Amma býr alltaf til svo góðan mat... Jahá!
Fyrir þá sem þekkja til þá er þetta einhver sannasti málsháttur í sögu mannkyns.
Ég og Ásdís erum í heimsókn hjá Pétri afa og Stellu ömmu, búin að borða og erum nú södd og sæl uppi í baðstofu að kjafta við afa. Á meðan sitja ærslafullir spilagrísir niðri og spila manna. Spilagrísirnir eru: amma, Stella Soffía og Kristján. En ég er ekki spilagrís í dag, ég er möndlugrís og möndlugrísir fá alltaf verðlaun þegar þeir eru búnir með grautinn sinn. :)
fimmtudagur, 26. desember 2002
mánudagur, 23. desember 2002
Hjá Stellu og Stjána
Nú er ég ásamt Ásdísi í heimsókn hjá ofangreindum froskum. Það er alltaf gaman að heimsækja þetta fólk. Við komum hingað beint úr bæjartrafíkinni og hvað er þá betra en að sitja og sötra gott kaffi í góðum félagsskap.
Jólastress á Þorláksmessu
Það er allt búið að vera á fullu síðan prófunum lauk. Við erum búin að kaupa jólatré, baða það og skreyta, búin að kaupa fullt af pökkum og versla inn allan jólamatinn. Síðan vann ég tvo miða á nýjustu Lord of the Rings myndina, The Two Towers.
Ég tók nebblega þátt í einhverjum netleik hjá Landsbankanum og síðan á laugadaginn fékk ég sent heim umslag með tveimur boðsmiðum og derhúfu. Baldur má eiga húfuna. En hann fær líka að koma með á myndina, hann er lukkunarpamfíllinn minn.
Í dag er planið að klára þessar örfáu gjafir sem eftir eru, pakka þeim inn og heimsækja síðan ættingja með það fyrir augum að láta þá fá pakkana fyrir jólin, það er svona skemmtilegra :) Þetta verður sem sagt svona skemmtilegt jólastress þar sem eina stressið snýst í raun um hvort við náum í laugarnar fyrir klukkan 18.
Gleðileg jól og takk fyrir hárið sem fer að svíða!
Ég tók nebblega þátt í einhverjum netleik hjá Landsbankanum og síðan á laugadaginn fékk ég sent heim umslag með tveimur boðsmiðum og derhúfu. Baldur má eiga húfuna. En hann fær líka að koma með á myndina, hann er lukkunarpamfíllinn minn.
Í dag er planið að klára þessar örfáu gjafir sem eftir eru, pakka þeim inn og heimsækja síðan ættingja með það fyrir augum að láta þá fá pakkana fyrir jólin, það er svona skemmtilegra :) Þetta verður sem sagt svona skemmtilegt jólastress þar sem eina stressið snýst í raun um hvort við náum í laugarnar fyrir klukkan 18.
Gleðileg jól og takk fyrir hárið sem fer að svíða!
laugardagur, 21. desember 2002
Búinn í prófum
Fór í próf í nám og störf (klám og sörf) í rafmagns og tölvuverkfræði og nú get ég sagt að mér hafi gengið vel í prófinu. Trikkið var einfaldlega að sleppa allri fullkomnunaráráttu, læra mátulega mikið fyrir prófið og fara svo í prófið. Vildi að ég hefði fattað þetta fyrr. Anda inn, anda út, slaka á í öxlum og setja hendur á hnakka. Svo spennum við rasskinnarnar saman og lyftum okkur upp á tábergið og halda.......svoona og slaka.
Hérna er heimasíða með tilvitnunum í fyndna stelpu.
Kannski ég ætti bara að fara heim núna.
Hérna er heimasíða með tilvitnunum í fyndna stelpu.
Kannski ég ætti bara að fara heim núna.
mánudagur, 16. desember 2002
Eðlisfræði
Gærdagurinn og dagurinn í dag eru helgaðir eðlisfræði, ég á nefnilega að fara í próf í henni í fyrramálið.
miðvikudagur, 11. desember 2002
Afslöppun
Við tókum því rólegar en við ætluðum í dag sem er kannski ekki það sniðugasta í prófvertíðinni. Það var samt ósköp ljúft að gera eitthvað annað en að rýna í fræðiskruddur, t.d. að rýna í Hringadróttinssögu. Ég er komin á annað bindi og er rúmlega hálfnuð með söguna. Svo er bara að klára áður en myndin kemur í bíó því ég er nokkuð viss um að Baldur ætli að draga mig með í þetta skiptið fyrst það tókst ekki í það fyrra.
