Nú erum við búin að vera þrjá sæla daga í Kochi. Þessi litli bær er eins og himnasending fyrir okkur Íslendingana sem fíla helst litla bæi og rólega. Hér er áreitið með minnsta móti, fólk er brosmilt og hláturmilt og ef maður afþakkar einhverja þjónustu er sú afstaða manns yfirleitt virt og ekki reynt að þrýsta á mann meira.
Eitt af því sem gerir Kochi svona heillandi er að bærinn er á lítilli eyju sem er aðskilin meginlandinu. Til að komast á milli þarf að taka ferju sem notalegt er að sigla með. Annað sem hefur náð að heilla okkur er kaffihúsið Kashi Art Café sem hefur yfir að skipa litlu, sætu myndagallerí, góðum súpum og salötum, notalegri 6. og 7. áratugs tónlist og súperkökum.
Nú þegar erum við búin að eyða ófáum klukkutímunum inn á kaffihúsinu, að hluta til til að sleppa undan hitanum (sem er okkur lifandi að drepa), og að hluta til því það er svo yndislegt að sitja og spjalla við Singer saumavél!
Á leiðinni heim frá kaffihúsinu göngum við síðan fram hjá vegg sem þakinn er góðum tilvitnunum í hin ýmsu rit og merku menn. Gott dæmi er tilvitnunin í Gandhi sem er á þessa leið: There is no school equal to a decent home and no teachers equal to honest virtuous parents. Svo er líka hollt að hafa í huga þessa tilvitnun í St. Bakhita: What is really beautiful is what is pleasing to the Lord, not what appears more beautiful.
Hverjum finnst síðan ekki hughreystandi að vera minntur á þennan sannleika: Do what you can, do not be distressed about what you can not do. Amen segi ég nú bara.
fimmtudagur, 12. apríl 2007
miðvikudagur, 11. apríl 2007
Í Kochi
Tókum hádegisrútu frá Alappuzha í gær til bæjar að nafni Kochi. Bærinn var stofnaður árið 1341 í kjölfar flóðs sem myndaði afar heppilegt hafnarstæði og óx hann hratt. Hingað komu innflytjendur frá Mið-Austurlöndum, kristnir, múslímar og gyðingar, varð úr því menningarpottur mikill með góðum viðskiptamöguleikum til út- og innflutnings.
Evrópubúar í nýlendusnuðri voru snöggir að átta sig á þessu og hófust afskiptin snemma á 16. öld, fyrst Portúgalir, svo Hollendingar og að lokum Bretar. Evrópskra áhrifa gætir á svæðinu þó nýlenduherrarnir séu auðvitað löngu dauðir eins og hollenski kirkjugarðurinn ber með sér.
Bænum er skipt niður í nokkrar einingar: Ernakulam, Mattancherry, Fort Cochin, Jew Town og Willingdon Island. Ernakulam er stærst og er henni lýst sem aðalborg Keralafylkis. Fort Cochin, Mattancherry og Jew Town eru hins vegar mun æskilegri fyrir ferðfólk sem þegar hefur fengið sinn skerf af indverskum stórborgum.
Ferðin hingað var ekki alveg jafnljúf og bátsferðin um stöðuvötnin þar sem við þurftum að standa upp á endann alla leiðina, í hita, raka, sikksakki og mannþröng. Allt blessaðist nú samt og komumst við heilu og höldnu á rútustöðina í Ernakulam og fórum með fyrstu ferju þaðan til Fort Cochin. Fengum inni á ódýrri heimagistingu með útsýni yfir fallegt svæði og rétt við hina gullfallegu Santa Cruz kirkju.
Fyrsta kvöldið okkar í Kochi fórum við út að borða á útiveitingastað. Þegar við vorum nýsest komumst við að því að við höfðum verið elt alla leið frá Alappuzha, Þruma var mætt á svæðið. Fyrst blikkaði himininn lítillega og nokkrir sakleysislegir dropar úðuðu sér á okkur. Þjónninn kom til allrar hamingju með risastóra sólhlíf sem bjargaði okkur og kvöldmatnum frá því úrhelli sem fylgdi í kjölfar úðans ásamt fjölda eldinga og þruma.
Ekki var hlutverki regn/sólhlífarinnar lokið eftir matinn því þjónninn góði bað okkur að taka hana með heim svo við yrðum ekki hundvot. Þetta snjallræði gerði kvöldið ógleymanlegt því hvar sem við fórum rak fólk upp stór augu og ýmist brosti eða skellihló. Sú manneskja sem hló mest af þessu uppátæki var þó Ásdís sem varla gat gengið fyrir hláturrokum. Yndislegt þrumuveður!
Evrópubúar í nýlendusnuðri voru snöggir að átta sig á þessu og hófust afskiptin snemma á 16. öld, fyrst Portúgalir, svo Hollendingar og að lokum Bretar. Evrópskra áhrifa gætir á svæðinu þó nýlenduherrarnir séu auðvitað löngu dauðir eins og hollenski kirkjugarðurinn ber með sér.
Bænum er skipt niður í nokkrar einingar: Ernakulam, Mattancherry, Fort Cochin, Jew Town og Willingdon Island. Ernakulam er stærst og er henni lýst sem aðalborg Keralafylkis. Fort Cochin, Mattancherry og Jew Town eru hins vegar mun æskilegri fyrir ferðfólk sem þegar hefur fengið sinn skerf af indverskum stórborgum.
Ferðin hingað var ekki alveg jafnljúf og bátsferðin um stöðuvötnin þar sem við þurftum að standa upp á endann alla leiðina, í hita, raka, sikksakki og mannþröng. Allt blessaðist nú samt og komumst við heilu og höldnu á rútustöðina í Ernakulam og fórum með fyrstu ferju þaðan til Fort Cochin. Fengum inni á ódýrri heimagistingu með útsýni yfir fallegt svæði og rétt við hina gullfallegu Santa Cruz kirkju.
Fyrsta kvöldið okkar í Kochi fórum við út að borða á útiveitingastað. Þegar við vorum nýsest komumst við að því að við höfðum verið elt alla leið frá Alappuzha, Þruma var mætt á svæðið. Fyrst blikkaði himininn lítillega og nokkrir sakleysislegir dropar úðuðu sér á okkur. Þjónninn kom til allrar hamingju með risastóra sólhlíf sem bjargaði okkur og kvöldmatnum frá því úrhelli sem fylgdi í kjölfar úðans ásamt fjölda eldinga og þruma.
Ekki var hlutverki regn/sólhlífarinnar lokið eftir matinn því þjónninn góði bað okkur að taka hana með heim svo við yrðum ekki hundvot. Þetta snjallræði gerði kvöldið ógleymanlegt því hvar sem við fórum rak fólk upp stór augu og ýmist brosti eða skellihló. Sú manneskja sem hló mest af þessu uppátæki var þó Ásdís sem varla gat gengið fyrir hláturrokum. Yndislegt þrumuveður!
þriðjudagur, 10. apríl 2007
Í útilegu á húsbáti
Í Kerala fylki eru stór stöðuvötn sem í Indlandsferðabókinni ganga undir samheitinu the backwaters. Um þessi vötn er mjög vinsælt að sigla á ýmsum fararskjóta. Vinsælast meðal ferðalanga er án efa að leigja sér húsbát - svokallaðan kettu vallam - í sólarhring sem siglir með mann um vötnin og það eina sem maður þarf að gera er að slaka á og láta þjóna sér.
Í bænum Alappuzha er mikið framboð af slíkum húsbátum og það var einmitt ástæðan fyrir komu okkar þangað. Við komum hingað á páskadag og eyddum seinniparti hans í að finna húsbát á viðráðanlegu verði. Þegar það hafði tekist var samþykkt að leggja af stað í hádeginu daginn eftir og við gistum því eina nótt í bænum. Það voru mæðginin Benoy og Saudamini sem skutu skjólshúsi yfir okkur í þetta sinn. Bæði eru þau yndisleg út í gegn, hann lögreglumaður og sagnfræðingur og hún heimavinnandi húsmóðir sem sér um stöku ferðalang sem rekur á fjöru hennar.
Við vorum svo heppin að vera slíkir ferðalangar og fengum að launum besta matinn í Indlandi fram til þessa: sérkeralskan morgunverð sem samanstóð af hrísgrjónapönnukökum, eggjakarrý, tómatakarrý, chapatti brauði, ferskum mangó og chai-tei. Ekki skemmdu samtölin við þau mæðgin fyrir, þannig fengum við m.a. að sjá Biblíu á malayalam, tungumáli heimamanna, og komumst að því að nafn móðurinnar, Saudamini, þýðir þruma.
Eftir morgunmat héldum við út í húsbátinn en þó ekki fyrr en við vorum búin að tryggja okkur birgðir af blekpennum og karamellum. Á bátnum tóku þeir P. T. Raju og Devadas á móti okkur með breiðu brosi og suðrænum ávöxtum. Með góðri hjálp tókst að ýta bátnum út úr höfninni og við tók rólegt dól um vötnin þar sem dagskráin samanstóð af því að virða mannlífið við vatnsbakkann fyrir sér, þiggja veitingar og henda pennum og karmellum til barna á vatnsbakkanum sem kölluðu One pen, one pen! Náttúrufegurðin var mikil og fólst helst í grænum pálmatrjám við vatnsbakkann og græna afríkumosanum sem flýtur um öll vötnin.
Við sólsetur bundu þeir P. T. Raju og Devadas landfestar og Devadas fór með okkur í smá rölt um litla þorpið við vatnsbakkann. Þar á hann lítið hús og heilsuðum við upp á konu hans og dótturdóttur. Þau gáfu okkur kaffibolla, við gáfum þeim penna og karamellur, þar með vorum við kvitt.
Um kvöldið gerði mikið þrumuveður, svo mikið reyndar að ég hætti að hafa tölu á þeim eldingum sem ég sá slá niður. Það var ótvíræður hápunktur ferðarinnar að sitja út á þilfari báts sem liggur við landfestar og horfa á eldingarnar þjóta um himinhvolfið og sjá himininn lýsast upp svo ofsalega að á köflum varð hann sem um hábjartan dag. Þrumurnar ljáðu kvöldinu síðan aukinn töfrablæ og mér varð oft hugsað til þrumunnar sem við höfðum kvatt þá um morguninn eftir morgunverðinn dásamlega. Stóð hún kannski á bak við þessa einstöku reynslu?
Við borðuðum kvöldmat út á þilfari í þægilegum baststólum og lásum okkur til heilsubótar. Titill bókarinnar sem ég vera að lesa endurspeglaði vel upplifunina það kvöldið, Blue Shoes and Happiness. Í mínu tilfelli voru það reyndar grænir sokkar og hamingja en það sleppur alveg.
Morguninn eftir vorum við mætt rétt upp úr sex út á þilfar til að fylgjast með sólinni hífa sig upp yfir pálmatrén og feta sig hægt og sígandi upp himinstigann. Eftir morgunmat dólaði báturinn eftir vatninu og við fylgdumst með fólki við morgunstörfin sem flest ef ekki öll fara fram við vatnsbakkann: baða sig í vatninu, bursta tennurnar, sækja vatn og þvo þvott.
Við vorum komin í land rétt fyrir ellefu og kvöddum þá félaga P.T. Raju og Devadas með þökk fyrir frábæra þjónustu. Enskukunnátta þeirra hafði ekki komið að miklum notum í ferðinni en manngæska þeirra skein í gegn og gerði ferðina ógleymanlega.
Myndir af vatnaútilegunni eru komnar á netið, sjá hér.
Í bænum Alappuzha er mikið framboð af slíkum húsbátum og það var einmitt ástæðan fyrir komu okkar þangað. Við komum hingað á páskadag og eyddum seinniparti hans í að finna húsbát á viðráðanlegu verði. Þegar það hafði tekist var samþykkt að leggja af stað í hádeginu daginn eftir og við gistum því eina nótt í bænum. Það voru mæðginin Benoy og Saudamini sem skutu skjólshúsi yfir okkur í þetta sinn. Bæði eru þau yndisleg út í gegn, hann lögreglumaður og sagnfræðingur og hún heimavinnandi húsmóðir sem sér um stöku ferðalang sem rekur á fjöru hennar.
Við vorum svo heppin að vera slíkir ferðalangar og fengum að launum besta matinn í Indlandi fram til þessa: sérkeralskan morgunverð sem samanstóð af hrísgrjónapönnukökum, eggjakarrý, tómatakarrý, chapatti brauði, ferskum mangó og chai-tei. Ekki skemmdu samtölin við þau mæðgin fyrir, þannig fengum við m.a. að sjá Biblíu á malayalam, tungumáli heimamanna, og komumst að því að nafn móðurinnar, Saudamini, þýðir þruma.
Eftir morgunmat héldum við út í húsbátinn en þó ekki fyrr en við vorum búin að tryggja okkur birgðir af blekpennum og karamellum. Á bátnum tóku þeir P. T. Raju og Devadas á móti okkur með breiðu brosi og suðrænum ávöxtum. Með góðri hjálp tókst að ýta bátnum út úr höfninni og við tók rólegt dól um vötnin þar sem dagskráin samanstóð af því að virða mannlífið við vatnsbakkann fyrir sér, þiggja veitingar og henda pennum og karmellum til barna á vatnsbakkanum sem kölluðu One pen, one pen! Náttúrufegurðin var mikil og fólst helst í grænum pálmatrjám við vatnsbakkann og græna afríkumosanum sem flýtur um öll vötnin.
Við sólsetur bundu þeir P. T. Raju og Devadas landfestar og Devadas fór með okkur í smá rölt um litla þorpið við vatnsbakkann. Þar á hann lítið hús og heilsuðum við upp á konu hans og dótturdóttur. Þau gáfu okkur kaffibolla, við gáfum þeim penna og karamellur, þar með vorum við kvitt.
Um kvöldið gerði mikið þrumuveður, svo mikið reyndar að ég hætti að hafa tölu á þeim eldingum sem ég sá slá niður. Það var ótvíræður hápunktur ferðarinnar að sitja út á þilfari báts sem liggur við landfestar og horfa á eldingarnar þjóta um himinhvolfið og sjá himininn lýsast upp svo ofsalega að á köflum varð hann sem um hábjartan dag. Þrumurnar ljáðu kvöldinu síðan aukinn töfrablæ og mér varð oft hugsað til þrumunnar sem við höfðum kvatt þá um morguninn eftir morgunverðinn dásamlega. Stóð hún kannski á bak við þessa einstöku reynslu?
Við borðuðum kvöldmat út á þilfari í þægilegum baststólum og lásum okkur til heilsubótar. Titill bókarinnar sem ég vera að lesa endurspeglaði vel upplifunina það kvöldið, Blue Shoes and Happiness. Í mínu tilfelli voru það reyndar grænir sokkar og hamingja en það sleppur alveg.
Morguninn eftir vorum við mætt rétt upp úr sex út á þilfar til að fylgjast með sólinni hífa sig upp yfir pálmatrén og feta sig hægt og sígandi upp himinstigann. Eftir morgunmat dólaði báturinn eftir vatninu og við fylgdumst með fólki við morgunstörfin sem flest ef ekki öll fara fram við vatnsbakkann: baða sig í vatninu, bursta tennurnar, sækja vatn og þvo þvott.
Við vorum komin í land rétt fyrir ellefu og kvöddum þá félaga P.T. Raju og Devadas með þökk fyrir frábæra þjónustu. Enskukunnátta þeirra hafði ekki komið að miklum notum í ferðinni en manngæska þeirra skein í gegn og gerði ferðina ógleymanlega.
Myndir af vatnaútilegunni eru komnar á netið, sjá hér.
sunnudagur, 8. apríl 2007
Ekta páskadagur
Stundum er lífið eins og góð skáldsaga. Dagurinn í dag var svolítið mikið þannig og mun um aldur og ævi vera minnst sem hins ekta páskadags.
Fyrst smá undanfari: Þar sem Kerala er kristnasta fylki Indlands féll páskadagur ekki í gleymsku eins og kannski hefði getað gerst hefði maður verið staddur annarsstaðar á landinu. Guð sá nefnilega til þess að við gleymdum ekki hvaða dagur væri, það er alveg víst.
Þennan páskadag kvöddum við sæta bæinn Kumily til að halda í átt til strandar. Þegar við stigum út af hótelinu um morguninn, klifjuð í bak og fyrir, stönsuðum við í sporunum og misstum andlitið. Úti var létt rigning, fyrsta rigningin okkar í Indlandi. Fyrst fór allt í uppnám og okkur leist ekki vel á að bíða eftir rútunni úti í rigningu sem vel gæti breyst í hellidembu, þetta er nú einu sinni land öfganna.
Þegar við hugleiddum hins vegar aðstæður sáum við að í raun væri rigningin blessun þar sem hún bæri með sér svala og klifjaða bakpokaferðalanga þyrstir alltaf í svalann. Við ákváðum því að drífa okkur af stað og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að fá smá aukakælingu. Það reyndist síðan vera alveg dásamlegt að fá úðann og veðurguðirnir fengu plús í kladdann fyrir útspilið.
Á rútustöðinni fórum við að næsta ávaxtasala til að birgja okkur upp af appelsínum fyrir ferðina. Þar gaf maður sig á tal við okkur sem reyndist vera bílstjóri hraðvagnsins til Kottayam, en þangað var ferð okkar einmitt heitið. Þar sem við vorum snemma í því vorum við fyrsta fólkið inn í vagninn og gátum þar með valið bestu sætin fremst. Og við þurftum ekki að sitja út í rigningunni. Talandi um þægindi.
Úr sætum okkar horfðum við síðan beint upp á upplýsta Krists- og Maríumynd og um stýrið hafði bílstjórinn vafið talnabandi. Til að tryggja að við fengjum skilaboðin hafði Guð komið því þannig fyrir að þegar við fengum afganginn eftir miðakaupinn stóð á einum 10 rúpíu seðlinum Praise the Lord.
Á sjálfri ferðinni gerðist fátt markvert annað en það að við deildum jarðhnetum með sessunautum okkar, sætri fjölskyldu með tvo æðislega stráka, sem deildu þá með okkur ristuðum kjúklingabaunum, og svo skemmtum við okkur við að skrifa niður skilaboð til ökumanna á umferðaskiltum.
Þegar við loks komum á áfangastað fór bílstjórinn að eigin frumkvæði að leita að strætó sem kæmi okkur niður að ferjunni. Við þurftum því ekkert að hafa fyrir lífinu heldur vippuðum okkur úr rútu yfir í vagn og þaðan niður í ferju sem flutti okkur yfir the backwaters. Svona óumbeðna hjálp fáum við ekki oft tækifæri til að þiggja í Indlandi, en okkur þótti hún einhvern veginn sjálfsögð á þessum degi.
Frá ferjunni þurftum við að taka enn einn vagninn til að komast á lokaáfangastaðinn Alappuzha. Eitthvað vafðist það fyrir okkur að finna blessaðan vagninn og því áræddum við að spyrja næsta bílstjóra. Hann gat hins vegar lítið tjáð sig á ensku og við stóðum því svolítið ráðalaus og vissum ekki í hvorn fótinn átti að stíga. Þá hallaði einn ferþeganna sér út og spurði hvort við þurfum aðstoð. Nema hvað umræddur farþegi var nunna í fullum skrúða. Mér liggur við að segja að auðvitað var þetta nunna þar sem dagurinn var búinn að taka á sig þennan merka kristna blæ.
Nunnan reyndist tala góða ensku og var áhugasöm um okkur og hjálpleg þar að auki. Við fylgdum hennar leiðbeiningum og gengum út að næsta horni þar sem stoppistöðin var. Á sama tíma og okkur bar að renndi strætisvagninn upp að og við beint upp í, fullkomin tímasetning. Mér liggur við að segja að það hafi ekki komið á óvart, vegir Guðs voru orðnir ansi rannsakanlegir þennan páskadag hvað okkur viðkom.
Fyrst smá undanfari: Þar sem Kerala er kristnasta fylki Indlands féll páskadagur ekki í gleymsku eins og kannski hefði getað gerst hefði maður verið staddur annarsstaðar á landinu. Guð sá nefnilega til þess að við gleymdum ekki hvaða dagur væri, það er alveg víst.
Þennan páskadag kvöddum við sæta bæinn Kumily til að halda í átt til strandar. Þegar við stigum út af hótelinu um morguninn, klifjuð í bak og fyrir, stönsuðum við í sporunum og misstum andlitið. Úti var létt rigning, fyrsta rigningin okkar í Indlandi. Fyrst fór allt í uppnám og okkur leist ekki vel á að bíða eftir rútunni úti í rigningu sem vel gæti breyst í hellidembu, þetta er nú einu sinni land öfganna.
