Við komum snemma í morgun til Kodai Kanal. Við ferðuðumst með næturrútu í semi-sleeper vagni, sem þýðir að maður hefur skemil undir fæturnar og getur hallað sætinu vel aftur. Það er þó ekki það sama og að geta lagst flatur, það er alveg víst. Þar að auki er vegurinn frá Pondicherry hingað ansi holóttur á köflum svo svefninn var oft rofinn þegar maður hentist upp úr sætinu.
Kodai Kanal er svokölluð hill station, er í 2000 metra hæð og er hluti af Western Ghats, en þau eru einmitt næst hæstu fjöll Indlands á eftir Himalaya fjallagarðinum. Kodai Kanal er á Palani hryggnum og hefur yfir að skarta mikilli náttúrufegurð og ríkulegu dýraríki. Þegar rútan fikraði sig upp fjallshryggina var útsýnið alveg dásamlegt: Skógi vaxnar hæðir svo langt sem augað eygir, grænar í návígi en blágráar í fjarska. Trén eru há og grönn með mikilli trjákrónu, þau líkjast helst tannstönglum með grænum bómullarhnoðum áfestum.
Við fundum ódýrt herbergi þrátt fyrir að allt gistipláss bæjarins væri uppbókað. Það kom nefnilega í ljós að nú er fjögurra daga frí í Tamil Nadu svo allir miðstéttar Tamílar héldu til fjalla til að sleppa undan hitanum á sléttunum. Loftið hér er mun þynnra og léttara og ég sakna ekki rakans. Aðalsportið hér er að trekka um skóga og fjöll og svo er stöðuvatn í hjarta bæjarins sem gaman er að rölta hringinn um. Við ætlum að gefa þessu nokkra daga.
laugardagur, 31. mars 2007
föstudagur, 30. mars 2007
Haldið frá Auroville
Við höldum nú frá Auroville eftir þriggja vikna dvöl. Upphaflega var planið að vera aðeins fjóra daga en Guði sé lof fyrir sveigjanleikann í plönum okkar, hann gerði okkur kleift að lengja dvölina svona mikið. Okkur hefur liðið eins og blóma í eggi og við kveðjum staðinn með miklum trega.
Við förum þó ekki tómhent frá Auroville. Við eignuðumst yndislega vini í Ingibjörgu og Víði, uppgötvuðum nýtt áhugamál hvað mótorhjólið snertir, erum núna afskaplega spennt fyrir frekari yoga ástundun, sér í lagi astanga yoga, og höfum fengið endalausar spennandi hugmyndir fyrir framtíðina. Annað sem við höfum með í farteskinu frá Auroville, en er erfitt að ferðast með, sendum við heim fyrr í dag frá Pondy: arkitekúrsbókin góða, fimm smámyndir eftir teiknarann Vahula og ógrynnin öll af bókum.
Þrátt fyrir að hafa eytt þremur vikum í Auroville náðum við aldrei að kíkja á Siddhartha Farm og Buddha Garden en þar er hægt að stunda garðyrkjusjálfboðastörf í lífrænni ræktun á morgnana. Þá eigum við enn eftir að kíkja á Pony Farm og lífræna veitingastaðinn í Solitude, fara aftur í Watsu og fleiri astanga yoga tíma auk allra hinna vinnubúðanna sem eru hér í boði. Mér sýnist vera feikinægur grundvöllur fyrir annarri heimsókn.
Myndir frá Auroville dvölinni eru komnar á netið: Hér!
Við förum þó ekki tómhent frá Auroville. Við eignuðumst yndislega vini í Ingibjörgu og Víði, uppgötvuðum nýtt áhugamál hvað mótorhjólið snertir, erum núna afskaplega spennt fyrir frekari yoga ástundun, sér í lagi astanga yoga, og höfum fengið endalausar spennandi hugmyndir fyrir framtíðina. Annað sem við höfum með í farteskinu frá Auroville, en er erfitt að ferðast með, sendum við heim fyrr í dag frá Pondy: arkitekúrsbókin góða, fimm smámyndir eftir teiknarann Vahula og ógrynnin öll af bókum.
Þrátt fyrir að hafa eytt þremur vikum í Auroville náðum við aldrei að kíkja á Siddhartha Farm og Buddha Garden en þar er hægt að stunda garðyrkjusjálfboðastörf í lífrænni ræktun á morgnana. Þá eigum við enn eftir að kíkja á Pony Farm og lífræna veitingastaðinn í Solitude, fara aftur í Watsu og fleiri astanga yoga tíma auk allra hinna vinnubúðanna sem eru hér í boði. Mér sýnist vera feikinægur grundvöllur fyrir annarri heimsókn.
Myndir frá Auroville dvölinni eru komnar á netið: Hér!
fimmtudagur, 29. mars 2007
Verslunarferð til Pondy
Í gær fórum við ásamt Víði og Ingibjörgu til Pondicherry með búðaráp í huga. Svo heppilega vill til að öll erum við bókaormar og því lá beint við að byrja í bókabúð. Búðin sem við fórum í var ekki mjög stór en þar kenndi ýmissa grasa og auðvitað féllum við nokkuð rækilega í freistni, eins og lög gera ráð fyrir.
Ásdís keypti: Balzac and the Little Chinese seamstress eftir Dai Sijie, Blue Shoes and Happiness eftir Alexander McCall Smith, Tuesdays With Morrie og The Five People You Meet in Heaven eftir Mitch Albom, The Village By the Sea eftir Anita Desai, The Power of Positive Thinking og The Power of Positive Living eftir Norman Vincent Peale.
Ég keypti: Freakonomics eftir Steven D. Levitt, Atlas Shrugged eftir Ayn Rand, Seven Spiritual Laws of Success eftir Deepak Chopra, How to Raise Your Own Salary eftir Napoleon Hill, How to Think Like Leonardo DaVinci eftir Michael J. Gelb. Ég elska bókabúðir!
Leið okkar lá svo í gegnum líflegt mannhafið inn í indverska fataverslun þar sem við blöstu litríkir efnisstrangar í metravís, ætlaðir til sarígerðar, og föt í bæði indverskum og vestrænum stíl. Eitthvað lítilræði slæddist í poka þar en í heldur hóflegra magni. Kvöldið var svo kórónað með skemmtilegri stund og frönskum kræsingum á Satsanga.
Ásdís keypti: Balzac and the Little Chinese seamstress eftir Dai Sijie, Blue Shoes and Happiness eftir Alexander McCall Smith, Tuesdays With Morrie og The Five People You Meet in Heaven eftir Mitch Albom, The Village By the Sea eftir Anita Desai, The Power of Positive Thinking og The Power of Positive Living eftir Norman Vincent Peale.
Ég keypti: Freakonomics eftir Steven D. Levitt, Atlas Shrugged eftir Ayn Rand, Seven Spiritual Laws of Success eftir Deepak Chopra, How to Raise Your Own Salary eftir Napoleon Hill, How to Think Like Leonardo DaVinci eftir Michael J. Gelb. Ég elska bókabúðir!
Leið okkar lá svo í gegnum líflegt mannhafið inn í indverska fataverslun þar sem við blöstu litríkir efnisstrangar í metravís, ætlaðir til sarígerðar, og föt í bæði indverskum og vestrænum stíl. Eitthvað lítilræði slæddist í poka þar en í heldur hóflegra magni. Kvöldið var svo kórónað með skemmtilegri stund og frönskum kræsingum á Satsanga.
miðvikudagur, 28. mars 2007
MM og ómkórinn
Miðja og sál Auroville er gullkúla sem kallast Matri Mandir (MM). Um er að ræða hugleiðslukúlu sem ætluð er til hugleiðslu, íhugunar og einbeitingar. Um daginn fórum við í fyrstu heimsókn að MM og fengum þá aðeins að skoða það utanfrá og ganga um nærliggjandi grundir. Í dag fórum við síðan í sýnisferð inn í MM og inn í sjálfa hugleiðsluhvelfinguna (inner chamber).
Það er óhætt að segja að það sé geggjað umhorfs þar inni. Loftið er svalt og dimmt, á gólfum erum ljós teppi og stórum setpullum er raðað í hring kringum risastóra glerkúlu. Ofan úr loftinu skín síðan samþjappað sólarljós ofan á og í gegnum kúluna og í myrkrinu líkist það helst því sem maður sér í geimverumyndum þegar dyr geimskipsins opnast og geislinn ógurlegi tekur að bíma fólk upp til sín.
Hluti af heimsókninni í MM er 15 mínútna hugleiðsla inn í hvelfingunni. Eins og áður segir eru hvít teppi á gólfi og er það vel því þarna ómar allt svo afskaplega. Ef fólk þarf að ræskja sig endurkastast lætin milli súlna og veggja og allir verða vandræðalegir. Svo má ekki gleyma að minnast á að allir gestir verða að klæða sig í hvíta sokka áður en þeir ganga inn í MM til að skíta ekki út hvítan marmarann, harhar.
Eftir þessa hugleiðsluheimsókn var viðeigandi að næsta stopp væri við friðarborðið. Þaðan héldum við síðan í samfloti við Ingibjörgu og Víði í svokallaðan ómkór, kór þar sem fólk ómar saman. Fyrst voru gerðar nokkrar raddæfingar sem ég hafði gaman af og síðan tók við ómið sjálft og var ómað restina af æfingunni.
Það er mergjað að finna hvernig röddin getur fengið allt innra með manni til að víbra. Það var líka alveg mergjað að sitja með lokuð augun í dvínandi dagsbirtunni og opna þau síðan í næturmyrkri og skímu frá tendruðu kerti.
Það er óhætt að segja að það sé geggjað umhorfs þar inni. Loftið er svalt og dimmt, á gólfum erum ljós teppi og stórum setpullum er raðað í hring kringum risastóra glerkúlu. Ofan úr loftinu skín síðan samþjappað sólarljós ofan á og í gegnum kúluna og í myrkrinu líkist það helst því sem maður sér í geimverumyndum þegar dyr geimskipsins opnast og geislinn ógurlegi tekur að bíma fólk upp til sín.
Hluti af heimsókninni í MM er 15 mínútna hugleiðsla inn í hvelfingunni. Eins og áður segir eru hvít teppi á gólfi og er það vel því þarna ómar allt svo afskaplega. Ef fólk þarf að ræskja sig endurkastast lætin milli súlna og veggja og allir verða vandræðalegir. Svo má ekki gleyma að minnast á að allir gestir verða að klæða sig í hvíta sokka áður en þeir ganga inn í MM til að skíta ekki út hvítan marmarann, harhar.
