miðvikudagur, 31. maí 2006

Maíannáll

Maí var góður mánuður. Þeir eru reyndar allir góðir en maí færði mér loksins sumarið og það er fátt betra en sumar og sól. Reyndar voru það aðallega fyrstu dagar maímánaðar sem báru yfirbragð alvöru sumars en þeir náðu að fleyta manni yfir stutta rigningarkaflann, það er fyrir öllu.

Ég var ekki í miklu lestrarstuði þennan mánuðinn en gaf mér þó tíma til að lesa bókina Digital Fortess eftir Dan Brown. Það eina sem mig langar að segja um þá bók er að ég hefði betur varið þeim tíma í eitthvað annað. Það er þó huggun harmi gegn að meðan ég las sat ég á svölunum í góða veðrinu, tíminn fór því ekki algjörlega til spillis.

Maður hefur heldur ekki sama áhugann á kvikmyndum þegar sumarið er komið svo ég get ekki státað af því að hafa séð margar kvikmyndir í maí. Þær sem standa upp úr eru Í takt við tímann sem lét okkur fá viðlög á borð við: "Hann er að hugleiða í boði Flugleiðaaaa" á heilann, Så som i Himmelen sem fékk mann til að vilja læra sænsku og Sen to Chihiro no kamikakushi sem fær mann til að vilja sjá fleiri verk eftir leikstjórann Hayao Miyazaki. Ég gaf reyndar Baldri þá mynd í afmælisgjöf og fékk svo að horfa á hana með honum, talandi um hina fullkomnu gjöf!

Auk þess að njóta góða veðursins á dögum eins og Dýrðardögum, Operation Natural Blonde og Store Bededag náðum við í þessum mánuði að fara í gegnum SRB, standa í vorhreingerningum og sumartiltekt, halda upp á afmæli húsbóndans, snæða ómótstæðilegan Miðjarðarhafssaltfisk, kíkja á frönsku meistarana hjá þeim í Statens Museum for Kunst, fylgjast spennt með Söngvakeppninni, skella í Potterbrauð og fá viðbrögð við starfsumsóknum okkar hjá AIESEC. Ih, hvor er det dejligt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

cross-examination at his trial roster. reporters: It is too bad my opponent by 12.5% five days a week; very low Californians grandparents Jeff and