Þegar við hugleiddum hins vegar aðstæður sáum við að í raun væri rigningin blessun þar sem hún bæri með sér svala og klifjaða bakpokaferðalanga þyrstir alltaf í svalann. Við ákváðum því að drífa okkur af stað og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að fá smá aukakælingu. Það reyndist síðan vera alveg dásamlegt að fá úðann og veðurguðirnir fengu plús í kladdann fyrir útspilið.
Á rútustöðinni fórum við að næsta ávaxtasala til að birgja okkur upp af appelsínum fyrir ferðina. Þar gaf maður sig á tal við okkur sem reyndist vera bílstjóri hraðvagnsins til Kottayam, en þangað var ferð okkar einmitt heitið. Þar sem við vorum snemma í því vorum við fyrsta fólkið inn í vagninn og gátum þar með valið bestu sætin fremst. Og við þurftum ekki að sitja út í rigningunni. Talandi um þægindi.
Úr sætum okkar horfðum við síðan beint upp á upplýsta Krists- og Maríumynd og um stýrið hafði bílstjórinn vafið talnabandi. Til að tryggja að við fengjum skilaboðin hafði Guð komið því þannig fyrir að þegar við fengum afganginn eftir miðakaupinn stóð á einum 10 rúpíu seðlinum Praise the Lord.
Á sjálfri ferðinni gerðist fátt markvert annað en það að við deildum jarðhnetum með sessunautum okkar, sætri fjölskyldu með tvo æðislega stráka, sem deildu þá með okkur ristuðum kjúklingabaunum, og svo skemmtum við okkur við að skrifa niður skilaboð til ökumanna á umferðaskiltum.
Þegar við loks komum á áfangastað fór bílstjórinn að eigin frumkvæði að leita að strætó sem kæmi okkur niður að ferjunni. Við þurftum því ekkert að hafa fyrir lífinu heldur vippuðum okkur úr rútu yfir í vagn og þaðan niður í ferju sem flutti okkur yfir the backwaters. Svona óumbeðna hjálp fáum við ekki oft tækifæri til að þiggja í Indlandi, en okkur þótti hún einhvern veginn sjálfsögð á þessum degi.
Frá ferjunni þurftum við að taka enn einn vagninn til að komast á lokaáfangastaðinn Alappuzha. Eitthvað vafðist það fyrir okkur að finna blessaðan vagninn og því áræddum við að spyrja næsta bílstjóra. Hann gat hins vegar lítið tjáð sig á ensku og við stóðum því svolítið ráðalaus og vissum ekki í hvorn fótinn átti að stíga. Þá hallaði einn ferþeganna sér út og spurði hvort við þurfum aðstoð. Nema hvað umræddur farþegi var nunna í fullum skrúða. Mér liggur við að segja að auðvitað var þetta nunna þar sem dagurinn var búinn að taka á sig þennan merka kristna blæ.
Nunnan reyndist tala góða ensku og var áhugasöm um okkur og hjálpleg þar að auki. Við fylgdum hennar leiðbeiningum og gengum út að næsta horni þar sem stoppistöðin var. Á sama tíma og okkur bar að renndi strætisvagninn upp að og við beint upp í, fullkomin tímasetning. Mér liggur við að segja að það hafi ekki komið á óvart, vegir Guðs voru orðnir ansi rannsakanlegir þennan páskadag hvað okkur viðkom.
laugardagur, 7. apríl 2007
Kryddbýli og teverksmiðja
Í morgun heimsóttum við kryddbýlið Abraham’s Spice Garden hér rétt fyrir utan Kumily, flóran var reyndar svo fjölbreytt að frekar ætti að tala um grasagarð. Það sem ég man eftir að hafa séð var all spice, negull, kanill, kardimommur, piparkorn (rauð og græn), aloe vera (innan og utan), rósaepli, kaffibaunir (arabica og robust), rauða banana, engifer, vanillu, ananasplöntur (hver planta framleiðir einn ávöxt og deyr svo), langa papaya ávexti, múskat, lárviðarlauf, lady's shoe skrúðblóm, ýmsar ayurvedískar plöntur og býflugnabú sem framleiðir dýrt hunang fyrir ayurvedísk meðul.
Þvínæst var ferðinni heitið á teslóðir, bæði akra og verksmiðjuna Connemara Tea Factory. Fengum við að sjá hvernig svart te er búið til í Indlandi, alveg frá laufi til poka. Fyrsti hlekkurinn í keðjunni er að sjálfsögðu terunninn (líftími 80 ár!) og af honum tína verkakonur laufin. Konurnar fá 80 rúpíur á dag og miðast það við 17 kílóa tínslu en 5 rúpíur fyrir hvert kíló umfram það. Að sögn leiðsögumannsins vinna karlarnir erfiðari vinnu og fá u.þ.b. 100 rúpíur á dag.
Þvínæst eru laufin flutt inn í verksmiðjuna og vatn látið gufa hægt í gegnum þau. Svo eru þau kramin saman í nokkuð sem helst líkist mykju og sett í einhverja skilvindu sem klárar gerjunarferlið og hluta af þurrkuninni á nokkrum klukkustundum. Hálfþurru teduftinu er síðan sáldrað á færiband sem liggur í gegnum risastóran ofn (ógeðslega heitt í kringum hann) og þaðan fer það svo í sekki. Allt þetta til að fólk fái tebollann sinn :o)
Myndir hér!
Þvínæst var ferðinni heitið á teslóðir, bæði akra og verksmiðjuna Connemara Tea Factory. Fengum við að sjá hvernig svart te er búið til í Indlandi, alveg frá laufi til poka. Fyrsti hlekkurinn í keðjunni er að sjálfsögðu terunninn (líftími 80 ár!) og af honum tína verkakonur laufin. Konurnar fá 80 rúpíur á dag og miðast það við 17 kílóa tínslu en 5 rúpíur fyrir hvert kíló umfram það. Að sögn leiðsögumannsins vinna karlarnir erfiðari vinnu og fá u.þ.b. 100 rúpíur á dag.
Þvínæst eru laufin flutt inn í verksmiðjuna og vatn látið gufa hægt í gegnum þau. Svo eru þau kramin saman í nokkuð sem helst líkist mykju og sett í einhverja skilvindu sem klárar gerjunarferlið og hluta af þurrkuninni á nokkrum klukkustundum. Hálfþurru teduftinu er síðan sáldrað á færiband sem liggur í gegnum risastóran ofn (ógeðslega heitt í kringum hann) og þaðan fer það svo í sekki. Allt þetta til að fólk fái tebollann sinn :o)
Myndir hér!
föstudagur, 6. apríl 2007
Ayurvedískt nudd
Ekki voru sjálfspyntingar ofarlega á gátlista dagsins þrátt fyrir að Föstudagurinn langi stæði yfir. Í stað þeirra fórum við í 90 mínútna ayurvedískt heilnudd.
Við vorum leidd hvort í sitt herbergið og þegar þangað var komið var ég beðinn að fara úr hverri spjör. Til að gæta velsæmis batt nuddarinn utan um mig lendaskýlu, tók hana svo upp á milli fótanna á mér og girti í mittisstrenginn. Ég stóð því út á gólfi í einhverri blöndu af bómullarbleyju og g-streng. Hvað varð eiginlega um meint velsæmi?
Eftir þessa ágætu seremóníu settist ég á lágan koll og fékk hausnudd, var svo lagður á bekk og nuddaður út um allt: Andliti, búk og fótleggjum framan og aftan, lófum og fótum með smá rassskellingu í kaupbæti. Allt var þetta gert með svakalegu olíumagni sem fékk síðan nýtt hlutverk þegar ég var settur í gufubað og látinn svitna í gegnum olíuna. Það var æðislegt að komast í gufuna og finna hvernig olían og gufan unnu saman að aukinni slökun. Svo þerraði nuddarinn af mér svitann og olíuna, tók mig úr bleyjunni og sendi mig brosandi út.
Ég hef farið til margra nuddara um dagana en aldrei hef ég áður prófað þessa tegund nudds. Mér fannst þetta allt saman bráðskemmtilegt og naut þess mjög að fá nudd en ég verð samt að segja að ég er mun hrifnari af því sem samlandar mínir kalla slökunarnudd eða hinu víðfræga sænska íþróttanuddi.
Við vorum leidd hvort í sitt herbergið og þegar þangað var komið var ég beðinn að fara úr hverri spjör. Til að gæta velsæmis batt nuddarinn utan um mig lendaskýlu, tók hana svo upp á milli fótanna á mér og girti í mittisstrenginn. Ég stóð því út á gólfi í einhverri blöndu af bómullarbleyju og g-streng. Hvað varð eiginlega um meint velsæmi?
Eftir þessa ágætu seremóníu settist ég á lágan koll og fékk hausnudd, var svo lagður á bekk og nuddaður út um allt: Andliti, búk og fótleggjum framan og aftan, lófum og fótum með smá rassskellingu í kaupbæti. Allt var þetta gert með svakalegu olíumagni sem fékk síðan nýtt hlutverk þegar ég var settur í gufubað og látinn svitna í gegnum olíuna. Það var æðislegt að komast í gufuna og finna hvernig olían og gufan unnu saman að aukinni slökun. Svo þerraði nuddarinn af mér svitann og olíuna, tók mig úr bleyjunni og sendi mig brosandi út.
Ég hef farið til margra nuddara um dagana en aldrei hef ég áður prófað þessa tegund nudds. Mér fannst þetta allt saman bráðskemmtilegt og naut þess mjög að fá nudd en ég verð samt að segja að ég er mun hrifnari af því sem samlandar mínir kalla slökunarnudd eða hinu víðfræga sænska íþróttanuddi.
fimmtudagur, 5. apríl 2007
Frumskógarsafarí
Við vöknuðum í gærmorgun kl. 4:30 til að fara í svokallað Jungle Safari um Periyar Wildlife Sanctuary. Þjóðgarðurinn er 777 km² og er einn stærsti sinnar tegundar í Indlandi. Flestir sem heimsækja garðinn vonast eftir því að sjá glitta í tígrisdýr og hlébarða en síðast sást í tígrisdýr árið 2005, þau eru klók að halda sig frá alfaraleið túristanna.
Leiðsögumaðurinn kom að sækja okkur kl. 5:15 á ekta safaríjeppa og þrír Bandaríkjamenn bættust stuttu síðar í hópinn. Við þutum eftir holóttum veginum í gegnum lítil, sofandi þorp. Þegar við vorum komin inn fyrir hlið þjóðgarðsins tók leitin eftir villtum dýrum við. Mesta sportið var að standa uppi í bílnum því þakið var af. Þar sem þjóðgarðurinn er að hluta til í Western Ghats, nánar tiltekið í Kardimommuhlíðum, er mikið um skógivaxnar hlíðar og gróðursæla dali og náttúrufegurðin því mikil. Að fá að keyra um þjóðgarðinn við sólarupprás og sjá allt vakna til lífsins eru hrein forréttindi, hrein dásemd.
Af þeim skepnum garðsins sem við sáum ber helst að nefna risaíkorna með rauðan feld (sem eru merkilegt nokk jafnfimir í að stökkva milli greina og þeir litlu), vísundafjölskyldu og mjög svo forvitna kálfa þeirra, svartapa og ljónapa með gula hair-do og flugmaurabú hátt upp í laufkrónunum.
Áhugaverðast fannst okkur að finna risastóran fílaskít á götunni. Við eltum slóðina á jeppanum og leitin bar árangur. Fyrir neðan veginn í skógarþykkninu heyrðum við skrjáfið í einsömlum fíl, hann var í miðjum morgunmatnum. Við stukkum úr jeppanum og tókum að ryðja okkur leið gegnum kjarrið niður í mót, eins hratt og hljótt og mögulegt var. Þar fundum við fíl í felum innan um laufgaðar greinar og sáum ranann gráa þreifa fyrir sér eftir morgunmatnum. Fílar borða 250 kg af laufi á dag og drekka 250 lítra af vatni á dag. Þessi tiltekni var voðalega sætur svona nývaknaður.
Eftir morgunmat, sem samanstóð af iddly dosa, spældu eggi, ananasskífum og chai, fórum við í tveggja tíma trekk með leiðsögmanninum Balla. Hann sýndi okkur moldug tré sem fílar nudda sér upp við, tréð sem kanill er unninn úr og eitraðan og oddhvassan ávöxt sem svartapar borða og nota síðan sem hárgreiðu. Hann brenndi fyrir okkur trjábörk sem notaður er í reykelsisgerð og gaf okkur að smakka af sérkennilegum berjum sem líta út eins og bláber, eru þó ekkert nema steinninn og það litla ávaxtakjöt sem er bragðast eins og tamarínd.
Eftir suður-indverskan hádegismat fórum við í bátsferð um Periyar vatnið í árabát. Balla sá alfarið um árarnar svo það eina sem maður þurfti að gera var að horfa í kringum sig og reyna að höggva eftir öpum. Við sáum ekki marga slíka en við sáum lítinn, skærbláan kingfisher sem þaut eftir vatninu. Baldur lærði líka að flauta með laufi, okkur hinum til ómældrar ánægju.
Í jeppanum á leiðinni til baka fengum við að sjá þjóðgarðinn við sólsetur og ekki er hann síðri þá. Heim í hús vorum við komin upp úr hálfsjö og eftir verðskuldaða sturtu fórum við út að borða með hinum ferðalöngunum úr frumskógarferðinni.
Að vanda eru myndir að finna á netinu, athugið Kodai Kanal & Kerala albúmið ykkur til gamans.
Leiðsögumaðurinn kom að sækja okkur kl. 5:15 á ekta safaríjeppa og þrír Bandaríkjamenn bættust stuttu síðar í hópinn. Við þutum eftir holóttum veginum í gegnum lítil, sofandi þorp. Þegar við vorum komin inn fyrir hlið þjóðgarðsins tók leitin eftir villtum dýrum við. Mesta sportið var að standa uppi í bílnum því þakið var af. Þar sem þjóðgarðurinn er að hluta til í Western Ghats, nánar tiltekið í Kardimommuhlíðum, er mikið um skógivaxnar hlíðar og gróðursæla dali og náttúrufegurðin því mikil. Að fá að keyra um þjóðgarðinn við sólarupprás og sjá allt vakna til lífsins eru hrein forréttindi, hrein dásemd.
Af þeim skepnum garðsins sem við sáum ber helst að nefna risaíkorna með rauðan feld (sem eru merkilegt nokk jafnfimir í að stökkva milli greina og þeir litlu), vísundafjölskyldu og mjög svo forvitna kálfa þeirra, svartapa og ljónapa með gula hair-do og flugmaurabú hátt upp í laufkrónunum.
Áhugaverðast fannst okkur að finna risastóran fílaskít á götunni. Við eltum slóðina á jeppanum og leitin bar árangur. Fyrir neðan veginn í skógarþykkninu heyrðum við skrjáfið í einsömlum fíl, hann var í miðjum morgunmatnum. Við stukkum úr jeppanum og tókum að ryðja okkur leið gegnum kjarrið niður í mót, eins hratt og hljótt og mögulegt var. Þar fundum við fíl í felum innan um laufgaðar greinar og sáum ranann gráa þreifa fyrir sér eftir morgunmatnum. Fílar borða 250 kg af laufi á dag og drekka 250 lítra af vatni á dag. Þessi tiltekni var voðalega sætur svona nývaknaður.
Eftir morgunmat, sem samanstóð af iddly dosa, spældu eggi, ananasskífum og chai, fórum við í tveggja tíma trekk með leiðsögmanninum Balla. Hann sýndi okkur moldug tré sem fílar nudda sér upp við, tréð sem kanill er unninn úr og eitraðan og oddhvassan ávöxt sem svartapar borða og nota síðan sem hárgreiðu. Hann brenndi fyrir okkur trjábörk sem notaður er í reykelsisgerð og gaf okkur að smakka af sérkennilegum berjum sem líta út eins og bláber, eru þó ekkert nema steinninn og það litla ávaxtakjöt sem er bragðast eins og tamarínd.
Eftir suður-indverskan hádegismat fórum við í bátsferð um Periyar vatnið í árabát. Balla sá alfarið um árarnar svo það eina sem maður þurfti að gera var að horfa í kringum sig og reyna að höggva eftir öpum. Við sáum ekki marga slíka en við sáum lítinn, skærbláan kingfisher sem þaut eftir vatninu. Baldur lærði líka að flauta með laufi, okkur hinum til ómældrar ánægju.
Í jeppanum á leiðinni til baka fengum við að sjá þjóðgarðinn við sólsetur og ekki er hann síðri þá. Heim í hús vorum við komin upp úr hálfsjö og eftir verðskuldaða sturtu fórum við út að borða með hinum ferðalöngunum úr frumskógarferðinni.
Að vanda eru myndir að finna á netinu, athugið Kodai Kanal & Kerala albúmið ykkur til gamans.
miðvikudagur, 4. apríl 2007
Kathakali dansinn
Fórum að sjá stytta útgáfu af hinum sérkeralska Kathakali dansi. Dansinn á sér rætur til miðrar sautjándu aldar og fara þessar sýningar venjulega fram í hofum og byrja þá um níuleytið á kvöldin og standa fram á morgun. Til allrar hamingju var sýningin okkar ekki nema 90 mínútur, alveg mátuleg.
Dansinn gengur út á að miðla sögum guðanna og eru dansarar aðeins karlar. Sýningin byrjar á því að maður fylgist með dönsurunum mála sig og klæða sig í búninga. Mikið er lagt upp úr að gera dansarana sem guðlegasta í útliti og því er lögð áhersla á að stækka allt við þá. Það er gert með svakalegu magni af farða, skrautlegum og flóknum búningum og meira að segja svörtum pipar til að gera augun rauð.
Þvínæst eru grundvallaratriði dansins útskýrð fyrir áhorfendum og sýndar allsvakalegar augn- og andlitsvöðvaæfingar sem dansararnir þurfa að vera hæfir um að framkvæma. Ég hafði mest gaman af þeim hluta sýningarinnar. Geiflurnar sem þessir gaurar eru færir um að gera eru rosalegar. Þeir geta fært alla athyglina í staka vöðva andlitsins og stjórnað því á magnaðan hátt, sjón er sögu ríkari.
Dansararnir tala ekkert og því eru tónlist, dans, svipbrigði og fingramál notuð til tjáningar. Fingramálið er afar flókið og átti ég ekki séns í að fatta hvað væri á seyði meðan dansinn dunaði, til allrar hamingju fengum við ljósrit af sögunni til að átta okkur á þræðinum. Ég er feginn að hafa séð þennan fræga dans en undirstrika þó að ég gæti ekki hugsað mér að fara á tólf tíma alvörusjóv.
Myndir er að finna í Kodai-Kanal og Keralamyndaalbúminu.
Dansinn gengur út á að miðla sögum guðanna og eru dansarar aðeins karlar. Sýningin byrjar á því að maður fylgist með dönsurunum mála sig og klæða sig í búninga. Mikið er lagt upp úr að gera dansarana sem guðlegasta í útliti og því er lögð áhersla á að stækka allt við þá. Það er gert með svakalegu magni af farða, skrautlegum og flóknum búningum og meira að segja svörtum pipar til að gera augun rauð.
Þvínæst eru grundvallaratriði dansins útskýrð fyrir áhorfendum og sýndar allsvakalegar augn- og andlitsvöðvaæfingar sem dansararnir þurfa að vera hæfir um að framkvæma. Ég hafði mest gaman af þeim hluta sýningarinnar. Geiflurnar sem þessir gaurar eru færir um að gera eru rosalegar. Þeir geta fært alla athyglina í staka vöðva andlitsins og stjórnað því á magnaðan hátt, sjón er sögu ríkari.
Dansararnir tala ekkert og því eru tónlist, dans, svipbrigði og fingramál notuð til tjáningar. Fingramálið er afar flókið og átti ég ekki séns í að fatta hvað væri á seyði meðan dansinn dunaði, til allrar hamingju fengum við ljósrit af sögunni til að átta okkur á þræðinum. Ég er feginn að hafa séð þennan fræga dans en undirstrika þó að ég gæti ekki hugsað mér að fara á tólf tíma alvörusjóv.
Myndir er að finna í Kodai-Kanal og Keralamyndaalbúminu.
