Akkúrat núna erum við að hlaupa út úr dyrunum og er leiðinni heitið á Vega þar sem Amadou og Mariam skemmta gestum með dillandi tónlist sinni.
Fréttir síðar...
mánudagur, 31. október 2005
sunnudagur, 30. október 2005
Dýragarðsfærsla, 1/2
Við kíktum í dýragarðinn í dag, í annað sinn síðan við fluttum út. Að hluta til var það af því að þegar við komum heim frá Ítalíu beið okkar nýr Zoo bæklingur sem við fáum senda reglulega frá þeim sem árskortshafar. Þar var m.a. verið að tilkynna gestum garðsins að nýr ísbjörn væri fluttur inn. Við vorum mjög spennt að kíkja á nýja "fjölskyldumeðliminn."
Að hluta til var heimsóknin líka tilkomin af því að Stella og Kristján ætluðu í garðinn með sína gesti og hvöttu okkur að koma líka. Svo úr varð að við nýttum þennan fallega dag í dýrastúss. Í þetta sinn ákváðum við að byrja á þeim hluta garðsins sem liggur sunnan við Roskildevej og svo skemmtilega vildi til að þar voru froskar og co einmitt á rölti.
Við sáum tvo nashyrninga en samkvæmt Zoo guide-inum okkar slást nashyrninga og flóðhestar um titilinn "næststærsta dýr veraldar". Mér létti að heyra það því þetta eru svo stór dýr, ég er fegin að það eru ekki margar dýrategundir í viðbót sem eru svona stórar. Við sáum líka verk veiðiþjófa sem fella nashyrninga einvörðungu til að nálgast hornin. Myndin sem við sáum sýndi nashyrning á hliðinni, hornin og eyrun horfin svo skein í bleikt hold og gráleitan heila.
Næstu dýr til að vekja athygli okkar voru Galapagosskjaldbökurnar. Þessar skjaldbökur eru þær stærstu af landskjaldbökunum og til að viðhalda sér borða þær mikið, meira að segja kaktusa! Af öðrum dýrum garðsins náðum við líka að heimsækja gíraffana, kengúrurnar og lamadýrin (þau spýttu sem betur fer ekki á okkur).
Þegar kominn var tími til að kíkja við hjá nýja ísbirninum og sjá tígrisdýraungana varð myndavélin alveg batteríslaus. Við héldum að sjálfsögðu för okkar áfram og sáum doppótta grísi, hvíta kanínuunga og sitjandi trjábjörn en þar sem við höfum ákveðið að kíkja aftur í dýragarðinn nú í vikunni og ná myndum læt ég hér staðar numið og segi: framhald á næstu dögum.
P.s. Á leiðinni heim komst Baldur í aðeins of náin kynni við skepnur jarðarinnar þegar hann sparkaði í það sem hann taldi vera poka á jörðinni en reyndist svo vera dauð dúfa.
Að hluta til var heimsóknin líka tilkomin af því að Stella og Kristján ætluðu í garðinn með sína gesti og hvöttu okkur að koma líka. Svo úr varð að við nýttum þennan fallega dag í dýrastúss. Í þetta sinn ákváðum við að byrja á þeim hluta garðsins sem liggur sunnan við Roskildevej og svo skemmtilega vildi til að þar voru froskar og co einmitt á rölti.
Við sáum tvo nashyrninga en samkvæmt Zoo guide-inum okkar slást nashyrninga og flóðhestar um titilinn "næststærsta dýr veraldar". Mér létti að heyra það því þetta eru svo stór dýr, ég er fegin að það eru ekki margar dýrategundir í viðbót sem eru svona stórar. Við sáum líka verk veiðiþjófa sem fella nashyrninga einvörðungu til að nálgast hornin. Myndin sem við sáum sýndi nashyrning á hliðinni, hornin og eyrun horfin svo skein í bleikt hold og gráleitan heila.
Næstu dýr til að vekja athygli okkar voru Galapagosskjaldbökurnar. Þessar skjaldbökur eru þær stærstu af landskjaldbökunum og til að viðhalda sér borða þær mikið, meira að segja kaktusa! Af öðrum dýrum garðsins náðum við líka að heimsækja gíraffana, kengúrurnar og lamadýrin (þau spýttu sem betur fer ekki á okkur).
Þegar kominn var tími til að kíkja við hjá nýja ísbirninum og sjá tígrisdýraungana varð myndavélin alveg batteríslaus. Við héldum að sjálfsögðu för okkar áfram og sáum doppótta grísi, hvíta kanínuunga og sitjandi trjábjörn en þar sem við höfum ákveðið að kíkja aftur í dýragarðinn nú í vikunni og ná myndum læt ég hér staðar numið og segi: framhald á næstu dögum.
P.s. Á leiðinni heim komst Baldur í aðeins of náin kynni við skepnur jarðarinnar þegar hann sparkaði í það sem hann taldi vera poka á jörðinni en reyndist svo vera dauð dúfa.
Lúmskur vetrartími
Við erum á leiðinni í dýragarðinn núna og höfum í undirbúningi fyrir þá heimsókn lent í skondnum tímatruflunum sem mig langar að deila með ykkur.
Ég sat í tölvunni og var að vinna að færslunum frá Ítalíuferðinni og miðaði allt við klukkuna í henni. Þegar ég hins vegar stóð upp frá tölvunni og rölti inn í eldhús hafði ég tapað einum klukkutíma. Klukkan í eldhúsinu sagði mér að klukkan væri 14:38 en ekki 13:38 eins og tölvuklukkan hafði gefið í skyn.
Við véfengdum strax tölvuklukkuna enda átt í deilum við klukkur á öðrum tölvum okkar svo þetta kom okkur ekki á óvart. Þar sem ég taldi að dýragarðurinn lokaði klukkan 16 var allt sett á fullt til að koma okkur út úr húsi, miðað við að það tekur 20 mínútur að koma sér í dýragarðinni höfðum við u.þ.b. klukkutíma til umráðu í garðinum.