Afslöppunin fóls þó ekki einungis í fagurbókalestri og táfettingum því Baldur kláraði að setja upp jólaseríuna sem ég vanrækti að gera í gær (þar slapp ég auðveldlega). Nú ljómar stofan af marglitri ljósaseríunni og íbúðin er hægt og bítandi að færast í jólabúning.
Á meðan hann dundaði sér við þetta saxaði ég niður smá grænmeti og útbjó mexíkanskan kvöldverð. Reyndar eldum við bara mexíkanskt á laugardögum en þar sem síðustu laugardagskvöldum hefur verið eytt upp í Odda eða VR II hefur ekkert orðið að neinni eldamennsku umfram það að ná í skyr eða jógúrt úr ísskápnum.
Afslöppunin fóls þó ekki einungis í fagurbókalestri og táfettingum því Baldur kláraði að setja upp jólaseríuna sem ég vanrækti að gera í gær (þar slapp ég auðveldlega). Nú ljómar stofan af marglitri ljósaseríunni og íbúðin er hægt og bítandi að færast í jólabúning.
Á meðan hann dundaði sér við þetta saxaði ég niður smá grænmeti og útbjó mexíkanskan kvöldverð. Reyndar eldum við bara mexíkanskt á laugardögum en þar sem síðustu laugardagskvöldum hefur verið eytt upp í Odda eða VR II hefur ekkert orðið að neinni eldamennsku umfram það að ná í skyr eða jógúrt úr ísskápnum.
Fyrsta prófið að baki
Nú línulega algebru prófið er liðið í aldanna skaut og (vonandi) aldrei það kemur til baka.
Miðnætti
Ég er núna stödd upp í tölvuverinu í Odda og það líður senn að miðnætti. Það er frekar skrýtið að vera upp í skóla á þessum tíma sólarhrings, einhvern veginn er það ekki sú mynd sem maður hefur af skólahaldi í huga sér, hangandi þar fram eftir nóttu. Ég er að bíða eftir litla Baldrinum mínum, hann er að gera lokaatlögu að línulegri algebru fyrir prófið á morgun.
Loftið þarna frammi er lævi blandin og þar sitja nokkrir sveittir yfir power point glærum og maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort þetta fólk sé svona rosalega samviskusamt eða bara svona svakalegir tossar sem ætlar sér síðan að vaka alla nóttina og reyna að koma einhverju inn í hausinn. Ég gerði það að hluta til fyrir stúdentsprófin, undir lokin var maður farinn að sofa ansi lítið en það er líka leiðinlegasta tímabil sem ég hef upplifað og mæli ekki með þessari lærdómsaðferð við neinn.
Ég var að koma af kveðjukvöldinu og það var mjög skemmtilegt. Það var mikið slúðrað um ákveðna aðila frá Grænlandi, Pamela neitaði að segja okkur svæsna sögu af einum Dana og einum Finna (sitthvort kynið) en þegar hún skrapp á klóið sætti Cyril færis og slúðraði í okkur öllum soranum.
Það var mikið um "oooooohh" og "jiiii", allt í innsoginu vitaskuld og einhverra hluta vegna var mikið rætt um Ástrali og þá staðreynd að ástralskir surfers hefðu lægstu greindarvísistölu heims. Uppi eru plön um að hittast næsta laugardagskvöld en það er nú spurning hversu upplagður maður verður í slíkt og annað eins. Til vonar og varar kvöddumst við því öll og nú er bara spurning að halda sambandi við þetta fólk.
Loftið þarna frammi er lævi blandin og þar sitja nokkrir sveittir yfir power point glærum og maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort þetta fólk sé svona rosalega samviskusamt eða bara svona svakalegir tossar sem ætlar sér síðan að vaka alla nóttina og reyna að koma einhverju inn í hausinn. Ég gerði það að hluta til fyrir stúdentsprófin, undir lokin var maður farinn að sofa ansi lítið en það er líka leiðinlegasta tímabil sem ég hef upplifað og mæli ekki með þessari lærdómsaðferð við neinn.
