkynsorð; 1) Hamstur í Kópavogi einkum notaður til að klára gamalt morgunkorn. 2) Snæfríður Íslandssól; sjá hamstur og Halldór Laxness.
Flettið þessu bara upp. :)
föstudagur, 18. október 2002
Hnattvæðing
Ég var að koma af setningu alþjóðaráðstefnu um hnattvæðingu sem Háskólinn stendur fyrir. Ég mætti reyndar 40 mínútum of seint því ég þurfti að klára skýrslu fyrir Gallup en í bjartsýni minni hélt ég að það kæmi ekki að sök, það kæmu hvort eð er ekki svo margir á þessa ráðstefnu.
Þegar ég gekk hins vegar inn í Hátíðarsal Háskólans blasti við mér mannhaf mikið, hvergi var laust sæti að sjá og upp við veggina hafði fólk búið sér tímabundið bæli. Ég fór því að ráði þeirra og hallaðir mér upp að næsta lausa veggplássi. Það var hvorki meira né minna en Zygmunt Bauman sem stóð í pontu og flutti ræðu sína af miklum krafti. Hann er háaldraður en í feiknagóðu formi, með þennan líka fína hvíta hárkraga. Ég náði því miður litlu af því sem hann sagði því varla var ég komin inn fyrir þegar hann sagði máli sínu lokið og settist í sætið sitt. Það sama gerði ég, þ.e.a.s. ég settist í næsta sæti því eftir að ræðu hans lauk fóru margir af fundinum og við veggjalúsirnar gripum þau glóðvolg, í bókstaflegri merkingu.
Eftir setninguna var boðið upp á kleinur og kaffi og þáði ég það fyrrnefnda. Mér til mikillar furðu var þarna ólíklegasta fólk samankomið, fræðimenn, forseti og stúdentar. Á morgun er síðan seinni dagur þessarar ráðstefnu og ætlað ég að nýta tækifærið, hamstra nesti og overdósa af fræðilegum fyrirlestrum.
Þegar ég gekk hins vegar inn í Hátíðarsal Háskólans blasti við mér mannhaf mikið, hvergi var laust sæti að sjá og upp við veggina hafði fólk búið sér tímabundið bæli. Ég fór því að ráði þeirra og hallaðir mér upp að næsta lausa veggplássi. Það var hvorki meira né minna en Zygmunt Bauman sem stóð í pontu og flutti ræðu sína af miklum krafti. Hann er háaldraður en í feiknagóðu formi, með þennan líka fína hvíta hárkraga. Ég náði því miður litlu af því sem hann sagði því varla var ég komin inn fyrir þegar hann sagði máli sínu lokið og settist í sætið sitt. Það sama gerði ég, þ.e.a.s. ég settist í næsta sæti því eftir að ræðu hans lauk fóru margir af fundinum og við veggjalúsirnar gripum þau glóðvolg, í bókstaflegri merkingu.
Eftir setninguna var boðið upp á kleinur og kaffi og þáði ég það fyrrnefnda. Mér til mikillar furðu var þarna ólíklegasta fólk samankomið, fræðimenn, forseti og stúdentar. Á morgun er síðan seinni dagur þessarar ráðstefnu og ætlað ég að nýta tækifærið, hamstra nesti og overdósa af fræðilegum fyrirlestrum.
miðvikudagur, 16. október 2002
Heimsókn í Mosó
Ég tók mér frí frá bókum og Baldri í gær og kíkti til Maríu vinkonu. Ég var nefnilega ekki búin að sjá nýju íbúðina hennar í Mosó. Áður en ég lagði af stað stúderaði ég vel kortið í Gulu bókinni, fann götuheitið og dró stóran, bleikan hring á kortið þar sem götuna var að finna. Síðan lagið ég af stað og leið nokkurn veginn eins og ég væri að fara í ferðalag, með kort og myndavél í framsætinu og Baldur í dyragættinni að óska mér góðrar ferðar.
Ferðin sóttist vel. Eina truflandi var sólin í augun en það flokkast ekki sem vandamál því ekki má hallmæla sólinni eins og við öll vitum. Það var sem sagt dýrindis veður, orðum það frekar þannig, og allt ljómaði af fallegu hausti. Mosfellsbær er óskaplega fallegur svona í haustbirtunni.