Þegar ég kíkti síðan á vef garðsins sá ég að út október er garðurinn opinn til 17 svo allt í einu höfðum við tvo tíma til umráðu í garðinum. Baldur hringdi síðan í Stellu og co sem voru að spássera í garðinum umrædda og þá fréttum við að vetrartíminn væri genginn í garð og allt í einu sáum við fram á þrjá tíma í garðinum!
Ef þetta eru ekki galdrabrögð þá veit ég ekki hvað.
Ég sat í tölvunni og var að vinna að færslunum frá Ítalíuferðinni og miðaði allt við klukkuna í henni. Þegar ég hins vegar stóð upp frá tölvunni og rölti inn í eldhús hafði ég tapað einum klukkutíma. Klukkan í eldhúsinu sagði mér að klukkan væri 14:38 en ekki 13:38 eins og tölvuklukkan hafði gefið í skyn.
Við véfengdum strax tölvuklukkuna enda átt í deilum við klukkur á öðrum tölvum okkar svo þetta kom okkur ekki á óvart. Þar sem ég taldi að dýragarðurinn lokaði klukkan 16 var allt sett á fullt til að koma okkur út úr húsi, miðað við að það tekur 20 mínútur að koma sér í dýragarðinni höfðum við u.þ.b. klukkutíma til umráðu í garðinum.
Þegar ég kíkti síðan á vef garðsins sá ég að út október er garðurinn opinn til 17 svo allt í einu höfðum við tvo tíma til umráðu í garðinum. Baldur hringdi síðan í Stellu og co sem voru að spássera í garðinum umrædda og þá fréttum við að vetrartíminn væri genginn í garð og allt í einu sáum við fram á þrjá tíma í garðinum!
Ef þetta eru ekki galdrabrögð þá veit ég ekki hvað.
laugardagur, 29. október 2005
Alí-Baba og töfrakarríið
Í kvöld ákváðum við að taka upp einn af okkar gömlu siðum, kósýkvöld. Í árdaga sambandsins þróaðist sá siður að borða góðan mat og horfa á bíómynd á laugardagskvöldum. Síðan við komum til Danmerkur hefur þetta ekki verið fastur liður en nú er bara að taka sig taki og slaka á á laugardagskvöldum.
Kvöldið hófst með því að við fórum á videoleiguna og tókum myndina Gladiator sem var mjög viðeigandi eftir að vera nýbúinn að heimsækja hið sögufræga Kólosseum. Síðan fórum við á indversk-pakistanskan stað sem ég hef lengi haft augastað á.
Staðurinn er lítill og fábrotinn en gaurinn sem afgreiddi okkur vóg rækilega upp á móti því. Hann var eins og klipptur út úr ævintýri um eyðimerkurræningja, töfralampa og falda fjársjóði. Á höfðinu hafði hann svarta prjónahúfu, upprúllaða í köntunum, grásvart hár, þónokkuð alskegg sem myndaði skemmtilegan ramma utanum munn sem hafði einhversstaðar á bilinu eina og fimm tennur.
Af lýsingunni kann fólk að ímynda sér óhuggulegan náunga en augun komu alveg í veg fyrir allt slíkt, vinsemd og alúð skein úr þeim og gerði það nærveru hans mjög þægilega. Ekki spillti að maturinn var hreint frábær og myndin (skylminga)þrælskemmtileg.
Kvöldið hófst með því að við fórum á videoleiguna og tókum myndina Gladiator sem var mjög viðeigandi eftir að vera nýbúinn að heimsækja hið sögufræga Kólosseum. Síðan fórum við á indversk-pakistanskan stað sem ég hef lengi haft augastað á.
Staðurinn er lítill og fábrotinn en gaurinn sem afgreiddi okkur vóg rækilega upp á móti því. Hann var eins og klipptur út úr ævintýri um eyðimerkurræningja, töfralampa og falda fjársjóði. Á höfðinu hafði hann svarta prjónahúfu, upprúllaða í köntunum, grásvart hár, þónokkuð alskegg sem myndaði skemmtilegan ramma utanum munn sem hafði einhversstaðar á bilinu eina og fimm tennur.
Af lýsingunni kann fólk að ímynda sér óhuggulegan náunga en augun komu alveg í veg fyrir allt slíkt, vinsemd og alúð skein úr þeim og gerði það nærveru hans mjög þægilega. Ekki spillti að maturinn var hreint frábær og myndin (skylminga)þrælskemmtileg.
föstudagur, 28. október 2005
Býflugnabóndinn
Ég sótti seinasta tímann í námskeiðinu Consumption of Power í dag. Í raun sótti ég bara hálfan seinasta tímann þar sem ég skrópaði eftir frímínútur til að fara á stefnumót. Við kærustuparið ætluðum nefnilega í smá göngutúr og virða fyrir okkur haustlitina í Botanisk Have sem vill til að er beint á móti skólanum mínum.
Ekkert varð þó af rómantíska göngutúrnum okkar í garðinum þar sem honum var að loka þegar okkur bar að. Í staðinn fórum við í ekki-svo-rómantíska göngu að Nørreport. Þar kíktum við í Fona og keyptum okkur nýjasta diskinn með Tori Amos, Beekeeper. Þegar við höfðum enn kabel tv sáum við nefnilega oft lagið Sweet the Sting spilað á VH1 og MTV og féllum alveg fyrir því. Við fyrstu hlustun orkar platan á mig sem væntanlegt uppáhald, eitthvað sem ekki verður tekið af fóninum á næstunni.
Klukk
Ég var klukkuð af Kristjáni og var þvílíkt ánægð að verða ekki útundan í þessu nýjasta æði netverja. Svo ég þakka fyrir og hér eru mínir fimm punktar af tilgangslausum en engu að síður lífsnauðsynlegum upplýsingum um mig:
- Frameftir öllu hélt ég að hraðarhindranir hétu ví en það var af því að mamma sagði alltaf í söngtón Víííí þegar við ókum yfir eina slíka.
