Nóvembermánuður var afskaplega rólegur mánuður sem einkenndist af sundferðum, jóga í stofunni, göngutúrum um Kársnesið og samskiptum fram og til baka við Indland.
Þrátt fyrir að hafa tímann fyrir mér las ég engin reiðarinnar býsn. Ég las þó tvær góðar sem ég hafði mjög gaman af. Önnur var Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku sem tefldi fram dásamlega óþolandi karakterum. Hin var önnur bókin um Eragon, drekariddarann frækna. Ég hvet alla til að demba sér ofan í þá bókaröð því þá hefur maður alltaf eitthvað til að hlakka til þegar maður vaknar, haha.
Af kvikmyndum mánaðarins mæli ég helst með Walk the Line, Mýrinni og Ferðalagi keisaramörgæsarinnar. Reyndar fórum við líka að sjá heimildamyndinna Hoop dreams í Stúdentakjallaranum eitt mánudagskvöldið og höfðum verulega gaman af.
Úr daxins amstri ber hæst að ég spilaði póker í fyrsta skipti á ævinni í nóvembermánuði, heimsótti Listasafn Íslands í fyrsta sinn, fræddist um aktívisma í fyrsta sinn og sótti um visa til Indlands í fyrsta sinn. Það væri kannski rétt að tala um mánuð frumkvæðis að þessu sinni.
fimmtudagur, 30. nóvember 2006
miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Vikan sem leið
Á þeirri viku sem liðið hefur frá síðustu færslu höfum við Baldur gert mest lítið sem telst til tíðinda. Er það kannski saga til næsta bæjar?
Eitt það skemmtilegasta var bíltúrinn sem við fórum í í hávaðaroki laugardagskvöldið síðasta. Við keyrðum út á Gróttu með vasaljós og dönsuðum í takt við norðurljósin. Þá hoppuðum við eins hátt og við gátum í von um að vindurinn myndi hrifsa okkur með sér lengra inn í land, þó ekki inn í varplendið.
Annað skemmtilegt var að ég hélt þriðja erindið um MA ritgerðina mína á mánudaginn var. Hin tvö voru annars vegar upp í Háskóla og hins vegar í Rótarýklúbbi Grafarvogs. Í þetta sinn mætti ég hins vegar á fund JCI Esju og kynnti þeim efni ritgerðarinnar með góðum árangri. Ánægðust var ég með fundargesti sem héldu mér í pontu í dágóðan hálftíma með spurningum sínum, geri aðrir betur.
Að lokum er vert að nefna að við tókum afdrifaríka ákvörðun í vikunni sem leið. Þar sem það gengur hægt fyrir sig að sækja um vinnu í Indlandi nennum við ekki lengur að bíða eftir því að það gangi í geng heldur ákváðum við að sækja bara um ferðamannaáritun og vona að hún dugi til þó við séum í raun að fara til að vinna.
Við lukum við að fylla út umsóknina í dag, fengum ávísun í norskum krónum hjá Fríðu í bankanum, vorum búin að útvega passamyndir og eftir heimsóknir á fjögur pósthús urðum við okkur loksins úti um svarmerki og gátum sent pakkann af stað. Núna er bara að vona að 1) við fáum vegabréfsáritun til Indlands og 2) áritunin berist í hús vel fyrir jól svo við getum vaðið í flæðarmálinu á vesturströnd Indlands um jólin.
Eitt það skemmtilegasta var bíltúrinn sem við fórum í í hávaðaroki laugardagskvöldið síðasta. Við keyrðum út á Gróttu með vasaljós og dönsuðum í takt við norðurljósin. Þá hoppuðum við eins hátt og við gátum í von um að vindurinn myndi hrifsa okkur með sér lengra inn í land, þó ekki inn í varplendið.
Annað skemmtilegt var að ég hélt þriðja erindið um MA ritgerðina mína á mánudaginn var. Hin tvö voru annars vegar upp í Háskóla og hins vegar í Rótarýklúbbi Grafarvogs. Í þetta sinn mætti ég hins vegar á fund JCI Esju og kynnti þeim efni ritgerðarinnar með góðum árangri. Ánægðust var ég með fundargesti sem héldu mér í pontu í dágóðan hálftíma með spurningum sínum, geri aðrir betur.
Að lokum er vert að nefna að við tókum afdrifaríka ákvörðun í vikunni sem leið. Þar sem það gengur hægt fyrir sig að sækja um vinnu í Indlandi nennum við ekki lengur að bíða eftir því að það gangi í geng heldur ákváðum við að sækja bara um ferðamannaáritun og vona að hún dugi til þó við séum í raun að fara til að vinna.