Eftir þessa hugleiðsluheimsókn var viðeigandi að næsta stopp væri við friðarborðið. Þaðan héldum við síðan í samfloti við Ingibjörgu og Víði í svokallaðan ómkór, kór þar sem fólk ómar saman. Fyrst voru gerðar nokkrar raddæfingar sem ég hafði gaman af og síðan tók við ómið sjálft og var ómað restina af æfingunni.
Það er mergjað að finna hvernig röddin getur fengið allt innra með manni til að víbra. Það var líka alveg mergjað að sitja með lokuð augun í dvínandi dagsbirtunni og opna þau síðan í næturmyrkri og skímu frá tendruðu kerti.
þriðjudagur, 27. mars 2007
Dekurdagar
Maður er alltaf að læra betur og betur hvað Auroville hefur upp á að bjóða. Í þetta sinn höfum við uppgötvað Quiet Healing Center, þar sem boðið er upp á ýmiss konar heilun, nudd og slökun.
Watsu prófuðum við fyrst og kolféllum fyrir. Watsu er nokkurs konar vatnsslökun og nudd sem fer að öllu leyti fram ofan í sundlaug. Watsusérfræðingurinn dregur mann um í vatninu, fettir og brettir en lætur vatnið algerlega um nuddið. Ferlið tekur um 90 mínútur en okkur fannst báðum að þær liðu allt of hratt.
Soundbed (hljóðrúmið) var næst á dagskrá okkar en þar liggur maður á trébekk sem er í raun harpa. Þarna liggur maður svo í klukkutíma og nýtur þess að komast í djúpslökun með hjálp þægilegs titrings (good vibrations) frá hljóðfærinu.
Síðasta dekrið fór ég einn í, nudd. Það voru 90 mínútur af dekri og pyntingum í bland. Upphitunin var verst því þá togaði gaurinn svo í hárin á löppunum á mér að ég er enn að jafna mig. Nuddarinn náði ansi djúpt í marga vöðvana og náði ég að sofna undir lokin. Þótti þetta samt síðsti dekurliðurinn.
Af þessum þremur dekrum sem við prófuðum fær Watsu meðferðin toppeinkunn. Skemmtilegt er frá því að segja að sumarið 2002 í barnalauginni í Laugardal höfðum við Ásdís fundið upp ákveðna slökunaraðferð sem líkist einföldu Watsui svo við höfum í raun leitað í þetta lengi.
Watsu prófuðum við fyrst og kolféllum fyrir. Watsu er nokkurs konar vatnsslökun og nudd sem fer að öllu leyti fram ofan í sundlaug. Watsusérfræðingurinn dregur mann um í vatninu, fettir og brettir en lætur vatnið algerlega um nuddið. Ferlið tekur um 90 mínútur en okkur fannst báðum að þær liðu allt of hratt.
Soundbed (hljóðrúmið) var næst á dagskrá okkar en þar liggur maður á trébekk sem er í raun harpa. Þarna liggur maður svo í klukkutíma og nýtur þess að komast í djúpslökun með hjálp þægilegs titrings (good vibrations) frá hljóðfærinu.
Síðasta dekrið fór ég einn í, nudd. Það voru 90 mínútur af dekri og pyntingum í bland. Upphitunin var verst því þá togaði gaurinn svo í hárin á löppunum á mér að ég er enn að jafna mig. Nuddarinn náði ansi djúpt í marga vöðvana og náði ég að sofna undir lokin. Þótti þetta samt síðsti dekurliðurinn.
Af þessum þremur dekrum sem við prófuðum fær Watsu meðferðin toppeinkunn. Skemmtilegt er frá því að segja að sumarið 2002 í barnalauginni í Laugardal höfðum við Ásdís fundið upp ákveðna slökunaraðferð sem líkist einföldu Watsui svo við höfum í raun leitað í þetta lengi.
mánudagur, 26. mars 2007
Áhrif yoga
Við sóttum okkar fyrsta astanga yoga tíma í dag og heilluðumst alveg af æfingakerfi þeirra. Gúrúinn Ingibjörg var búin að hvetja okkur alla vikuna á undan að mæta í einn tíma en á sama tíma var Víðir að hræða okkur með sögum um hve erfiðir tímarnir væru.
Í þessum fyrsta tíma lærðum við sex fyrstu stöðurnar í fyrstu seríunni: sólarhyllingu A og B og fjórar aðrar sem ég kann ekki að nefna að svo stöddu. Undir lok tímans lét kennarinn, Móníka, okkur fara í lótusinn. Mér hefur alltaf tekist að komast í lótusinn en átt í miklum vandræðum með að halda honum. Í þetta sinn náði ég hins vegar að yfisstíga þennan andartaks sársauka sem fylgir stöðunni og hefði getað setið allan dag í lótusnum. Það var mögnuð upplifun.
Áhrif yoga tímans létu ekki á sér standa. Ég varð miklu skarpari og fannst sem tíminn hefði kippt mér inn á beinu brautina aftur. Ég hef verið slök í vatnsdrykkjunni undanfarna daga og fundið til kraftleysis fyrir vikið. Eftir tímann fór ég hins vegar í langa og góða sturtu þar sem ég lét vatnið heila mig, drakk síðan grænt te á veröndinni og súpti á vatnsglasinu reglulega.
Dagsfastan varð líka auðveldari og skemmtilegri eftir yoga tímann. Við rufum hana síðan með einu besta papaya sem sögur fara af og tveimur gómsætum bönunum. Við prófuðum líka ávöxtinn chickoo sem er algjört sælgæti. Hann er dísætur og hvað bragð og áferð snertir minnir hann einna helst á marsípan.
Í þessum fyrsta tíma lærðum við sex fyrstu stöðurnar í fyrstu seríunni: sólarhyllingu A og B og fjórar aðrar sem ég kann ekki að nefna að svo stöddu. Undir lok tímans lét kennarinn, Móníka, okkur fara í lótusinn. Mér hefur alltaf tekist að komast í lótusinn en átt í miklum vandræðum með að halda honum. Í þetta sinn náði ég hins vegar að yfisstíga þennan andartaks sársauka sem fylgir stöðunni og hefði getað setið allan dag í lótusnum. Það var mögnuð upplifun.
Áhrif yoga tímans létu ekki á sér standa. Ég varð miklu skarpari og fannst sem tíminn hefði kippt mér inn á beinu brautina aftur. Ég hef verið slök í vatnsdrykkjunni undanfarna daga og fundið til kraftleysis fyrir vikið. Eftir tímann fór ég hins vegar í langa og góða sturtu þar sem ég lét vatnið heila mig, drakk síðan grænt te á veröndinni og súpti á vatnsglasinu reglulega.
Dagsfastan varð líka auðveldari og skemmtilegri eftir yoga tímann. Við rufum hana síðan með einu besta papaya sem sögur fara af og tveimur gómsætum bönunum. Við prófuðum líka ávöxtinn chickoo sem er algjört sælgæti. Hann er dísætur og hvað bragð og áferð snertir minnir hann einna helst á marsípan.
Helgarvellystingar
Við eyddum helginni í miklum vellystingum. Á laugardeginum átum við okkur til óbóta af fína bakkelsinu úr Farm Fresh bakaríinu. Þar smökkuðum við súkkulaði tröfflur, valhnetuböku, sítrónuköku, choco delight, choco chips & nuts cake, choconut cake, temptation, orange pekin og choco coffee.
Þegar Ingbjörg og Víðir báðu okkur um að koma með eitthvað úr bakaríinu fyrir sig, eitthvað surprise, ákváðum við að fylla heilt box af góðgæti og láta magnið vera það sem kom á óvart. Það tókst :0)
Báða daga helgarinnar borðuðum við í Pondicherry. Á laugardeginum var varla fært um götur bæjarins fyrir upplýstum brúðkaupsvögnum. Brúðurin situr þá í hásæti ofan á blómum prýddum og ljósskreyttum palli sem síðan er dreginn um allan bæinn.
Í dag fórum við að eftirmiðdeginum til til Pondy og upplifðum þá sunnudagsrölt meðfram strandgötunni: keyptum vel kryddað poppkorn í kramarhúsi, horfðum á indverskan dans á götum úti og skoðuðum á mörkuðum. Borðuðum síðan á fínasta veitingasstað bæjarins, La Promenade, sem bíður upp á fátæklegan matseðil og óspennandi grænmetisrétti.
Bæði kvöldin spiluðum við líka Sequence eins og lög gera ráð fyrir, og ummæli Víðis: Þetta er bjútífúl, sem féllu þegar hann hélt að Baldur myndi nota tíguldrottningu til að tryggja þeim tveimur sigur, eiga um ókomna tíð eftir að fá okkur Baldur til að væla af hlátri.
Þegar Ingbjörg og Víðir báðu okkur um að koma með eitthvað úr bakaríinu fyrir sig, eitthvað surprise, ákváðum við að fylla heilt box af góðgæti og láta magnið vera það sem kom á óvart. Það tókst :0)
Báða daga helgarinnar borðuðum við í Pondicherry. Á laugardeginum var varla fært um götur bæjarins fyrir upplýstum brúðkaupsvögnum. Brúðurin situr þá í hásæti ofan á blómum prýddum og ljósskreyttum palli sem síðan er dreginn um allan bæinn.
Í dag fórum við að eftirmiðdeginum til til Pondy og upplifðum þá sunnudagsrölt meðfram strandgötunni: keyptum vel kryddað poppkorn í kramarhúsi, horfðum á indverskan dans á götum úti og skoðuðum á mörkuðum. Borðuðum síðan á fínasta veitingasstað bæjarins, La Promenade, sem bíður upp á fátæklegan matseðil og óspennandi grænmetisrétti.
Bæði kvöldin spiluðum við líka Sequence eins og lög gera ráð fyrir, og ummæli Víðis: Þetta er bjútífúl, sem féllu þegar hann hélt að Baldur myndi nota tíguldrottningu til að tryggja þeim tveimur sigur, eiga um ókomna tíð eftir að fá okkur Baldur til að væla af hlátri.
laugardagur, 24. mars 2007
Kóngulóaeggin
Að undaförnu höfum við fylgst með lífi tveggja kóngulóa sem bjuggu í stofugluggatjöldunum. Þær höfðu sveipað um sig þéttum hvítum vef sem líktist frekar tjaldi en kóngulóarvef. Margar kenningar höfum við haft um tilgang þessara framkvæmda en lítið vissum við.
