fimmtudagur, 29. janúar 2004
Sól, sól skín á mig
Það eru kannski ekki neinar fréttir, en ég er í skólanum. Hef það ágætt. Veðrið er svo ótrúlega fallegt að ég hef ákveðið að tala barasta um það, hehe. Sól og blíða, eilítið frost og barasta fallegt. Blæs smá en það væri nú ekkert annað en argasta dusilmennavæl og aumingjaskapur að láta slíkt snerta í sér minnstu taug. Það er bara svo gaman að sjá þessa ágætu stjörnu, sólina, sem gerir lífið ekki aðeins bærilegt heldur einnig mögulegt.
þriðjudagur, 27. janúar 2004
Orðlaus
Var að klára bókina Draumur þinn rætist tvisvar eftir Kjartan Árnason. Frábær bók, mæli hiklaust með henni við alla. Frásagnarstíll Kjartans er sérdeilis þægilegur og grípandi, hver lína valin af kostgæfni. Ég var með hljóðbókarútgáfu lesna af Sigurði Skúlasyni leikara, hlustaði meðan ég gekk á milli staða. Ég er orðlaus í augnablikinu.
fimmtudagur, 22. janúar 2004
excel
Er að gera skilaverkefni í excel og fletti svolítið í kennslubókinni. Í kennslubókinni eru nokkrar skemmtilegar línur um forritið m.a. að ef maður skrifar einn tölustaf í hvern reit á einu vinnublaði (worksheet) og er u.þ.b. eina sekúndu með hvern þá geti maður skrifað stanslaust í 194 daga. Ef maður ætlar svo að prenta dótið út þá þarf 36000 blöð en sá stafli er víst á hæð við mig. Bara betra fyrir fólk að vita svona áður en það leggur í stórverkefni :)
laugardagur, 17. janúar 2004
Jei
Hér á bæ stefnir hraðbyri (í orðsins fyllstu merkingu) í að bílar verði á bólakafi í sköflum á ný. Ég fór áðan og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að svo færi ekki fyrir vorri sjálfrennireið og færði hana í stæði þar sem skefur ekki eins svakalega.
Það er nú svolítið gaman að fá ástæðu til að nota kuldagallann, það hafa nú ekki verið svo mörg skipti undanfarin ár. Mér finnst alltaf æðislega gaman í svona veðri, ég bara man ekkert hvar jeppinn minn er.
Það er nú svolítið gaman að fá ástæðu til að nota kuldagallann, það hafa nú ekki verið svo mörg skipti undanfarin ár. Mér finnst alltaf æðislega gaman í svona veðri, ég bara man ekkert hvar jeppinn minn er.
fimmtudagur, 8. janúar 2004
Mættur til leiks
Jæja þá er skólinn byrjaður. Fyrsta heimaverkefni var sett fyrir í gær og allt komið í gang. Ég kem vel peppaður til leiks eftir að hafa varið hluta jólafrísins í lestur á Harry Potter. Það gerir skólann óneitanlega litríkari að hugsa um hann á svona Hogwartsnótum þó ég til allrar hamingju hafi enn ekki orðið var við Umbridge, fjúff.
þriðjudagur, 6. janúar 2004
Þrettándinn
Í dag heldur seinasti jólasveinninn aftur til fjalla og eru þá jólin bara búin. Þar sem ég á ansi erfitt með að sætta mig við það ætla ég að halda jólaskrautinu uppi í pínuponsu stund lengur, allavega ljósunum.
Talandi um ljós þá fórum við í kvöld á þrettándagleði í Grafavoginum þar sem við tókum þátt í blysför og fylgdumst með því þegar kveikt var í brennunni. Rétt eins og í fyrra var mikið um fólk - þó helst smáfólk - og kemur það svo sem ekki á óvart þar sem það er góð stemmning að standa við stóran bálköst, hlusta á börnin syngja jólalög og fylgjast með grýlu og leppalúða, álfakónginum og álfadrottningunni.
Það sem dró okkur þó helst að brennunni var flugeldasýningunni en hún var ansi tilkomumikil í fyrra. Í þetta skiptið fékk ég þó meira af flugeldum en ég kærði mig um. Einhverjir stóðu rétt fyrir utan hópinn og voru að senda sína eigin flugelda upp.