Þegar ég var komin ískyggilega nálægt Esjunni og Akranesi og farin að efast um að vera á réttri braut kom loksins að beygjunni sem ég hafði beðið eftir sem leiddi mig síðan að húsinu hennar Maríu. Þegar ég drap á dyr og þeim var upp lokið kom blaðskellandi sá allra krullaðasti hundur sem ég hef séð, sá er við Bangsa er kenndur. Ég var svo upptekin að reyna að fæla hann frá mér að ég hafði varla tíma til að heilsa upp á Maríu, Kára og Gabríel. Hundurinn fékk þó að lokum leið á mér og þá gat ég klipið í kinnarnar á Gabríel sem brást óhress við og kúrði sig enn frekar hjá mömmu sinni. Hann er nefnilega orðinn það stór að vera orðinn feiminn og við mig var hann sannarlega feiminn.
Ég fékk auðvitað sight-seeing tour um húsið og var mest allan tímann gapandi af undrun því þau skötuhjú standa í stórframkvæmdum. Ég fékk m.a. að vita að núverandi baðherbergi þeirra var áður fyrr eldhús, bílskúrinn er verið að gera upp og breyta í eldhús, núverandi eldhús verður að herbergi Gabríels og síðan ætla þau að rífa burt stigann sem tengir hæðirnar saman og útbúa þar aðstöðu fyrir tölvuna. Talandi um framkvæmdagleði.
Við fórum í smá göngutúr öll fjögur þ.e. ég, María, Gabríel og Bangsi og ekki höfðum við gengið langt þegar við komum að slegnum túnum með kindum og hestum á beit. Við heilsuðum upp á hestana og gáfum þeim brauð. Ég var reyndar óttarlega skræfa og ætlaði aldrei að manna mig upp í að rétta brauðsneiðina að hestunum, þeir eru með svo stórar tennur! Á leiðinni heim benti María mér á bóndabæinn sem er steinsnar frá hennar eigin heimili og þar voru m.a. tvær kanínur í mestu makindum í garðinum. Yfir öllu lúrði þessi rómaða sveitaró og friður og auðvitað ferskt loft og sól í heiði.
Ferðin sóttist vel. Eina truflandi var sólin í augun en það flokkast ekki sem vandamál því ekki má hallmæla sólinni eins og við öll vitum. Það var sem sagt dýrindis veður, orðum það frekar þannig, og allt ljómaði af fallegu hausti. Mosfellsbær er óskaplega fallegur svona í haustbirtunni.
Þegar ég var komin ískyggilega nálægt Esjunni og Akranesi og farin að efast um að vera á réttri braut kom loksins að beygjunni sem ég hafði beðið eftir sem leiddi mig síðan að húsinu hennar Maríu. Þegar ég drap á dyr og þeim var upp lokið kom blaðskellandi sá allra krullaðasti hundur sem ég hef séð, sá er við Bangsa er kenndur. Ég var svo upptekin að reyna að fæla hann frá mér að ég hafði varla tíma til að heilsa upp á Maríu, Kára og Gabríel. Hundurinn fékk þó að lokum leið á mér og þá gat ég klipið í kinnarnar á Gabríel sem brást óhress við og kúrði sig enn frekar hjá mömmu sinni. Hann er nefnilega orðinn það stór að vera orðinn feiminn og við mig var hann sannarlega feiminn.
Ég fékk auðvitað sight-seeing tour um húsið og var mest allan tímann gapandi af undrun því þau skötuhjú standa í stórframkvæmdum. Ég fékk m.a. að vita að núverandi baðherbergi þeirra var áður fyrr eldhús, bílskúrinn er verið að gera upp og breyta í eldhús, núverandi eldhús verður að herbergi Gabríels og síðan ætla þau að rífa burt stigann sem tengir hæðirnar saman og útbúa þar aðstöðu fyrir tölvuna. Talandi um framkvæmdagleði.