Það var ekki fyrr en í kvöld að við sáum að þetta voru hreiður og að mömmukóngulærnar voru lítið annað en hulsur utan um egg. Sum eggin voru búin að klekjast út og litlir gegnsæjir kóngulóarungar skriðu um allt.
Ungarnir nærast á móðurinni eins og tíðkast hjá spendýrum en á ólíkt miskunnarlausari máta, þeir éta hana innanfrá. Þar sem ég vildi ekki fylla húsið af kóngulóm og ungafylltum hreiðrum þeirra drap ég allt gengið og henti því í ruslið. Hver er þá miskunnarlaus?
Það var ekki fyrr en í kvöld að við sáum að þetta voru hreiður og að mömmukóngulærnar voru lítið annað en hulsur utan um egg. Sum eggin voru búin að klekjast út og litlir gegnsæjir kóngulóarungar skriðu um allt.
Ungarnir nærast á móðurinni eins og tíðkast hjá spendýrum en á ólíkt miskunnarlausari máta, þeir éta hana innanfrá. Þar sem ég vildi ekki fylla húsið af kóngulóm og ungafylltum hreiðrum þeirra drap ég allt gengið og henti því í ruslið. Hver er þá miskunnarlaus?
Leyndarmálið
Í kvöld fórum við í bíó og sáum myndina The Secret. Að mínu mati er á ferðinni sérdeilis brýn umræða, svolítið í anda What the #$*! Do We (K)now!? en alls ekki það sama.
Myndin er semsagt heimildarmynd, byggð á viðtölum og stuttum leiknum atriðum. Þar sem ég er lítið fyrir að heyra skoðanir annarra á hverju smáatriði kvíkmynda hlífi lesendum við því en hvet alla til að kíkja á þessar myndir.
Myndin er semsagt heimildarmynd, byggð á viðtölum og stuttum leiknum atriðum. Þar sem ég er lítið fyrir að heyra skoðanir annarra á hverju smáatriði kvíkmynda hlífi lesendum við því en hvet alla til að kíkja á þessar myndir.
fimmtudagur, 22. mars 2007
Ströndin og pastakvöldverður
Við kíktum á strandkaffihúsið Repos í morgun þar sem við höfðum mælt okkur mót við Ingibjörgu og Víði. Við enduðum á því að eyða lunganum úr deginum þar enda jafnast ekkert á við að sitja í hafblæstrinum undir sólhlíf í góðum félagsskap. Svo skemmir ekki að staðurinn bíður upp á góða, ferskpressaða safa sem við prufuðum að sjálfsögðu.
Við kíktum líka á ströndina þegar við vorum komin með nægju okkar af setu á kaffihúsinu. Rétt eins og í Goa flykktust skartgripasalar að okkur úr öllum áttum. Það óvanalega var að þeir báðu um að fá myndir af sér með okkur, kannski héldu þeir að við yrðum mýkri á manninn eftir að hafa brosað saman í linsuna.
Ströndin er sérkennileg að því leyti að hún dýpkar mjög hratt að flæðarmálinu, þetta er hálfgerð brekka ofan í flæðarmálið, en síðan dýpkar hún ekkert meir. Við sáum glitta í fólk sem var komið 100 metra út og enn var sjórinn í mittishæð. Ég hef reyndar ekki persónulega reynslu af þessu enda kærði ég mig ekkert um að fara út í frekar en fyrridaginn.
Um kvöldið efndum við skötuhjú aftur til veislu. Þar sem kjörbúðin bíður ekki upp á fjölbreyttan, heimatilbúinn mat var svipað í boði og síðast: pasta, tómatsósa og túnfiskur en í þetta sinn splæstum við í appelsínu-gulrótarsafa og lögðum fínt á borð.
Við kíktum líka á ströndina þegar við vorum komin með nægju okkar af setu á kaffihúsinu. Rétt eins og í Goa flykktust skartgripasalar að okkur úr öllum áttum. Það óvanalega var að þeir báðu um að fá myndir af sér með okkur, kannski héldu þeir að við yrðum mýkri á manninn eftir að hafa brosað saman í linsuna.
Ströndin er sérkennileg að því leyti að hún dýpkar mjög hratt að flæðarmálinu, þetta er hálfgerð brekka ofan í flæðarmálið, en síðan dýpkar hún ekkert meir. Við sáum glitta í fólk sem var komið 100 metra út og enn var sjórinn í mittishæð. Ég hef reyndar ekki persónulega reynslu af þessu enda kærði ég mig ekkert um að fara út í frekar en fyrridaginn.
Um kvöldið efndum við skötuhjú aftur til veislu. Þar sem kjörbúðin bíður ekki upp á fjölbreyttan, heimatilbúinn mat var svipað í boði og síðast: pasta, tómatsósa og túnfiskur en í þetta sinn splæstum við í appelsínu-gulrótarsafa og lögðum fínt á borð.
Sæta gjöfin
Í dag hringdu vinir okkar, Ingibjörg og Víðir, í okkur og spurðu hverjir uppáhaldslitirnir okkar væru, þau þyrftu þessar upplýsingar af því að þau langaði til að æfa sig eitthvað í litaþerapíu. Minn litur var grænn eða vínrauður, Ásdísar bleikur (enginn vafi þar).
Um eftirmiðdaginn kíktum við til litaþerapistana og byrjaði fljótlega eitthvað grunsamlegt laumupúkaspil með tilheyrandi hvísli (hvískurpískurtsktsk). Eftir smástund réttu þau okkur fallegan pakka sem innhélt tvennar thai-buxur, grænar og bleikar! Gjöfinni fylgdi að auki greinagott og gagnlegt námskeið í Thaibuxnabindingum.
Nokkrum dögum áður höfðu þau skötuhjú útskýrt fyrir okkur hvað thai-buxur væru og að sama skapi hvatt okkur til að fá okkur slíkar. Ekki höfðum við látið af því verða og lét Víðir, sem alltaf er í svona buxum, þau orð falla að hann gæti ekki horft upp á okkur kveljast lengur. Nú skil ég vel hvað hann átti við því þetta eru ekkert smá þægilegar flíkur! Síðan trítluðum við fjögur á veitingastaðinn Le Rendezvous í Pondy í bleik-, græn-, svart- og drapplituðum thai-buxum.
Um eftirmiðdaginn kíktum við til litaþerapistana og byrjaði fljótlega eitthvað grunsamlegt laumupúkaspil með tilheyrandi hvísli (hvískurpískurtsktsk). Eftir smástund réttu þau okkur fallegan pakka sem innhélt tvennar thai-buxur, grænar og bleikar! Gjöfinni fylgdi að auki greinagott og gagnlegt námskeið í Thaibuxnabindingum.
Nokkrum dögum áður höfðu þau skötuhjú útskýrt fyrir okkur hvað thai-buxur væru og að sama skapi hvatt okkur til að fá okkur slíkar. Ekki höfðum við látið af því verða og lét Víðir, sem alltaf er í svona buxum, þau orð falla að hann gæti ekki horft upp á okkur kveljast lengur. Nú skil ég vel hvað hann átti við því þetta eru ekkert smá þægilegar flíkur! Síðan trítluðum við fjögur á veitingastaðinn Le Rendezvous í Pondy í bleik-, græn-, svart- og drapplituðum thai-buxum.
miðvikudagur, 21. mars 2007
Auro arkitek-túr
Við keyptum í gær skemmtilega bók um arkitektúr í Auroville. Hér eru mörg mjög svo flippuð híbýli enda sækja hingað margir arkitektar sem hafa látið heillast af þessu opna og skapandi samfélagi. Þar sem við vorum forvitin að berja sum þessara húsa augum fórum við í dag í svokallaðan arkitek-túr um Auroville.
Það eru ekki bara húsin sem eru öðruvísi og skemmtileg, hverfin í Auroville heita flest furðulegum og frumlegum nöfnum. Kannski að einhverjum finnist það tjull og pjátur, mér finnst það gefa lífinu lit. Hver myndi ekki vilja búa í hverfinu Aspiration eða New Creation? Silence og Discipline höfða örugglega til einhverja, Existence og Sincerity til annarra. Sjálf búum við á stað sem kallast Isaiambalam – hvað sem það er þá er mjög gaman að ná tökum á framburðinum.
Við byrjuðum á því að rúnta að ALL (Auroville Language Laboratory) sem er rúnuð bygging og minnir helst á litlu sveppahús Strumpanna. Því næst lá leið okkar til Auromodèle þar sem Ingibjörg og Víðir bættust í hópinn. Saman rúntuðum við um vegi hverfisins og stöldruðum víða við til að taka myndir og virða fyrir okkur arkitektúr, náttúruna.
Við skoðuðum líka Aspiration hverfið. Í öðrum hluta þess er iðnaðarhverfi og þar hvatti Baldur mig til að prófa mótorhjólið. Ég læt það fylgja sögunni að það gekk nánast áfallalaust fyrir sig, helst átti ég í vandræðum með að taka af stað og stöðva (algjörlega minniháttar vandamál). Í hinum hluta Aspiration er að finna elstu mannabústaði Auroville (hús frá 1967 og upp úr). Þar sáum við sérkennileg hús með hálmþökum. Þar var líka laufum þakinn leikvöllur og aðstaða til upphífinga sem Baldur nýtti sér óspart.
Við kíktum að lokum í New Creation og gengum aðeins um með myndavélina. New Creation er menningarhverfi Auroville og þar eru margir skemmtilega hannaðir skólar. Við rákumst á sæta krakka í lúsaleit upp við einn skólavegginn. Þar spurði einn okkur hvort við töluðum frönsku. Tu parle française? spurði ég gáttuð og gutti svaraði játandi. Ég sagðist tala smá, petit peu.
Í lok dags bauð Baldur okkur í trópíkal kombó sem var mjög gott. Túnfiskurinn með banönum og ananas var borinn fram með soðnu skrúfupasta og tómatsósu (þó ekki ketsjöp). Í forrétt var papaya með límónusafa og í eftirrétt var brownie og mjólkurglas. Í bland við það var skemmtilegt spjall og góð tónlist. Þau voru hrifin af litlu íbúðinni okkar sem gerði okkur enn ánægðri með hana, svona er þetta alltaf :0)
Það eru ekki bara húsin sem eru öðruvísi og skemmtileg, hverfin í Auroville heita flest furðulegum og frumlegum nöfnum. Kannski að einhverjum finnist það tjull og pjátur, mér finnst það gefa lífinu lit. Hver myndi ekki vilja búa í hverfinu Aspiration eða New Creation? Silence og Discipline höfða örugglega til einhverja, Existence og Sincerity til annarra. Sjálf búum við á stað sem kallast Isaiambalam – hvað sem það er þá er mjög gaman að ná tökum á framburðinum.