þriðjudagur, 3. apríl 2007
Kumily í Kerala
Þá erum við komin til Kumily í Kerala fylki, þar sem vötn og grænka og notalegheit eru orð dagsins. Kerala liggur upp við Arabíuhaf og hefur því líka yfir langri strandleggju að ráða. Innan um gróðursælt landslagið má síðan sjá kirkjur kaþólikka sem eru fleiri hér en annarsstaðar í Indlandi. Slagorð Keralabúa er enda: Kerala – God’s own country.
Í Kerala eru meðallaunin lægri en annarsstaðar í Indlandi en mun færri eru þó við fátæktarmörk þar sem jöfnuðurinn er meiri hér en annarsstaðar. Hér er til að mynda nær 100% læsi og Keralabúar stæra sig af mennta- og heilbrigðiskerfi sínu. Þá er fylkið þekkt fyrir róttækan hugsunarhátt. Kerala var til að mynda fyrsta ríkið í Indlandi til að kjósa kommúníska stjórn árið 1957 og árið 2003 voru reykingar á opinberum stöðum bannaðar. Go Kerala!
Við komum hingað með leigubíl frá Kodai Kanal. Leigubíllinn var gamall en hvítur, snyrtilegur Ambassador með slitnum sætum sem óþægilegt var að sitja í. Þegar við komum að fylkismörkum Tamil Nadu og Kerala neitaði bílstjórinn að fara lengra og fullyrti að það yrði bölvað vesen fyrir sig þar sem Kerala væri annað land en Tamil Nadu. Kumily er sem betur fer á mörkunum svo við gátum gengið yfir í bæinn.
Við vorum varla búin að stíga framhjá lágreistri landamærastönginni og inn í Kerala þegar ungur maður, Fartesh, kom upp að okkur og bauð okkur gistingu í heimahúsi sínu Mundakal Cottage. Við kíktum á aðstæður og urðum mjög hrifin. Við fáum herbergi með sérinngangi, sérbaðherbergi með nóg af heitu vatni, sjónvarpi og svölum, kaffi og te, allt fyrir 200 rúpíur nóttin. Í þokkabót er allt tandurhreint og snyrtilegt og okkur líður mun betur hér en á hótelherberginu í Kodai sem var dimmt og loftlaust.
Nú erum við að plana næstu daga í Kumily en hingað kemur fólk til að heimsækja Periyar Wildlife Sanctuary sem hefur yfir að skarta fílum og tígrisdýrum, dádýrum, vísundum og öpum í þúsundatali.
Í Kerala eru meðallaunin lægri en annarsstaðar í Indlandi en mun færri eru þó við fátæktarmörk þar sem jöfnuðurinn er meiri hér en annarsstaðar. Hér er til að mynda nær 100% læsi og Keralabúar stæra sig af mennta- og heilbrigðiskerfi sínu. Þá er fylkið þekkt fyrir róttækan hugsunarhátt. Kerala var til að mynda fyrsta ríkið í Indlandi til að kjósa kommúníska stjórn árið 1957 og árið 2003 voru reykingar á opinberum stöðum bannaðar. Go Kerala!
Við komum hingað með leigubíl frá Kodai Kanal. Leigubíllinn var gamall en hvítur, snyrtilegur Ambassador með slitnum sætum sem óþægilegt var að sitja í. Þegar við komum að fylkismörkum Tamil Nadu og Kerala neitaði bílstjórinn að fara lengra og fullyrti að það yrði bölvað vesen fyrir sig þar sem Kerala væri annað land en Tamil Nadu. Kumily er sem betur fer á mörkunum svo við gátum gengið yfir í bæinn.
Við vorum varla búin að stíga framhjá lágreistri landamærastönginni og inn í Kerala þegar ungur maður, Fartesh, kom upp að okkur og bauð okkur gistingu í heimahúsi sínu Mundakal Cottage. Við kíktum á aðstæður og urðum mjög hrifin. Við fáum herbergi með sérinngangi, sérbaðherbergi með nóg af heitu vatni, sjónvarpi og svölum, kaffi og te, allt fyrir 200 rúpíur nóttin. Í þokkabót er allt tandurhreint og snyrtilegt og okkur líður mun betur hér en á hótelherberginu í Kodai sem var dimmt og loftlaust.
Nú erum við að plana næstu daga í Kumily en hingað kemur fólk til að heimsækja Periyar Wildlife Sanctuary sem hefur yfir að skarta fílum og tígrisdýrum, dádýrum, vísundum og öpum í þúsundatali.
mánudagur, 2. apríl 2007
Súkkulaði, trekk og svala loftið
Fyrsta daginn okkar í Kodai stóð yfir bandh og allt því lokað. Við erum að verða ansi vön þessu bandh fyrirbæri og í stað þess að sitja inni á hótelherbergi og láta okkur leiðast, notuðum við tækifærið og gengum hringinn í kringum vatnið í hjarta Kodai. Þetta eru einhverjir sex kílómetrar og á leiðinni sáum við marga sem voru að veiða á stöng og mörg húsanna voru mjög falleg, steinhlaðin eins og í Evrópu með fallegum görðum og leirplötuþaki.
Evrópsku áhrifin skrifast á Breta sem voru fyrstir til að koma hingað og byggja sér bústað fjarri hitanum og rakanum. Það skrifast kannski líka á þessi evrópsku áhrif að annar hver sölubás selur hjemmelavet súkkulaði sem við pössuðum okkur á að prufa vel og vandlega.
Þar sem Kodai er svalur staður með meiru er hann vinsæll meðal útivistafólks. Á sunnudaginn fórum við í átta tíma trekk um skógivaxnar hæðirnar kringum Kodai Kanal. Leiðsögumaðurinn okkar, Murugan, leiddi okkur út úr bænum og áður en við vissum af vorum við komin út í þverhníptar, grænar hlíðar með útsýni yfir hæðir og hóla. Þar sem það var skýjað horfðum við úr hlíðunum beint ofan á hvít og dúnamjúk skýin, geggjað.
Murugan sýndi okkur eucalyptus lauf og reif heilan runna fyrir okkur sem við stungum í bakpokann. Fyrirmælin voru að setja laufin í heitt fötubað og baða sig upp úr því fyrir “fresh body”. Hann sýndi okkur líka lemongrass og gaf okkur að hnusa, það var eins og að halda á skál af skornum sítrónum. Í hvert sinn sem hann tók að hrópa come back og come fast vissum við að í nágrenninu væri villivísundur og tókum því til fótanna niður hlíðina.
Við gengum um skóga sem notaðir eru í eldspítur og þar fann Murugan brodd af broddgelti sem ég stakk í hárið. Við heimsóttum Rainbow Falls og Tiger Caves, Dolphin Nose og Echo Rock og síðasta stopp var við útsýnisstaðinn Green View Valley sem gengur undir nafninu Suicide Point meðal heimamanna. Um kvöldið fórum við síðan í eucalyptus bað að góðra manna ráðum og fengum frískan líkama.
Í dag tókum við því rólega eftir göngu gærdagsins enda harðsperrur farnar að segja til sín. Við gerðum reyndar ashtanga yoga inn á herbergi til að vera yfirhöfuð fær um að ganga eitthvað í dag. Þegar við fórum loks út keyptum við smá súkkulaði eftir vigt, kíktum í Eco Nuts þar sem við fylltum poka af möndlum og hnetum, skoðuðum í leikfangaverslun sem selur varning frá heimamönnum og slökuðum á í German bakery þar sem allir Ísraelarnir safnast saman, eins kaldhæðið og það er. Þar sem við getum ekki tekið fersk eucalyptus lauf með okkur í ferðina keyptum við einn minjagrip frá Kodai: eucalyptus olíu.
Fleiri myndir eru komnar á netið í Kodai Kanal albúminu!
Evrópsku áhrifin skrifast á Breta sem voru fyrstir til að koma hingað og byggja sér bústað fjarri hitanum og rakanum. Það skrifast kannski líka á þessi evrópsku áhrif að annar hver sölubás selur hjemmelavet súkkulaði sem við pössuðum okkur á að prufa vel og vandlega.
Þar sem Kodai er svalur staður með meiru er hann vinsæll meðal útivistafólks. Á sunnudaginn fórum við í átta tíma trekk um skógivaxnar hæðirnar kringum Kodai Kanal. Leiðsögumaðurinn okkar, Murugan, leiddi okkur út úr bænum og áður en við vissum af vorum við komin út í þverhníptar, grænar hlíðar með útsýni yfir hæðir og hóla. Þar sem það var skýjað horfðum við úr hlíðunum beint ofan á hvít og dúnamjúk skýin, geggjað.
Murugan sýndi okkur eucalyptus lauf og reif heilan runna fyrir okkur sem við stungum í bakpokann. Fyrirmælin voru að setja laufin í heitt fötubað og baða sig upp úr því fyrir “fresh body”. Hann sýndi okkur líka lemongrass og gaf okkur að hnusa, það var eins og að halda á skál af skornum sítrónum. Í hvert sinn sem hann tók að hrópa come back og come fast vissum við að í nágrenninu væri villivísundur og tókum því til fótanna niður hlíðina.
Við gengum um skóga sem notaðir eru í eldspítur og þar fann Murugan brodd af broddgelti sem ég stakk í hárið. Við heimsóttum Rainbow Falls og Tiger Caves, Dolphin Nose og Echo Rock og síðasta stopp var við útsýnisstaðinn Green View Valley sem gengur undir nafninu Suicide Point meðal heimamanna. Um kvöldið fórum við síðan í eucalyptus bað að góðra manna ráðum og fengum frískan líkama.
Í dag tókum við því rólega eftir göngu gærdagsins enda harðsperrur farnar að segja til sín. Við gerðum reyndar ashtanga yoga inn á herbergi til að vera yfirhöfuð fær um að ganga eitthvað í dag. Þegar við fórum loks út keyptum við smá súkkulaði eftir vigt, kíktum í Eco Nuts þar sem við fylltum poka af möndlum og hnetum, skoðuðum í leikfangaverslun sem selur varning frá heimamönnum og slökuðum á í German bakery þar sem allir Ísraelarnir safnast saman, eins kaldhæðið og það er. Þar sem við getum ekki tekið fersk eucalyptus lauf með okkur í ferðina keyptum við einn minjagrip frá Kodai: eucalyptus olíu.
Fleiri myndir eru komnar á netið í Kodai Kanal albúminu!
sunnudagur, 1. apríl 2007
Rauðhausar!
Einkaþjálfarinn ég
Eins og mátti sjá á myndaalbúminu sendi ég lokaverkefnið í einkaþjálfun til Kaliforníu nú á dögunum. Það eina sem ég vissi þegar ég sendi það af stað var að ég hafði gert mitt allra besta.
Kaliforníubúum líkaði það vel og er ég því orðinn fullgildur einkaþjálfari, jibbí! Hver man ekki eftir leikskólalaginu: Ég ætla að þjálfa allan heiminn elsku mamma...
Kaliforníubúum líkaði það vel og er ég því orðinn fullgildur einkaþjálfari, jibbí! Hver man ekki eftir leikskólalaginu: Ég ætla að þjálfa allan heiminn elsku mamma...
laugardagur, 31. mars 2007
Kodai kanal
Við komum snemma í morgun til Kodai Kanal. Við ferðuðumst með næturrútu í semi-sleeper vagni, sem þýðir að maður hefur skemil undir fæturnar og getur hallað sætinu vel aftur. Það er þó ekki það sama og að geta lagst flatur, það er alveg víst. Þar að auki er vegurinn frá Pondicherry hingað ansi holóttur á köflum svo svefninn var oft rofinn þegar maður hentist upp úr sætinu.
Kodai Kanal er svokölluð hill station, er í 2000 metra hæð og er hluti af Western Ghats, en þau eru einmitt næst hæstu fjöll Indlands á eftir Himalaya fjallagarðinum. Kodai Kanal er á Palani hryggnum og hefur yfir að skarta mikilli náttúrufegurð og ríkulegu dýraríki. Þegar rútan fikraði sig upp fjallshryggina var útsýnið alveg dásamlegt: Skógi vaxnar hæðir svo langt sem augað eygir, grænar í návígi en blágráar í fjarska. Trén eru há og grönn með mikilli trjákrónu, þau líkjast helst tannstönglum með grænum bómullarhnoðum áfestum.
Við fundum ódýrt herbergi þrátt fyrir að allt gistipláss bæjarins væri uppbókað. Það kom nefnilega í ljós að nú er fjögurra daga frí í Tamil Nadu svo allir miðstéttar Tamílar héldu til fjalla til að sleppa undan hitanum á sléttunum. Loftið hér er mun þynnra og léttara og ég sakna ekki rakans. Aðalsportið hér er að trekka um skóga og fjöll og svo er stöðuvatn í hjarta bæjarins sem gaman er að rölta hringinn um. Við ætlum að gefa þessu nokkra daga.
Kodai Kanal er svokölluð hill station, er í 2000 metra hæð og er hluti af Western Ghats, en þau eru einmitt næst hæstu fjöll Indlands á eftir Himalaya fjallagarðinum. Kodai Kanal er á Palani hryggnum og hefur yfir að skarta mikilli náttúrufegurð og ríkulegu dýraríki. Þegar rútan fikraði sig upp fjallshryggina var útsýnið alveg dásamlegt: Skógi vaxnar hæðir svo langt sem augað eygir, grænar í návígi en blágráar í fjarska. Trén eru há og grönn með mikilli trjákrónu, þau líkjast helst tannstönglum með grænum bómullarhnoðum áfestum.
Við fundum ódýrt herbergi þrátt fyrir að allt gistipláss bæjarins væri uppbókað. Það kom nefnilega í ljós að nú er fjögurra daga frí í Tamil Nadu svo allir miðstéttar Tamílar héldu til fjalla til að sleppa undan hitanum á sléttunum. Loftið hér er mun þynnra og léttara og ég sakna ekki rakans. Aðalsportið hér er að trekka um skóga og fjöll og svo er stöðuvatn í hjarta bæjarins sem gaman er að rölta hringinn um. Við ætlum að gefa þessu nokkra daga.
föstudagur, 30. mars 2007
Haldið frá Auroville
Við höldum nú frá Auroville eftir þriggja vikna dvöl. Upphaflega var planið að vera aðeins fjóra daga en Guði sé lof fyrir sveigjanleikann í plönum okkar, hann gerði okkur kleift að lengja dvölina svona mikið. Okkur hefur liðið eins og blóma í eggi og við kveðjum staðinn með miklum trega.
Við förum þó ekki tómhent frá Auroville. Við eignuðumst yndislega vini í Ingibjörgu og Víði, uppgötvuðum nýtt áhugamál hvað mótorhjólið snertir, erum núna afskaplega spennt fyrir frekari yoga ástundun, sér í lagi astanga yoga, og höfum fengið endalausar spennandi hugmyndir fyrir framtíðina. Annað sem við höfum með í farteskinu frá Auroville, en er erfitt að ferðast með, sendum við heim fyrr í dag frá Pondy: arkitekúrsbókin góða, fimm smámyndir eftir teiknarann Vahula og ógrynnin öll af bókum.
Þrátt fyrir að hafa eytt þremur vikum í Auroville náðum við aldrei að kíkja á Siddhartha Farm og Buddha Garden en þar er hægt að stunda garðyrkjusjálfboðastörf í lífrænni ræktun á morgnana. Þá eigum við enn eftir að kíkja á Pony Farm og lífræna veitingastaðinn í Solitude, fara aftur í Watsu og fleiri astanga yoga tíma auk allra hinna vinnubúðanna sem eru hér í boði. Mér sýnist vera feikinægur grundvöllur fyrir annarri heimsókn.
Myndir frá Auroville dvölinni eru komnar á netið: Hér!
Við förum þó ekki tómhent frá Auroville. Við eignuðumst yndislega vini í Ingibjörgu og Víði, uppgötvuðum nýtt áhugamál hvað mótorhjólið snertir, erum núna afskaplega spennt fyrir frekari yoga ástundun, sér í lagi astanga yoga, og höfum fengið endalausar spennandi hugmyndir fyrir framtíðina. Annað sem við höfum með í farteskinu frá Auroville, en er erfitt að ferðast með, sendum við heim fyrr í dag frá Pondy: arkitekúrsbókin góða, fimm smámyndir eftir teiknarann Vahula og ógrynnin öll af bókum.
Þrátt fyrir að hafa eytt þremur vikum í Auroville náðum við aldrei að kíkja á Siddhartha Farm og Buddha Garden en þar er hægt að stunda garðyrkjusjálfboðastörf í lífrænni ræktun á morgnana. Þá eigum við enn eftir að kíkja á Pony Farm og lífræna veitingastaðinn í Solitude, fara aftur í Watsu og fleiri astanga yoga tíma auk allra hinna vinnubúðanna sem eru hér í boði. Mér sýnist vera feikinægur grundvöllur fyrir annarri heimsókn.
Myndir frá Auroville dvölinni eru komnar á netið: Hér!
fimmtudagur, 29. mars 2007
Verslunarferð til Pondy
Í gær fórum við ásamt Víði og Ingibjörgu til Pondicherry með búðaráp í huga. Svo heppilega vill til að öll erum við bókaormar og því lá beint við að byrja í bókabúð. Búðin sem við fórum í var ekki mjög stór en þar kenndi ýmissa grasa og auðvitað féllum við nokkuð rækilega í freistni, eins og lög gera ráð fyrir.
Ásdís keypti: Balzac and the Little Chinese seamstress eftir Dai Sijie, Blue Shoes and Happiness eftir Alexander McCall Smith, Tuesdays With Morrie og The Five People You Meet in Heaven eftir Mitch Albom, The Village By the Sea eftir Anita Desai, The Power of Positive Thinking og The Power of Positive Living eftir Norman Vincent Peale.
Ég keypti: Freakonomics eftir Steven D. Levitt, Atlas Shrugged eftir Ayn Rand, Seven Spiritual Laws of Success eftir Deepak Chopra, How to Raise Your Own Salary eftir Napoleon Hill, How to Think Like Leonardo DaVinci eftir Michael J. Gelb. Ég elska bókabúðir!
Leið okkar lá svo í gegnum líflegt mannhafið inn í indverska fataverslun þar sem við blöstu litríkir efnisstrangar í metravís, ætlaðir til sarígerðar, og föt í bæði indverskum og vestrænum stíl. Eitthvað lítilræði slæddist í poka þar en í heldur hóflegra magni. Kvöldið var svo kórónað með skemmtilegri stund og frönskum kræsingum á Satsanga.
Ásdís keypti: Balzac and the Little Chinese seamstress eftir Dai Sijie, Blue Shoes and Happiness eftir Alexander McCall Smith, Tuesdays With Morrie og The Five People You Meet in Heaven eftir Mitch Albom, The Village By the Sea eftir Anita Desai, The Power of Positive Thinking og The Power of Positive Living eftir Norman Vincent Peale.
Ég keypti: Freakonomics eftir Steven D. Levitt, Atlas Shrugged eftir Ayn Rand, Seven Spiritual Laws of Success eftir Deepak Chopra, How to Raise Your Own Salary eftir Napoleon Hill, How to Think Like Leonardo DaVinci eftir Michael J. Gelb. Ég elska bókabúðir!
Leið okkar lá svo í gegnum líflegt mannhafið inn í indverska fataverslun þar sem við blöstu litríkir efnisstrangar í metravís, ætlaðir til sarígerðar, og föt í bæði indverskum og vestrænum stíl. Eitthvað lítilræði slæddist í poka þar en í heldur hóflegra magni. Kvöldið var svo kórónað með skemmtilegri stund og frönskum kræsingum á Satsanga.
miðvikudagur, 28. mars 2007
MM og ómkórinn
Miðja og sál Auroville er gullkúla sem kallast Matri Mandir (MM). Um er að ræða hugleiðslukúlu sem ætluð er til hugleiðslu, íhugunar og einbeitingar. Um daginn fórum við í fyrstu heimsókn að MM og fengum þá aðeins að skoða það utanfrá og ganga um nærliggjandi grundir. Í dag fórum við síðan í sýnisferð inn í MM og inn í sjálfa hugleiðsluhvelfinguna (inner chamber).
Það er óhætt að segja að það sé geggjað umhorfs þar inni. Loftið er svalt og dimmt, á gólfum erum ljós teppi og stórum setpullum er raðað í hring kringum risastóra glerkúlu. Ofan úr loftinu skín síðan samþjappað sólarljós ofan á og í gegnum kúluna og í myrkrinu líkist það helst því sem maður sér í geimverumyndum þegar dyr geimskipsins opnast og geislinn ógurlegi tekur að bíma fólk upp til sín.