Við lukum við að fylla út umsóknina í dag, fengum ávísun í norskum krónum hjá Fríðu í bankanum, vorum búin að útvega passamyndir og eftir heimsóknir á fjögur pósthús urðum við okkur loksins úti um svarmerki og gátum sent pakkann af stað. Núna er bara að vona að 1) við fáum vegabréfsáritun til Indlands og 2) áritunin berist í hús vel fyrir jól svo við getum vaðið í flæðarmálinu á vesturströnd Indlands um jólin.
fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Viðrar vel til siglinga?
Pabbi bauð okkur skötuhjúum ásamt Andra og Snjólaugu á Ban Thai í gærkvöld. Fyrir mat var hann að segja okkur frá skemmtisiglingunni sem hann er nýkominn úr um Karíbahafi. Það var ágætisundirbúningur að hlusta á hann tala um áfallið við að sjá svona gríðarlega fátækt sem er t.d. í Belize og þeim bæjum Mexíkó sem þau heimsóttu.
Eftir mat úthlutaði hann gjafir eins og jólasveina er háttur. Baldur fékk flotta skyrtu, ég fékk margfaldan jóladisk og saman fengum við síðan minjagrip frá Belize: útskorinn bát með einni ár.
Það væri óskandi að hægt væri að sigla á honum en hann er soldið lítill svo ég er hrædd um að við spörum ekki við okkur flugfargjald til Indlands þótt báturinn sé í höfn. Ég kem ekki einu sinni stóru tá ofan í hann, hvað þá tannburstanum mínum.
Eftir mat úthlutaði hann gjafir eins og jólasveina er háttur. Baldur fékk flotta skyrtu, ég fékk margfaldan jóladisk og saman fengum við síðan minjagrip frá Belize: útskorinn bát með einni ár.
Það væri óskandi að hægt væri að sigla á honum en hann er soldið lítill svo ég er hrædd um að við spörum ekki við okkur flugfargjald til Indlands þótt báturinn sé í höfn. Ég kem ekki einu sinni stóru tá ofan í hann, hvað þá tannburstanum mínum.
sunnudagur, 19. nóvember 2006
Helgarannáll
Ég fór að sjá svo skemmtilega heimildamynd í gær. Ég fékk í tölvupósti boð um að mæta á frumsýningu Sófakynslóðarinnar, heimildamynd um aktívisma á Íslandi. Eftir myndina voru síðan áhugaverðar umræður. Ég er ekki frá því að myndin hafi ýtt heilmikið við manni því hún sýndi manni svart á hvítu hve miklu það getur skipt að miða ekki alltaf að því að gera annað hvort allt eða ekkert heldur meta að verðleikum það að gera eitthvað. Aktívismi er töff.
Þennan sama laugardag kíkti ég með mömmu niður á Skólavörðustíg á gallerírölt. Við litum m.a. við hjá Svetlönu Matusa sem býður upp á flotta leirmuni. Við enduðum túrinn á frosinni tjörninni, hendandi brauðmolum í endurnar, skjálfandi á beinunum. Vorum að því loknu komnar með frosnar tær og urðum að þýða þær inni í Iðu.
Í dag er svo planið á skoða ljósmyndasýninguna Polski hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Svona eins og maður gerir á sunnudögum ;)
Þennan sama laugardag kíkti ég með mömmu niður á Skólavörðustíg á gallerírölt. Við litum m.a. við hjá Svetlönu Matusa sem býður upp á flotta leirmuni. Við enduðum túrinn á frosinni tjörninni, hendandi brauðmolum í endurnar, skjálfandi á beinunum. Vorum að því loknu komnar með frosnar tær og urðum að þýða þær inni í Iðu.
Í dag er svo planið á skoða ljósmyndasýninguna Polski hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Svona eins og maður gerir á sunnudögum ;)
fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Svalir tappar
Í morgun sótti Einar mig og var planið að fara á eitthvert svæði í grennd við Þingvelli. Hafði áðurnefndur Einar í hyggju að veiða sér rjúpu í matinn eða í það minnsta að kanna aðstæður til slíkra framkvæmda.
Alla bílferðina var mikill vindur og hitamælirinn í bílnum sýndi yfirleitt í kringum tíu stiga frost. Þegar við komum að þeim vegspotta sem liggur að heimili herra og frú rjúpu reyndist ófært en bara til að kíkja keyrðum við rólega á móti ófæruskiltinu.