Við byrjuðum á því að rúnta að ALL (Auroville Language Laboratory) sem er rúnuð bygging og minnir helst á litlu sveppahús Strumpanna. Því næst lá leið okkar til Auromodèle þar sem Ingibjörg og Víðir bættust í hópinn. Saman rúntuðum við um vegi hverfisins og stöldruðum víða við til að taka myndir og virða fyrir okkur arkitektúr, náttúruna.
Við skoðuðum líka Aspiration hverfið. Í öðrum hluta þess er iðnaðarhverfi og þar hvatti Baldur mig til að prófa mótorhjólið. Ég læt það fylgja sögunni að það gekk nánast áfallalaust fyrir sig, helst átti ég í vandræðum með að taka af stað og stöðva (algjörlega minniháttar vandamál). Í hinum hluta Aspiration er að finna elstu mannabústaði Auroville (hús frá 1967 og upp úr). Þar sáum við sérkennileg hús með hálmþökum. Þar var líka laufum þakinn leikvöllur og aðstaða til upphífinga sem Baldur nýtti sér óspart.
Við kíktum að lokum í New Creation og gengum aðeins um með myndavélina. New Creation er menningarhverfi Auroville og þar eru margir skemmtilega hannaðir skólar. Við rákumst á sæta krakka í lúsaleit upp við einn skólavegginn. Þar spurði einn okkur hvort við töluðum frönsku. Tu parle française? spurði ég gáttuð og gutti svaraði játandi. Ég sagðist tala smá, petit peu.
Í lok dags bauð Baldur okkur í trópíkal kombó sem var mjög gott. Túnfiskurinn með banönum og ananas var borinn fram með soðnu skrúfupasta og tómatsósu (þó ekki ketsjöp). Í forrétt var papaya með límónusafa og í eftirrétt var brownie og mjólkurglas. Í bland við það var skemmtilegt spjall og góð tónlist. Þau voru hrifin af litlu íbúðinni okkar sem gerði okkur enn ánægðri með hana, svona er þetta alltaf :0)
mánudagur, 19. mars 2007
Capoeira á þaki
Fyrir viku síðan ætlaði ég á capoeira morgunæfingu ásamt félaga mínum Marloni. Ekki gekk sú tilraun betur en svo að það endaði með löngum æfingamótorhjólatúr um Auroville og nærsveitir. Engin æfing þann daginn.
Í morgun tókst okkur Marloni að mæta á morgunæfingu í þessari áhugaverðu bardagalist. Æfingin var haldin á húsþaki í nærliggjandi þorpi, skemmtileg æfingaaðstaða, og var samankominn lítill en áhugasamur hópur iðkenda (klukkan ekki einusinni orðin hálfsjö).
Sá stíll sem iðkaður er á morgunæfingunum er kenndur við Angóla og er fremur afslappaður, líkist frekar nútímadansverki en bardagalist. Notalegt að dansa svona sparkdansa meðan sólin vaknar í rólegheitunum.
Í morgun tókst okkur Marloni að mæta á morgunæfingu í þessari áhugaverðu bardagalist. Æfingin var haldin á húsþaki í nærliggjandi þorpi, skemmtileg æfingaaðstaða, og var samankominn lítill en áhugasamur hópur iðkenda (klukkan ekki einusinni orðin hálfsjö).
Sá stíll sem iðkaður er á morgunæfingunum er kenndur við Angóla og er fremur afslappaður, líkist frekar nútímadansverki en bardagalist. Notalegt að dansa svona sparkdansa meðan sólin vaknar í rólegheitunum.
sunnudagur, 18. mars 2007
Trópíkal kombó
Alltaf hef ég gaman af því að gera tilraunir í eldhúsinu og þar sem ég uppgötvað um daginn svakalega girnilegar túnfisksneiðar í glerkrukkum fékk ég tækifæri til að tilraunast smá.
Tilraunin samanstóð af túnfiski, eggjum, haframjöli, lauk, vorlauk, banana og vitanlega vænni gusu af karrídufti. Ég byrjaði á því að steikja laukinn og þegar hann var orðinn nokkuð mjúkur henti ég fiski og vorlauk út á ásamt slatta af bananasneiðum og karrígusunni góðu.
Þvínæst hrærði ég saman eggjum og haframjöli í skál og skvetti yfir allt heila gilimóið, lét þetta svo malla saman í undurljúffengan magaglaðning. Góðum rétti þarf þó alltaf að fylgja góður undanfari og gegndu ferskir papayabitar í nýpressuðum sítrónusafa því hlutverki.
Næst er ég jafnvel að hugsa um að auka á hitabeltisfílinginn og bæta ferskum ananasbitum út í. Skora ég hér með á lesendur að reyna þetta.
Tilraunin samanstóð af túnfiski, eggjum, haframjöli, lauk, vorlauk, banana og vitanlega vænni gusu af karrídufti. Ég byrjaði á því að steikja laukinn og þegar hann var orðinn nokkuð mjúkur henti ég fiski og vorlauk út á ásamt slatta af bananasneiðum og karrígusunni góðu.
Þvínæst hrærði ég saman eggjum og haframjöli í skál og skvetti yfir allt heila gilimóið, lét þetta svo malla saman í undurljúffengan magaglaðning. Góðum rétti þarf þó alltaf að fylgja góður undanfari og gegndu ferskir papayabitar í nýpressuðum sítrónusafa því hlutverki.
Næst er ég jafnvel að hugsa um að auka á hitabeltisfílinginn og bæta ferskum ananasbitum út í. Skora ég hér með á lesendur að reyna þetta.
Afrískt kvöld
Í gær var haldið afrískt kvöld hér í Auroville eða ætti ég að segja Íslendingakvöld. Það voru nefnilega hvorki meira né minna en sjö Íslendingar á svæðinu: Marlon og Magnús mættu og síðan þrír aðrir Íslendingar sem við höfðum við hitt þennan sama dag fyrir algjöra tilviljun á netkaffi í Solar Kitchen, þau Ingibjörg, Víðir og Þorbjörn.
Í matinn var að sjálfsögðu afrískt: grænmetiskássa með káli og kjúklingabaunum, tvær gerðir af cous-cousi, djúpsteiktir Lady Fingers og salat sem samanstóð af hvítkáli, rifnum gulrótum og agúrku. Í eftirrétt fengum við köku með sérkennilegu ávaxtakremi ofan á og ávaxtasalat með.
Við Íslendingarnir sátum allir saman við eitt borð og klóruðum okkur í hausunum yfir þessum merkilegheitum. Yfirleitt er Axel nefnilega eini Íslendingurinn í þorpinu. Við vorum öll svo hissa á að hittast og að svo margir Íslendingar væru saman komnir á einum litlum stað í Indlandi að við gátum ekki annað en spurt okkur: Hvað, er þetta einhver Íslendinganýlenda hérna?
Um það leyti sem við kláruðum að borða tóku skemmtiatriðin við. Ungir strákar frá tónlistarskóla spiluðu á afrískar trommur og flautur. Þeir höfðu augljóslega lagt mikið í undirbúninginn, þeir voru búnir að mála á sig afrískan stríðsbúning og takturinn var þéttur.
Síðan tók við frjálst svið og þá þurstu allir upp á svið til að dansa. Við Baldur tókum til við að tjútta okkar eigin dans enda er það skemmtilegast. Þegar við stigum af sviðinu til að kasta mæðunni heyrðum við óma frá Amadou og Mariam, þau sem við fórum á tónleika með um árið, og því urðum við að þjóta upp á svið aftur.
Stuttu eftir að við vorum sest á tröppurnar til að rabba við Víði og Ingibjörgu kváðu við kæfð óp og einhver heyrðist góla: Scorpion. Þegar ég leit við sá ég í fyrst sinn sporðdreka. Hann var með upprúllaðan sporðinn og jafnvel í fjarlægð olli hann mér skelfingu. Með snörum handbrögðum tókst að veiða skaðræðisskepnuna upp í box en okkur fannst engu að síður of langt gengið með afrískt þema að sleppa sporðdrekum út á dansgólf. Við héldum svo heim á leið, þutum eftir rauðum moldarvegum með stjörnubjartan næturhimininn yfir okkur.
Í matinn var að sjálfsögðu afrískt: grænmetiskássa með káli og kjúklingabaunum, tvær gerðir af cous-cousi, djúpsteiktir Lady Fingers og salat sem samanstóð af hvítkáli, rifnum gulrótum og agúrku. Í eftirrétt fengum við köku með sérkennilegu ávaxtakremi ofan á og ávaxtasalat með.
Við Íslendingarnir sátum allir saman við eitt borð og klóruðum okkur í hausunum yfir þessum merkilegheitum. Yfirleitt er Axel nefnilega eini Íslendingurinn í þorpinu. Við vorum öll svo hissa á að hittast og að svo margir Íslendingar væru saman komnir á einum litlum stað í Indlandi að við gátum ekki annað en spurt okkur: Hvað, er þetta einhver Íslendinganýlenda hérna?
Um það leyti sem við kláruðum að borða tóku skemmtiatriðin við. Ungir strákar frá tónlistarskóla spiluðu á afrískar trommur og flautur. Þeir höfðu augljóslega lagt mikið í undirbúninginn, þeir voru búnir að mála á sig afrískan stríðsbúning og takturinn var þéttur.
Síðan tók við frjálst svið og þá þurstu allir upp á svið til að dansa. Við Baldur tókum til við að tjútta okkar eigin dans enda er það skemmtilegast. Þegar við stigum af sviðinu til að kasta mæðunni heyrðum við óma frá Amadou og Mariam, þau sem við fórum á tónleika með um árið, og því urðum við að þjóta upp á svið aftur.