Hluti af heimsókninni í MM er 15 mínútna hugleiðsla inn í hvelfingunni. Eins og áður segir eru hvít teppi á gólfi og er það vel því þarna ómar allt svo afskaplega. Ef fólk þarf að ræskja sig endurkastast lætin milli súlna og veggja og allir verða vandræðalegir. Svo má ekki gleyma að minnast á að allir gestir verða að klæða sig í hvíta sokka áður en þeir ganga inn í MM til að skíta ekki út hvítan marmarann, harhar.
Eftir þessa hugleiðsluheimsókn var viðeigandi að næsta stopp væri við friðarborðið. Þaðan héldum við síðan í samfloti við Ingibjörgu og Víði í svokallaðan ómkór, kór þar sem fólk ómar saman. Fyrst voru gerðar nokkrar raddæfingar sem ég hafði gaman af og síðan tók við ómið sjálft og var ómað restina af æfingunni.
Það er mergjað að finna hvernig röddin getur fengið allt innra með manni til að víbra. Það var líka alveg mergjað að sitja með lokuð augun í dvínandi dagsbirtunni og opna þau síðan í næturmyrkri og skímu frá tendruðu kerti.

Hluti af heimsókninni í MM er 15 mínútna hugleiðsla inn í hvelfingunni. Eins og áður segir eru hvít teppi á gólfi og er það vel því þarna ómar allt svo afskaplega. Ef fólk þarf að ræskja sig endurkastast lætin milli súlna og veggja og allir verða vandræðalegir. Svo má ekki gleyma að minnast á að allir gestir verða að klæða sig í hvíta sokka áður en þeir ganga inn í MM til að skíta ekki út hvítan marmarann, harhar.
Eftir þessa hugleiðsluheimsókn var viðeigandi að næsta stopp væri við friðarborðið. Þaðan héldum við síðan í samfloti við Ingibjörgu og Víði í svokallaðan ómkór, kór þar sem fólk ómar saman. Fyrst voru gerðar nokkrar raddæfingar sem ég hafði gaman af og síðan tók við ómið sjálft og var ómað restina af æfingunni.
Það er mergjað að finna hvernig röddin getur fengið allt innra með manni til að víbra. Það var líka alveg mergjað að sitja með lokuð augun í dvínandi dagsbirtunni og opna þau síðan í næturmyrkri og skímu frá tendruðu kerti.
þriðjudagur, 27. mars 2007
Dekurdagar
Maður er alltaf að læra betur og betur hvað Auroville hefur upp á að bjóða. Í þetta sinn höfum við uppgötvað Quiet Healing Center, þar sem boðið er upp á ýmiss konar heilun, nudd og slökun.
Watsu prófuðum við fyrst og kolféllum fyrir. Watsu er nokkurs konar vatnsslökun og nudd sem fer að öllu leyti fram ofan í sundlaug. Watsusérfræðingurinn dregur mann um í vatninu, fettir og brettir en lætur vatnið algerlega um nuddið. Ferlið tekur um 90 mínútur en okkur fannst báðum að þær liðu allt of hratt.
Soundbed (hljóðrúmið) var næst á dagskrá okkar en þar liggur maður á trébekk sem er í raun harpa. Þarna liggur maður svo í klukkutíma og nýtur þess að komast í djúpslökun með hjálp þægilegs titrings (good vibrations) frá hljóðfærinu.
Síðasta dekrið fór ég einn í, nudd. Það voru 90 mínútur af dekri og pyntingum í bland. Upphitunin var verst því þá togaði gaurinn svo í hárin á löppunum á mér að ég er enn að jafna mig. Nuddarinn náði ansi djúpt í marga vöðvana og náði ég að sofna undir lokin. Þótti þetta samt síðsti dekurliðurinn.
Af þessum þremur dekrum sem við prófuðum fær Watsu meðferðin toppeinkunn. Skemmtilegt er frá því að segja að sumarið 2002 í barnalauginni í Laugardal höfðum við Ásdís fundið upp ákveðna slökunaraðferð sem líkist einföldu Watsui svo við höfum í raun leitað í þetta lengi.
Watsu prófuðum við fyrst og kolféllum fyrir. Watsu er nokkurs konar vatnsslökun og nudd sem fer að öllu leyti fram ofan í sundlaug. Watsusérfræðingurinn dregur mann um í vatninu, fettir og brettir en lætur vatnið algerlega um nuddið. Ferlið tekur um 90 mínútur en okkur fannst báðum að þær liðu allt of hratt.
Soundbed (hljóðrúmið) var næst á dagskrá okkar en þar liggur maður á trébekk sem er í raun harpa. Þarna liggur maður svo í klukkutíma og nýtur þess að komast í djúpslökun með hjálp þægilegs titrings (good vibrations) frá hljóðfærinu.
Síðasta dekrið fór ég einn í, nudd. Það voru 90 mínútur af dekri og pyntingum í bland. Upphitunin var verst því þá togaði gaurinn svo í hárin á löppunum á mér að ég er enn að jafna mig. Nuddarinn náði ansi djúpt í marga vöðvana og náði ég að sofna undir lokin. Þótti þetta samt síðsti dekurliðurinn.
Af þessum þremur dekrum sem við prófuðum fær Watsu meðferðin toppeinkunn. Skemmtilegt er frá því að segja að sumarið 2002 í barnalauginni í Laugardal höfðum við Ásdís fundið upp ákveðna slökunaraðferð sem líkist einföldu Watsui svo við höfum í raun leitað í þetta lengi.
mánudagur, 26. mars 2007
Áhrif yoga
Við sóttum okkar fyrsta astanga yoga tíma í dag og heilluðumst alveg af æfingakerfi þeirra. Gúrúinn Ingibjörg var búin að hvetja okkur alla vikuna á undan að mæta í einn tíma en á sama tíma var Víðir að hræða okkur með sögum um hve erfiðir tímarnir væru.
Í þessum fyrsta tíma lærðum við sex fyrstu stöðurnar í fyrstu seríunni: sólarhyllingu A og B og fjórar aðrar sem ég kann ekki að nefna að svo stöddu. Undir lok tímans lét kennarinn, Móníka, okkur fara í lótusinn. Mér hefur alltaf tekist að komast í lótusinn en átt í miklum vandræðum með að halda honum. Í þetta sinn náði ég hins vegar að yfisstíga þennan andartaks sársauka sem fylgir stöðunni og hefði getað setið allan dag í lótusnum. Það var mögnuð upplifun.
Áhrif yoga tímans létu ekki á sér standa. Ég varð miklu skarpari og fannst sem tíminn hefði kippt mér inn á beinu brautina aftur. Ég hef verið slök í vatnsdrykkjunni undanfarna daga og fundið til kraftleysis fyrir vikið. Eftir tímann fór ég hins vegar í langa og góða sturtu þar sem ég lét vatnið heila mig, drakk síðan grænt te á veröndinni og súpti á vatnsglasinu reglulega.
Dagsfastan varð líka auðveldari og skemmtilegri eftir yoga tímann. Við rufum hana síðan með einu besta papaya sem sögur fara af og tveimur gómsætum bönunum. Við prófuðum líka ávöxtinn chickoo sem er algjört sælgæti. Hann er dísætur og hvað bragð og áferð snertir minnir hann einna helst á marsípan.
Í þessum fyrsta tíma lærðum við sex fyrstu stöðurnar í fyrstu seríunni: sólarhyllingu A og B og fjórar aðrar sem ég kann ekki að nefna að svo stöddu. Undir lok tímans lét kennarinn, Móníka, okkur fara í lótusinn. Mér hefur alltaf tekist að komast í lótusinn en átt í miklum vandræðum með að halda honum. Í þetta sinn náði ég hins vegar að yfisstíga þennan andartaks sársauka sem fylgir stöðunni og hefði getað setið allan dag í lótusnum. Það var mögnuð upplifun.
Áhrif yoga tímans létu ekki á sér standa. Ég varð miklu skarpari og fannst sem tíminn hefði kippt mér inn á beinu brautina aftur. Ég hef verið slök í vatnsdrykkjunni undanfarna daga og fundið til kraftleysis fyrir vikið. Eftir tímann fór ég hins vegar í langa og góða sturtu þar sem ég lét vatnið heila mig, drakk síðan grænt te á veröndinni og súpti á vatnsglasinu reglulega.
Dagsfastan varð líka auðveldari og skemmtilegri eftir yoga tímann. Við rufum hana síðan með einu besta papaya sem sögur fara af og tveimur gómsætum bönunum. Við prófuðum líka ávöxtinn chickoo sem er algjört sælgæti. Hann er dísætur og hvað bragð og áferð snertir minnir hann einna helst á marsípan.
Helgarvellystingar
Við eyddum helginni í miklum vellystingum. Á laugardeginum átum við okkur til óbóta af fína bakkelsinu úr Farm Fresh bakaríinu. Þar smökkuðum við súkkulaði tröfflur, valhnetuböku, sítrónuköku, choco delight, choco chips & nuts cake, choconut cake, temptation, orange pekin og choco coffee.
Þegar Ingbjörg og Víðir báðu okkur um að koma með eitthvað úr bakaríinu fyrir sig, eitthvað surprise, ákváðum við að fylla heilt box af góðgæti og láta magnið vera það sem kom á óvart. Það tókst :0)
Báða daga helgarinnar borðuðum við í Pondicherry. Á laugardeginum var varla fært um götur bæjarins fyrir upplýstum brúðkaupsvögnum. Brúðurin situr þá í hásæti ofan á blómum prýddum og ljósskreyttum palli sem síðan er dreginn um allan bæinn.
Í dag fórum við að eftirmiðdeginum til til Pondy og upplifðum þá sunnudagsrölt meðfram strandgötunni: keyptum vel kryddað poppkorn í kramarhúsi, horfðum á indverskan dans á götum úti og skoðuðum á mörkuðum. Borðuðum síðan á fínasta veitingasstað bæjarins, La Promenade, sem bíður upp á fátæklegan matseðil og óspennandi grænmetisrétti.
Bæði kvöldin spiluðum við líka Sequence eins og lög gera ráð fyrir, og ummæli Víðis: Þetta er bjútífúl, sem féllu þegar hann hélt að Baldur myndi nota tíguldrottningu til að tryggja þeim tveimur sigur, eiga um ókomna tíð eftir að fá okkur Baldur til að væla af hlátri.
Þegar Ingbjörg og Víðir báðu okkur um að koma með eitthvað úr bakaríinu fyrir sig, eitthvað surprise, ákváðum við að fylla heilt box af góðgæti og láta magnið vera það sem kom á óvart. Það tókst :0)
Báða daga helgarinnar borðuðum við í Pondicherry. Á laugardeginum var varla fært um götur bæjarins fyrir upplýstum brúðkaupsvögnum. Brúðurin situr þá í hásæti ofan á blómum prýddum og ljósskreyttum palli sem síðan er dreginn um allan bæinn.
Í dag fórum við að eftirmiðdeginum til til Pondy og upplifðum þá sunnudagsrölt meðfram strandgötunni: keyptum vel kryddað poppkorn í kramarhúsi, horfðum á indverskan dans á götum úti og skoðuðum á mörkuðum. Borðuðum síðan á fínasta veitingasstað bæjarins, La Promenade, sem bíður upp á fátæklegan matseðil og óspennandi grænmetisrétti.
Bæði kvöldin spiluðum við líka Sequence eins og lög gera ráð fyrir, og ummæli Víðis: Þetta er bjútífúl, sem féllu þegar hann hélt að Baldur myndi nota tíguldrottningu til að tryggja þeim tveimur sigur, eiga um ókomna tíð eftir að fá okkur Baldur til að væla af hlátri.
laugardagur, 24. mars 2007
Kóngulóaeggin
Að undaförnu höfum við fylgst með lífi tveggja kóngulóa sem bjuggu í stofugluggatjöldunum. Þær höfðu sveipað um sig þéttum hvítum vef sem líktist frekar tjaldi en kóngulóarvef. Margar kenningar höfum við haft um tilgang þessara framkvæmda en lítið vissum við.
Það var ekki fyrr en í kvöld að við sáum að þetta voru hreiður og að mömmukóngulærnar voru lítið annað en hulsur utan um egg. Sum eggin voru búin að klekjast út og litlir gegnsæjir kóngulóarungar skriðu um allt.
Ungarnir nærast á móðurinni eins og tíðkast hjá spendýrum en á ólíkt miskunnarlausari máta, þeir éta hana innanfrá. Þar sem ég vildi ekki fylla húsið af kóngulóm og ungafylltum hreiðrum þeirra drap ég allt gengið og henti því í ruslið. Hver er þá miskunnarlaus?
Það var ekki fyrr en í kvöld að við sáum að þetta voru hreiður og að mömmukóngulærnar voru lítið annað en hulsur utan um egg. Sum eggin voru búin að klekjast út og litlir gegnsæjir kóngulóarungar skriðu um allt.
Ungarnir nærast á móðurinni eins og tíðkast hjá spendýrum en á ólíkt miskunnarlausari máta, þeir éta hana innanfrá. Þar sem ég vildi ekki fylla húsið af kóngulóm og ungafylltum hreiðrum þeirra drap ég allt gengið og henti því í ruslið. Hver er þá miskunnarlaus?
Leyndarmálið
Í kvöld fórum við í bíó og sáum myndina The Secret. Að mínu mati er á ferðinni sérdeilis brýn umræða, svolítið í anda What the #$*! Do We (K)now!? en alls ekki það sama.
Myndin er semsagt heimildarmynd, byggð á viðtölum og stuttum leiknum atriðum. Þar sem ég er lítið fyrir að heyra skoðanir annarra á hverju smáatriði kvíkmynda hlífi lesendum við því en hvet alla til að kíkja á þessar myndir.
Myndin er semsagt heimildarmynd, byggð á viðtölum og stuttum leiknum atriðum. Þar sem ég er lítið fyrir að heyra skoðanir annarra á hverju smáatriði kvíkmynda hlífi lesendum við því en hvet alla til að kíkja á þessar myndir.
fimmtudagur, 22. mars 2007
Ströndin og pastakvöldverður
Við kíktum á strandkaffihúsið Repos í morgun þar sem við höfðum mælt okkur mót við Ingibjörgu og Víði. Við enduðum á því að eyða lunganum úr deginum þar enda jafnast ekkert á við að sitja í hafblæstrinum undir sólhlíf í góðum félagsskap. Svo skemmir ekki að staðurinn bíður upp á góða, ferskpressaða safa sem við prufuðum að sjálfsögðu.
Við kíktum líka á ströndina þegar við vorum komin með nægju okkar af setu á kaffihúsinu. Rétt eins og í Goa flykktust skartgripasalar að okkur úr öllum áttum. Það óvanalega var að þeir báðu um að fá myndir af sér með okkur, kannski héldu þeir að við yrðum mýkri á manninn eftir að hafa brosað saman í linsuna.
Ströndin er sérkennileg að því leyti að hún dýpkar mjög hratt að flæðarmálinu, þetta er hálfgerð brekka ofan í flæðarmálið, en síðan dýpkar hún ekkert meir. Við sáum glitta í fólk sem var komið 100 metra út og enn var sjórinn í mittishæð. Ég hef reyndar ekki persónulega reynslu af þessu enda kærði ég mig ekkert um að fara út í frekar en fyrridaginn.
Um kvöldið efndum við skötuhjú aftur til veislu. Þar sem kjörbúðin bíður ekki upp á fjölbreyttan, heimatilbúinn mat var svipað í boði og síðast: pasta, tómatsósa og túnfiskur en í þetta sinn splæstum við í appelsínu-gulrótarsafa og lögðum fínt á borð.
Við kíktum líka á ströndina þegar við vorum komin með nægju okkar af setu á kaffihúsinu. Rétt eins og í Goa flykktust skartgripasalar að okkur úr öllum áttum. Það óvanalega var að þeir báðu um að fá myndir af sér með okkur, kannski héldu þeir að við yrðum mýkri á manninn eftir að hafa brosað saman í linsuna.
Ströndin er sérkennileg að því leyti að hún dýpkar mjög hratt að flæðarmálinu, þetta er hálfgerð brekka ofan í flæðarmálið, en síðan dýpkar hún ekkert meir. Við sáum glitta í fólk sem var komið 100 metra út og enn var sjórinn í mittishæð. Ég hef reyndar ekki persónulega reynslu af þessu enda kærði ég mig ekkert um að fara út í frekar en fyrridaginn.
Um kvöldið efndum við skötuhjú aftur til veislu. Þar sem kjörbúðin bíður ekki upp á fjölbreyttan, heimatilbúinn mat var svipað í boði og síðast: pasta, tómatsósa og túnfiskur en í þetta sinn splæstum við í appelsínu-gulrótarsafa og lögðum fínt á borð.

Sæta gjöfin
Í dag hringdu vinir okkar, Ingibjörg og Víðir, í okkur og spurðu hverjir uppáhaldslitirnir okkar væru, þau þyrftu þessar upplýsingar af því að þau langaði til að æfa sig eitthvað í litaþerapíu. Minn litur var grænn eða vínrauður, Ásdísar bleikur (enginn vafi þar).
Um eftirmiðdaginn kíktum við til litaþerapistana og byrjaði fljótlega eitthvað grunsamlegt laumupúkaspil með tilheyrandi hvísli (hvískurpískurtsktsk). Eftir smástund réttu þau okkur fallegan pakka sem innhélt tvennar thai-buxur, grænar og bleikar! Gjöfinni fylgdi að auki greinagott og gagnlegt námskeið í Thaibuxnabindingum.
Nokkrum dögum áður höfðu þau skötuhjú útskýrt fyrir okkur hvað thai-buxur væru og að sama skapi hvatt okkur til að fá okkur slíkar. Ekki höfðum við látið af því verða og lét Víðir, sem alltaf er í svona buxum, þau orð falla að hann gæti ekki horft upp á okkur kveljast lengur. Nú skil ég vel hvað hann átti við því þetta eru ekkert smá þægilegar flíkur! Síðan trítluðum við fjögur á veitingastaðinn Le Rendezvous í Pondy í bleik-, græn-, svart- og drapplituðum thai-buxum.
Um eftirmiðdaginn kíktum við til litaþerapistana og byrjaði fljótlega eitthvað grunsamlegt laumupúkaspil með tilheyrandi hvísli (hvískurpískurtsktsk). Eftir smástund réttu þau okkur fallegan pakka sem innhélt tvennar thai-buxur, grænar og bleikar! Gjöfinni fylgdi að auki greinagott og gagnlegt námskeið í Thaibuxnabindingum.
Nokkrum dögum áður höfðu þau skötuhjú útskýrt fyrir okkur hvað thai-buxur væru og að sama skapi hvatt okkur til að fá okkur slíkar. Ekki höfðum við látið af því verða og lét Víðir, sem alltaf er í svona buxum, þau orð falla að hann gæti ekki horft upp á okkur kveljast lengur. Nú skil ég vel hvað hann átti við því þetta eru ekkert smá þægilegar flíkur! Síðan trítluðum við fjögur á veitingastaðinn Le Rendezvous í Pondy í bleik-, græn-, svart- og drapplituðum thai-buxum.
miðvikudagur, 21. mars 2007
Auro arkitek-túr
Við keyptum í gær skemmtilega bók um arkitektúr í Auroville. Hér eru mörg mjög svo flippuð híbýli enda sækja hingað margir arkitektar sem hafa látið heillast af þessu opna og skapandi samfélagi. Þar sem við vorum forvitin að berja sum þessara húsa augum fórum við í dag í svokallaðan arkitek-túr um Auroville.
Það eru ekki bara húsin sem eru öðruvísi og skemmtileg, hverfin í Auroville heita flest furðulegum og frumlegum nöfnum. Kannski að einhverjum finnist það tjull og pjátur, mér finnst það gefa lífinu lit. Hver myndi ekki vilja búa í hverfinu Aspiration eða New Creation? Silence og Discipline höfða örugglega til einhverja, Existence og Sincerity til annarra. Sjálf búum við á stað sem kallast Isaiambalam – hvað sem það er þá er mjög gaman að ná tökum á framburðinum.
Við byrjuðum á því að rúnta að ALL (Auroville Language Laboratory) sem er rúnuð bygging og minnir helst á litlu sveppahús Strumpanna. Því næst lá leið okkar til Auromodèle þar sem Ingibjörg og Víðir bættust í hópinn. Saman rúntuðum við um vegi hverfisins og stöldruðum víða við til að taka myndir og virða fyrir okkur arkitektúr, náttúruna.