Ég var að koma af kveðjukvöldinu og það var mjög skemmtilegt. Það var mikið slúðrað um ákveðna aðila frá Grænlandi, Pamela neitaði að segja okkur svæsna sögu af einum Dana og einum Finna (sitthvort kynið) en þegar hún skrapp á klóið sætti Cyril færis og slúðraði í okkur öllum soranum.
Það var mikið um "oooooohh" og "jiiii", allt í innsoginu vitaskuld og einhverra hluta vegna var mikið rætt um Ástrali og þá staðreynd að ástralskir surfers hefðu lægstu greindarvísistölu heims. Uppi eru plön um að hittast næsta laugardagskvöld en það er nú spurning hversu upplagður maður verður í slíkt og annað eins. Til vonar og varar kvöddumst við því öll og nú er bara spurning að halda sambandi við þetta fólk.
þriðjudagur, 10. desember 2002
Fyrsta prófinu lokið
Þá er ég búin með fyrsta próf þessa vetrar og það næsta er ekki fyrr en þann 16. Ég hef því nægan tíma til að láta mér leiðast að lesa undir próf í eigindlegum en þess á milli verð ég að vinna í ritgerð sem ég á eftir að skila fyrir leskúrsinn.
Í kvöld ætla ég hins vegar að slappa af og hitta stelpurnar ásamt krökkunum frá Grænlandi. Þessir krakkar eru allt skiptinemar hér og eru að fara heim fyrir jólin svo þetta er svona kveðjuhóf.
Annars langar mig líka ósköp mikið að fara heim og klára að setja jólaseríuna í stofugluggann. Við Baldur gerðum heiðarlega tilraun til þess í síðustu viku en gáfust upp þegar við vorum farin að æpa á hvort annað í pirring okkar og vonsku. Aldrei að reyna að festa jólaseríu með límbandi, það er ekki góðs vísir. Ég ætla því að fara í Rúmfatalagerinn, kaupa þessa glæru tappa sem þeir eru sí og æ að auglýsa, fara síðan heim og festa upp seríuna sem þurft hefur að dúsa í glugganum eins og illa gerður hlutur, hálfuppsett og ekki einu sinni kveikt á greyinu.
Í kvöld ætla ég hins vegar að slappa af og hitta stelpurnar ásamt krökkunum frá Grænlandi. Þessir krakkar eru allt skiptinemar hér og eru að fara heim fyrir jólin svo þetta er svona kveðjuhóf.
Annars langar mig líka ósköp mikið að fara heim og klára að setja jólaseríuna í stofugluggann. Við Baldur gerðum heiðarlega tilraun til þess í síðustu viku en gáfust upp þegar við vorum farin að æpa á hvort annað í pirring okkar og vonsku. Aldrei að reyna að festa jólaseríu með límbandi, það er ekki góðs vísir. Ég ætla því að fara í Rúmfatalagerinn, kaupa þessa glæru tappa sem þeir eru sí og æ að auglýsa, fara síðan heim og festa upp seríuna sem þurft hefur að dúsa í glugganum eins og illa gerður hlutur, hálfuppsett og ekki einu sinni kveikt á greyinu.
Próf, próf, próf...
Nú er Ásdís farin í fyrsta prófið sitt og ég sit upp á bókasafni og undirbý mig fyrir fyrsta prófið mitt. Þetta er ekki bara fyrsta prófið mitt á þessari önn heldur líka fyrsta prófið mitt í verkfræðinni... Jæja upp að reikna. Bæ!
sunnudagur, 8. desember 2002
Jólatónleikarnir
Ég var að koma af tónleikunum og tókust þeir vægast sagt frábærlega vel. Ég þurfti nú ekkert að grennslast fyrir um hvernig þetta tókst því það sást einfaldlega á því hvernig Jón stjórnandi geislaði af ánægju og ágætt að geta sér til um frammistöðu okkar út frá því.
Það er alveg magnað hvað það er alltaf gaman að syngja og sérstaklega á tónleikum. Þó maður sé jafnvel kominn með nett nóg af sumum lögum á æfingum þá eru tónleikar alltaf blast. Það er líka svo gaman á jólatónleikum því þá koma professional einsöngvarar til okkar. Í fyrra var það Ólafur Kjartan og nú var það Diddú. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með söngvurum á þeirra kalíberi.