Stuttu eftir að við vorum sest á tröppurnar til að rabba við Víði og Ingibjörgu kváðu við kæfð óp og einhver heyrðist góla: Scorpion. Þegar ég leit við sá ég í fyrst sinn sporðdreka. Hann var með upprúllaðan sporðinn og jafnvel í fjarlægð olli hann mér skelfingu. Með snörum handbrögðum tókst að veiða skaðræðisskepnuna upp í box en okkur fannst engu að síður of langt gengið með afrískt þema að sleppa sporðdrekum út á dansgólf. Við héldum svo heim á leið, þutum eftir rauðum moldarvegum með stjörnubjartan næturhimininn yfir okkur.
laugardagur, 17. mars 2007
Lífrænt, já takk
Eins og Ásdís nefnir í færslunni hér á undan fórum við á sýningu um lífræna ræktun haldna af þýskum manni og franskri konu hans. Þær aðferðir sem þau nota við ræktun eru jafnvel skilvirkari en eitrunaraðferðirnar og að sjálfsögðu umhverfisvænni. Á kasjúhnetuhektaranum sínum fengu þau fyrsta árið 160 kíló en tveimur árum síðar voru kílóin orðin 420, allt lífrænt.
Þjóðverjinn (sem breytti nafni sínu í Njál eftir að lesa Njálu) útskýrði fyrir okkur hlutverk ánamaðka og annara hjálpardýra í jarðveginum og hvernig eitrið héldi þeim frá ökrunum. Afleiðingar þess eru einfaldlega næringarsnauðari jarðvegur og leiðir hann að sjálfsögðu til næringarsnauðari matvæla.
Eftir sýninguna og fróðlegt samtal við þau hjón lærðum við m.a. að skordýraeitrið sem mest er notað á akra Indlands er náskylt Cyklon-B sem var notað í útrýmingarbúðum nasista og af þess völdum fæðast fjöldamörg vansköpuð börn á hverju ári og fólk tapar heilsu (krabbamein og fleiri skæðir sjúkdómar). Blóðsýni úr fólki sem býr nálægt eða á ökrum, þar sem eitur er notað, sýndu margfalt magn eiturefna á við það sem eðlilegt eða lífvænlegt getur talist.
Er ástandið orðið svo slæmt að vatnið sem selt er í flöskum er langt yfir leyfilegum mörkum um magn skordýraeiturs og niðubrotsefna áburðar. Fyrir þá ferðalanga sem lesa þetta og komast ekki hjá því að kaupa vatn í Indlandi er best að kaupa innflutt Evian en sé það of dýrt þá er Aquafina minnst yfir mörkum. Merki eins og Kinley, Kingfisher og Bisleri eru öll LANGT yfir leyfilegu magni.
Þess ber að geta að í sams konar prófi fengu allir gosdrykkir falleinkunn og hafa indverskir bændur meira að segja sprautað Pepsíi á plöntur til að eitra fyrir skordýrum, svo eitraður er drykkurinn. Hlaut Pepsi í kjölfarið nafnið Pesti Cola. Ef allir taka nú höndum saman og velja lífrænt framyfir eitrað aukast lífsgæði allra. Ef engin samstaða næst gerum við jörðina jafnómerkilega og einnota pappabolla.
Þjóðverjinn (sem breytti nafni sínu í Njál eftir að lesa Njálu) útskýrði fyrir okkur hlutverk ánamaðka og annara hjálpardýra í jarðveginum og hvernig eitrið héldi þeim frá ökrunum. Afleiðingar þess eru einfaldlega næringarsnauðari jarðvegur og leiðir hann að sjálfsögðu til næringarsnauðari matvæla.
Eftir sýninguna og fróðlegt samtal við þau hjón lærðum við m.a. að skordýraeitrið sem mest er notað á akra Indlands er náskylt Cyklon-B sem var notað í útrýmingarbúðum nasista og af þess völdum fæðast fjöldamörg vansköpuð börn á hverju ári og fólk tapar heilsu (krabbamein og fleiri skæðir sjúkdómar). Blóðsýni úr fólki sem býr nálægt eða á ökrum, þar sem eitur er notað, sýndu margfalt magn eiturefna á við það sem eðlilegt eða lífvænlegt getur talist.
Er ástandið orðið svo slæmt að vatnið sem selt er í flöskum er langt yfir leyfilegum mörkum um magn skordýraeiturs og niðubrotsefna áburðar. Fyrir þá ferðalanga sem lesa þetta og komast ekki hjá því að kaupa vatn í Indlandi er best að kaupa innflutt Evian en sé það of dýrt þá er Aquafina minnst yfir mörkum. Merki eins og Kinley, Kingfisher og Bisleri eru öll LANGT yfir leyfilegu magni.
Þess ber að geta að í sams konar prófi fengu allir gosdrykkir falleinkunn og hafa indverskir bændur meira að segja sprautað Pepsíi á plöntur til að eitra fyrir skordýrum, svo eitraður er drykkurinn. Hlaut Pepsi í kjölfarið nafnið Pesti Cola. Ef allir taka nú höndum saman og velja lífrænt framyfir eitrað aukast lífsgæði allra. Ef engin samstaða næst gerum við jörðina jafnómerkilega og einnota pappabolla.
föstudagur, 16. mars 2007
Heilsan á oddinn
Það má með sanni segja að við höfum sett heilsuna á oddinn í dag. Við byrjuðum daginn á rjúkandi heitu grænu te, lífrænt ræktuðu að sjálfsögðu. Það er reyndar ekkert óvanalegt heldur telst til daglegs brauðs. Það sem var heldur óvanalegra fyrir bakbokaferðalanga eins og okkur var að við kíktum í ræktina og það eftir langt hlé. Baldur hefur reyndar verið duglegur að stunda sínar líkamsþyngdaræfingar en það hef ég ekki.
Við tókum allsherjaræfingu með áherslu á alla vöðva: hnébeygja, fótapressa, upphífur, magi, bekkpressa, axlapressa og niðurtog, smá tvíhöfðaæfing í lokin. Við settumst að æfingu lokinni út á skuggsælar tröppur og gæddum okkur á harðfisksflísum, sérinnfluttar til Chennai. Því næst röltum við yfir í sundlaugina við hliðiná og fórum nokkrar rólegar ferðir í vatninu til að liðka sára vöðva. Við teygðum síðan úr okkur á grasflöt og létum sólina baka okkur.
Á heimleiðinni stöldruðum við við á litlum stað sem auglýsir lífræna ræktun. Þar eru roskin hjón, hann Þjóðverji og hún Frakki, búin að helga hluta af landareign sinni kynningu á lífrænni ræktun og skaðsemi skordýraeiturs. Þau eiga einn hektara af landi og á því rækta þau lífrænar cashew hnetur.
Kynningin sem var á formi uppraðara veggspjalda var vægast sagt sláandi og fræðandi, meira að segja fyrir mig sem bý með Herra Lífrænum. Þið megið vænta pistils um lífræna ræktun hvað úr hverju og gerið það að lesa hann með opnum huga, þetta er afskaplega mikilvægt málefni sem snertir okkur öll.
Við tókum allsherjaræfingu með áherslu á alla vöðva: hnébeygja, fótapressa, upphífur, magi, bekkpressa, axlapressa og niðurtog, smá tvíhöfðaæfing í lokin. Við settumst að æfingu lokinni út á skuggsælar tröppur og gæddum okkur á harðfisksflísum, sérinnfluttar til Chennai. Því næst röltum við yfir í sundlaugina við hliðiná og fórum nokkrar rólegar ferðir í vatninu til að liðka sára vöðva. Við teygðum síðan úr okkur á grasflöt og létum sólina baka okkur.
Á heimleiðinni stöldruðum við við á litlum stað sem auglýsir lífræna ræktun. Þar eru roskin hjón, hann Þjóðverji og hún Frakki, búin að helga hluta af landareign sinni kynningu á lífrænni ræktun og skaðsemi skordýraeiturs. Þau eiga einn hektara af landi og á því rækta þau lífrænar cashew hnetur.
Kynningin sem var á formi uppraðara veggspjalda var vægast sagt sláandi og fræðandi, meira að segja fyrir mig sem bý með Herra Lífrænum. Þið megið vænta pistils um lífræna ræktun hvað úr hverju og gerið það að lesa hann með opnum huga, þetta er afskaplega mikilvægt málefni sem snertir okkur öll.
fimmtudagur, 15. mars 2007
Augu Ganesh
Við kíktum í sund í dag. Auroville skartar nefnilega 25 metra, hreinni og hlýrri laug. Við fórum seinnipartinn og komumst að því að laugin er of heit á þeim tíma, 32°C gráður takk fyrir.
Við komumst sem sagt að því að það er mjög mæðandi að synda í svo heitu vatni og ég fyrir mitt leyti komst að því að það er mjög erfitt að einbeita sér að bringusundi þegar bikínið er alltaf við það að snúast af manni. Svo er ég ekki vön að synda án sundgleraugna svo ég skreið fljólega upp á bakkann og sólbaðaði mig meðan Baldur tók fjórsund.
Við borðuðum á Ganesh Bakery um kvöldið og hittum þar þá Magnús sem kominn var til baka eftir tveggja daga vinnu á landareign sinni. Hann tók að lýsa því sem á daga hans hafði drifið frá því við hittum hann síðast.
Í miðri frásögn dró hann fram svarta og útbelgda pyngju og veiddi upp úr henni sérkennileg fræ, rauð með svörtum depli, sem hann hafði fengið litla gutta til að tína á landareigninni. Þau eru Augu Ganesh og eiga að veita ferðalöngum vernd. Við stungum þeim á okkur og ætlum ekki að verða viðskila við þau það sem eftir lifir ferðar. Verst að þau duga ekki sem sundgleraugu, það hefði verið svo hagkvæmt.
Við komumst sem sagt að því að það er mjög mæðandi að synda í svo heitu vatni og ég fyrir mitt leyti komst að því að það er mjög erfitt að einbeita sér að bringusundi þegar bikínið er alltaf við það að snúast af manni. Svo er ég ekki vön að synda án sundgleraugna svo ég skreið fljólega upp á bakkann og sólbaðaði mig meðan Baldur tók fjórsund.
Við borðuðum á Ganesh Bakery um kvöldið og hittum þar þá Magnús sem kominn var til baka eftir tveggja daga vinnu á landareign sinni. Hann tók að lýsa því sem á daga hans hafði drifið frá því við hittum hann síðast.