- Ég er bómullarperri (samkvæmt Baldri): ég elska að gera mér horn úr góðri bómull, t.d. sængurverum, sem ég síðan nudda við þumal- og vísifingur.
- Þegar ég var 6 ára lenti bestir vinur minn þá í bílslysi sem ég varð vitni að. Ég, sendiboðinn, hljóp heim í einum spretti æpandi: Sverrir er dauður, Sverrir er dauður! (þess ber að geta að hann var sprelllifandi og slapp mjög vel miðað við aðstæður)
- Ég er nýlega búin að uppgötva að ég er með lélegt skammtímaminni.
- Ég á erfitt með að gera greinarmun á því að draga fyrir og draga frá. Eins hef ég átt í vandræðum með muninn á vinstri og hægri.
Ég klukka elsku snúffann minn (hlakka til að sjá hann engjast yfir þessu) en einnig Maríu G., Kristjönu, Tinnu og öll þau ykkar sem ekki hafa verið klukkuð og finnst þið hafa verið skilin "útlanda."
Nettengd!
Loksins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl í Danmörku er nettenging komin í hús. Því er ekki að neita að þetta var erfið fæðing en lokaspretturinn var auðveldastur, bara stinga í samband og keyra upp IE. Svo nú getum við farið að skype-a, íhaa!
fimmtudagur, 27. október 2005
Ævintýraganga
Síðan við fluttum til Danmerkur höfum við aldrei skoðað göturnar sem liggja fyrir aftan húsið okkar. Í kvöld réðum við þó bót á því og fórum við skötuhjúin í mikla ævintýraferð.
Þegar við höfðum gengið skamma stund segi ég við Ásdísi: Sjáðu, þarna er nuddstofa og hún er meira að segja opin... Ekki þurftum við meira en tíunda hluta úr sekúndu til að átta okkur á að sennilega væri nuddarinn ekki meðlimur í neinu stéttarfélagi nuddara og renndi rauður logandi lampi í glugga stoðum undir þá kenningu.
Áfram gengum við, ekki mjög lengi en nógu lengi til að finnast við hafa tapað áttum. Það má segja sem svo að við höfum séð ljósið í nágrenni við trúfélag múslíma í hverfinu og gengum við nú beinustu leið heim.
Heimili okkar stendur á gatnamótum Frederikssundsvej og Glasvej og höfum við aldrei gengið meira en 15 metra inn á þann síðarnefnda en hver veit nema við vogum okkur einhvern daginn.
Þegar við höfðum gengið skamma stund segi ég við Ásdísi: Sjáðu, þarna er nuddstofa og hún er meira að segja opin... Ekki þurftum við meira en tíunda hluta úr sekúndu til að átta okkur á að sennilega væri nuddarinn ekki meðlimur í neinu stéttarfélagi nuddara og renndi rauður logandi lampi í glugga stoðum undir þá kenningu.
Áfram gengum við, ekki mjög lengi en nógu lengi til að finnast við hafa tapað áttum. Það má segja sem svo að við höfum séð ljósið í nágrenni við trúfélag múslíma í hverfinu og gengum við nú beinustu leið heim.
Heimili okkar stendur á gatnamótum Frederikssundsvej og Glasvej og höfum við aldrei gengið meira en 15 metra inn á þann síðarnefnda en hver veit nema við vogum okkur einhvern daginn.
miðvikudagur, 26. október 2005
Framsögur og kósýheit
Í dag héldum við Ásdís hvort sína framsöguna og gekk báðum vel. Framsagan mín var í námskeiði sem heitir Organizing Global Markets en Ásdísar var í námskeiði sem heitir Consumption of Power.
Það hefur reynst okkur vel að verðlauna okkur með góðri slökun eftir áfanga af þessu tagi og kusum við að kúra okkur heima yfir góðri mynd. Við horfðum á stórmyndina Kingdom of Heaven og höfðum gaman af. Myndin er alveg ekta hetjumynd með stórfenglegum bardagasenum og öllu tilheyrandi.
Vilji maður hins vegar öðlast meiri innsýn í tímabil krossferðanna þá mæli ég með bókum Jan Gillou, Leiðinni til Jerúsalem og Musterisriddaranum. Þriðja bókin í seríunni er ekki komin út á íslensku, kemur vonandi um jólin.
Það hefur reynst okkur vel að verðlauna okkur með góðri slökun eftir áfanga af þessu tagi og kusum við að kúra okkur heima yfir góðri mynd. Við horfðum á stórmyndina Kingdom of Heaven og höfðum gaman af. Myndin er alveg ekta hetjumynd með stórfenglegum bardagasenum og öllu tilheyrandi.
Vilji maður hins vegar öðlast meiri innsýn í tímabil krossferðanna þá mæli ég með bókum Jan Gillou, Leiðinni til Jerúsalem og Musterisriddaranum. Þriðja bókin í seríunni er ekki komin út á íslensku, kemur vonandi um jólin.
þriðjudagur, 25. október 2005
Taskan komin í leitirnar
Þegar við tilkynntum flugvellinum að taskan okkar væri týnd í gær var okkur tjáð að hringja ef við hefðum ekkert heyrt frá þeim innan 24 tíma. Við fengum að sama skapi að vita að flestir fengju símtal frá þeim innan þess tíma svo við vorum tiltölulega bjartýn.
Seinnipartinn í dag höfðum við hins vegar enn ekkert heyrt frá flugvellinum og það jók bara á áhyggjurnar. Þegar umræddar 24 stundir höfðu liðið hringdi ég til þeirra og fékk þá þær gleðifréttir að taskan væri fundi og hún yrði afhent milli 18 og 21. Og rétt í þessu kom hún í hús og þvílík gleði!