Jú, jú, það var ófært. Yfir veginn þveran lá snjóskafl af stærri gerðinni og að auki harður sem grjót. Það var ekki annað í stöðunni en að snúa við. Eða hvað? Þar sem við vorum vel útbúnir stóðum við í það minnsta upp, þó ekki væri nema bara til að koma blóðinu á hreyfingu.
Það má segja að sú áætlun hafi gengið eftir því við rönkuðum við okkur uppi á einhverjum grjóthól sem sennilega fengið nafnið K3 í Danmörku og Hollandi. Uppi á toppi var fimbulkalt og hvassviðri mikið.
Til þess að ná myndinni að neðan á símann minn fékk ég svo slæmt kal að höndin var tekin af við öxl. Við erum svo fallegir að eftir á að hyggja þótti mér það vel þess virði. Pottur og gufa í Hördígördí lífinu toppuðu svo dæmið.
Alla bílferðina var mikill vindur og hitamælirinn í bílnum sýndi yfirleitt í kringum tíu stiga frost. Þegar við komum að þeim vegspotta sem liggur að heimili herra og frú rjúpu reyndist ófært en bara til að kíkja keyrðum við rólega á móti ófæruskiltinu.
Jú, jú, það var ófært. Yfir veginn þveran lá snjóskafl af stærri gerðinni og að auki harður sem grjót. Það var ekki annað í stöðunni en að snúa við. Eða hvað? Þar sem við vorum vel útbúnir stóðum við í það minnsta upp, þó ekki væri nema bara til að koma blóðinu á hreyfingu.
Það má segja að sú áætlun hafi gengið eftir því við rönkuðum við okkur uppi á einhverjum grjóthól sem sennilega fengið nafnið K3 í Danmörku og Hollandi. Uppi á toppi var fimbulkalt og hvassviðri mikið.
Til þess að ná myndinni að neðan á símann minn fékk ég svo slæmt kal að höndin var tekin af við öxl. Við erum svo fallegir að eftir á að hyggja þótti mér það vel þess virði. Pottur og gufa í Hördígördí lífinu toppuðu svo dæmið.
þriðjudagur, 14. nóvember 2006
Síðasta sprautan
Í morgun lögðum við Ásdís til atlögu við síðustu bólusetningatörnina vegna væntanlegrar Asíureisu. Á heilsugæslustöð Kópavogs fengum við viðtal við bólusetningalækni sem gat gefið okkur mörg og góð ráð um það hvernig ætti að haga sínum málum fyrir, í og eftir reisu af þessu tagi.
Það vildi meira að segja svo heppilega til að hann var nýkominn frá Indlandi sjálfur og tók ég enn meira mark á honum fyrir vikið. Einu komumst við þó að sem ekki var jafnhressandi, við þurfum að fá fleiri bólusetningar. Þetta var semsagt alls ekki síðasta bólusetningartörnin.
Það vildi meira að segja svo heppilega til að hann var nýkominn frá Indlandi sjálfur og tók ég enn meira mark á honum fyrir vikið. Einu komumst við þó að sem ekki var jafnhressandi, við þurfum að fá fleiri bólusetningar. Þetta var semsagt alls ekki síðasta bólusetningartörnin.
sunnudagur, 12. nóvember 2006
Norður- og suðurslóðir á sama degi
Við mamma kíktum á nokkrar sýningar á laugardaginn var, réttara sagt einar fjórar sýningar.
Við byrjuðum menningarheitin með því að kíkja í Gerðuberg á sýninguna Flóðhestar og framakonur þar sem mannfræðingurinn Ólöf Gerður Sigfúsdóttir hafði safnað saman ýmsum minjagripum frá Afríku. Mér fannst hver gripurinn öðrum fallegri en fíladagatalið og Örkin hans Nóa með öllum smáu dýrunum stóðu upp úr.
Frá Afríku héldum við á norðurslóðir í Gerðarsafni. Þar stóðu yfir þrjár mismunandi sýningar á nútímalist frumbyggja Kanada. Á neðri hæðinni voru mergjaðir skúlptúrar ínúíta, margir hverjir sýndu manninn við veiðar og óhjákvæmilega seli og rostunga en einnig sauðnaut sem okkur mömmu þóttu skemmtilega hornótt og loðin.