Í miðri frásögn dró hann fram svarta og útbelgda pyngju og veiddi upp úr henni sérkennileg fræ, rauð með svörtum depli, sem hann hafði fengið litla gutta til að tína á landareigninni. Þau eru Augu Ganesh og eiga að veita ferðalöngum vernd. Við stungum þeim á okkur og ætlum ekki að verða viðskila við þau það sem eftir lifir ferðar. Verst að þau duga ekki sem sundgleraugu, það hefði verið svo hagkvæmt.
miðvikudagur, 14. mars 2007
Mús í húsi
Í kvöld gerðum við tilraun til að veiða mús sem hafði komið í heimsókn í litla húsið okkar. Atburðarásin var einhvern veginn svona:
Baldur með tágakústinn, ég með fötuna, músin skrækjandi af hræðslu, skransandi á grænmáluðum flísunum. Þetta líktist helst því að spila ómannúðlega íþrótt þar sem saklausum nagdýrum er hent í hringiðjuna og látin vinna sér til lífs.
Músin hentist í miðjum leik bak við lítinn kassa til hliðar við sófann og gufaði upp. Við leituðum dyrum og dyngjum að henni enda ekki á döfinni að hafa innikróaða mús í stofunni yfir nóttina. Fljótlega fundum við lítið gat við hlið sófans, mjög smátt en þó nógu stórt fyrir fíngerða og lafhrædda mús til að skríða í gegn og út í frelsið, burt frá skrýtna íþróttaviðburðnum.
Baldur með tágakústinn, ég með fötuna, músin skrækjandi af hræðslu, skransandi á grænmáluðum flísunum. Þetta líktist helst því að spila ómannúðlega íþrótt þar sem saklausum nagdýrum er hent í hringiðjuna og látin vinna sér til lífs.
Músin hentist í miðjum leik bak við lítinn kassa til hliðar við sófann og gufaði upp. Við leituðum dyrum og dyngjum að henni enda ekki á döfinni að hafa innikróaða mús í stofunni yfir nóttina. Fljótlega fundum við lítið gat við hlið sófans, mjög smátt en þó nógu stórt fyrir fíngerða og lafhrædda mús til að skríða í gegn og út í frelsið, burt frá skrýtna íþróttaviðburðnum.
Borðað í Pondy
Í kvöld bauð Magnús vinur okkar til kvöldverðar í Pondycherry. Ásdís var í forsæti þeirrar nefndar sem sá um staðarval. Fórum við á stað sem heitir Satsanga og vorum ánægð með það. Mest dönsuðu þó bragðlaukar mínir þegar þeir fengu almennilegt salat með ólífuolíu og sinnepsdressingu, hef saknað hennar.
Meðan við sátum og spjölluðum sáum við að maður að nafni Eamon sat og brosti til okkar. Eamon þessum kynntumst við í Goa um jólin og fengum tölvupóstfangið hans en af einhverjum ástæðum hafði ég ekki enn sent honum póst.
Síðan við hittumst síðast hafði hann flakkað um N-Indland þvert og endilangt og var nú í örstuttu stoppi í Pondy að hitta kærustuna sína. Ég veit nú ekki hvað á að segja við svona tilviljunum, kannski bara takk. Við skiptumst á tölvupóstföngum aftur en nú var efnt til keppni, hvor verður sneggri.
Meðan við sátum og spjölluðum sáum við að maður að nafni Eamon sat og brosti til okkar. Eamon þessum kynntumst við í Goa um jólin og fengum tölvupóstfangið hans en af einhverjum ástæðum hafði ég ekki enn sent honum póst.
Síðan við hittumst síðast hafði hann flakkað um N-Indland þvert og endilangt og var nú í örstuttu stoppi í Pondy að hitta kærustuna sína. Ég veit nú ekki hvað á að segja við svona tilviljunum, kannski bara takk. Við skiptumst á tölvupóstföngum aftur en nú var efnt til keppni, hvor verður sneggri.
mánudagur, 12. mars 2007
Í Auroville
Þegar ég hugleiði veru okkar hér í Auroville kemur upp í hugann lagið góða Our house með Crosby, Stills, Nash & Young, einkum og sér í lagi þessi laglína: “Our house is a very, very fine house with two cats in the yard, life used to be so hard now everything is easy ‘cause of you”.
Lífið í Auroville er ansi langt frá því að vera erfitt. Við höfum á leigu æðislega íbúð, sem er eiginlega hús þar sem hún er að mestu viðbygging við annað hús. Allt í kring er grænn gróður og fuglasöngur. Í garðinum er reyndar bara ein kisa, ekki tvær eins og í laginu, og er hún alvörugefið bestaskinn.
Á síðkvöldum er æðislegt að sitja í sófanum eða borðstofukróknum og hlusta á einkar ljúfa tóna svífa yfir trjákrónum. Leigusalinn, Suryan, hljóðritar nefnilega eigin tónlist, stundum Jack Johnsonskotna og eru það meðmæli með meiru. Sérstaklega fellur eitt lagið í kramið og bíðum við spennt eftir plötu frá stráksa.
Í hlaði stendur síðan mótorhjól, við skiptum vespunni út fyrir alvöruhjól, sem flytur okkur um allar nærliggjandi sveitir. Það er æðislegt að rúnta um rauða og rykuga sveitavegina og berja augum það augnakonfekt sem tilraunafúsir arkitektar svæðisins hafa áorkað. Við ætlum að gefa því meiri tíma á næstunni.
Lífið í Auroville er ansi langt frá því að vera erfitt. Við höfum á leigu æðislega íbúð, sem er eiginlega hús þar sem hún er að mestu viðbygging við annað hús. Allt í kring er grænn gróður og fuglasöngur. Í garðinum er reyndar bara ein kisa, ekki tvær eins og í laginu, og er hún alvörugefið bestaskinn.
Á síðkvöldum er æðislegt að sitja í sófanum eða borðstofukróknum og hlusta á einkar ljúfa tóna svífa yfir trjákrónum. Leigusalinn, Suryan, hljóðritar nefnilega eigin tónlist, stundum Jack Johnsonskotna og eru það meðmæli með meiru. Sérstaklega fellur eitt lagið í kramið og bíðum við spennt eftir plötu frá stráksa.
Í hlaði stendur síðan mótorhjól, við skiptum vespunni út fyrir alvöruhjól, sem flytur okkur um allar nærliggjandi sveitir. Það er æðislegt að rúnta um rauða og rykuga sveitavegina og berja augum það augnakonfekt sem tilraunafúsir arkitektar svæðisins hafa áorkað. Við ætlum að gefa því meiri tíma á næstunni.
laugardagur, 10. mars 2007
Frumsýningin
Auroville er mikill menningarbær og til marks um það var okkur í gær boðið á frumsýningu leikritsins Kirsuberjatréð eftir Anton Chekov. Axel fór þar með eitt af aðalhlutverkunum og leysti það vel af hendi.
Leikritið fjallar um aristókrata sem eiga ekki peninga og eru í verulegri afneitun á það og voru samtölin oft sérdeilis fyndin. Það gefur líka eitthvað svo skemmtilegt andrúmsloft að sjá hlutina svona milliliðalaust og óklippta. Annað sem mér þótti notalegt var að leikararnir voru fæstir með ensku að móðurmáli svo hver hafði sinn hreiminn. Leikritið var því vel í takt við það sem Auroville stendur fyrir.
Eftir sýninguna var okkur boðið baksviðs að hitta stjörnurnar. Eitthvað rugluðumst við af stjörnuljómanum því þegar okkur var hleypt út baksviðs fundum við ekki bílastæðið og þaðan af síður vespuna okkar. Allt gekk þetta þó upp að lokum.
Leikritið fjallar um aristókrata sem eiga ekki peninga og eru í verulegri afneitun á það og voru samtölin oft sérdeilis fyndin. Það gefur líka eitthvað svo skemmtilegt andrúmsloft að sjá hlutina svona milliliðalaust og óklippta. Annað sem mér þótti notalegt var að leikararnir voru fæstir með ensku að móðurmáli svo hver hafði sinn hreiminn. Leikritið var því vel í takt við það sem Auroville stendur fyrir.
Eftir sýninguna var okkur boðið baksviðs að hitta stjörnurnar. Eitthvað rugluðumst við af stjörnuljómanum því þegar okkur var hleypt út baksviðs fundum við ekki bílastæðið og þaðan af síður vespuna okkar. Allt gekk þetta þó upp að lokum.
föstudagur, 9. mars 2007
Hlýlegar móttökur
Í gær komum við til Auroville með rútunni frá Chennai. Axel vinur minn tók á móti okkur og bauð okkur heim til sín í kaffi meðan við pústuðum út ferðarykinu. Þegar þangað kom kynnti Axel okkur fyrir heimilisfólki og öðrum íslenskum gesti, Marloni.
Við fengum túr um húsið, sem var ævintýralega fallegt, og kom í ljós að Sonja, kærasta Axels, hafði hannað húsið og staðið að byggingu þess. Útidyrnar minna mikið á eitthvað úr Hobbitanum og leikgleðin í hönnunni allri skilar sér rækilega til þeirra sem á horfa.
Sonja útskýrði fyrir okkur að húsið væri að miklu leyti hannað með Feng Shui spekina að leiðarljósi. Þannig eru t.d. engin horn inni í húsinu heldur eru þau öll rúnnuð. Ekki veit ég nú mikið um Feng Shui en ef þetta er afurðin þá segi ég: Áfram Feng Shui!
Hratt flýgur stund þá gaman er og fljótlega varð kaffitími að kvöldverði og kvöldverður að boði um gistingu. Búið var um okkur í prinsessuherbergi yngstu dóttur Sonju. Ég veit ekki hvort það er Auroville, sveitin, félagsskapurinn, Feng Shui eða hvað en ég svaf betur í nótt en ég hef gert í háa herrans tíð.
Í dag reddaði Axel okkur svo vespu og íbúð, hvorki meira né minna. Íbúðin er stærri en nokkurt þeirra heimila sem við höfum átt og kostar minna en t.d. ógeðslega hótelherbergið í Bombay. Við fílum okkur vel á vespunni og lofum að fara varlega :o)
Við fengum túr um húsið, sem var ævintýralega fallegt, og kom í ljós að Sonja, kærasta Axels, hafði hannað húsið og staðið að byggingu þess. Útidyrnar minna mikið á eitthvað úr Hobbitanum og leikgleðin í hönnunni allri skilar sér rækilega til þeirra sem á horfa.
Sonja útskýrði fyrir okkur að húsið væri að miklu leyti hannað með Feng Shui spekina að leiðarljósi. Þannig eru t.d. engin horn inni í húsinu heldur eru þau öll rúnnuð. Ekki veit ég nú mikið um Feng Shui en ef þetta er afurðin þá segi ég: Áfram Feng Shui!