Við sem vorum búin að eyða deginum í að reyna að sætta okkur við þá tilhugsun að við fengjum aldrei að sjá töskuna og innihald hennar aftur. Nú þurfum við hins vegar að sætta okkur við þá tilhugsun að þurfa að taka upp úr töskunni :)
Seinnipartinn í dag höfðum við hins vegar enn ekkert heyrt frá flugvellinum og það jók bara á áhyggjurnar. Þegar umræddar 24 stundir höfðu liðið hringdi ég til þeirra og fékk þá þær gleðifréttir að taskan væri fundi og hún yrði afhent milli 18 og 21. Og rétt í þessu kom hún í hús og þvílík gleði!
Við sem vorum búin að eyða deginum í að reyna að sætta okkur við þá tilhugsun að við fengjum aldrei að sjá töskuna og innihald hennar aftur. Nú þurfum við hins vegar að sætta okkur við þá tilhugsun að þurfa að taka upp úr töskunni :)
mánudagur, 24. október 2005
Lýsum eftir töskunni okkar!
Þá erum við komin heim í heiðardalinn. Við komum þó hálf tómhent heim því stóra taskan sem við tókum með út (með nánast öllu okkar hafurtaski) týndist og nú er bara að bíða og sjá hvort hún skili sér. Það kaldhæðna er að taskan með öllum óhreina þvottinum skilaði sér, eins og forlögin séu að fela okkur verkefni.
Við erum í raun í slæmri klemmu: stóra tölvan okkar er biluð og rafmagnssnúran í fartölvuna er í týndu töskunni. Og fartölvan er alveg að verða batteríslaus... Svo engin tónlist fyrir okkur í bili.
Annars er kvennafrídagurinn í dag og ég er vitaskuld fjarri góðu gamni hér í Köben. Ég hefði haft svo gaman af því að taka þátt í þessum viðburði enda heyrt svo oft hvernig dagurinn fór fram fyrir þrjátíu árum, eitthvað sem allir virðast minnast með gleði og stolti.
Til hamingju með daginn Íslendingar, ef þið finnið töskuna okkur látið okkur þá vita, við verðum í þvottahúsinu...
Við erum í raun í slæmri klemmu: stóra tölvan okkar er biluð og rafmagnssnúran í fartölvuna er í týndu töskunni. Og fartölvan er alveg að verða batteríslaus... Svo engin tónlist fyrir okkur í bili.
Annars er kvennafrídagurinn í dag og ég er vitaskuld fjarri góðu gamni hér í Köben. Ég hefði haft svo gaman af því að taka þátt í þessum viðburði enda heyrt svo oft hvernig dagurinn fór fram fyrir þrjátíu árum, eitthvað sem allir virðast minnast með gleði og stolti.
Til hamingju með daginn Íslendingar, ef þið finnið töskuna okkur látið okkur þá vita, við verðum í þvottahúsinu...
sunnudagur, 23. október 2005
Pompei
Í dag heimsóttum við hina fornu borg Pompei. Heimsókninni má best lýsa sem innliti á 2000 ára gamla þrívíddarljósmynd þar sem bærinn grófst undir gríðarlegt magn sjóðheitrar ösku úr Vesúvíusi á örskammri stundu. Með í för var stingandi sterk sólin og bókin Turen går til Italien og fórum við þá hringferð um rústirnar sem mælt var með þar.
Á árum áður var Pompei mikil verslunar- og hafnarborg og stunduðu héruð og bæir innar í landinu verslun sína þaðan. Sem ferðamanni í borginni finnst manni þetta skrítið þar sem sjórinn er frekar langt frá en það á sér sínar skýringar því eldgosið breytti ekki aðeins lífi borgarbúa heldur einni farvegi árinnar Sarnus sem varð til þess að áin og ströndin eru í dag þó nokkra vegalengd frá Pompei. Í borginni bjuggu í kringum 20.000 einstaklingar en flestir þeirra voru flúnir þegar Vesúvíus frussaði öskunni yfir bæinn.
Þess má til gamans geta að ítalska orðið vesúvíus er dregið af orðinu fesf (frá Oscunum sem stofnuðu borgina 600 f. Kr.) sem þýðir reykur. Það má því segja að við höfum skroppið til Reykjavíkur, eða þannig.
Á göngu okkar um Pompei náðum við að skoða hús af öllum stærðum og gerðum en ber þó helst að nefna Villa di Misteri sem er ótrúlega vel varðveitt ríkmannsvilla með hrikalega mörgum herbergjum og sérdeilis heillegum málverkum. Við skoðuðum líka hof, baðhús, þinghús, hóruhús, leikhús, hringleikahús og markaði, svo eitthvað sé nefnt. Svo virðist vera sem bæjarbúar hafi lifað ansi ljúfu lífi því t.d. gátu þeir valið á milli útimarkaða og yfirbyggðra verslunarmiðstöðva og í baðhúsunum var boðið upp á köld, volg og heit böð ókeypis og ég er viss um að þeir hafi líka haft gufuböð.
Eftir að hafa gengið brennheitan dag um rammgerðar götur Pompei ákváðum við að snúa lúin heim á leið en ákveðin í að skoða þetta allt betur síðar þar sem einn dagur dugar skammt á jafnmögnuðum stað og þessum.
Á árum áður var Pompei mikil verslunar- og hafnarborg og stunduðu héruð og bæir innar í landinu verslun sína þaðan. Sem ferðamanni í borginni finnst manni þetta skrítið þar sem sjórinn er frekar langt frá en það á sér sínar skýringar því eldgosið breytti ekki aðeins lífi borgarbúa heldur einni farvegi árinnar Sarnus sem varð til þess að áin og ströndin eru í dag þó nokkra vegalengd frá Pompei. Í borginni bjuggu í kringum 20.000 einstaklingar en flestir þeirra voru flúnir þegar Vesúvíus frussaði öskunni yfir bæinn.