Það er alveg magnað hvað það er alltaf gaman að syngja og sérstaklega á tónleikum. Þó maður sé jafnvel kominn með nett nóg af sumum lögum á æfingum þá eru tónleikar alltaf blast. Það er líka svo gaman á jólatónleikum því þá koma professional einsöngvarar til okkar. Í fyrra var það Ólafur Kjartan og nú var það Diddú. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með söngvurum á þeirra kalíberi.
laugardagur, 7. desember 2002
Að vera línulega háður
Dagurinn í dag er helgaður fyrirlestrum í línulegri algebru. Það er þó ekki svo að það séu enn fyrirlestrar á vegum verkfræðideildar HÍ, sem kæmi að vísu ekki á óvart. Nei ég hef legið á netinu og horft á myndbandsupptökur úr kennslustundum hjá Gilbert Strang í MIT.
Ég er nú orðinn svolítið kassaður af þessu öllu en það eru nú einu sinni að koma próf!
Áðurauglýstirháæruverðugir tónleikar eru annað kvöld klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 100.000.000.000 í núllta veldi sinnum núll deilt með einum krónur. Í styttra máli það er ókeypis á tónleikana.
Ég er nú orðinn svolítið kassaður af þessu öllu en það eru nú einu sinni að koma próf!
Áðurauglýstirháæruverðugir tónleikar eru annað kvöld klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 100.000.000.000 í núllta veldi sinnum núll deilt með einum krónur. Í styttra máli það er ókeypis á tónleikana.
föstudagur, 6. desember 2002
Liggaliggalái 2
Myndin var þrælfín. Ekki veit ég hvað hún var löng en hún var að minnsta kosti nógu löng til þess að mér tækist að sofa yfir mig í morgun. Þannig að nú þarf ég að halda vel á spöðunum því ég svaf líka yfir mig í gær...
fimmtudagur, 5. desember 2002
Liggaliggalái
Við erum að fara að sjá Harry Potter 2 og ég hlakka ógesslega mikið til. Vildi bara láta vita, við erum svo öfundsverð af þessu, thí hí :)
Jæja, myndin byrjar eftir 14 mínútur, best að hætta öllu bulli og hlaupa út í Háskólabíó. Ciao.
Jæja, myndin byrjar eftir 14 mínútur, best að hætta öllu bulli og hlaupa út í Háskólabíó. Ciao.
Leiðrétting
Reyndar voru skiladæmi 2. desember.
Ég var sallarólegur og nýbúinn að blogga þegar ég fattaði að ég hafði litið á vitlaust vikublað. Auðvitað eru ekki skiladæmi í næstu viku (nema próf séu skiladæmi). Ég náði með ótrúlegri færni að reykspóla af stað í fimmta gír og klára öll dæmin (af miklu öryggi) og það á þokkalegum tíma.
Ég minni alla á jólatónleikana sem ég man ekki klukkan hvað eru á sunnudaginn í Hjallakirkju. Þar verða stórsöngvarar í massavís t.d. Baldur, Biggi, Hákon og Diddú svo einhverjir séu nefndir.
Ég var sallarólegur og nýbúinn að blogga þegar ég fattaði að ég hafði litið á vitlaust vikublað. Auðvitað eru ekki skiladæmi í næstu viku (nema próf séu skiladæmi). Ég náði með ótrúlegri færni að reykspóla af stað í fimmta gír og klára öll dæmin (af miklu öryggi) og það á þokkalegum tíma.
Ég minni alla á jólatónleikana sem ég man ekki klukkan hvað eru á sunnudaginn í Hjallakirkju. Þar verða stórsöngvarar í massavís t.d. Baldur, Biggi, Hákon og Diddú svo einhverjir séu nefndir.
mánudagur, 2. desember 2002
Engin skiladæmi
Ég vil byrja á því að þakka síðasta ræðumanni fyrir næstnýjustu ræðu sína og taka hraustlega undir það að Veislan hafi verið frábær.
Í dag þarf ég ekki að skila dæmum í línulegri algebru, jibbí! Þannig að það er eins gott að blogga smá. Um helgina kláraði ég lokaskýrsluna í verklegri eðlisfræði, sem er mjög gott. Þá þarf ég ekkert að pæla í eðlisfræðiskýrslum fyrr en eftir áramót.