Á efri hæðinni voru tvær ljósmyndasýningar. Önnur var á verkum Myron Zabol og ber heitið Þjóð hins dansandi himins og samanstendur af myndum af fólki frá Sex-þjóð-friðlandinu. Hin er af nútímalist Carls Beam þar sem hann teflir hefðbundnum táknum indjána gegn hefðbundnum vestrænum táknum.
Af þessum tveimur ólíku álfum, Afríku og Norður Ameríku, væri ég frekar til að kíkja til Afríku. Meira að segja er ég svo til í það að ef ég væri ekki á leið til Indlands væri ég allavega áreiðanlega á leið til Botswana þar sem vinkona mín Precious Ramotswe býr.
Við byrjuðum menningarheitin með því að kíkja í Gerðuberg á sýninguna Flóðhestar og framakonur þar sem mannfræðingurinn Ólöf Gerður Sigfúsdóttir hafði safnað saman ýmsum minjagripum frá Afríku. Mér fannst hver gripurinn öðrum fallegri en fíladagatalið og Örkin hans Nóa með öllum smáu dýrunum stóðu upp úr.
Frá Afríku héldum við á norðurslóðir í Gerðarsafni. Þar stóðu yfir þrjár mismunandi sýningar á nútímalist frumbyggja Kanada. Á neðri hæðinni voru mergjaðir skúlptúrar ínúíta, margir hverjir sýndu manninn við veiðar og óhjákvæmilega seli og rostunga en einnig sauðnaut sem okkur mömmu þóttu skemmtilega hornótt og loðin.
Á efri hæðinni voru tvær ljósmyndasýningar. Önnur var á verkum Myron Zabol og ber heitið Þjóð hins dansandi himins og samanstendur af myndum af fólki frá Sex-þjóð-friðlandinu. Hin er af nútímalist Carls Beam þar sem hann teflir hefðbundnum táknum indjána gegn hefðbundnum vestrænum táknum.
Af þessum tveimur ólíku álfum, Afríku og Norður Ameríku, væri ég frekar til að kíkja til Afríku. Meira að segja er ég svo til í það að ef ég væri ekki á leið til Indlands væri ég allavega áreiðanlega á leið til Botswana þar sem vinkona mín Precious Ramotswe býr.
þriðjudagur, 7. nóvember 2006
Ekki bara óhollt...
Alkunna er að gosdrykkir teljast seint til hollustuvarnings. Sá gosdrykkur sem ruddi brautina fyrir aðra slíka, Coke, er gjarnan tekinn sem dæmi til að sýna hve hratt má eyða tönnum mannfólksins upp til agna.
Langi mann til að geisla af heilsuhreysti og lífsorku er semsé ágæt byrjun að drekka ekki gos, hvað þá Coke. Langi mann í hreinar tennur og hreina samvisku lætur maður gutlið líka eiga sig.
Ef ég tappaði pissi og sykri á flöskur ásamt koffíni gæti ég selt ykkur sambærilegan drykk gegn lægra gjaldi. Súr og seiðandi gæti verið slagorð drykkjarins og enginn þyrfti að vera í vafa um að tilfinningin væri einstök.
Þegar fólk kaupir Coke er það ekki aðeins að skaða sjálft sig heldur bendir allt til að það sé að styðja við bakið á ótíndu glæpahyski. Mig langar að biðja lesendur að gefa sér andartak í að kynna sér málið. Hvernig væri að taka afstöðu áður en næsti skammtur er keyptur og muna að kók er ekki bara kók? Góðar stundir.
Eftirfarandi linkar ættu að hjálpa:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/3096893.stm
http://www.killercoke.org/
http://www.gagnauga.is/greinar.php?grein=67
http://web.amnesty.org/library/index/ENGAMR230262002
Langi mann til að geisla af heilsuhreysti og lífsorku er semsé ágæt byrjun að drekka ekki gos, hvað þá Coke. Langi mann í hreinar tennur og hreina samvisku lætur maður gutlið líka eiga sig.
Ef ég tappaði pissi og sykri á flöskur ásamt koffíni gæti ég selt ykkur sambærilegan drykk gegn lægra gjaldi. Súr og seiðandi gæti verið slagorð drykkjarins og enginn þyrfti að vera í vafa um að tilfinningin væri einstök.
Þegar fólk kaupir Coke er það ekki aðeins að skaða sjálft sig heldur bendir allt til að það sé að styðja við bakið á ótíndu glæpahyski. Mig langar að biðja lesendur að gefa sér andartak í að kynna sér málið. Hvernig væri að taka afstöðu áður en næsti skammtur er keyptur og muna að kók er ekki bara kók? Góðar stundir.