Þess má til gamans geta að ítalska orðið vesúvíus er dregið af orðinu fesf (frá Oscunum sem stofnuðu borgina 600 f. Kr.) sem þýðir reykur. Það má því segja að við höfum skroppið til Reykjavíkur, eða þannig.
Á göngu okkar um Pompei náðum við að skoða hús af öllum stærðum og gerðum en ber þó helst að nefna Villa di Misteri sem er ótrúlega vel varðveitt ríkmannsvilla með hrikalega mörgum herbergjum og sérdeilis heillegum málverkum. Við skoðuðum líka hof, baðhús, þinghús, hóruhús, leikhús, hringleikahús og markaði, svo eitthvað sé nefnt. Svo virðist vera sem bæjarbúar hafi lifað ansi ljúfu lífi því t.d. gátu þeir valið á milli útimarkaða og yfirbyggðra verslunarmiðstöðva og í baðhúsunum var boðið upp á köld, volg og heit böð ókeypis og ég er viss um að þeir hafi líka haft gufuböð.
Eftir að hafa gengið brennheitan dag um rammgerðar götur Pompei ákváðum við að snúa lúin heim á leið en ákveðin í að skoða þetta allt betur síðar þar sem einn dagur dugar skammt á jafnmögnuðum stað og þessum.
föstudagur, 21. október 2005
Póstkort og púsluspil
Dagurinn okkar var afskaplega rólegur og þægilegur. Við kíktum í bæinn og skoðuðum í búðarglugga. Hér er mikið af verslunum sem bjóða upp á virkilega fínar merkjavörur sem kosta sitt.
Við settumst inn á ískaffihús og smökkuðum nokkrar bragðtegundir af ís: melónu, karmellu, nutellu, pistasíu, mokka, fíkju, vanillu, sítrónu... Meðan við sátum og gæddum okkur á veitingunum skrifuðum við nokkur póstkort og héldum síðan rölti okkar áfram, með viðkomu í pósthúsinu.
Við fundum litla bókabúð og kíktum þangað inn enda okkar uppáhaldsbúðartegund. Þar dáðumst við af ítölsku bókbandi og prentiðn og þar rak ég líka augun í 1000 stykkja Ryba púsluspil sem ég bara varð að eignast.
Við röltum síðan á ströndinni í þægilegum úða en hrökkluðumst fljótlega upp á götuna því það flæddi óvenju hratt að og óvenju mikið. Við stóðum dágóða stund og störðum á hafið en þó tilbúin að stökkva í einum grænum inn á hótel ef gáttir himnanna skyldu óvænt opnast. Þess gerðist ekki þörf heldur gátum við starað sem dáleitt sem okkur listi og ekki byrjaði að rigna fyrr en við vorum komin í öryggt skjól.
Þar sem ég tímdi ekki að halda áfram með Rebusinn minn af ótta við að klára hann tók ég til við að púsla og tókst meira að segja að draga Baldur með mér.
Við settumst inn á ískaffihús og smökkuðum nokkrar bragðtegundir af ís: melónu, karmellu, nutellu, pistasíu, mokka, fíkju, vanillu, sítrónu... Meðan við sátum og gæddum okkur á veitingunum skrifuðum við nokkur póstkort og héldum síðan rölti okkar áfram, með viðkomu í pósthúsinu.
Við fundum litla bókabúð og kíktum þangað inn enda okkar uppáhaldsbúðartegund. Þar dáðumst við af ítölsku bókbandi og prentiðn og þar rak ég líka augun í 1000 stykkja Ryba púsluspil sem ég bara varð að eignast.
Við röltum síðan á ströndinni í þægilegum úða en hrökkluðumst fljótlega upp á götuna því það flæddi óvenju hratt að og óvenju mikið. Við stóðum dágóða stund og störðum á hafið en þó tilbúin að stökkva í einum grænum inn á hótel ef gáttir himnanna skyldu óvænt opnast. Þess gerðist ekki þörf heldur gátum við starað sem dáleitt sem okkur listi og ekki byrjaði að rigna fyrr en við vorum komin í öryggt skjól.
Þar sem ég tímdi ekki að halda áfram með Rebusinn minn af ótta við að klára hann tók ég til við að púsla og tókst meira að segja að draga Baldur með mér.
fimmtudagur, 20. október 2005
Markaðurinn
Á hverjum fimmtudegi er markaður í Terracina. Markaðurinn er reyndar einn sá stærsti í Lazio sýslu og liggur meðfram götunni Viale Europa og spannar þannig tæpan kílómetra.
Þrátt fyrir að vera dauðþreytt eftir borgarrölt gærdagsins rifum við okkur á fætur árla dags, markaðurinn opnar nefnilega klukkan 7 og lokar upp úr hádegi. Markaðurinn var ósköp hefðbundinn í alla staði, þarna var hægt að fá vefnaðarvöru og skartgripi, skófatnað sem og annan fatnað, pylsur, ávexti og grænmeti, illaþefjandi osta, brauð og regnhlífar. Hið síðastnefnda kom reyndar í góðar þarfir því miðju vegar fór að rigna á okkur (og hina) og bleika regnhlífin mín reyndist sem fyrr ekki nægilegt skjól fyrir okkur bæði.
Þetta gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi því það rigndi sem hellt væri úr fötu það sem eftir lifði dags. Ekki nóg með úrhellið heldur komu glæsilegar eldingar og gríðarlegar þrumur svo drundi í öllu. Það var í raun lán í óláni að það skyldi rigna í dag því við vorum svo þreytt að við vildum bara liggja inn á hótelherbergi og hvílast. Í þessu tilviki þýddi hvíldin þetta: rúmlega með góðri Rebus bók í fanginu.