Til hamingju með gærdaginn Íslendingar!
Í dag hefst formlega (trommuþytur...........drrrrrrrrr...lúðrar.........dadaaaa) prófundirbúningu oooog (meira af lúðraþyt) upprifjun ooog (Monty Python andköf....og smá músíkk úr mynd með Vincent Price....+spangól) smá frumlestur.
Mig langar til að minnast á það strax áður en ég gleymi því að það eru tónleikar hjá mér næsta sunnudag í Hjallakirkju og ég geri fastlega ráð fyrir góðri stemningu.
Í dag þarf ég ekki að skila dæmum í línulegri algebru, jibbí! Þannig að það er eins gott að blogga smá. Um helgina kláraði ég lokaskýrsluna í verklegri eðlisfræði, sem er mjög gott. Þá þarf ég ekkert að pæla í eðlisfræðiskýrslum fyrr en eftir áramót.
Til hamingju með gærdaginn Íslendingar!
Í dag hefst formlega (trommuþytur...........drrrrrrrrr...lúðrar.........dadaaaa) prófundirbúningu oooog (meira af lúðraþyt) upprifjun ooog (Monty Python andköf....og smá músíkk úr mynd með Vincent Price....+spangól) smá frumlestur.
Mig langar til að minnast á það strax áður en ég gleymi því að það eru tónleikar hjá mér næsta sunnudag í Hjallakirkju og ég geri fastlega ráð fyrir góðri stemningu.
sunnudagur, 1. desember 2002
Fyrsti í aðventu
Í dag er fyrsti í aðventu og það hlýtur að þýða að maður sér farinn að venta paa julen. Mér varð það ekki ljóst fyrr en í gærkvöld hvað tíminn hefur flogið hratt og að desembermánuður væri alveg á næsta leiti.
Ég skreið því undir rúm til að ná í jólaboxin góðu en í þau höfðum við troðið öllu jólakyns eftir síðust hátíð. Ég fann þar í jólaföggunum aðventuljós og setti það upp í glugga og tendraði við mikinn hátíðleik. Í morgun hélt ég svo áfram að grúska í þessum kössum og fann þar jólaskraut á ísskápinn og jólakertastjaka. Ég fann þessu viðeigandi stað og lét þar staðar numið.
Ætlunin er að hengja upp smá jólaskraut á hverjum degi en ef ég þekki mig rétt þá mun þetta að öllum líkindum verða skorpuvinna því ég á það til að gleyma þessu og man það síðan þegar komið er fram í miðjan mánuð.
Í dag ætlum við Baldur að taka okkur frí frá skýrslugerð og tölvupikki til að versla inn nokkrar jólagjafir. Við ætlum að kíkja í Kolaportið og ég hlakka mjög til því þangað hef ég ekki komið í háa herrans tíð. Ég ætla líka að draga hann með mér í Blómaval til að kaupa leir, kerti og greni svo ég geti útbúið aðventukrans.
Vá, jólin eru virkilega á leiðinni!
Ég skreið því undir rúm til að ná í jólaboxin góðu en í þau höfðum við troðið öllu jólakyns eftir síðust hátíð. Ég fann þar í jólaföggunum aðventuljós og setti það upp í glugga og tendraði við mikinn hátíðleik. Í morgun hélt ég svo áfram að grúska í þessum kössum og fann þar jólaskraut á ísskápinn og jólakertastjaka. Ég fann þessu viðeigandi stað og lét þar staðar numið.
Ætlunin er að hengja upp smá jólaskraut á hverjum degi en ef ég þekki mig rétt þá mun þetta að öllum líkindum verða skorpuvinna því ég á það til að gleyma þessu og man það síðan þegar komið er fram í miðjan mánuð.
Í dag ætlum við Baldur að taka okkur frí frá skýrslugerð og tölvupikki til að versla inn nokkrar jólagjafir. Við ætlum að kíkja í Kolaportið og ég hlakka mjög til því þangað hef ég ekki komið í háa herrans tíð. Ég ætla líka að draga hann með mér í Blómaval til að kaupa leir, kerti og greni svo ég geti útbúið aðventukrans.
Vá, jólin eru virkilega á leiðinni!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)