Við skoðuðum líka Aspiration hverfið. Í öðrum hluta þess er iðnaðarhverfi og þar hvatti Baldur mig til að prófa mótorhjólið. Ég læt það fylgja sögunni að það gekk nánast áfallalaust fyrir sig, helst átti ég í vandræðum með að taka af stað og stöðva (algjörlega minniháttar vandamál). Í hinum hluta Aspiration er að finna elstu mannabústaði Auroville (hús frá 1967 og upp úr). Þar sáum við sérkennileg hús með hálmþökum. Þar var líka laufum þakinn leikvöllur og aðstaða til upphífinga sem Baldur nýtti sér óspart.
Við kíktum að lokum í New Creation og gengum aðeins um með myndavélina. New Creation er menningarhverfi Auroville og þar eru margir skemmtilega hannaðir skólar. Við rákumst á sæta krakka í lúsaleit upp við einn skólavegginn. Þar spurði einn okkur hvort við töluðum frönsku. Tu parle française? spurði ég gáttuð og gutti svaraði játandi. Ég sagðist tala smá, petit peu.
Í lok dags bauð Baldur okkur í trópíkal kombó sem var mjög gott. Túnfiskurinn með banönum og ananas var borinn fram með soðnu skrúfupasta og tómatsósu (þó ekki ketsjöp). Í forrétt var papaya með límónusafa og í eftirrétt var brownie og mjólkurglas. Í bland við það var skemmtilegt spjall og góð tónlist. Þau voru hrifin af litlu íbúðinni okkar sem gerði okkur enn ánægðri með hana, svona er þetta alltaf :0)
Það eru ekki bara húsin sem eru öðruvísi og skemmtileg, hverfin í Auroville heita flest furðulegum og frumlegum nöfnum. Kannski að einhverjum finnist það tjull og pjátur, mér finnst það gefa lífinu lit. Hver myndi ekki vilja búa í hverfinu Aspiration eða New Creation? Silence og Discipline höfða örugglega til einhverja, Existence og Sincerity til annarra. Sjálf búum við á stað sem kallast Isaiambalam – hvað sem það er þá er mjög gaman að ná tökum á framburðinum.
Við byrjuðum á því að rúnta að ALL (Auroville Language Laboratory) sem er rúnuð bygging og minnir helst á litlu sveppahús Strumpanna. Því næst lá leið okkar til Auromodèle þar sem Ingibjörg og Víðir bættust í hópinn. Saman rúntuðum við um vegi hverfisins og stöldruðum víða við til að taka myndir og virða fyrir okkur arkitektúr, náttúruna.
Við skoðuðum líka Aspiration hverfið. Í öðrum hluta þess er iðnaðarhverfi og þar hvatti Baldur mig til að prófa mótorhjólið. Ég læt það fylgja sögunni að það gekk nánast áfallalaust fyrir sig, helst átti ég í vandræðum með að taka af stað og stöðva (algjörlega minniháttar vandamál). Í hinum hluta Aspiration er að finna elstu mannabústaði Auroville (hús frá 1967 og upp úr). Þar sáum við sérkennileg hús með hálmþökum. Þar var líka laufum þakinn leikvöllur og aðstaða til upphífinga sem Baldur nýtti sér óspart.
Við kíktum að lokum í New Creation og gengum aðeins um með myndavélina. New Creation er menningarhverfi Auroville og þar eru margir skemmtilega hannaðir skólar. Við rákumst á sæta krakka í lúsaleit upp við einn skólavegginn. Þar spurði einn okkur hvort við töluðum frönsku. Tu parle française? spurði ég gáttuð og gutti svaraði játandi. Ég sagðist tala smá, petit peu.
Í lok dags bauð Baldur okkur í trópíkal kombó sem var mjög gott. Túnfiskurinn með banönum og ananas var borinn fram með soðnu skrúfupasta og tómatsósu (þó ekki ketsjöp). Í forrétt var papaya með límónusafa og í eftirrétt var brownie og mjólkurglas. Í bland við það var skemmtilegt spjall og góð tónlist. Þau voru hrifin af litlu íbúðinni okkar sem gerði okkur enn ánægðri með hana, svona er þetta alltaf :0)
mánudagur, 19. mars 2007
Capoeira á þaki
Fyrir viku síðan ætlaði ég á capoeira morgunæfingu ásamt félaga mínum Marloni. Ekki gekk sú tilraun betur en svo að það endaði með löngum æfingamótorhjólatúr um Auroville og nærsveitir. Engin æfing þann daginn.
Í morgun tókst okkur Marloni að mæta á morgunæfingu í þessari áhugaverðu bardagalist. Æfingin var haldin á húsþaki í nærliggjandi þorpi, skemmtileg æfingaaðstaða, og var samankominn lítill en áhugasamur hópur iðkenda (klukkan ekki einusinni orðin hálfsjö).
Sá stíll sem iðkaður er á morgunæfingunum er kenndur við Angóla og er fremur afslappaður, líkist frekar nútímadansverki en bardagalist. Notalegt að dansa svona sparkdansa meðan sólin vaknar í rólegheitunum.
Í morgun tókst okkur Marloni að mæta á morgunæfingu í þessari áhugaverðu bardagalist. Æfingin var haldin á húsþaki í nærliggjandi þorpi, skemmtileg æfingaaðstaða, og var samankominn lítill en áhugasamur hópur iðkenda (klukkan ekki einusinni orðin hálfsjö).
Sá stíll sem iðkaður er á morgunæfingunum er kenndur við Angóla og er fremur afslappaður, líkist frekar nútímadansverki en bardagalist. Notalegt að dansa svona sparkdansa meðan sólin vaknar í rólegheitunum.
sunnudagur, 18. mars 2007
Trópíkal kombó
Alltaf hef ég gaman af því að gera tilraunir í eldhúsinu og þar sem ég uppgötvað um daginn svakalega girnilegar túnfisksneiðar í glerkrukkum fékk ég tækifæri til að tilraunast smá.
Tilraunin samanstóð af túnfiski, eggjum, haframjöli, lauk, vorlauk, banana og vitanlega vænni gusu af karrídufti. Ég byrjaði á því að steikja laukinn og þegar hann var orðinn nokkuð mjúkur henti ég fiski og vorlauk út á ásamt slatta af bananasneiðum og karrígusunni góðu.
Þvínæst hrærði ég saman eggjum og haframjöli í skál og skvetti yfir allt heila gilimóið, lét þetta svo malla saman í undurljúffengan magaglaðning. Góðum rétti þarf þó alltaf að fylgja góður undanfari og gegndu ferskir papayabitar í nýpressuðum sítrónusafa því hlutverki.
Næst er ég jafnvel að hugsa um að auka á hitabeltisfílinginn og bæta ferskum ananasbitum út í. Skora ég hér með á lesendur að reyna þetta.
Tilraunin samanstóð af túnfiski, eggjum, haframjöli, lauk, vorlauk, banana og vitanlega vænni gusu af karrídufti. Ég byrjaði á því að steikja laukinn og þegar hann var orðinn nokkuð mjúkur henti ég fiski og vorlauk út á ásamt slatta af bananasneiðum og karrígusunni góðu.
Þvínæst hrærði ég saman eggjum og haframjöli í skál og skvetti yfir allt heila gilimóið, lét þetta svo malla saman í undurljúffengan magaglaðning. Góðum rétti þarf þó alltaf að fylgja góður undanfari og gegndu ferskir papayabitar í nýpressuðum sítrónusafa því hlutverki.
Næst er ég jafnvel að hugsa um að auka á hitabeltisfílinginn og bæta ferskum ananasbitum út í. Skora ég hér með á lesendur að reyna þetta.
Afrískt kvöld
Í gær var haldið afrískt kvöld hér í Auroville eða ætti ég að segja Íslendingakvöld. Það voru nefnilega hvorki meira né minna en sjö Íslendingar á svæðinu: Marlon og Magnús mættu og síðan þrír aðrir Íslendingar sem við höfðum við hitt þennan sama dag fyrir algjöra tilviljun á netkaffi í Solar Kitchen, þau Ingibjörg, Víðir og Þorbjörn.
Í matinn var að sjálfsögðu afrískt: grænmetiskássa með káli og kjúklingabaunum, tvær gerðir af cous-cousi, djúpsteiktir Lady Fingers og salat sem samanstóð af hvítkáli, rifnum gulrótum og agúrku. Í eftirrétt fengum við köku með sérkennilegu ávaxtakremi ofan á og ávaxtasalat með.
Við Íslendingarnir sátum allir saman við eitt borð og klóruðum okkur í hausunum yfir þessum merkilegheitum. Yfirleitt er Axel nefnilega eini Íslendingurinn í þorpinu. Við vorum öll svo hissa á að hittast og að svo margir Íslendingar væru saman komnir á einum litlum stað í Indlandi að við gátum ekki annað en spurt okkur: Hvað, er þetta einhver Íslendinganýlenda hérna?
Um það leyti sem við kláruðum að borða tóku skemmtiatriðin við. Ungir strákar frá tónlistarskóla spiluðu á afrískar trommur og flautur. Þeir höfðu augljóslega lagt mikið í undirbúninginn, þeir voru búnir að mála á sig afrískan stríðsbúning og takturinn var þéttur.
Síðan tók við frjálst svið og þá þurstu allir upp á svið til að dansa. Við Baldur tókum til við að tjútta okkar eigin dans enda er það skemmtilegast. Þegar við stigum af sviðinu til að kasta mæðunni heyrðum við óma frá Amadou og Mariam, þau sem við fórum á tónleika með um árið, og því urðum við að þjóta upp á svið aftur.
Stuttu eftir að við vorum sest á tröppurnar til að rabba við Víði og Ingibjörgu kváðu við kæfð óp og einhver heyrðist góla: Scorpion. Þegar ég leit við sá ég í fyrst sinn sporðdreka. Hann var með upprúllaðan sporðinn og jafnvel í fjarlægð olli hann mér skelfingu. Með snörum handbrögðum tókst að veiða skaðræðisskepnuna upp í box en okkur fannst engu að síður of langt gengið með afrískt þema að sleppa sporðdrekum út á dansgólf. Við héldum svo heim á leið, þutum eftir rauðum moldarvegum með stjörnubjartan næturhimininn yfir okkur.
Í matinn var að sjálfsögðu afrískt: grænmetiskássa með káli og kjúklingabaunum, tvær gerðir af cous-cousi, djúpsteiktir Lady Fingers og salat sem samanstóð af hvítkáli, rifnum gulrótum og agúrku. Í eftirrétt fengum við köku með sérkennilegu ávaxtakremi ofan á og ávaxtasalat með.
Við Íslendingarnir sátum allir saman við eitt borð og klóruðum okkur í hausunum yfir þessum merkilegheitum. Yfirleitt er Axel nefnilega eini Íslendingurinn í þorpinu. Við vorum öll svo hissa á að hittast og að svo margir Íslendingar væru saman komnir á einum litlum stað í Indlandi að við gátum ekki annað en spurt okkur: Hvað, er þetta einhver Íslendinganýlenda hérna?
Um það leyti sem við kláruðum að borða tóku skemmtiatriðin við. Ungir strákar frá tónlistarskóla spiluðu á afrískar trommur og flautur. Þeir höfðu augljóslega lagt mikið í undirbúninginn, þeir voru búnir að mála á sig afrískan stríðsbúning og takturinn var þéttur.
Síðan tók við frjálst svið og þá þurstu allir upp á svið til að dansa. Við Baldur tókum til við að tjútta okkar eigin dans enda er það skemmtilegast. Þegar við stigum af sviðinu til að kasta mæðunni heyrðum við óma frá Amadou og Mariam, þau sem við fórum á tónleika með um árið, og því urðum við að þjóta upp á svið aftur.
Stuttu eftir að við vorum sest á tröppurnar til að rabba við Víði og Ingibjörgu kváðu við kæfð óp og einhver heyrðist góla: Scorpion. Þegar ég leit við sá ég í fyrst sinn sporðdreka. Hann var með upprúllaðan sporðinn og jafnvel í fjarlægð olli hann mér skelfingu. Með snörum handbrögðum tókst að veiða skaðræðisskepnuna upp í box en okkur fannst engu að síður of langt gengið með afrískt þema að sleppa sporðdrekum út á dansgólf. Við héldum svo heim á leið, þutum eftir rauðum moldarvegum með stjörnubjartan næturhimininn yfir okkur.
laugardagur, 17. mars 2007
Lífrænt, já takk
Eins og Ásdís nefnir í færslunni hér á undan fórum við á sýningu um lífræna ræktun haldna af þýskum manni og franskri konu hans. Þær aðferðir sem þau nota við ræktun eru jafnvel skilvirkari en eitrunaraðferðirnar og að sjálfsögðu umhverfisvænni. Á kasjúhnetuhektaranum sínum fengu þau fyrsta árið 160 kíló en tveimur árum síðar voru kílóin orðin 420, allt lífrænt.
Þjóðverjinn (sem breytti nafni sínu í Njál eftir að lesa Njálu) útskýrði fyrir okkur hlutverk ánamaðka og annara hjálpardýra í jarðveginum og hvernig eitrið héldi þeim frá ökrunum. Afleiðingar þess eru einfaldlega næringarsnauðari jarðvegur og leiðir hann að sjálfsögðu til næringarsnauðari matvæla.
Eftir sýninguna og fróðlegt samtal við þau hjón lærðum við m.a. að skordýraeitrið sem mest er notað á akra Indlands er náskylt Cyklon-B sem var notað í útrýmingarbúðum nasista og af þess völdum fæðast fjöldamörg vansköpuð börn á hverju ári og fólk tapar heilsu (krabbamein og fleiri skæðir sjúkdómar). Blóðsýni úr fólki sem býr nálægt eða á ökrum, þar sem eitur er notað, sýndu margfalt magn eiturefna á við það sem eðlilegt eða lífvænlegt getur talist.
Er ástandið orðið svo slæmt að vatnið sem selt er í flöskum er langt yfir leyfilegum mörkum um magn skordýraeiturs og niðubrotsefna áburðar. Fyrir þá ferðalanga sem lesa þetta og komast ekki hjá því að kaupa vatn í Indlandi er best að kaupa innflutt Evian en sé það of dýrt þá er Aquafina minnst yfir mörkum. Merki eins og Kinley, Kingfisher og Bisleri eru öll LANGT yfir leyfilegu magni.
Þess ber að geta að í sams konar prófi fengu allir gosdrykkir falleinkunn og hafa indverskir bændur meira að segja sprautað Pepsíi á plöntur til að eitra fyrir skordýrum, svo eitraður er drykkurinn. Hlaut Pepsi í kjölfarið nafnið Pesti Cola. Ef allir taka nú höndum saman og velja lífrænt framyfir eitrað aukast lífsgæði allra. Ef engin samstaða næst gerum við jörðina jafnómerkilega og einnota pappabolla.
Þjóðverjinn (sem breytti nafni sínu í Njál eftir að lesa Njálu) útskýrði fyrir okkur hlutverk ánamaðka og annara hjálpardýra í jarðveginum og hvernig eitrið héldi þeim frá ökrunum. Afleiðingar þess eru einfaldlega næringarsnauðari jarðvegur og leiðir hann að sjálfsögðu til næringarsnauðari matvæla.
Eftir sýninguna og fróðlegt samtal við þau hjón lærðum við m.a. að skordýraeitrið sem mest er notað á akra Indlands er náskylt Cyklon-B sem var notað í útrýmingarbúðum nasista og af þess völdum fæðast fjöldamörg vansköpuð börn á hverju ári og fólk tapar heilsu (krabbamein og fleiri skæðir sjúkdómar). Blóðsýni úr fólki sem býr nálægt eða á ökrum, þar sem eitur er notað, sýndu margfalt magn eiturefna á við það sem eðlilegt eða lífvænlegt getur talist.
Er ástandið orðið svo slæmt að vatnið sem selt er í flöskum er langt yfir leyfilegum mörkum um magn skordýraeiturs og niðubrotsefna áburðar. Fyrir þá ferðalanga sem lesa þetta og komast ekki hjá því að kaupa vatn í Indlandi er best að kaupa innflutt Evian en sé það of dýrt þá er Aquafina minnst yfir mörkum. Merki eins og Kinley, Kingfisher og Bisleri eru öll LANGT yfir leyfilegu magni.
Þess ber að geta að í sams konar prófi fengu allir gosdrykkir falleinkunn og hafa indverskir bændur meira að segja sprautað Pepsíi á plöntur til að eitra fyrir skordýrum, svo eitraður er drykkurinn. Hlaut Pepsi í kjölfarið nafnið Pesti Cola. Ef allir taka nú höndum saman og velja lífrænt framyfir eitrað aukast lífsgæði allra. Ef engin samstaða næst gerum við jörðina jafnómerkilega og einnota pappabolla.
föstudagur, 16. mars 2007
Heilsan á oddinn
Það má með sanni segja að við höfum sett heilsuna á oddinn í dag. Við byrjuðum daginn á rjúkandi heitu grænu te, lífrænt ræktuðu að sjálfsögðu. Það er reyndar ekkert óvanalegt heldur telst til daglegs brauðs. Það sem var heldur óvanalegra fyrir bakbokaferðalanga eins og okkur var að við kíktum í ræktina og það eftir langt hlé. Baldur hefur reyndar verið duglegur að stunda sínar líkamsþyngdaræfingar en það hef ég ekki.
Við tókum allsherjaræfingu með áherslu á alla vöðva: hnébeygja, fótapressa, upphífur, magi, bekkpressa, axlapressa og niðurtog, smá tvíhöfðaæfing í lokin. Við settumst að æfingu lokinni út á skuggsælar tröppur og gæddum okkur á harðfisksflísum, sérinnfluttar til Chennai. Því næst röltum við yfir í sundlaugina við hliðiná og fórum nokkrar rólegar ferðir í vatninu til að liðka sára vöðva. Við teygðum síðan úr okkur á grasflöt og létum sólina baka okkur.
Á heimleiðinni stöldruðum við við á litlum stað sem auglýsir lífræna ræktun. Þar eru roskin hjón, hann Þjóðverji og hún Frakki, búin að helga hluta af landareign sinni kynningu á lífrænni ræktun og skaðsemi skordýraeiturs. Þau eiga einn hektara af landi og á því rækta þau lífrænar cashew hnetur.
Kynningin sem var á formi uppraðara veggspjalda var vægast sagt sláandi og fræðandi, meira að segja fyrir mig sem bý með Herra Lífrænum. Þið megið vænta pistils um lífræna ræktun hvað úr hverju og gerið það að lesa hann með opnum huga, þetta er afskaplega mikilvægt málefni sem snertir okkur öll.
Við tókum allsherjaræfingu með áherslu á alla vöðva: hnébeygja, fótapressa, upphífur, magi, bekkpressa, axlapressa og niðurtog, smá tvíhöfðaæfing í lokin. Við settumst að æfingu lokinni út á skuggsælar tröppur og gæddum okkur á harðfisksflísum, sérinnfluttar til Chennai. Því næst röltum við yfir í sundlaugina við hliðiná og fórum nokkrar rólegar ferðir í vatninu til að liðka sára vöðva. Við teygðum síðan úr okkur á grasflöt og létum sólina baka okkur.
Á heimleiðinni stöldruðum við við á litlum stað sem auglýsir lífræna ræktun. Þar eru roskin hjón, hann Þjóðverji og hún Frakki, búin að helga hluta af landareign sinni kynningu á lífrænni ræktun og skaðsemi skordýraeiturs. Þau eiga einn hektara af landi og á því rækta þau lífrænar cashew hnetur.
Kynningin sem var á formi uppraðara veggspjalda var vægast sagt sláandi og fræðandi, meira að segja fyrir mig sem bý með Herra Lífrænum. Þið megið vænta pistils um lífræna ræktun hvað úr hverju og gerið það að lesa hann með opnum huga, þetta er afskaplega mikilvægt málefni sem snertir okkur öll.
fimmtudagur, 15. mars 2007
Augu Ganesh
Við kíktum í sund í dag. Auroville skartar nefnilega 25 metra, hreinni og hlýrri laug. Við fórum seinnipartinn og komumst að því að laugin er of heit á þeim tíma, 32°C gráður takk fyrir.
Við komumst sem sagt að því að það er mjög mæðandi að synda í svo heitu vatni og ég fyrir mitt leyti komst að því að það er mjög erfitt að einbeita sér að bringusundi þegar bikínið er alltaf við það að snúast af manni. Svo er ég ekki vön að synda án sundgleraugna svo ég skreið fljólega upp á bakkann og sólbaðaði mig meðan Baldur tók fjórsund.
Við borðuðum á Ganesh Bakery um kvöldið og hittum þar þá Magnús sem kominn var til baka eftir tveggja daga vinnu á landareign sinni. Hann tók að lýsa því sem á daga hans hafði drifið frá því við hittum hann síðast.