Þrátt fyrir að vera dauðþreytt eftir borgarrölt gærdagsins rifum við okkur á fætur árla dags, markaðurinn opnar nefnilega klukkan 7 og lokar upp úr hádegi. Markaðurinn var ósköp hefðbundinn í alla staði, þarna var hægt að fá vefnaðarvöru og skartgripi, skófatnað sem og annan fatnað, pylsur, ávexti og grænmeti, illaþefjandi osta, brauð og regnhlífar. Hið síðastnefnda kom reyndar í góðar þarfir því miðju vegar fór að rigna á okkur (og hina) og bleika regnhlífin mín reyndist sem fyrr ekki nægilegt skjól fyrir okkur bæði.
Þetta gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi því það rigndi sem hellt væri úr fötu það sem eftir lifði dags. Ekki nóg með úrhellið heldur komu glæsilegar eldingar og gríðarlegar þrumur svo drundi í öllu. Það var í raun lán í óláni að það skyldi rigna í dag því við vorum svo þreytt að við vildum bara liggja inn á hótelherbergi og hvílast. Í þessu tilviki þýddi hvíldin þetta: rúmlega með góðri Rebus bók í fanginu.
miðvikudagur, 19. október 2005
Róm
Við vorum snemma á fótum í morgun enda planið að kíkja í borgina eilífu. Til að komast í borgina þurftum við fyrst að ganga rösklega í tæpan hálftíma niður í miðbæ til að ná strætónum sem gengur aðeins einu sinni á klukkutíma í bæinn Monte San Biagio. Þaðan tókum við síðan lestina að Róm, Termini. Lestarferðin tekur rúmlega klukkustund og þann tíma notuðum við til að skipuleggja tíma okkar í Róm. Þegar við stigum af lestinni á aðalstöð Rómar örkuðum við beint yfir í metróið og tókum næsta vagn að Kólosseum.
Þegar þangað var komið vorum við sem tvær flugur fastar í neti kóngulóar - kóngulóar sem sérhæfir sig í að lokka og plata saklausa ferðamenn eins og okkur. Við lentum sem sagt í mörgum ferðamannaveiðimönnum sem vildu endilega að við keyptum okkur leiðsögutúr um hringleikahúsið. Þeir töldu okkur meira að segja trú um að röðin inn í Kólosseum væri a.m.k. 45 mínútna löng. Við gátum nú ekki annað en hlegið að því þegar við vorum komin inn 20 mínútum seinna.
Kólosseum er stórvirki og ég hafði einstaklega gaman af því að skoða mig um í þessum fornminjum. Í för með okkur var Rómarbókin góða sem gerði alla leiðsögumenn óþarfa. Ég hálfvorkenndi þeim sem keypt höfðu sér slíkan túr og þurftu síðan að elta regnhlífuhaldandi leiðsögumanninn eins og leikskólabörn og voru að engu leyti í betri aðstöðu en hver annar til að heyra hvaða fróðleik leiðsögumaðurinn dældi úr sér. Við gáfum okkur dágóðan tíma í hringleikahúsið og skoðuðum hvern krók og kima.
Þaðan tókum við síðan metróið að Vatíkaninu og skoðuðum Péturskirkjuna. Þar byrjaði að rigna svo mikið að við ákváðum að bíða úrhellið af okkur niðrí metróinu. Eftir tíu langar mínútur hafði ekki stytt upp svo við bitum á jaxlinn og óðum okkar leið að kirkjunni. Þar biðum við einhvern hálftíma í röð og skiptumst á að halda á bleiku regnhlífinni minni sem ég svo heppilega hafði pakkaði niður, grunlaus með öllu að við myndum þurfa að nota hana.
Toppurinn í Péturskirkju var eflaust þegar við settumst ásamt öðrum á kirkjubekk og virtum fyrir okkur innviði kirkjunnar. Þegar við höfðu séð fylli okkar risum við upp til að halda för okkar áfram nema hvað þá byrjaði karlakór að drynja á latínu og allur söfnuðurinn reis á fætur. Við vorum allt í einu orðin hluti af söfnuðinum og föst í kaþólskri messu! Þetta var mjög skondið en líka pínu skelfilegt, það varð allt svo yfirgengilega hátíðlegt. Eftir korter af latínusöng, signingum og þvæli upp og niður á bekkina læddumst við út og létu þetta gott heita af Péturskirkjunni.
Þegar þarna var komið sögu var farið að síga á seinni hluta borgarferðar okkar. Við vorum í raun eins og Öskubuska að því leyti að við máttum bara vera í borginni til tæplega átta um kvöldið svo við myndum ekki missa af seinustu lestinni til Monte San Biagio. Á þeim stutta tíma sem við höfðum umráðu náðum við að kaupa pizzusneiðar eftir vigt, kíkja á Spænsku tröppurnar og kaupa okkur ís rétt við Fontana di Trevi án þess þó að sjá gosbrunninn sjálfan.
Ferðin endaði síðan í hlaupum um Termini til að átta okkur á því frá hvaða spori okkar lest færi. Það reddaðist allt og nú sitjum við og jöpplum á þessari nýju lífsreynslu. Róm orkar á okkur sem yndisleg borg og ég hlakka svo til að heimsækja hana aftur.
Þegar þangað var komið vorum við sem tvær flugur fastar í neti kóngulóar - kóngulóar sem sérhæfir sig í að lokka og plata saklausa ferðamenn eins og okkur. Við lentum sem sagt í mörgum ferðamannaveiðimönnum sem vildu endilega að við keyptum okkur leiðsögutúr um hringleikahúsið. Þeir töldu okkur meira að segja trú um að röðin inn í Kólosseum væri a.m.k. 45 mínútna löng. Við gátum nú ekki annað en hlegið að því þegar við vorum komin inn 20 mínútum seinna.
Kólosseum er stórvirki og ég hafði einstaklega gaman af því að skoða mig um í þessum fornminjum. Í för með okkur var Rómarbókin góða sem gerði alla leiðsögumenn óþarfa. Ég hálfvorkenndi þeim sem keypt höfðu sér slíkan túr og þurftu síðan að elta regnhlífuhaldandi leiðsögumanninn eins og leikskólabörn og voru að engu leyti í betri aðstöðu en hver annar til að heyra hvaða fróðleik leiðsögumaðurinn dældi úr sér. Við gáfum okkur dágóðan tíma í hringleikahúsið og skoðuðum hvern krók og kima.