Mér fannst viðeigandi að líta svo á að þeir hinir sömu væru að hita upp fyrir alvöru flugeldasýninguna en stóð þó ekki á sama þegar það varð nær að alvöru. Það kom nefnilega einn flugeldinn fljúgandi inn í mannmergðina og sprakk með miklum hvelli rétt við hlið okkar. Mér brá svo rosalega að ég held ég hljóti að hafa skrækt eitthvað.
Þrátt fyrir að ekki hafi kviknað í neinum ákváðum við að færa okkur að barnaendanum sem var mun rólegri og hættulausari staður (að undanskildum öllum börnunum með kyndla sem þau veifuðu í kringum sig að sjálfsögðu). Þar stóðum við og sötruðum heitt kakó og gæddum okkur á kanelsnúðum - smá góðgæti - og þegar það var búið byrjaði flugeldasýningin - smá augnakonfekt.
Talandi um ljós þá fórum við í kvöld á þrettándagleði í Grafavoginum þar sem við tókum þátt í blysför og fylgdumst með því þegar kveikt var í brennunni. Rétt eins og í fyrra var mikið um fólk - þó helst smáfólk - og kemur það svo sem ekki á óvart þar sem það er góð stemmning að standa við stóran bálköst, hlusta á börnin syngja jólalög og fylgjast með grýlu og leppalúða, álfakónginum og álfadrottningunni.
Það sem dró okkur þó helst að brennunni var flugeldasýningunni en hún var ansi tilkomumikil í fyrra. Í þetta skiptið fékk ég þó meira af flugeldum en ég kærði mig um. Einhverjir stóðu rétt fyrir utan hópinn og voru að senda sína eigin flugelda upp.
Mér fannst viðeigandi að líta svo á að þeir hinir sömu væru að hita upp fyrir alvöru flugeldasýninguna en stóð þó ekki á sama þegar það varð nær að alvöru. Það kom nefnilega einn flugeldinn fljúgandi inn í mannmergðina og sprakk með miklum hvelli rétt við hlið okkar. Mér brá svo rosalega að ég held ég hljóti að hafa skrækt eitthvað.
Þrátt fyrir að ekki hafi kviknað í neinum ákváðum við að færa okkur að barnaendanum sem var mun rólegri og hættulausari staður (að undanskildum öllum börnunum með kyndla sem þau veifuðu í kringum sig að sjálfsögðu). Þar stóðum við og sötruðum heitt kakó og gæddum okkur á kanelsnúðum - smá góðgæti - og þegar það var búið byrjaði flugeldasýningin - smá augnakonfekt.
Loksins!
Loksins get ég fengið útrás fyrir raddirnar í höfðinu á mér í gegnum bloggið. Það hefur gengið illa þar sem bloggerinn virðist hafa bilað í kringum áramót. Það minnir mig á að einhvern tíma sagði einhver að ef bílar hefðu þróast á sama hátt og tölvur þá væri heimurinn betri.
Ég skal sko segja ykkur það að ef bílar fengju vírusa og frysu í tíma og ótíma auk þess að maður þyrfti að uppfæra ótt og títt af því að vélin væri of hæg fyrir nýjasta bensínið þá myndi ég sannarlega aldrei stíga fæti inn í bíl.
Ég skal sko segja ykkur það að ef bílar fengju vírusa og frysu í tíma og ótíma auk þess að maður þyrfti að uppfæra ótt og títt af því að vélin væri of hæg fyrir nýjasta bensínið þá myndi ég sannarlega aldrei stíga fæti inn í bíl.
fimmtudagur, 1. janúar 2004
Gleðilegt ár!
Hér með óska ég öllum til sjávar og sveita gleðilegs árs og þakka fyrir árið 2003. Gærkvöldið var samkvæmt hefðinni, skálað í aqualibra (bæði hvítu og rauðu) og etin risastór heimabökuð snilldarpizza.
Ekki amaleg byrjun á nýju ári, en pælið bara í því það er komið 2004. Mér líður eins og ég sé hluti af lélegu handriti fyrir enn verri sci-fi mynd. Frábært!
Ekki amaleg byrjun á nýju ári, en pælið bara í því það er komið 2004. Mér líður eins og ég sé hluti af lélegu handriti fyrir enn verri sci-fi mynd. Frábært!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)