Í miðri frásögn dró hann fram svarta og útbelgda pyngju og veiddi upp úr henni sérkennileg fræ, rauð með svörtum depli, sem hann hafði fengið litla gutta til að tína á landareigninni. Þau eru Augu Ganesh og eiga að veita ferðalöngum vernd. Við stungum þeim á okkur og ætlum ekki að verða viðskila við þau það sem eftir lifir ferðar. Verst að þau duga ekki sem sundgleraugu, það hefði verið svo hagkvæmt.
Við komumst sem sagt að því að það er mjög mæðandi að synda í svo heitu vatni og ég fyrir mitt leyti komst að því að það er mjög erfitt að einbeita sér að bringusundi þegar bikínið er alltaf við það að snúast af manni. Svo er ég ekki vön að synda án sundgleraugna svo ég skreið fljólega upp á bakkann og sólbaðaði mig meðan Baldur tók fjórsund.
Við borðuðum á Ganesh Bakery um kvöldið og hittum þar þá Magnús sem kominn var til baka eftir tveggja daga vinnu á landareign sinni. Hann tók að lýsa því sem á daga hans hafði drifið frá því við hittum hann síðast.
Í miðri frásögn dró hann fram svarta og útbelgda pyngju og veiddi upp úr henni sérkennileg fræ, rauð með svörtum depli, sem hann hafði fengið litla gutta til að tína á landareigninni. Þau eru Augu Ganesh og eiga að veita ferðalöngum vernd. Við stungum þeim á okkur og ætlum ekki að verða viðskila við þau það sem eftir lifir ferðar. Verst að þau duga ekki sem sundgleraugu, það hefði verið svo hagkvæmt.
miðvikudagur, 14. mars 2007
Mús í húsi
Í kvöld gerðum við tilraun til að veiða mús sem hafði komið í heimsókn í litla húsið okkar. Atburðarásin var einhvern veginn svona:
Baldur með tágakústinn, ég með fötuna, músin skrækjandi af hræðslu, skransandi á grænmáluðum flísunum. Þetta líktist helst því að spila ómannúðlega íþrótt þar sem saklausum nagdýrum er hent í hringiðjuna og látin vinna sér til lífs.
Músin hentist í miðjum leik bak við lítinn kassa til hliðar við sófann og gufaði upp. Við leituðum dyrum og dyngjum að henni enda ekki á döfinni að hafa innikróaða mús í stofunni yfir nóttina. Fljótlega fundum við lítið gat við hlið sófans, mjög smátt en þó nógu stórt fyrir fíngerða og lafhrædda mús til að skríða í gegn og út í frelsið, burt frá skrýtna íþróttaviðburðnum.
Baldur með tágakústinn, ég með fötuna, músin skrækjandi af hræðslu, skransandi á grænmáluðum flísunum. Þetta líktist helst því að spila ómannúðlega íþrótt þar sem saklausum nagdýrum er hent í hringiðjuna og látin vinna sér til lífs.
Músin hentist í miðjum leik bak við lítinn kassa til hliðar við sófann og gufaði upp. Við leituðum dyrum og dyngjum að henni enda ekki á döfinni að hafa innikróaða mús í stofunni yfir nóttina. Fljótlega fundum við lítið gat við hlið sófans, mjög smátt en þó nógu stórt fyrir fíngerða og lafhrædda mús til að skríða í gegn og út í frelsið, burt frá skrýtna íþróttaviðburðnum.
Borðað í Pondy
Í kvöld bauð Magnús vinur okkar til kvöldverðar í Pondycherry. Ásdís var í forsæti þeirrar nefndar sem sá um staðarval. Fórum við á stað sem heitir Satsanga og vorum ánægð með það. Mest dönsuðu þó bragðlaukar mínir þegar þeir fengu almennilegt salat með ólífuolíu og sinnepsdressingu, hef saknað hennar.
Meðan við sátum og spjölluðum sáum við að maður að nafni Eamon sat og brosti til okkar. Eamon þessum kynntumst við í Goa um jólin og fengum tölvupóstfangið hans en af einhverjum ástæðum hafði ég ekki enn sent honum póst.
Síðan við hittumst síðast hafði hann flakkað um N-Indland þvert og endilangt og var nú í örstuttu stoppi í Pondy að hitta kærustuna sína. Ég veit nú ekki hvað á að segja við svona tilviljunum, kannski bara takk. Við skiptumst á tölvupóstföngum aftur en nú var efnt til keppni, hvor verður sneggri.
Meðan við sátum og spjölluðum sáum við að maður að nafni Eamon sat og brosti til okkar. Eamon þessum kynntumst við í Goa um jólin og fengum tölvupóstfangið hans en af einhverjum ástæðum hafði ég ekki enn sent honum póst.
Síðan við hittumst síðast hafði hann flakkað um N-Indland þvert og endilangt og var nú í örstuttu stoppi í Pondy að hitta kærustuna sína. Ég veit nú ekki hvað á að segja við svona tilviljunum, kannski bara takk. Við skiptumst á tölvupóstföngum aftur en nú var efnt til keppni, hvor verður sneggri.
mánudagur, 12. mars 2007
Í Auroville
Þegar ég hugleiði veru okkar hér í Auroville kemur upp í hugann lagið góða Our house með Crosby, Stills, Nash & Young, einkum og sér í lagi þessi laglína: “Our house is a very, very fine house with two cats in the yard, life used to be so hard now everything is easy ‘cause of you”.
Lífið í Auroville er ansi langt frá því að vera erfitt. Við höfum á leigu æðislega íbúð, sem er eiginlega hús þar sem hún er að mestu viðbygging við annað hús. Allt í kring er grænn gróður og fuglasöngur. Í garðinum er reyndar bara ein kisa, ekki tvær eins og í laginu, og er hún alvörugefið bestaskinn.
Á síðkvöldum er æðislegt að sitja í sófanum eða borðstofukróknum og hlusta á einkar ljúfa tóna svífa yfir trjákrónum. Leigusalinn, Suryan, hljóðritar nefnilega eigin tónlist, stundum Jack Johnsonskotna og eru það meðmæli með meiru. Sérstaklega fellur eitt lagið í kramið og bíðum við spennt eftir plötu frá stráksa.
Í hlaði stendur síðan mótorhjól, við skiptum vespunni út fyrir alvöruhjól, sem flytur okkur um allar nærliggjandi sveitir. Það er æðislegt að rúnta um rauða og rykuga sveitavegina og berja augum það augnakonfekt sem tilraunafúsir arkitektar svæðisins hafa áorkað. Við ætlum að gefa því meiri tíma á næstunni.
Lífið í Auroville er ansi langt frá því að vera erfitt. Við höfum á leigu æðislega íbúð, sem er eiginlega hús þar sem hún er að mestu viðbygging við annað hús. Allt í kring er grænn gróður og fuglasöngur. Í garðinum er reyndar bara ein kisa, ekki tvær eins og í laginu, og er hún alvörugefið bestaskinn.
Á síðkvöldum er æðislegt að sitja í sófanum eða borðstofukróknum og hlusta á einkar ljúfa tóna svífa yfir trjákrónum. Leigusalinn, Suryan, hljóðritar nefnilega eigin tónlist, stundum Jack Johnsonskotna og eru það meðmæli með meiru. Sérstaklega fellur eitt lagið í kramið og bíðum við spennt eftir plötu frá stráksa.
Í hlaði stendur síðan mótorhjól, við skiptum vespunni út fyrir alvöruhjól, sem flytur okkur um allar nærliggjandi sveitir. Það er æðislegt að rúnta um rauða og rykuga sveitavegina og berja augum það augnakonfekt sem tilraunafúsir arkitektar svæðisins hafa áorkað. Við ætlum að gefa því meiri tíma á næstunni.
laugardagur, 10. mars 2007
Frumsýningin
Auroville er mikill menningarbær og til marks um það var okkur í gær boðið á frumsýningu leikritsins Kirsuberjatréð eftir Anton Chekov. Axel fór þar með eitt af aðalhlutverkunum og leysti það vel af hendi.
Leikritið fjallar um aristókrata sem eiga ekki peninga og eru í verulegri afneitun á það og voru samtölin oft sérdeilis fyndin. Það gefur líka eitthvað svo skemmtilegt andrúmsloft að sjá hlutina svona milliliðalaust og óklippta. Annað sem mér þótti notalegt var að leikararnir voru fæstir með ensku að móðurmáli svo hver hafði sinn hreiminn. Leikritið var því vel í takt við það sem Auroville stendur fyrir.
Eftir sýninguna var okkur boðið baksviðs að hitta stjörnurnar. Eitthvað rugluðumst við af stjörnuljómanum því þegar okkur var hleypt út baksviðs fundum við ekki bílastæðið og þaðan af síður vespuna okkar. Allt gekk þetta þó upp að lokum.
Leikritið fjallar um aristókrata sem eiga ekki peninga og eru í verulegri afneitun á það og voru samtölin oft sérdeilis fyndin. Það gefur líka eitthvað svo skemmtilegt andrúmsloft að sjá hlutina svona milliliðalaust og óklippta. Annað sem mér þótti notalegt var að leikararnir voru fæstir með ensku að móðurmáli svo hver hafði sinn hreiminn. Leikritið var því vel í takt við það sem Auroville stendur fyrir.
Eftir sýninguna var okkur boðið baksviðs að hitta stjörnurnar. Eitthvað rugluðumst við af stjörnuljómanum því þegar okkur var hleypt út baksviðs fundum við ekki bílastæðið og þaðan af síður vespuna okkar. Allt gekk þetta þó upp að lokum.
föstudagur, 9. mars 2007
Hlýlegar móttökur
Í gær komum við til Auroville með rútunni frá Chennai. Axel vinur minn tók á móti okkur og bauð okkur heim til sín í kaffi meðan við pústuðum út ferðarykinu. Þegar þangað kom kynnti Axel okkur fyrir heimilisfólki og öðrum íslenskum gesti, Marloni.
Við fengum túr um húsið, sem var ævintýralega fallegt, og kom í ljós að Sonja, kærasta Axels, hafði hannað húsið og staðið að byggingu þess. Útidyrnar minna mikið á eitthvað úr Hobbitanum og leikgleðin í hönnunni allri skilar sér rækilega til þeirra sem á horfa.
Sonja útskýrði fyrir okkur að húsið væri að miklu leyti hannað með Feng Shui spekina að leiðarljósi. Þannig eru t.d. engin horn inni í húsinu heldur eru þau öll rúnnuð. Ekki veit ég nú mikið um Feng Shui en ef þetta er afurðin þá segi ég: Áfram Feng Shui!
Hratt flýgur stund þá gaman er og fljótlega varð kaffitími að kvöldverði og kvöldverður að boði um gistingu. Búið var um okkur í prinsessuherbergi yngstu dóttur Sonju. Ég veit ekki hvort það er Auroville, sveitin, félagsskapurinn, Feng Shui eða hvað en ég svaf betur í nótt en ég hef gert í háa herrans tíð.
Í dag reddaði Axel okkur svo vespu og íbúð, hvorki meira né minna. Íbúðin er stærri en nokkurt þeirra heimila sem við höfum átt og kostar minna en t.d. ógeðslega hótelherbergið í Bombay. Við fílum okkur vel á vespunni og lofum að fara varlega :o)
Við fengum túr um húsið, sem var ævintýralega fallegt, og kom í ljós að Sonja, kærasta Axels, hafði hannað húsið og staðið að byggingu þess. Útidyrnar minna mikið á eitthvað úr Hobbitanum og leikgleðin í hönnunni allri skilar sér rækilega til þeirra sem á horfa.
Sonja útskýrði fyrir okkur að húsið væri að miklu leyti hannað með Feng Shui spekina að leiðarljósi. Þannig eru t.d. engin horn inni í húsinu heldur eru þau öll rúnnuð. Ekki veit ég nú mikið um Feng Shui en ef þetta er afurðin þá segi ég: Áfram Feng Shui!
Hratt flýgur stund þá gaman er og fljótlega varð kaffitími að kvöldverði og kvöldverður að boði um gistingu. Búið var um okkur í prinsessuherbergi yngstu dóttur Sonju. Ég veit ekki hvort það er Auroville, sveitin, félagsskapurinn, Feng Shui eða hvað en ég svaf betur í nótt en ég hef gert í háa herrans tíð.
Í dag reddaði Axel okkur svo vespu og íbúð, hvorki meira né minna. Íbúðin er stærri en nokkurt þeirra heimila sem við höfum átt og kostar minna en t.d. ógeðslega hótelherbergið í Bombay. Við fílum okkur vel á vespunni og lofum að fara varlega :o)
miðvikudagur, 7. mars 2007
Margt hefur verið brallað
Nú erum við búin að vera fjóra daga í Chennai. Það vill svo vel að Geiri býr vel fyrir utan borgina í rólegu hverfi við ströndina. Við höfum því haft það náðugt í kyrrðinni og rónni.
Á fyrsta degi okkar röltum við um ströndina og óðum í Bengal flóa. Chennai strandlengjan er víst næstlengsta strandlengja heims, hugsa sér. Þegar við áðum á litlum veitingastað og fengum okkur hressingu hittum við hálf Íslendinginn Andra, hugsa sér. Pabbi hans er Íslendingur, mamma hans Indverji og systkini hans níu búa bæði hér og heima. Sjálfur er hann á leiðinni til Íslands til að vinna yfir sumarið. Við sáum líka bleika Indverja, fiskimenn að störfum og spjölluðum við lágvaxna Nepali.
Daginn eftir heimsóttum við Ayadar garðinn. Hann er á landareign Guðspekifélagsins þar sem það hefur alþjóðlega bækistöð sína. Í þessum garði er víst næststærsta banyan tré heims og eiga þrjú þúsund manns að geta setið í skugga þess. Þá er þarna græðlingur af trénu sem Buddha sat undir og hugleiddi á sínum yngri árum. Svo sáum við sérkennileg skordýr, búkurinn var rauður með svörtum tíglum og rauðum fótum. Við smökkuðum líka tamarín sem er súrbeiskt aldin sem bragðlaukar mínir gátu ekki skilið.
Í gær kíktum við til Mamallapuram sem er lítið sjávarþorp þekkt fyrir útskorna steina, hof og aðra höggmyndalist. Þar sátum við í skugganum af risateininum Krishna’s Butter Ball, fóðruðum geitur á eplahýði, fylgdumst með steinhöggvurum við iðju sína og skoðuðum hofið á ströndinni. Ég varð ástfangin af Ganesh, skorinn út í rauðan marmara, og keypti hann eftir prútt og þref.
Í dag, með ómetanlegri hjálp frá Geira, náðum við að setja töskuna okkar í póst. Það var alltaf á döfinni að senda tösku með öllum aukafatnaði og aukabókum heim frá Bangalore, en sögurnar sem við heyrðum frá öðrum um hve vonlaust það væri fékk okkur til að draga töskuna til Chennai og fá hjálp frá sérfræðingi.
Fyrst urðum við að finna góðan efnisstranga utan um hana, því næst að hafa upp á einhverjum sem gæti saumað strangann utan um töskuna og því næst festa kaup á snæri. Það er ekki allsstaðar sem maður getur fengið íslenskan útgerðarmann til að binda öryggishnúta utan um böggulinn sinn en í Chennai er það hægt.
Á pósthúsinu tókst okkur svo að sannfæra starfsfólk um að það þyrfti ekki að sauma aftur utan um töskuna og við fengum að senda hana af stað. Þá kom sér vel að hafa keypt Ganesh daginn áður, verndara ferðalanga. Ég stakk honum á tryggan stað í töskunni og bað hann að gæta bóka minna.
Á morgun höldum við til Auroville sem er alþjóðlegt þorp í myndun, sunnan við Chennai. Þar á víst hver stokkur og steinn að vera lagður eftir skipulagi. Spennandi að sjá það.
Myndir frá Chennai og Mamallapuram eru komnar á netið: Hér!
Á fyrsta degi okkar röltum við um ströndina og óðum í Bengal flóa. Chennai strandlengjan er víst næstlengsta strandlengja heims, hugsa sér. Þegar við áðum á litlum veitingastað og fengum okkur hressingu hittum við hálf Íslendinginn Andra, hugsa sér. Pabbi hans er Íslendingur, mamma hans Indverji og systkini hans níu búa bæði hér og heima. Sjálfur er hann á leiðinni til Íslands til að vinna yfir sumarið. Við sáum líka bleika Indverja, fiskimenn að störfum og spjölluðum við lágvaxna Nepali.
Daginn eftir heimsóttum við Ayadar garðinn. Hann er á landareign Guðspekifélagsins þar sem það hefur alþjóðlega bækistöð sína. Í þessum garði er víst næststærsta banyan tré heims og eiga þrjú þúsund manns að geta setið í skugga þess. Þá er þarna græðlingur af trénu sem Buddha sat undir og hugleiddi á sínum yngri árum. Svo sáum við sérkennileg skordýr, búkurinn var rauður með svörtum tíglum og rauðum fótum. Við smökkuðum líka tamarín sem er súrbeiskt aldin sem bragðlaukar mínir gátu ekki skilið.
Í gær kíktum við til Mamallapuram sem er lítið sjávarþorp þekkt fyrir útskorna steina, hof og aðra höggmyndalist. Þar sátum við í skugganum af risateininum Krishna’s Butter Ball, fóðruðum geitur á eplahýði, fylgdumst með steinhöggvurum við iðju sína og skoðuðum hofið á ströndinni. Ég varð ástfangin af Ganesh, skorinn út í rauðan marmara, og keypti hann eftir prútt og þref.
Í dag, með ómetanlegri hjálp frá Geira, náðum við að setja töskuna okkar í póst. Það var alltaf á döfinni að senda tösku með öllum aukafatnaði og aukabókum heim frá Bangalore, en sögurnar sem við heyrðum frá öðrum um hve vonlaust það væri fékk okkur til að draga töskuna til Chennai og fá hjálp frá sérfræðingi.
Fyrst urðum við að finna góðan efnisstranga utan um hana, því næst að hafa upp á einhverjum sem gæti saumað strangann utan um töskuna og því næst festa kaup á snæri. Það er ekki allsstaðar sem maður getur fengið íslenskan útgerðarmann til að binda öryggishnúta utan um böggulinn sinn en í Chennai er það hægt.
Á pósthúsinu tókst okkur svo að sannfæra starfsfólk um að það þyrfti ekki að sauma aftur utan um töskuna og við fengum að senda hana af stað. Þá kom sér vel að hafa keypt Ganesh daginn áður, verndara ferðalanga. Ég stakk honum á tryggan stað í töskunni og bað hann að gæta bóka minna.
Á morgun höldum við til Auroville sem er alþjóðlegt þorp í myndun, sunnan við Chennai. Þar á víst hver stokkur og steinn að vera lagður eftir skipulagi. Spennandi að sjá það.
Myndir frá Chennai og Mamallapuram eru komnar á netið: Hér!
sunnudagur, 4. mars 2007
Vaknað í Chennai
Við erum stödd í Chennai hjá Geira frænda og verðum hér í nokkra daga. Lestarferðin hingað tók rúma sex tíma og við nýttum tímann í lestinni til að smakka alls kyns indverskt snarl, lesa fallega kveðjubréfið frá Valery og senda sms á vini og vandamenn.
Þar sem símanúmerin okkar áttu að detta út þegar við færum út fyrir Karnataka fylkismörkin og inn í Tamil Nadu vildum við endilega klára inneignir okkar. Því fengu margir sms þess efnis að Bangalore símanúmerin væru nú úr gildi.
Það sem við komumst síðan að þegar við fórum yfir blessuð fylkismörkin var að 15. febrúar síðastliðinn var reglunum breytt og nú fá allir sjálfkrafa svokallað National roaming. Þvílík lukka segi ég nú bara. Símanúmerin okkar eru því enn þau sömu út dvöl okkar í Indlandi. Við leggjum reyndar öðrum símanum og verðum bara með eitt númer: +91 99 86 60 96 31.
Þar sem símanúmerin okkar áttu að detta út þegar við færum út fyrir Karnataka fylkismörkin og inn í Tamil Nadu vildum við endilega klára inneignir okkar. Því fengu margir sms þess efnis að Bangalore símanúmerin væru nú úr gildi.
Það sem við komumst síðan að þegar við fórum yfir blessuð fylkismörkin var að 15. febrúar síðastliðinn var reglunum breytt og nú fá allir sjálfkrafa svokallað National roaming. Þvílík lukka segi ég nú bara. Símanúmerin okkar eru því enn þau sömu út dvöl okkar í Indlandi. Við leggjum reyndar öðrum símanum og verðum bara með eitt númer: +91 99 86 60 96 31.
laugardagur, 3. mars 2007
Bless Bangalore!