Þaðan tókum við síðan metróið að Vatíkaninu og skoðuðum Péturskirkjuna. Þar byrjaði að rigna svo mikið að við ákváðum að bíða úrhellið af okkur niðrí metróinu. Eftir tíu langar mínútur hafði ekki stytt upp svo við bitum á jaxlinn og óðum okkar leið að kirkjunni. Þar biðum við einhvern hálftíma í röð og skiptumst á að halda á bleiku regnhlífinni minni sem ég svo heppilega hafði pakkaði niður, grunlaus með öllu að við myndum þurfa að nota hana.
Toppurinn í Péturskirkju var eflaust þegar við settumst ásamt öðrum á kirkjubekk og virtum fyrir okkur innviði kirkjunnar. Þegar við höfðu séð fylli okkar risum við upp til að halda för okkar áfram nema hvað þá byrjaði karlakór að drynja á latínu og allur söfnuðurinn reis á fætur. Við vorum allt í einu orðin hluti af söfnuðinum og föst í kaþólskri messu! Þetta var mjög skondið en líka pínu skelfilegt, það varð allt svo yfirgengilega hátíðlegt. Eftir korter af latínusöng, signingum og þvæli upp og niður á bekkina læddumst við út og létu þetta gott heita af Péturskirkjunni.
Þegar þarna var komið sögu var farið að síga á seinni hluta borgarferðar okkar. Við vorum í raun eins og Öskubuska að því leyti að við máttum bara vera í borginni til tæplega átta um kvöldið svo við myndum ekki missa af seinustu lestinni til Monte San Biagio. Á þeim stutta tíma sem við höfðum umráðu náðum við að kaupa pizzusneiðar eftir vigt, kíkja á Spænsku tröppurnar og kaupa okkur ís rétt við Fontana di Trevi án þess þó að sjá gosbrunninn sjálfan.
Ferðin endaði síðan í hlaupum um Termini til að átta okkur á því frá hvaða spori okkar lest færi. Það reddaðist allt og nú sitjum við og jöpplum á þessari nýju lífsreynslu. Róm orkar á okkur sem yndisleg borg og ég hlakka svo til að heimsækja hana aftur.
þriðjudagur, 18. október 2005
Strandlíf og pizzur í metratali
Þegar við vöknuðum í morgun var dimmur himinninn horfinn og heiðblár litur kominn í hans stað. Við ákváðum að rölta í miðbæinn og kynnast þessum sæta bæ betur. Við röltum eftir strandgötunni með hraðskreiða bíla á aðra höndina og dásamlegt hafið á hina. Við kíktum m.a. á höfnina og fylgdumst með gömlum köllum dytta að netum og bátum.
Ólíkt upplifun okkar daginn áður iðaði bærinn nú af mannlífi. Eldri konur sátu meðfram höfninni og inn eftir þröngum götum seljandi afla næturinnar upp úr frauðbökkum, eldri kallar sátu undir sólhlífum og skeggræddu um afla næturinnar. Aðrir voru uppteknir við að setja upp grænmetisbásana sína og restin af mannlífinu voru kröfuharðir viðskiptavinir og forvitnir ferðamenn (þ.e. við).
Við settumst inn á veitingastað við strandgötuna og eftir túnfiskpasta og gnocchi röltum við upp á hótel til að skipta yfir í baðfötin. Sundsprettur í sjónum var frískandi og vatnið afskaplega þægilegt. Að sjálfsögðu virtum við hefðir heimamanna og tókum okkur síestu á handklæðum í mjúkum sandinum.
Um kvöldið kíktum við síðan á L'Universitá, litla pizzeríu við ströndina sem selur pizzur eftir metramáli. Þar pöntuðum við okkur hálfan metra af margarítu og glugguðum í bókina um Róm til að undirbúa borgarferðina sem við ætlum í á morgun. Orð dagsins: yndisleg afslöppun.
Ólíkt upplifun okkar daginn áður iðaði bærinn nú af mannlífi. Eldri konur sátu meðfram höfninni og inn eftir þröngum götum seljandi afla næturinnar upp úr frauðbökkum, eldri kallar sátu undir sólhlífum og skeggræddu um afla næturinnar. Aðrir voru uppteknir við að setja upp grænmetisbásana sína og restin af mannlífinu voru kröfuharðir viðskiptavinir og forvitnir ferðamenn (þ.e. við).
Við settumst inn á veitingastað við strandgötuna og eftir túnfiskpasta og gnocchi röltum við upp á hótel til að skipta yfir í baðfötin. Sundsprettur í sjónum var frískandi og vatnið afskaplega þægilegt. Að sjálfsögðu virtum við hefðir heimamanna og tókum okkur síestu á handklæðum í mjúkum sandinum.
Um kvöldið kíktum við síðan á L'Universitá, litla pizzeríu við ströndina sem selur pizzur eftir metramáli. Þar pöntuðum við okkur hálfan metra af margarítu og glugguðum í bókina um Róm til að undirbúa borgarferðina sem við ætlum í á morgun. Orð dagsins: yndisleg afslöppun.
mánudagur, 17. október 2005
Komin til Terracina
Eftir langt ferðalag erum við komin á hótelið okkar í Terracina. Við tókum strætó út á flugvöll klukkan fimm í morgun og unnum titilinn þreytulegasta par vagnsins enda ansi þreytt eftir lítinn svefn. Flugið út eftir tók tvo tíma og eftir það tók við tveggja tíma rútuferð. Á Ciampino flugvelli rákum við augun í tvo hermenn með vélbyssur sem stóðu vörð við flugstöðina, frekar sérkennileg sýn svo ekki verði annað sagt.