Við fórum í smá göngutúr öll fjögur þ.e. ég, María, Gabríel og Bangsi og ekki höfðum við gengið langt þegar við komum að slegnum túnum með kindum og hestum á beit. Við heilsuðum upp á hestana og gáfum þeim brauð. Ég var reyndar óttarlega skræfa og ætlaði aldrei að manna mig upp í að rétta brauðsneiðina að hestunum, þeir eru með svo stórar tennur! Á leiðinni heim benti María mér á bóndabæinn sem er steinsnar frá hennar eigin heimili og þar voru m.a. tvær kanínur í mestu makindum í garðinum. Yfir öllu lúrði þessi rómaða sveitaró og friður og auðvitað ferskt loft og sól í heiði.
föstudagur, 11. október 2002
fimmtudagur, 10. október 2002
Immaqa
Þessa dagana hrjáir okkur einhvers konar skrifteppa og við höfum engan veginn staðið okkur vel í blogg-skrifum. Núna hef ég þó riðið á vaðið og rofið þessa tæplega tveggja vikna þögn á síðunni okkar. Ég sá í Kastljósi í gær viðtal við tvo bloggara, kannski það hafi verið spark í rassinn?
Af skiljanlegum ástæðum skrifaði ég ekkert á tímabilinu 26. september til 3. október því þá dvaldist ég meðal Inúíta í smáþorpinu Kulusuk á austurströnd Grænlands. Þar eru engin vatnsklósett né rennandi vatn í hús þannig að ég lét mig ekki dreyma um að þefa uppi nettengingu. Hvað um það, ferðin var frábær í alla staði og sérstaklega skemmtilegt að kynnast svona ólíkum lifnaðarháttum. Af því sem á daga mína dreif var m.a. grænlenskur trommudans, grænlenskt dansi-mik, grænlensk messa (smjög spes), ísjakar og aftur ísjakar, fárviðri, blíðviðri, hvalaskoðun og hvalveiðar (næstum), ganga á Grænlandsjökul, selverkun, hike um grýtta náttúru Kulusuk, spilamennska, hundar og aftur hundar og látinn hvolpur undir húsinu okkar. Ég hef engan tíma til að skýra þetta betur en það er aldrei að vita nema ég komi með ferðasöguna, svo framarlega sem ég man hvað gerðist.
Svo ég útskýri nafnbót þessarar færslu þá er immaqa orð í grænlenskri tungu sem innfæddir nota mikið í daglegu tali. Það þýðir kannski/ef til vill og á að vera vísun í það að Inúítar eru nær algjörlega háðir náttúrunni, þ.e. verðri og vindáttum og því oft erfitt að plana viðburði sökum þessa. Ég vildi að ég hefði vitað af þessu áður en ferðin hófst því þá hefði ég lagt eyrun við og reynt að höggva eftir þessu orði. Það er þó spurning hvort það hefði eitthvað hjálpað því í raun fannst mér tungumál þeirra það óskiljanlegt að ég greindi ekki hvenært eitt orð endaði og það næsta byrjaði, þetta var svona ein heild í mínum eyrum.
Af skiljanlegum ástæðum skrifaði ég ekkert á tímabilinu 26. september til 3. október því þá dvaldist ég meðal Inúíta í smáþorpinu Kulusuk á austurströnd Grænlands. Þar eru engin vatnsklósett né rennandi vatn í hús þannig að ég lét mig ekki dreyma um að þefa uppi nettengingu. Hvað um það, ferðin var frábær í alla staði og sérstaklega skemmtilegt að kynnast svona ólíkum lifnaðarháttum. Af því sem á daga mína dreif var m.a. grænlenskur trommudans, grænlenskt dansi-mik, grænlensk messa (smjög spes), ísjakar og aftur ísjakar, fárviðri, blíðviðri, hvalaskoðun og hvalveiðar (næstum), ganga á Grænlandsjökul, selverkun, hike um grýtta náttúru Kulusuk, spilamennska, hundar og aftur hundar og látinn hvolpur undir húsinu okkar. Ég hef engan tíma til að skýra þetta betur en það er aldrei að vita nema ég komi með ferðasöguna, svo framarlega sem ég man hvað gerðist.
Svo ég útskýri nafnbót þessarar færslu þá er immaqa orð í grænlenskri tungu sem innfæddir nota mikið í daglegu tali. Það þýðir kannski/ef til vill og á að vera vísun í það að Inúítar eru nær algjörlega háðir náttúrunni, þ.e. verðri og vindáttum og því oft erfitt að plana viðburði sökum þessa. Ég vildi að ég hefði vitað af þessu áður en ferðin hófst því þá hefði ég lagt eyrun við og reynt að höggva eftir þessu orði. Það er þó spurning hvort það hefði eitthvað hjálpað því í raun fannst mér tungumál þeirra það óskiljanlegt að ég greindi ekki hvenært eitt orð endaði og það næsta byrjaði, þetta var svona ein heild í mínum eyrum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)