Eftirfarandi linkar ættu að hjálpa:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/3096893.stm
http://www.killercoke.org/
http://www.gagnauga.is/greinar.php?grein=67
http://web.amnesty.org/library/index/ENGAMR230262002
sunnudagur, 5. nóvember 2006
Pollrólegur sunnudagur
Rétt eins og á laugardaginn voru orð þessa sunnudags rólegheit og aftur rólegheit. Við kíktum þó út fyrir hússins dyr, ólíkt gærdeginum sem var dagur bókaormsins.
Á Listasafni Íslands var hægt að frá fría leiðsögn með listfræðingi um sýninguna Málverkið eftir 1980. Þar sem ég hafði ekki heimsótt Listasafn Íslands fyrr var tími til kominn að gera bragarbót á og ekki var verra að sjá hvað listamenn samtíma Íslands eru að föndra við.
Að lokinni kynningu og rölti um Listasafnið gengum við út í kuldann en entumst ekki lengi og leituðum skjóls í Aðalbókasafninu. Þar flettum við í ýmsum bókum fram til lokunar og röltum þá yfir í Iðu til að skoða enn fleiri bækur. Þar skemmti ég mér við að glugga í enska þýðingu á Mýrinni og get fullyrt að hún er ekki síðri á þeirri tungu.
Við lukum þessari bæjarferð með viðkomu á Grænum kosti og Súfistanum í M&M. Á meðan Baldur og PG sökktu sér ofan í bækur um ketti (sem er að verða að einhverjum vana hjá þeim og er sannast sagna farið að valda mér smá hugarangri) las ég fyrstu kaflana af Wuthering Heights í nýrri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Ég varð að sitja á mér að kippa ekki eintaki með mér heim.
Á Listasafni Íslands var hægt að frá fría leiðsögn með listfræðingi um sýninguna Málverkið eftir 1980. Þar sem ég hafði ekki heimsótt Listasafn Íslands fyrr var tími til kominn að gera bragarbót á og ekki var verra að sjá hvað listamenn samtíma Íslands eru að föndra við.
Að lokinni kynningu og rölti um Listasafnið gengum við út í kuldann en entumst ekki lengi og leituðum skjóls í Aðalbókasafninu. Þar flettum við í ýmsum bókum fram til lokunar og röltum þá yfir í Iðu til að skoða enn fleiri bækur. Þar skemmti ég mér við að glugga í enska þýðingu á Mýrinni og get fullyrt að hún er ekki síðri á þeirri tungu.
Við lukum þessari bæjarferð með viðkomu á Grænum kosti og Súfistanum í M&M. Á meðan Baldur og PG sökktu sér ofan í bækur um ketti (sem er að verða að einhverjum vana hjá þeim og er sannast sagna farið að valda mér smá hugarangri) las ég fyrstu kaflana af Wuthering Heights í nýrri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Ég varð að sitja á mér að kippa ekki eintaki með mér heim.
Popp- og pókerkvöld
Við kíktum til Andra og Snjólaugar í gærkveld, bæði til að hitta þau og heilsa upp á gæludýr heimilissins, hana Össu litlu. Sem betur fer fyrir Baldur flögraði hún ekkert um heldur lét sér nægja að sitja á fingri eða öxl.
Þau skötuhjú plötuðu okkur í pókerspil. Ég var eitthvað hikandi í fyrstu enda alltaf hálftreg til að læra ný spil. Eftir nokkra leiki var ég hins vegar komin í góðan gír enda búin að draga fram einhverja veðmálsótemju sem ég vissi ekki að blundaði í mér.
Í stuttu máli sagt æfði ég mig til hins ýtrasta í listinni að blöffa og veðjaði spilapeningum mínum fyrir vikið ansi hratt. Sama gerði Baldur og að endingu neyddumst við til að fá lánaða spilapeninga frá hófsamari gestgjöfum okkar til að geta haldið spilamennskunni áfram.
Niðurstaða kvöldsins var sú að í fyrsta lagi er beginner's luck ekkert annað en míta sem mér tókst að kippa stoðum undan og í annan stað er popp úr potti og sleepy time gott pókersnarl.
Þau skötuhjú plötuðu okkur í pókerspil. Ég var eitthvað hikandi í fyrstu enda alltaf hálftreg til að læra ný spil. Eftir nokkra leiki var ég hins vegar komin í góðan gír enda búin að draga fram einhverja veðmálsótemju sem ég vissi ekki að blundaði í mér.