Þá er dvöl okkar hér í Bangalore á enda og kominn tími til að halda á vit næstu ævintýra. Á þessum tveimur mánuðum fór vel um okkur í risastórborginni. Við kynntumst góðu fólki, lærðum nýja hluti og sáum nýjar hliðar á okkur sjálfum.
Hér eru nokkur dæmi. Í Bangalore:
Smakkaði ég í fyrsta sinn badami mjólk sem er algjört nammi. Hana fékk ég síðan á hverjum degi í vinnunni, lukkunarpamfíllinn.
Reifst ég eitt sinn heiftarlega um fargjald í strætó, miðasölumaðurinn ætlaði að rukka mig tveimur rúpíum of mikið (það eru heilar þrjár krónur!)
Titlaði Simon mig Remote Control Queen. Ég held það hafi verið vegna þess að ég handfjatlaði fjarstýringuna af stöku öryggi og festu, en ég er samt ekki viss.
Fékk það að læra hindi nýja merkingu. Í hvert sinn sem herbergisfélagi Baldurs, Valery, fór upp í herbergi og sagðist ætla að læra hindi lítum við Baldur flissandi á hvort annað og tókum svo að hrjóta og dotta á staðnum. Þar sem hann sofnaði alltaf yfir hindi lærdómnum drógum við þá ályktun að það að læra hindi væri sama og að fá sér kríu.
Lærði ég að fást við autobílstjóra. Ef þeir fara að prútta um verðið sem samið var um í upphafi eftir að hafa komið manni á áfangastað er best að segja: Sixty or nothing. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga að 60 er ekki föst upphæð í þessari formúlu
Keypti ég alla vega 15 bækur
Voru Hollendingar ekkert sérstaklega í náðinni hjá okkur. Þeir gengu illa um alla daga, alltaf. Þar að auki voru þeir yfirþyrmandi margir og í hvert sinn sem einn hvarf á braut birtist annar. Að hafa þá í Robertson House var svolítið eins og að hafa slæma húð, loksins þegar ein bóla hvarf birtist önnur.
Las ég átta bækur, eina á viku
Fékk ég mér tattú og hring í nefið (eða hvað?)
Við tökum daglest yfir til Chennai á eftir. Fyrst ætlum við að kveðja vini okkar hér í Robertson House, það verður ekki skemmtilegt. Það bíða okkar hins vegar sárabætur í Chennai: harðfiskur og lakkrís.
Myndir af dvöl okkar í Bangalore eru í Bangalore albúminu. Tékkið á því!
Hér eru nokkur dæmi. Í Bangalore:
Smakkaði ég í fyrsta sinn badami mjólk sem er algjört nammi. Hana fékk ég síðan á hverjum degi í vinnunni, lukkunarpamfíllinn.
Reifst ég eitt sinn heiftarlega um fargjald í strætó, miðasölumaðurinn ætlaði að rukka mig tveimur rúpíum of mikið (það eru heilar þrjár krónur!)
Titlaði Simon mig Remote Control Queen. Ég held það hafi verið vegna þess að ég handfjatlaði fjarstýringuna af stöku öryggi og festu, en ég er samt ekki viss.
Fékk það að læra hindi nýja merkingu. Í hvert sinn sem herbergisfélagi Baldurs, Valery, fór upp í herbergi og sagðist ætla að læra hindi lítum við Baldur flissandi á hvort annað og tókum svo að hrjóta og dotta á staðnum. Þar sem hann sofnaði alltaf yfir hindi lærdómnum drógum við þá ályktun að það að læra hindi væri sama og að fá sér kríu.
Lærði ég að fást við autobílstjóra. Ef þeir fara að prútta um verðið sem samið var um í upphafi eftir að hafa komið manni á áfangastað er best að segja: Sixty or nothing. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga að 60 er ekki föst upphæð í þessari formúlu
Keypti ég alla vega 15 bækur
Voru Hollendingar ekkert sérstaklega í náðinni hjá okkur. Þeir gengu illa um alla daga, alltaf. Þar að auki voru þeir yfirþyrmandi margir og í hvert sinn sem einn hvarf á braut birtist annar. Að hafa þá í Robertson House var svolítið eins og að hafa slæma húð, loksins þegar ein bóla hvarf birtist önnur.
Las ég átta bækur, eina á viku
Fékk ég mér tattú og hring í nefið (eða hvað?)
Við tökum daglest yfir til Chennai á eftir. Fyrst ætlum við að kveðja vini okkar hér í Robertson House, það verður ekki skemmtilegt. Það bíða okkar hins vegar sárabætur í Chennai: harðfiskur og lakkrís.
Myndir af dvöl okkar í Bangalore eru í Bangalore albúminu. Tékkið á því!
föstudagur, 2. mars 2007
Svart og hvítt
Í dag fengum við tækifæri til að bera veröld okkar og líf saman við annars konar veröld. Fyrr í dag heimsóttum við nefnilega fátækrahverfið Koramangla þar sem talið er að 30-40 þúsund manns búi. Við byrjuðum reyndar daginn á því að kveðja samstarfsfólk mitt hjá Masard en fórum því næst í fátækrahverfin í fylgd með Elizabethu.
Starf Elizabethar gengur út á að ganga um hverfið, tala við fólk og finna verðuga skjólstæðinga fyrir Masard. Þessir skjólstæðingar fá síðan aðstoð frá Masdard í ýmsu formi: margir fá úthlutað mánaðarlega hrísgrjónum og öðrum þurrmat, aðrir fá skólastyrk fyrir börnin, enn aðrir fá pláss fyrir börnin á Ashanilaya þar sem aðstæður eru allar miklu betri en í Koramangla.
Þar sem allir þekkja Elizabethu var okkur Baldri allsstaðar vel tekið og okkur boðið inn á ófá heimilin. Flest voru þau agnarsmá heimilin, ekki meira en eitt herbergi með eldunaraðstöðu og svefnplássi á gólfinu. Ein fjölskyldan býr í tágatjaldi með moldargólfi, önnur í steinbyggðu húsi með rafmagni og þaki. Sú fyrri hefur það skítt þegar monsoon skellur á, þá flæðir allt inn. Sú síðari byggði sitt hús með aðstoð Masard og þar sem það stendur hærra en gatan flæðir aldrei inn hjá þeim. Það hjálpar líka að hafa almennilegt þak. Báðar áttu fjölskyldurnar þó sjónvarp.
Á öðrum stað sáum við tvö nýfædd börn, annað níu daga gamalt og hitt fimm daga. Báðar voru mæðurnar táningar en þó í hjónabandi, annað hefði verið mikil skömm. Ein fjölskylda á vegum Masard samanstóð af ömmu og barnabarni, mamman hafði hlaupist á brott og þær stóðu tvær eftir allslausar. Enn ein fjölskyldan fékk aðstoð frá Masard þar sem heimilisfaðirinn er veikur af berklum. Þetta var sannarlega önnur veröld fyrir okkur Baldur.
Nú erum við síðan stödd í öðrum veruleika: kveðjupartý sem haldið er fyrir okkur, Shockey og James. Þar sem við erum öll á förum á morgun ákváðu Kínverjarnir á heimilinu að halda almennilegt kveðjupartý. Það er gert með því að halda svokallað hot pot. Súpa er útbúin og síðan hendir maður ofan í hana þeim mat sem maður vill sjóða, skellir svo á diskinn sinn og borðar. Að þessu sinni voru tvær súpur, ein fyrir grænmetismat og önnur fyrir kjöt. Í boði voru tofubollur og kjúklingabollur, núðlur með ostrusósu, fínskornar gulrætur og auðvitað kínakál, haha.
Í eftirrétt var boðið upp á djúpsteiktan ís. Það er alltaf gaman að prufa eitthvað öðruvísi en ég var hins vegar lítið fyrir þennan deigís. Baldur kynnti mig þá fyrir annari nýjung: ís í sprite. Það var sko eitthvað að mínu skapi, ég held ég fái mér meira.
Starf Elizabethar gengur út á að ganga um hverfið, tala við fólk og finna verðuga skjólstæðinga fyrir Masard. Þessir skjólstæðingar fá síðan aðstoð frá Masdard í ýmsu formi: margir fá úthlutað mánaðarlega hrísgrjónum og öðrum þurrmat, aðrir fá skólastyrk fyrir börnin, enn aðrir fá pláss fyrir börnin á Ashanilaya þar sem aðstæður eru allar miklu betri en í Koramangla.
Þar sem allir þekkja Elizabethu var okkur Baldri allsstaðar vel tekið og okkur boðið inn á ófá heimilin. Flest voru þau agnarsmá heimilin, ekki meira en eitt herbergi með eldunaraðstöðu og svefnplássi á gólfinu. Ein fjölskyldan býr í tágatjaldi með moldargólfi, önnur í steinbyggðu húsi með rafmagni og þaki. Sú fyrri hefur það skítt þegar monsoon skellur á, þá flæðir allt inn. Sú síðari byggði sitt hús með aðstoð Masard og þar sem það stendur hærra en gatan flæðir aldrei inn hjá þeim. Það hjálpar líka að hafa almennilegt þak. Báðar áttu fjölskyldurnar þó sjónvarp.
Á öðrum stað sáum við tvö nýfædd börn, annað níu daga gamalt og hitt fimm daga. Báðar voru mæðurnar táningar en þó í hjónabandi, annað hefði verið mikil skömm. Ein fjölskylda á vegum Masard samanstóð af ömmu og barnabarni, mamman hafði hlaupist á brott og þær stóðu tvær eftir allslausar. Enn ein fjölskyldan fékk aðstoð frá Masard þar sem heimilisfaðirinn er veikur af berklum. Þetta var sannarlega önnur veröld fyrir okkur Baldur.
Nú erum við síðan stödd í öðrum veruleika: kveðjupartý sem haldið er fyrir okkur, Shockey og James. Þar sem við erum öll á förum á morgun ákváðu Kínverjarnir á heimilinu að halda almennilegt kveðjupartý. Það er gert með því að halda svokallað hot pot. Súpa er útbúin og síðan hendir maður ofan í hana þeim mat sem maður vill sjóða, skellir svo á diskinn sinn og borðar. Að þessu sinni voru tvær súpur, ein fyrir grænmetismat og önnur fyrir kjöt. Í boði voru tofubollur og kjúklingabollur, núðlur með ostrusósu, fínskornar gulrætur og auðvitað kínakál, haha.
Í eftirrétt var boðið upp á djúpsteiktan ís. Það er alltaf gaman að prufa eitthvað öðruvísi en ég var hins vegar lítið fyrir þennan deigís. Baldur kynnti mig þá fyrir annari nýjung: ís í sprite. Það var sko eitthvað að mínu skapi, ég held ég fái mér meira.
fimmtudagur, 1. mars 2007
Næstseinasti dagurinn
Á þessum næstseinasta degi mínum í vinnu hjá Masard kenndi ég samstarfskonum mínum Elizabethu og Öshu að nota tölvupóst. Það gekk brösulega, bara af því ég gerði ráð fyrir að þær kynnu meira en raun bar vitni.
Þegar ég hafði áttað mig á því að þær kynnu ekki einu sinni að opna Firefoxinn varð ég að beita öðrum ráðum. Útkoman var að Asha gat opnað póst frá mér sem ég hafði sent henni á splunkunýja gmailið hennar.
Til að gjalda greiðann kenndu þær mér hvernig maður bindur upp sarí. Ég er ekki alveg viss um að það sé eins praktískt og að kunna að fara á netið en það var engu að síður akkúrat það sem ég vildi læra.
Þegar ég hafði áttað mig á því að þær kynnu ekki einu sinni að opna Firefoxinn varð ég að beita öðrum ráðum. Útkoman var að Asha gat opnað póst frá mér sem ég hafði sent henni á splunkunýja gmailið hennar.
Til að gjalda greiðann kenndu þær mér hvernig maður bindur upp sarí. Ég er ekki alveg viss um að það sé eins praktískt og að kunna að fara á netið en það var engu að síður akkúrat það sem ég vildi læra.
miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Kveðjustundir hafnar
Þá erum við byrjuð að kveðja fólkið hér í Bangalore þar sem starfsnámi mínu líkur núna á föstudaginn.
Í kvöld kvöddum við börnin á munaðarleysingjaheimilinu. Þau tóku á móti okkur með virktum: hengdu á okkur mikla blómakransa og blessuðu okkur með því að bera eld í skál að okkur og setja rauða depilinn á ennið.
Því næst sýndu þau okkur alla hefðbundnu, indversku dansana sem þau hafa verið að æfa undanfarnar vikur. Þau sungu líka nokkur lög. Að þessu loknu heimtaði Fernandes ræðu frá okkur Baldri og við notuðum tækifærið og afhentum krökkunum að skilnaði alfræðibók fyrir börn. Við tókum loforð af þeim að þau myndu ekki rífast og slást um hana en þegar við kvöddum sá ég ekki betur en að þau bitust um bókina.
Fernandes bauð okkur síðan út að borða á fínan, kínverskan veitingastað saman með Elizabethu og einum kennara af heimilinu. Þau færðu mér að gjöf Parker penna fyrir vel unnin störf.
Við áttum skemmtilega kvöldstund á kínverska staðnum, og skondna líka. Við Baldur vorum mjög sátt við val á veitingastað og þótti maturinn bragðast afspyrnu vel (sérstaklega eyrnasveppirnir með sesamfræjunum) en eitthvað fannst Elizabethu maturinn bragðdaufur. Þegar við fengum sítrónu-kóríander súpuna sagði hún að þetta væri eins og vatn á bragðið, græna teið fékkst hún ekki til að prófa og þegar aðalrétturinn var borinn fram varð Fernandes að neyða ofan í hana hrísgrjónarétt. Það eru ekki bara Íslendingar sem eru matvandir!
Í kvöld kvöddum við börnin á munaðarleysingjaheimilinu. Þau tóku á móti okkur með virktum: hengdu á okkur mikla blómakransa og blessuðu okkur með því að bera eld í skál að okkur og setja rauða depilinn á ennið.
Því næst sýndu þau okkur alla hefðbundnu, indversku dansana sem þau hafa verið að æfa undanfarnar vikur. Þau sungu líka nokkur lög. Að þessu loknu heimtaði Fernandes ræðu frá okkur Baldri og við notuðum tækifærið og afhentum krökkunum að skilnaði alfræðibók fyrir börn. Við tókum loforð af þeim að þau myndu ekki rífast og slást um hana en þegar við kvöddum sá ég ekki betur en að þau bitust um bókina.
Fernandes bauð okkur síðan út að borða á fínan, kínverskan veitingastað saman með Elizabethu og einum kennara af heimilinu. Þau færðu mér að gjöf Parker penna fyrir vel unnin störf.
Við áttum skemmtilega kvöldstund á kínverska staðnum, og skondna líka. Við Baldur vorum mjög sátt við val á veitingastað og þótti maturinn bragðast afspyrnu vel (sérstaklega eyrnasveppirnir með sesamfræjunum) en eitthvað fannst Elizabethu maturinn bragðdaufur. Þegar við fengum sítrónu-kóríander súpuna sagði hún að þetta væri eins og vatn á bragðið, græna teið fékkst hún ekki til að prófa og þegar aðalrétturinn var borinn fram varð Fernandes að neyða ofan í hana hrísgrjónarétt. Það eru ekki bara Íslendingar sem eru matvandir!
Uppistand í Bangalore
Einhvern tímann í fyrndinni bjuggum við Ásdís í Danmörku. Fórum við þá stundum á youtube og horfðum á indversk-kanadískan grínista að nafni Russell Peters, verulega fyndinn gaur, og töluðum um að gaman væri að sjá hann live. Það gerðum við svo í dag.
Einhverja hugmynd höfðum við um að hann ætlaði að heimsækja Indland en engu að síður var þetta allt saman tilviljun (vildi til). Einn af Robertsonmönnum, Rob, spurði mig í framhjáhlaupi hvort mig langaði, hann ætti nokkra miða. Hvort ég vildi!
Uppistandið uppfyllti allar væntinar okkar og gekk herra Peters fram af liðinu með klúrheitum á köflum. Einn gekk meira að segja út. Indverjar segja nefnilega ekki orð eins og shit, fuck eða annað í þeim dúr svo sumir brandararnir, t.d. tippastærðar- og Bollywoodklámbrandarar kölluðu fram kinnroða hjá mörgum gestinum.
Nú þegar maður er byrjaður að láta uppistandsdraumana rætast er allt eins hægt að setja markið á Ellen Degeneres. Hver veit nema maður hitti á sjóv með henni í Nepal, svona af tilviljun.
Einhverja hugmynd höfðum við um að hann ætlaði að heimsækja Indland en engu að síður var þetta allt saman tilviljun (vildi til). Einn af Robertsonmönnum, Rob, spurði mig í framhjáhlaupi hvort mig langaði, hann ætti nokkra miða. Hvort ég vildi!
Uppistandið uppfyllti allar væntinar okkar og gekk herra Peters fram af liðinu með klúrheitum á köflum. Einn gekk meira að segja út. Indverjar segja nefnilega ekki orð eins og shit, fuck eða annað í þeim dúr svo sumir brandararnir, t.d. tippastærðar- og Bollywoodklámbrandarar kölluðu fram kinnroða hjá mörgum gestinum.
Nú þegar maður er byrjaður að láta uppistandsdraumana rætast er allt eins hægt að setja markið á Ellen Degeneres. Hver veit nema maður hitti á sjóv með henni í Nepal, svona af tilviljun.
þriðjudagur, 27. febrúar 2007
KiZZ branding
Vinur okkar úr Robertson House, Simon frá Hong Kong, er með eigin rekstur hér í Bangalore. Um þessar mundir er hann að leggja lokahönd á netfyrirbæri sem hann kallar KiZZ.
KiZZ er staður á netinu þar sem fólk getur safnað saman kvikmyndum og tónlist og halað á auðveldan hátt inn á farsíma og lófatölvur. Hugmyndin er að vinir geti á þennan hátt haldið sambandi og skipst á margmiðlunarskrám.Þá getur maður notað KiZZ til að leita að stöðum með þráðlausri nettengingu sem hljómar spennandi fyrir ferðalanga.
Simon bað okkur að hjálpa sér að finna slagorð fyrir KiZZ. Baldur var ekki lengi að semja þessi þrjú, sem mér finnst bara ansi góð:
French kiss is old fashioned, KiZZ is the new kiss
Finally a KiZZ where lipgloss is not a problem
Share the love, KiZZ your friends
Samkvæmt Simoni styttist í "frumsýninguna" á KiZZ, ég bíð spennt.
KiZZ er staður á netinu þar sem fólk getur safnað saman kvikmyndum og tónlist og halað á auðveldan hátt inn á farsíma og lófatölvur. Hugmyndin er að vinir geti á þennan hátt haldið sambandi og skipst á margmiðlunarskrám.Þá getur maður notað KiZZ til að leita að stöðum með þráðlausri nettengingu sem hljómar spennandi fyrir ferðalanga.
Simon bað okkur að hjálpa sér að finna slagorð fyrir KiZZ. Baldur var ekki lengi að semja þessi þrjú, sem mér finnst bara ansi góð:
French kiss is old fashioned, KiZZ is the new kiss
Finally a KiZZ where lipgloss is not a problem
Share the love, KiZZ your friends
Samkvæmt Simoni styttist í "frumsýninguna" á KiZZ, ég bíð spennt.
mánudagur, 26. febrúar 2007
Heim frá Hampi
Á föstudagsmorgun komum við til Hampi eftir þægilega nótt í 2 tyre AC næturlest, loftkældur vagn með tveggja hæða kojum.
Hampi er lítill bær NV af Bangalore, um miðja vegu til Goa, og er talinn helgur meðal Hindúa. Áður var þarna mikið Hindúaveldi, Viaynagara (Sigurborg), byggt upp af tveimur bræðrum. Eitthvað móðguðu þeir víst múslíma og var veldið brytjað niður í löngu umsátri. Wikipedia hefur smáatriðin.
Fyrsta verkefni okkar var að finna gististað sem uppfyllti kröfur okkar um verð og gæði. Eftir smá hótelarölt fengum við snyrtilegt herbergi með baði, fjallasýn og riverview af þakinu. Okkur féll staðurinn allur vel, andrúmsloftið afslappað og laust við tryllta umferðarmenningu Bangalore. Landslagið á þessum slóðum er líka svo skemmtilega samsett: Rauðleitt risagrjót sem minnir á góða kábojmynd, iðagrænar bananaplantekrum, hrísgrjóna- og sykurreirsakrar.