Við komum á hótelið um tvö leytið. Í landi síestunnar þýddi það bara eitt: allt lokað. Og við sem vorum svo svöng! Við höfðum reyndar fengið rúnstykki í flugvélinni en Baldur vísaði bara til þeirra sem mylsnu. Við kíktum á hótelið sem er ansi flott. Það var byggt árið 2002 og allt því nýtt og snyrtilegt. Ekki skemmir fyrir að það er hannað í formi báts svo það er verönd á sitthvorum enda hússins í formi stafns og skuts. Geggjað!
Veðrið var milt en þungt yfir. Meðan við biðum eftir að verslanir bæjarins opnuðu gengum við niður á ströndina sem er fimm kílómetra löng og virkilega falleg. Strax á fyrsta klukkutímanum okkar á röltinu um bæinn rákumst við á fleiri ketti en við erum búin að sjá til samans þann tíma sem við erum búin að vera í Kaupmannahöfn (það sama gildir reyndar líka um Fiat!). Kettirnir hér eru þó frekar styggir margir hverjir og lái þeim það enginn þar sem aksturlag heimamanna er með ólíkindum. Í rólegheitargötum í kyrrlátum hverfum bruna ökumenn óhikað á 100 kílómetra hraða og það á götum þar sem gangandi vegfarendur verða að ganga á götunni vegna skorts á gangstéttum.
Toppurinn á deginum var að komast í kaupfélag heimamanna. Við gleymdum alveg hungrinu og eyddum góðum tíma í að skoða úrvalið í búðinni. Jólaundirbúningur var greinilega kominn á fullt skrið: margir hillumetrar af jólaskrauti og í ofaná lagt þrjú gervijólatré í hnapp, bíðandi þess að vera skreytt. Frekar skrýtin upplifun í ljósi þess að við erum hingað komin í nokkurskonar sumarfrí :)
Svo smá brandari í lokin. Jesús var Ítali. Af hverju segi ég það? Jú, hann bjó í heimahúsum til 33ja ára aldurs, hann taldi móður sína vera jómfrú og hún taldi hann vera guð sjálfan.
Við komum á hótelið um tvö leytið. Í landi síestunnar þýddi það bara eitt: allt lokað. Og við sem vorum svo svöng! Við höfðum reyndar fengið rúnstykki í flugvélinni en Baldur vísaði bara til þeirra sem mylsnu. Við kíktum á hótelið sem er ansi flott. Það var byggt árið 2002 og allt því nýtt og snyrtilegt. Ekki skemmir fyrir að það er hannað í formi báts svo það er verönd á sitthvorum enda hússins í formi stafns og skuts. Geggjað!
Veðrið var milt en þungt yfir. Meðan við biðum eftir að verslanir bæjarins opnuðu gengum við niður á ströndina sem er fimm kílómetra löng og virkilega falleg. Strax á fyrsta klukkutímanum okkar á röltinu um bæinn rákumst við á fleiri ketti en við erum búin að sjá til samans þann tíma sem við erum búin að vera í Kaupmannahöfn (það sama gildir reyndar líka um Fiat!). Kettirnir hér eru þó frekar styggir margir hverjir og lái þeim það enginn þar sem aksturlag heimamanna er með ólíkindum. Í rólegheitargötum í kyrrlátum hverfum bruna ökumenn óhikað á 100 kílómetra hraða og það á götum þar sem gangandi vegfarendur verða að ganga á götunni vegna skorts á gangstéttum.
Toppurinn á deginum var að komast í kaupfélag heimamanna. Við gleymdum alveg hungrinu og eyddum góðum tíma í að skoða úrvalið í búðinni. Jólaundirbúningur var greinilega kominn á fullt skrið: margir hillumetrar af jólaskrauti og í ofaná lagt þrjú gervijólatré í hnapp, bíðandi þess að vera skreytt. Frekar skrýtin upplifun í ljósi þess að við erum hingað komin í nokkurskonar sumarfrí :)
Svo smá brandari í lokin. Jesús var Ítali. Af hverju segi ég það? Jú, hann bjó í heimahúsum til 33ja ára aldurs, hann taldi móður sína vera jómfrú og hún taldi hann vera guð sjálfan.
sunnudagur, 16. október 2005
Amerískt kvöldþema
Í gær fengum við í heimsókn góða gesti og borðuðum með þeim djúsí borgara, bakaðar kartöflur, ís og risastóra köku sem Ásdís hristi fram úr erminni eins og henni einni er lagið. Tónlist kvöldsins var að mestu leyti úr smiðju meistarans Nonna Seðils, eins og hann er nú kallaður. Það er alltaf mikil upplyfting að fá þessa hressu unglinga í heimsókn. Mér segir svo hugur um að bráðlega verðum við þó að heimsækja þau, ef við ætlum eitthvað að ná að hitta þau, því hvorki býður maður nýbakaðri né nánast tilbúinni fjölskyldu í lyftulaust hús (það styttis í það).
Í fyrramálið fljúgum við til Rómar og á flugvellinum þar bíður okkar rúta sem ekur okkur beint á hótelið okkar í Terracina. Mig minnir að hótelið sé nefnt eftir sjávarguðinum Poseidoni sjálfum, enda er bærinn víst annálaður fiskimannabær. Fróð manneskja hefur einnig tjáð mér að þetta sé mjög vinsæll slökunarstaður meðal Ítala. Jamm, ætli þetta séu hvítir Ítalir og eru þeir þá ekki með fjaðrir?
Í fyrramálið fljúgum við til Rómar og á flugvellinum þar bíður okkar rúta sem ekur okkur beint á hótelið okkar í Terracina. Mig minnir að hótelið sé nefnt eftir sjávarguðinum Poseidoni sjálfum, enda er bærinn víst annálaður fiskimannabær. Fróð manneskja hefur einnig tjáð mér að þetta sé mjög vinsæll slökunarstaður meðal Ítala. Jamm, ætli þetta séu hvítir Ítalir og eru þeir þá ekki með fjaðrir?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)