Í stuttu máli sagt æfði ég mig til hins ýtrasta í listinni að blöffa og veðjaði spilapeningum mínum fyrir vikið ansi hratt. Sama gerði Baldur og að endingu neyddumst við til að fá lánaða spilapeninga frá hófsamari gestgjöfum okkar til að geta haldið spilamennskunni áfram.
Niðurstaða kvöldsins var sú að í fyrsta lagi er beginner's luck ekkert annað en míta sem mér tókst að kippa stoðum undan og í annan stað er popp úr potti og sleepy time gott pókersnarl.
fimmtudagur, 2. nóvember 2006
Morgunkaffi
Í morgun skaust ég til Einars í morgunkaffi. Morgunkaffið teygðist rækilega framyfir hádegið þar sem lítið er um vandræðalegar þagnir þegar við hittumst.
Einu þagnirnar voru þegar við horfðum á heimildarmynd um heimildarmynd, þ.e. heimildarmynd um Pumping Iron. Ákaflega fróðlegt verk sem hjálpar töluvert til við að skilja einstaklingana sem standa bakvið myndina og tíðarandann.
Kaffiboðið var svo toppað með bíltúr út á Álftanes þar sem Einar og fjölskylda standa í stórræðum. Þau eru langt komin með að byggja svakaflott hús þarna útfrá og hlakka ég til að kíkja í morgunkaffi þangað.
Einu þagnirnar voru þegar við horfðum á heimildarmynd um heimildarmynd, þ.e. heimildarmynd um Pumping Iron. Ákaflega fróðlegt verk sem hjálpar töluvert til við að skilja einstaklingana sem standa bakvið myndina og tíðarandann.
Kaffiboðið var svo toppað með bíltúr út á Álftanes þar sem Einar og fjölskylda standa í stórræðum. Þau eru langt komin með að byggja svakaflott hús þarna útfrá og hlakka ég til að kíkja í morgunkaffi þangað.
miðvikudagur, 1. nóvember 2006
Framsagan, safnið og kvöldið
Það gekk líka svona glimrandi vel að halda kynningu á MA ritgerðinni í dag. Auk forvitinna nemenda voru þarna gömlu kennararnir úr mannfræðinni en einnig ættingjar og gamlir fjölskylduvinir. Baldur og PG mættu á svæðið en einnig Atli frændi og Gígja og Ómar og Sólveig, og þótti mér mjög vænt um það.
Að pólskufyrirlestri loknum snaraði ég mér yfir í eitthvað rammíslenskt, nefnilega Þjóðminjasafnið. Það hefur lengi staðið til hjá okkur skötuhjúum að kíkja á safnið eftir opnun og breytingar og loksins vorum við á réttum stað á réttum tíma (það er sko frítt inn á miðvikudögum). Ég varð mjög hrifin af framsetningu safnsins og hafði gaman af að skoða eldgömul eldhúsáhöld og þukla á þungum hringabrynjum.
Í kvöld er svo stefnt á kærustuparastund. Sætasti strákurinn í Kópavogi (og þó víðar væri leitað) ætlar að bjóða mér upp á Devitos pizzu og svo í bíó. Það sem aðeins ein áhugaverð mynd er í kvikmyndahúsum borgarinnar um þessar mundir þarf ég varla að segja ykkur hvað við ætlum að sjá. Mikið hlakka ég til að sjá Mýrina.
Að pólskufyrirlestri loknum snaraði ég mér yfir í eitthvað rammíslenskt, nefnilega Þjóðminjasafnið. Það hefur lengi staðið til hjá okkur skötuhjúum að kíkja á safnið eftir opnun og breytingar og loksins vorum við á réttum stað á réttum tíma (það er sko frítt inn á miðvikudögum). Ég varð mjög hrifin af framsetningu safnsins og hafði gaman af að skoða eldgömul eldhúsáhöld og þukla á þungum hringabrynjum.
Í kvöld er svo stefnt á kærustuparastund. Sætasti strákurinn í Kópavogi (og þó víðar væri leitað) ætlar að bjóða mér upp á Devitos pizzu og svo í bíó. Það sem aðeins ein áhugaverð mynd er í kvikmyndahúsum borgarinnar um þessar mundir þarf ég varla að segja ykkur hvað við ætlum að sjá. Mikið hlakka ég til að sjá Mýrina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)