Hratt flýgur stund þá gaman er og fljótlega varð kaffitími að kvöldverði og kvöldverður að boði um gistingu. Búið var um okkur í prinsessuherbergi yngstu dóttur Sonju. Ég veit ekki hvort það er Auroville, sveitin, félagsskapurinn, Feng Shui eða hvað en ég svaf betur í nótt en ég hef gert í háa herrans tíð.
Í dag reddaði Axel okkur svo vespu og íbúð, hvorki meira né minna. Íbúðin er stærri en nokkurt þeirra heimila sem við höfum átt og kostar minna en t.d. ógeðslega hótelherbergið í Bombay. Við fílum okkur vel á vespunni og lofum að fara varlega :o)
miðvikudagur, 7. mars 2007
Margt hefur verið brallað
Nú erum við búin að vera fjóra daga í Chennai. Það vill svo vel að Geiri býr vel fyrir utan borgina í rólegu hverfi við ströndina. Við höfum því haft það náðugt í kyrrðinni og rónni.
Á fyrsta degi okkar röltum við um ströndina og óðum í Bengal flóa. Chennai strandlengjan er víst næstlengsta strandlengja heims, hugsa sér. Þegar við áðum á litlum veitingastað og fengum okkur hressingu hittum við hálf Íslendinginn Andra, hugsa sér. Pabbi hans er Íslendingur, mamma hans Indverji og systkini hans níu búa bæði hér og heima. Sjálfur er hann á leiðinni til Íslands til að vinna yfir sumarið. Við sáum líka bleika Indverja, fiskimenn að störfum og spjölluðum við lágvaxna Nepali.
Daginn eftir heimsóttum við Ayadar garðinn. Hann er á landareign Guðspekifélagsins þar sem það hefur alþjóðlega bækistöð sína. Í þessum garði er víst næststærsta banyan tré heims og eiga þrjú þúsund manns að geta setið í skugga þess. Þá er þarna græðlingur af trénu sem Buddha sat undir og hugleiddi á sínum yngri árum. Svo sáum við sérkennileg skordýr, búkurinn var rauður með svörtum tíglum og rauðum fótum. Við smökkuðum líka tamarín sem er súrbeiskt aldin sem bragðlaukar mínir gátu ekki skilið.
Í gær kíktum við til Mamallapuram sem er lítið sjávarþorp þekkt fyrir útskorna steina, hof og aðra höggmyndalist. Þar sátum við í skugganum af risateininum Krishna’s Butter Ball, fóðruðum geitur á eplahýði, fylgdumst með steinhöggvurum við iðju sína og skoðuðum hofið á ströndinni. Ég varð ástfangin af Ganesh, skorinn út í rauðan marmara, og keypti hann eftir prútt og þref.
Í dag, með ómetanlegri hjálp frá Geira, náðum við að setja töskuna okkar í póst. Það var alltaf á döfinni að senda tösku með öllum aukafatnaði og aukabókum heim frá Bangalore, en sögurnar sem við heyrðum frá öðrum um hve vonlaust það væri fékk okkur til að draga töskuna til Chennai og fá hjálp frá sérfræðingi.
Fyrst urðum við að finna góðan efnisstranga utan um hana, því næst að hafa upp á einhverjum sem gæti saumað strangann utan um töskuna og því næst festa kaup á snæri. Það er ekki allsstaðar sem maður getur fengið íslenskan útgerðarmann til að binda öryggishnúta utan um böggulinn sinn en í Chennai er það hægt.
Á pósthúsinu tókst okkur svo að sannfæra starfsfólk um að það þyrfti ekki að sauma aftur utan um töskuna og við fengum að senda hana af stað. Þá kom sér vel að hafa keypt Ganesh daginn áður, verndara ferðalanga. Ég stakk honum á tryggan stað í töskunni og bað hann að gæta bóka minna.
Á morgun höldum við til Auroville sem er alþjóðlegt þorp í myndun, sunnan við Chennai. Þar á víst hver stokkur og steinn að vera lagður eftir skipulagi. Spennandi að sjá það.
Myndir frá Chennai og Mamallapuram eru komnar á netið: Hér!
Á fyrsta degi okkar röltum við um ströndina og óðum í Bengal flóa. Chennai strandlengjan er víst næstlengsta strandlengja heims, hugsa sér. Þegar við áðum á litlum veitingastað og fengum okkur hressingu hittum við hálf Íslendinginn Andra, hugsa sér. Pabbi hans er Íslendingur, mamma hans Indverji og systkini hans níu búa bæði hér og heima. Sjálfur er hann á leiðinni til Íslands til að vinna yfir sumarið. Við sáum líka bleika Indverja, fiskimenn að störfum og spjölluðum við lágvaxna Nepali.
Daginn eftir heimsóttum við Ayadar garðinn. Hann er á landareign Guðspekifélagsins þar sem það hefur alþjóðlega bækistöð sína. Í þessum garði er víst næststærsta banyan tré heims og eiga þrjú þúsund manns að geta setið í skugga þess. Þá er þarna græðlingur af trénu sem Buddha sat undir og hugleiddi á sínum yngri árum. Svo sáum við sérkennileg skordýr, búkurinn var rauður með svörtum tíglum og rauðum fótum. Við smökkuðum líka tamarín sem er súrbeiskt aldin sem bragðlaukar mínir gátu ekki skilið.
Í gær kíktum við til Mamallapuram sem er lítið sjávarþorp þekkt fyrir útskorna steina, hof og aðra höggmyndalist. Þar sátum við í skugganum af risateininum Krishna’s Butter Ball, fóðruðum geitur á eplahýði, fylgdumst með steinhöggvurum við iðju sína og skoðuðum hofið á ströndinni. Ég varð ástfangin af Ganesh, skorinn út í rauðan marmara, og keypti hann eftir prútt og þref.
Í dag, með ómetanlegri hjálp frá Geira, náðum við að setja töskuna okkar í póst. Það var alltaf á döfinni að senda tösku með öllum aukafatnaði og aukabókum heim frá Bangalore, en sögurnar sem við heyrðum frá öðrum um hve vonlaust það væri fékk okkur til að draga töskuna til Chennai og fá hjálp frá sérfræðingi.
Fyrst urðum við að finna góðan efnisstranga utan um hana, því næst að hafa upp á einhverjum sem gæti saumað strangann utan um töskuna og því næst festa kaup á snæri. Það er ekki allsstaðar sem maður getur fengið íslenskan útgerðarmann til að binda öryggishnúta utan um böggulinn sinn en í Chennai er það hægt.
Á pósthúsinu tókst okkur svo að sannfæra starfsfólk um að það þyrfti ekki að sauma aftur utan um töskuna og við fengum að senda hana af stað. Þá kom sér vel að hafa keypt Ganesh daginn áður, verndara ferðalanga. Ég stakk honum á tryggan stað í töskunni og bað hann að gæta bóka minna.
Á morgun höldum við til Auroville sem er alþjóðlegt þorp í myndun, sunnan við Chennai. Þar á víst hver stokkur og steinn að vera lagður eftir skipulagi. Spennandi að sjá það.
Myndir frá Chennai og Mamallapuram eru komnar á netið: Hér!
sunnudagur, 4. mars 2007
Vaknað í Chennai
Við erum stödd í Chennai hjá Geira frænda og verðum hér í nokkra daga. Lestarferðin hingað tók rúma sex tíma og við nýttum tímann í lestinni til að smakka alls kyns indverskt snarl, lesa fallega kveðjubréfið frá Valery og senda sms á vini og vandamenn.
Þar sem símanúmerin okkar áttu að detta út þegar við færum út fyrir Karnataka fylkismörkin og inn í Tamil Nadu vildum við endilega klára inneignir okkar. Því fengu margir sms þess efnis að Bangalore símanúmerin væru nú úr gildi.
Það sem við komumst síðan að þegar við fórum yfir blessuð fylkismörkin var að 15. febrúar síðastliðinn var reglunum breytt og nú fá allir sjálfkrafa svokallað National roaming. Þvílík lukka segi ég nú bara. Símanúmerin okkar eru því enn þau sömu út dvöl okkar í Indlandi. Við leggjum reyndar öðrum símanum og verðum bara með eitt númer: +91 99 86 60 96 31.
Þar sem símanúmerin okkar áttu að detta út þegar við færum út fyrir Karnataka fylkismörkin og inn í Tamil Nadu vildum við endilega klára inneignir okkar. Því fengu margir sms þess efnis að Bangalore símanúmerin væru nú úr gildi.
Það sem við komumst síðan að þegar við fórum yfir blessuð fylkismörkin var að 15. febrúar síðastliðinn var reglunum breytt og nú fá allir sjálfkrafa svokallað National roaming. Þvílík lukka segi ég nú bara. Símanúmerin okkar eru því enn þau sömu út dvöl okkar í Indlandi. Við leggjum reyndar öðrum símanum og verðum bara með eitt númer: +91 99 86 60 96 31.
laugardagur, 3. mars 2007
Bless Bangalore!
Þá er dvöl okkar hér í Bangalore á enda og kominn tími til að halda á vit næstu ævintýra. Á þessum tveimur mánuðum fór vel um okkur í risastórborginni. Við kynntumst góðu fólki, lærðum nýja hluti og sáum nýjar hliðar á okkur sjálfum.
Hér eru nokkur dæmi. Í Bangalore:
Smakkaði ég í fyrsta sinn badami mjólk sem er algjört nammi. Hana fékk ég síðan á hverjum degi í vinnunni, lukkunarpamfíllinn.
Reifst ég eitt sinn heiftarlega um fargjald í strætó, miðasölumaðurinn ætlaði að rukka mig tveimur rúpíum of mikið (það eru heilar þrjár krónur!)
Titlaði Simon mig Remote Control Queen. Ég held það hafi verið vegna þess að ég handfjatlaði fjarstýringuna af stöku öryggi og festu, en ég er samt ekki viss.
Fékk það að læra hindi nýja merkingu. Í hvert sinn sem herbergisfélagi Baldurs, Valery, fór upp í herbergi og sagðist ætla að læra hindi lítum við Baldur flissandi á hvort annað og tókum svo að hrjóta og dotta á staðnum. Þar sem hann sofnaði alltaf yfir hindi lærdómnum drógum við þá ályktun að það að læra hindi væri sama og að fá sér kríu.
Lærði ég að fást við autobílstjóra. Ef þeir fara að prútta um verðið sem samið var um í upphafi eftir að hafa komið manni á áfangastað er best að segja: Sixty or nothing. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga að 60 er ekki föst upphæð í þessari formúlu
Keypti ég alla vega 15 bækur
Voru Hollendingar ekkert sérstaklega í náðinni hjá okkur. Þeir gengu illa um alla daga, alltaf. Þar að auki voru þeir yfirþyrmandi margir og í hvert sinn sem einn hvarf á braut birtist annar. Að hafa þá í Robertson House var svolítið eins og að hafa slæma húð, loksins þegar ein bóla hvarf birtist önnur.
Las ég átta bækur, eina á viku
Fékk ég mér tattú og hring í nefið (eða hvað?)
Við tökum daglest yfir til Chennai á eftir. Fyrst ætlum við að kveðja vini okkar hér í Robertson House, það verður ekki skemmtilegt. Það bíða okkar hins vegar sárabætur í Chennai: harðfiskur og lakkrís.
Myndir af dvöl okkar í Bangalore eru í Bangalore albúminu. Tékkið á því!
Hér eru nokkur dæmi. Í Bangalore:
Smakkaði ég í fyrsta sinn badami mjólk sem er algjört nammi. Hana fékk ég síðan á hverjum degi í vinnunni, lukkunarpamfíllinn.
Reifst ég eitt sinn heiftarlega um fargjald í strætó, miðasölumaðurinn ætlaði að rukka mig tveimur rúpíum of mikið (það eru heilar þrjár krónur!)
Titlaði Simon mig Remote Control Queen. Ég held það hafi verið vegna þess að ég handfjatlaði fjarstýringuna af stöku öryggi og festu, en ég er samt ekki viss.
Fékk það að læra hindi nýja merkingu. Í hvert sinn sem herbergisfélagi Baldurs, Valery, fór upp í herbergi og sagðist ætla að læra hindi lítum við Baldur flissandi á hvort annað og tókum svo að hrjóta og dotta á staðnum. Þar sem hann sofnaði alltaf yfir hindi lærdómnum drógum við þá ályktun að það að læra hindi væri sama og að fá sér kríu.
Lærði ég að fást við autobílstjóra. Ef þeir fara að prútta um verðið sem samið var um í upphafi eftir að hafa komið manni á áfangastað er best að segja: Sixty or nothing. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga að 60 er ekki föst upphæð í þessari formúlu
Keypti ég alla vega 15 bækur
Voru Hollendingar ekkert sérstaklega í náðinni hjá okkur. Þeir gengu illa um alla daga, alltaf. Þar að auki voru þeir yfirþyrmandi margir og í hvert sinn sem einn hvarf á braut birtist annar. Að hafa þá í Robertson House var svolítið eins og að hafa slæma húð, loksins þegar ein bóla hvarf birtist önnur.
Las ég átta bækur, eina á viku
Fékk ég mér tattú og hring í nefið (eða hvað?)
Við tökum daglest yfir til Chennai á eftir. Fyrst ætlum við að kveðja vini okkar hér í Robertson House, það verður ekki skemmtilegt. Það bíða okkar hins vegar sárabætur í Chennai: harðfiskur og lakkrís.
Myndir af dvöl okkar í Bangalore eru í Bangalore albúminu. Tékkið á því!
föstudagur, 2. mars 2007
Svart og hvítt
Í dag fengum við tækifæri til að bera veröld okkar og líf saman við annars konar veröld. Fyrr í dag heimsóttum við nefnilega fátækrahverfið Koramangla þar sem talið er að 30-40 þúsund manns búi. Við byrjuðum reyndar daginn á því að kveðja samstarfsfólk mitt hjá Masard en fórum því næst í fátækrahverfin í fylgd með Elizabethu.
Starf Elizabethar gengur út á að ganga um hverfið, tala við fólk og finna verðuga skjólstæðinga fyrir Masard. Þessir skjólstæðingar fá síðan aðstoð frá Masdard í ýmsu formi: margir fá úthlutað mánaðarlega hrísgrjónum og öðrum þurrmat, aðrir fá skólastyrk fyrir börnin, enn aðrir fá pláss fyrir börnin á Ashanilaya þar sem aðstæður eru allar miklu betri en í Koramangla.
Þar sem allir þekkja Elizabethu var okkur Baldri allsstaðar vel tekið og okkur boðið inn á ófá heimilin. Flest voru þau agnarsmá heimilin, ekki meira en eitt herbergi með eldunaraðstöðu og svefnplássi á gólfinu. Ein fjölskyldan býr í tágatjaldi með moldargólfi, önnur í steinbyggðu húsi með rafmagni og þaki. Sú fyrri hefur það skítt þegar monsoon skellur á, þá flæðir allt inn. Sú síðari byggði sitt hús með aðstoð Masard og þar sem það stendur hærra en gatan flæðir aldrei inn hjá þeim. Það hjálpar líka að hafa almennilegt þak. Báðar áttu fjölskyldurnar þó sjónvarp.
Á öðrum stað sáum við tvö nýfædd börn, annað níu daga gamalt og hitt fimm daga. Báðar voru mæðurnar táningar en þó í hjónabandi, annað hefði verið mikil skömm. Ein fjölskylda á vegum Masard samanstóð af ömmu og barnabarni, mamman hafði hlaupist á brott og þær stóðu tvær eftir allslausar. Enn ein fjölskyldan fékk aðstoð frá Masard þar sem heimilisfaðirinn er veikur af berklum. Þetta var sannarlega önnur veröld fyrir okkur Baldur.
Nú erum við síðan stödd í öðrum veruleika: kveðjupartý sem haldið er fyrir okkur, Shockey og James. Þar sem við erum öll á förum á morgun ákváðu Kínverjarnir á heimilinu að halda almennilegt kveðjupartý. Það er gert með því að halda svokallað hot pot. Súpa er útbúin og síðan hendir maður ofan í hana þeim mat sem maður vill sjóða, skellir svo á diskinn sinn og borðar. Að þessu sinni voru tvær súpur, ein fyrir grænmetismat og önnur fyrir kjöt. Í boði voru tofubollur og kjúklingabollur, núðlur með ostrusósu, fínskornar gulrætur og auðvitað kínakál, haha.
Í eftirrétt var boðið upp á djúpsteiktan ís. Það er alltaf gaman að prufa eitthvað öðruvísi en ég var hins vegar lítið fyrir þennan deigís. Baldur kynnti mig þá fyrir annari nýjung: ís í sprite. Það var sko eitthvað að mínu skapi, ég held ég fái mér meira.
Starf Elizabethar gengur út á að ganga um hverfið, tala við fólk og finna verðuga skjólstæðinga fyrir Masard. Þessir skjólstæðingar fá síðan aðstoð frá Masdard í ýmsu formi: margir fá úthlutað mánaðarlega hrísgrjónum og öðrum þurrmat, aðrir fá skólastyrk fyrir börnin, enn aðrir fá pláss fyrir börnin á Ashanilaya þar sem aðstæður eru allar miklu betri en í Koramangla.
Þar sem allir þekkja Elizabethu var okkur Baldri allsstaðar vel tekið og okkur boðið inn á ófá heimilin. Flest voru þau agnarsmá heimilin, ekki meira en eitt herbergi með eldunaraðstöðu og svefnplássi á gólfinu. Ein fjölskyldan býr í tágatjaldi með moldargólfi, önnur í steinbyggðu húsi með rafmagni og þaki. Sú fyrri hefur það skítt þegar monsoon skellur á, þá flæðir allt inn. Sú síðari byggði sitt hús með aðstoð Masard og þar sem það stendur hærra en gatan flæðir aldrei inn hjá þeim. Það hjálpar líka að hafa almennilegt þak. Báðar áttu fjölskyldurnar þó sjónvarp.
Á öðrum stað sáum við tvö nýfædd börn, annað níu daga gamalt og hitt fimm daga. Báðar voru mæðurnar táningar en þó í hjónabandi, annað hefði verið mikil skömm. Ein fjölskylda á vegum Masard samanstóð af ömmu og barnabarni, mamman hafði hlaupist á brott og þær stóðu tvær eftir allslausar. Enn ein fjölskyldan fékk aðstoð frá Masard þar sem heimilisfaðirinn er veikur af berklum. Þetta var sannarlega önnur veröld fyrir okkur Baldur.
Nú erum við síðan stödd í öðrum veruleika: kveðjupartý sem haldið er fyrir okkur, Shockey og James. Þar sem við erum öll á förum á morgun ákváðu Kínverjarnir á heimilinu að halda almennilegt kveðjupartý. Það er gert með því að halda svokallað hot pot. Súpa er útbúin og síðan hendir maður ofan í hana þeim mat sem maður vill sjóða, skellir svo á diskinn sinn og borðar. Að þessu sinni voru tvær súpur, ein fyrir grænmetismat og önnur fyrir kjöt. Í boði voru tofubollur og kjúklingabollur, núðlur með ostrusósu, fínskornar gulrætur og auðvitað kínakál, haha.
Í eftirrétt var boðið upp á djúpsteiktan ís. Það er alltaf gaman að prufa eitthvað öðruvísi en ég var hins vegar lítið fyrir þennan deigís. Baldur kynnti mig þá fyrir annari nýjung: ís í sprite. Það var sko eitthvað að mínu skapi, ég held ég fái mér meira.
fimmtudagur, 1. mars 2007
Næstseinasti dagurinn
Á þessum næstseinasta degi mínum í vinnu hjá Masard kenndi ég samstarfskonum mínum Elizabethu og Öshu að nota tölvupóst. Það gekk brösulega, bara af því ég gerði ráð fyrir að þær kynnu meira en raun bar vitni.
Þegar ég hafði áttað mig á því að þær kynnu ekki einu sinni að opna Firefoxinn varð ég að beita öðrum ráðum. Útkoman var að Asha gat opnað póst frá mér sem ég hafði sent henni á splunkunýja gmailið hennar.
Til að gjalda greiðann kenndu þær mér hvernig maður bindur upp sarí. Ég er ekki alveg viss um að það sé eins praktískt og að kunna að fara á netið en það var engu að síður akkúrat það sem ég vildi læra.
Þegar ég hafði áttað mig á því að þær kynnu ekki einu sinni að opna Firefoxinn varð ég að beita öðrum ráðum. Útkoman var að Asha gat opnað póst frá mér sem ég hafði sent henni á splunkunýja gmailið hennar.
Til að gjalda greiðann kenndu þær mér hvernig maður bindur upp sarí. Ég er ekki alveg viss um að það sé eins praktískt og að kunna að fara á netið en það var engu að síður akkúrat það sem ég vildi læra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)