Dæs, er þetta ekki einum of rólegt? Ekkert hasaratriði í kábojmyndinni? Jú við tókum litla ferju (bát með utanborðsmótor) yfir á sem skiptir bænum í tvennt, gengum upp á hól og horfðum á sólina leggjast til viðar. Enn of rólegt? Bíðið bara, næst fórum við á huggulegan veitingastað og fengum að vita að ferjan hættir að ganga eftir sólsetur svo við vorum föst þarna megin árinnar!
Þar sem niðdimm nótt var hvort eð skollin á sögðum við hvort við annað, eins og Íslendingum einum er lagið: þetta reeeeeddast. Við borðuðum því góðan mat í rólegheitum og horfðum á American Beauty, lókalbíókvöld. Desertinn var nokkuð sem kallast Hello to the Queen og samanstóð af ís, crunchy kexi fljótandi í miklu magni af heitri súkkulaðisósu.
Eftir matinn skaffaði þjónninn okkur svo tveimur fylgdarpiltum sem leiddu okkur niður að vaði í ánni. Þegar þangað kom rifu drengirnir af sér buxurnar og gerði ég það sama en bauð Ásdísi á bak. Svo var lagt í göngu á aurugum árbotni í mittisdjúpu vatni. Allt gekk upp eins og í Indiana Jones handriti nema okkur vantaði kindla, svipu og hatt (muna það næst).
Piltana kvöddum við með peningaverðlaunum og eins og eins og oft vill verða vilja allir nærstaddir líka. Þarna var maður sem sagðist vera laganna vörður og í ljósi aðstæðna ætti ég að gefa honum 10 rúpíur fyrir kaffi (mútur). Ásdís tók vel í hugmyndina og sagði honum að hún skyldi tilkynna þessa spillingu og hann gæti drukkið eins mikið kaffi og hann vildi í fangelsinu. Löggimann áttaði sig fljótlega á því að hann hefði hitt ofjarl sinn og gengum við okkar leið.
Ævintýrum okkar var nú ekki alveg lokið því daginn eftir leigðum við reiðhjól og hjóluðum um rústirnar. Hnakkurinn á hjóli Ásdísar var eitthvað misheppnaður og pompaði í sífellu og eftir árangurslausar tilraunir með aðstoð sveitafólks hjóluðum við til baka og létum laga hjólið.
Eftir viðgerð hjóluðum við útum hvippinn og hvappinn. Heimsóttum steina sem kyssast (annar eins og skjaldbaka, hinn eins og belja), minjasafn staðarins, sundlaug drottningarinnar og neðanjarðarhof. Sundlaugin var því miður tóm en neðanjarðarhofið var hins vegar fyllt með rúmlega ökkladjúpu vatni.
Sunnudagsmorgninum vörðum við á Mango Tree, huggulegum stað sem stendur í brekku og er raðað í stöllum niður brekkuna. Þarna sátum við nokkra klukkutíma, drukkum te, kaffi, nýpressaða safa og nutum þess að horfa yfir ánna og dalinn.
Mango Tree er ekki bara spennandi út af þessu, hann skilur sig frá bænum með hjálp bananaplantekru sem maður labbar yfir á leiðinni. Eitt kvöldið stoppuðum við einmitt á þessari plantekru til að skoða stjörnurnar, engin ljósmengun í sveitinni. Bættist í hópinn skemmtilegur heimamaður sem sagði okkur í óspurðum að fyrir svefninn teldi hann gjarnan stjörnurnar og hefði mest komist upp í sex þúsund!
Að morgunchilli loknu gengum við niður að ánni því sunnudagar í Hampi eru bókstaflega laugardagar. Áin var full af baðgestum og minnti helst á Laugardalinn á fallegum degi heima ef frá eru taldir vatnabufflarnir sem tóku fullan þátt í fjörinu. Ekki fórum við í baðið en klifum í staðinn hæð sem veitir útsýni yfir allt svæðið, einn af hápunktum ferðarinnar og auðvitað er hof ofan á hæðinni, nema hvað.
Úr svona ferð er margs að minnast og fljóta nokkrir molar með hér að neðan:
Á minjasafninu þreif skólastúlka í hönd Ásdísar og kyssti hana.
Eitt sinn vatt sér að okkur lymskulegur gaur og bauð marijúana í hálfum hljóðum. Ásdís tæklaði það hátt og snjallt svo allir heyrðu: Marijuana NO! Tóku þau að kallast á eftir það, nærstöddum til skemmtunar. Díler: Marijuana? Ásdís: No!
Fílinn Laksmi, sem býr í þorpshofinu, fóðruðum við með 10 banönum, keypta á 10 rúpíur. Sambýlingar hennar, aparnir, eru hins vegar orðnir matvandir af öllu dekrinu.
Í þorpshofinu varpast skuggi varðturns á vegg, nema skugginn er á hvolfi.
Allir vilja láta taka mynd af sér og fá aur að launum. Grófust var kerling ein sem ekki kunni ensku fyrir myndatöku en eftir myndatöku kunni hún að segja: Fifty rupees. Þá sló ég persónulegt prúttmet og fékk henni eina rúpíu.
Myndir!
Hampi er lítill bær NV af Bangalore, um miðja vegu til Goa, og er talinn helgur meðal Hindúa. Áður var þarna mikið Hindúaveldi, Viaynagara (Sigurborg), byggt upp af tveimur bræðrum. Eitthvað móðguðu þeir víst múslíma og var veldið brytjað niður í löngu umsátri. Wikipedia hefur smáatriðin.
Fyrsta verkefni okkar var að finna gististað sem uppfyllti kröfur okkar um verð og gæði. Eftir smá hótelarölt fengum við snyrtilegt herbergi með baði, fjallasýn og riverview af þakinu. Okkur féll staðurinn allur vel, andrúmsloftið afslappað og laust við tryllta umferðarmenningu Bangalore. Landslagið á þessum slóðum er líka svo skemmtilega samsett: Rauðleitt risagrjót sem minnir á góða kábojmynd, iðagrænar bananaplantekrum, hrísgrjóna- og sykurreirsakrar.
Dæs, er þetta ekki einum of rólegt? Ekkert hasaratriði í kábojmyndinni? Jú við tókum litla ferju (bát með utanborðsmótor) yfir á sem skiptir bænum í tvennt, gengum upp á hól og horfðum á sólina leggjast til viðar. Enn of rólegt? Bíðið bara, næst fórum við á huggulegan veitingastað og fengum að vita að ferjan hættir að ganga eftir sólsetur svo við vorum föst þarna megin árinnar!
Þar sem niðdimm nótt var hvort eð skollin á sögðum við hvort við annað, eins og Íslendingum einum er lagið: þetta reeeeeddast. Við borðuðum því góðan mat í rólegheitum og horfðum á American Beauty, lókalbíókvöld. Desertinn var nokkuð sem kallast Hello to the Queen og samanstóð af ís, crunchy kexi fljótandi í miklu magni af heitri súkkulaðisósu.
Eftir matinn skaffaði þjónninn okkur svo tveimur fylgdarpiltum sem leiddu okkur niður að vaði í ánni. Þegar þangað kom rifu drengirnir af sér buxurnar og gerði ég það sama en bauð Ásdísi á bak. Svo var lagt í göngu á aurugum árbotni í mittisdjúpu vatni. Allt gekk upp eins og í Indiana Jones handriti nema okkur vantaði kindla, svipu og hatt (muna það næst).
Piltana kvöddum við með peningaverðlaunum og eins og eins og oft vill verða vilja allir nærstaddir líka. Þarna var maður sem sagðist vera laganna vörður og í ljósi aðstæðna ætti ég að gefa honum 10 rúpíur fyrir kaffi (mútur). Ásdís tók vel í hugmyndina og sagði honum að hún skyldi tilkynna þessa spillingu og hann gæti drukkið eins mikið kaffi og hann vildi í fangelsinu. Löggimann áttaði sig fljótlega á því að hann hefði hitt ofjarl sinn og gengum við okkar leið.
Ævintýrum okkar var nú ekki alveg lokið því daginn eftir leigðum við reiðhjól og hjóluðum um rústirnar. Hnakkurinn á hjóli Ásdísar var eitthvað misheppnaður og pompaði í sífellu og eftir árangurslausar tilraunir með aðstoð sveitafólks hjóluðum við til baka og létum laga hjólið.
Eftir viðgerð hjóluðum við útum hvippinn og hvappinn. Heimsóttum steina sem kyssast (annar eins og skjaldbaka, hinn eins og belja), minjasafn staðarins, sundlaug drottningarinnar og neðanjarðarhof. Sundlaugin var því miður tóm en neðanjarðarhofið var hins vegar fyllt með rúmlega ökkladjúpu vatni.
Sunnudagsmorgninum vörðum við á Mango Tree, huggulegum stað sem stendur í brekku og er raðað í stöllum niður brekkuna. Þarna sátum við nokkra klukkutíma, drukkum te, kaffi, nýpressaða safa og nutum þess að horfa yfir ánna og dalinn.
Mango Tree er ekki bara spennandi út af þessu, hann skilur sig frá bænum með hjálp bananaplantekru sem maður labbar yfir á leiðinni. Eitt kvöldið stoppuðum við einmitt á þessari plantekru til að skoða stjörnurnar, engin ljósmengun í sveitinni. Bættist í hópinn skemmtilegur heimamaður sem sagði okkur í óspurðum að fyrir svefninn teldi hann gjarnan stjörnurnar og hefði mest komist upp í sex þúsund!
Að morgunchilli loknu gengum við niður að ánni því sunnudagar í Hampi eru bókstaflega laugardagar. Áin var full af baðgestum og minnti helst á Laugardalinn á fallegum degi heima ef frá eru taldir vatnabufflarnir sem tóku fullan þátt í fjörinu. Ekki fórum við í baðið en klifum í staðinn hæð sem veitir útsýni yfir allt svæðið, einn af hápunktum ferðarinnar og auðvitað er hof ofan á hæðinni, nema hvað.
Úr svona ferð er margs að minnast og fljóta nokkrir molar með hér að neðan:
Á minjasafninu þreif skólastúlka í hönd Ásdísar og kyssti hana.
Eitt sinn vatt sér að okkur lymskulegur gaur og bauð marijúana í hálfum hljóðum. Ásdís tæklaði það hátt og snjallt svo allir heyrðu: Marijuana NO! Tóku þau að kallast á eftir það, nærstöddum til skemmtunar. Díler: Marijuana? Ásdís: No!
Fílinn Laksmi, sem býr í þorpshofinu, fóðruðum við með 10 banönum, keypta á 10 rúpíur. Sambýlingar hennar, aparnir, eru hins vegar orðnir matvandir af öllu dekrinu.
Í þorpshofinu varpast skuggi varðturns á vegg, nema skugginn er á hvolfi.
Allir vilja láta taka mynd af sér og fá aur að launum. Grófust var kerling ein sem ekki kunni ensku fyrir myndatöku en eftir myndatöku kunni hún að segja: Fifty rupees. Þá sló ég persónulegt prúttmet og fékk henni eina rúpíu.
Myndir!
fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Afmæli Sharmilu
Sharmila, dóttir Elizabethar samstarfskonu minnar, átti 15 ára afmæli í gær. Indverjar eru að sjálfsögðu öðruvísi en Íslendingar með það að þeir halda upp á 14 ára afmæli hennar, þar sem hún var að fylla 14 ár og byrjar nú á sínu fimmtánda. Ég get ekki sagt að ég hafi skilið þessa hugsun.
Við fórum seinni part dags niður í Masard, hittum þar de danske piger og saman fórum við upp í Ashton Town þar sem Elizabeth býr með syni og dóttur. Þar sem maðurinn hennar stakk af fyrir sjö árum búa þau við ótrúlega þröngan kost, eða í ogguponku herbergi, tíu fermetrar myndi ég segja. Þar deila þau einu rúmi, hafa einn skáp til umráða og tvær gashellur auk búsáhalda. Reyndar eru þar líka tvö sjónvörp en það er í takt við það sem gengur og gerist hér, fátækasta fólkið leggur mesta áherslu á að eignast sjónvarp.
Okkur heiðursgestum var vísað á besta (og eina) setustaðinn: rúmið. Fyrst bar afmæisbarnið fram coca cola í stálglösum en fékk sér ekki sjálf. Því næst fengum við pulla hrísgrjónarétt og sterkan pottrétt. Í honum voru það sem Baldur kallar rauða djöfla og skiptumst við fjögur á að taka hóstaköst og gráta úr okkur augun. Amma gamla sem mætt var á svæðið hafði gaman af að horfa á þetta skrýtna fólk sem ekki gat borðað almennilegan mat á sómasamlegan hátt.
Rétt áður en afmæliskakan var borin fram fylltist litla rýmið af ættingjum. Síðan var stæðilegu kerti stungið í kökuna, það tendrað og allir tóku til við að syngja afmælissönginn. Þegar því var lokið skar afmælisbarnið litlar sneiðar fyrir gestina sem klíndu hvítu kreminu framan í hana þegar þeir veittu sneiðinni viðtöku. Útlendingarnir fjórir horfðu í forundra á og tóku af mestu kurteisi á móti sínum sneiðum. Hvort sem er tími ég ekki að klína mínu kremi framan í aðra.
Nokkrar myndir má finna í Bangalore albúminu okkar, fyrsta byrjar hér.

Okkur heiðursgestum var vísað á besta (og eina) setustaðinn: rúmið. Fyrst bar afmæisbarnið fram coca cola í stálglösum en fékk sér ekki sjálf. Því næst fengum við pulla hrísgrjónarétt og sterkan pottrétt. Í honum voru það sem Baldur kallar rauða djöfla og skiptumst við fjögur á að taka hóstaköst og gráta úr okkur augun. Amma gamla sem mætt var á svæðið hafði gaman af að horfa á þetta skrýtna fólk sem ekki gat borðað almennilegan mat á sómasamlegan hátt.
Rétt áður en afmæliskakan var borin fram fylltist litla rýmið af ættingjum. Síðan var stæðilegu kerti stungið í kökuna, það tendrað og allir tóku til við að syngja afmælissönginn. Þegar því var lokið skar afmælisbarnið litlar sneiðar fyrir gestina sem klíndu hvítu kreminu framan í hana þegar þeir veittu sneiðinni viðtöku. Útlendingarnir fjórir horfðu í forundra á og tóku af mestu kurteisi á móti sínum sneiðum. Hvort sem er tími ég ekki að klína mínu kremi framan í aðra.
Nokkrar myndir má finna í Bangalore albúminu okkar, fyrsta byrjar hér.
miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Menningarlöðrungur venst
Við höfum það gott hér í Indlandi. Erum búin að fara í gegnum nokkuð sem ég vil kalla menningarlöðrung frekar en menningarsjokk. Lentum í Mumbai í desember og það var vægast sagt yfirþyrmandi. Fórum svo til Goa og svifum á bleiku túristaskýi í smátíma en svo kom að þeim hluta menningarsjokksins þar sem allt var óþolandi. Þá vorum við komin til Bangalore og höfum stigið hægt og sígandi á þann stað þar sem maður bara er í Indlandi án þess að finnast það frábært eða ömurlegt, semsagt hæf til að njóta reynslunnar.
Fyrst fór í taugarnar á mér að biðraðir væru ekki til, að ég þyrfti að prútta um allt og að ég fengi ómælanlegt magn athygli sölumanna hvar sem ég færi. Nú nýt ég þess að troðast framfyrir annað fólk (engar biðraðir), elska að prútta (stundum niður í 10% af upprunalegu verði) og nýti mér þá athygli sem ég fæ óspart mér til framdráttar. Þetta er semsé allt öðruvísi en kexverksmiðjan, stundum þreytandi en almennt alveg hrikalega gaman.
Í eldhúsinu hjá mér hér í Bangalore býr lítil mús, kakkalakkafjölskylda, nokkrar eðlur (gekkóar), fullt af flugum og a.m.k. tvær tegundir af maurum. Göturnar eru fullar af flökkuhundum og beljum, holræsi og skólp rennur í opnum skurðum og apar reyna reglulega að koma inn til okkar. Þetta er hluti af þeim mun sem er á Indlandi og Íslandi á áþreifanlega sviðinu og alveg ótrúlegt hvað það venst allt saman.
Fyrst fór í taugarnar á mér að biðraðir væru ekki til, að ég þyrfti að prútta um allt og að ég fengi ómælanlegt magn athygli sölumanna hvar sem ég færi. Nú nýt ég þess að troðast framfyrir annað fólk (engar biðraðir), elska að prútta (stundum niður í 10% af upprunalegu verði) og nýti mér þá athygli sem ég fæ óspart mér til framdráttar. Þetta er semsé allt öðruvísi en kexverksmiðjan, stundum þreytandi en almennt alveg hrikalega gaman.
Í eldhúsinu hjá mér hér í Bangalore býr lítil mús, kakkalakkafjölskylda, nokkrar eðlur (gekkóar), fullt af flugum og a.m.k. tvær tegundir af maurum. Göturnar eru fullar af flökkuhundum og beljum, holræsi og skólp rennur í opnum skurðum og apar reyna reglulega að koma inn til okkar. Þetta er hluti af þeim mun sem er á Indlandi og Íslandi á áþreifanlega sviðinu og alveg ótrúlegt hvað það venst allt saman.
þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Ferð í þorpin
Asha á skrifstofunni býr í litlu þorpi fyrir utan Bangalore. Í þorpinu hennar og þorpunum í kring eru starfræktir sjálfshjálparhópar á vegum Masard. Í dag heimsóttum við Baldur, Maria og Pernille þessi þorp og þessa hópa.
Við byrjuðum á að heimsækja þorpið Chokknahalla. Þar kíktum við á umsjónarmann sjálfshjálparhópsins Dhoddmma og konu hans. Sem við sitjum á yfirbyggðir veröndinni og spjöllum ber skreytta, heilaga belju að garði og heilagan smala hennar. Indversku gestgjafir okkar hlupu til og náðu í ragi bollu og reykelsi: ragi bollunni var stungið upp í beljuna sem góðgæti og reykelsunum var stungið í höfuðfatið hennar til að gera reykin frá þeim heilagan. Síðan skiptust þau á að verða sér út um blessun með því að anda að sér reyknum og láta hann umlykja sig.
Fyrst reykurinn frá reykelsinu verður heilagur við það að komast í snertingu við beljuna getur maður ímyndað sér hvað annað frá beljunni telst heilagt. Ég get sagt ykkur það að hlandið úr henni telst til heilags vatns. Því varð úr að þegar beljan byrjaði að míga á gólfið gerði smalinn sér lítið fyrir og stakk höndinni undir bununa og tók að skvetta hlandinu á mig og dönsku stelpurnar. Í bland við skelfilega undrun og pirring voru viðbrögð mín að vernda myndavélina mína og stökkva upp á næsta bekk, hrista síðan höfuðið af offorsi og segja upp á hindi: Neineineinei. Grey smalinn, hann var agndofa á þessum útlendingum sem fúlsuðu við heilögu vatni.
Baldur slapp blessunarlega við allt pissiskvett því hann var einmitt sjálfur að skvetta vatni annars staðar. Við Pernille og Maria áttum hins vegar bágt með okkur, á milli hlátursrokanna reyndum við að finna hlanddropana og þurrka þá af okkur. Ég fékk einn á kinnina sem ég veit ekki hvort ég náði að þurrka eða ekki. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið hátindur ferðarinnar og það sem mun sitja í minni það sem eftir er.
Annars var ferðin öll frábær og eftirminnileg. Mér fannst æðisleg upplifun að tala við konurnar í sjálfshjálparhópnum og heyra um þeirra viðhorf til stöðu kvenna á Indlandi. Ein þeirra var mjög á móti illum tungum og slúðri sem að hennar mati er notað sem stjórntæki á konur í þorpinu. Elizabeth frá skrifstofunni var alveg á móti því að börn bæru aðeins eftirnafn föður síns og varð mjög heilluð þegar hún heyrði af því að á Íslandi færðist það í vöxt að börn bæru eftirnafn beggja foreldra sinna. Á sama tíma fannst þeim flestum ótrúlegt að heyra að öll værum við útlendingarnir fædd utan hjónabands, þeim fannst það bæði fyndi og vandræðalegt.
Af öðru áhugaverðu má nefna litlu verksmiðjuna sem við heimsóttum í þorpinu Chagaliti. Sjálfshjálparhópurinn Namana framleiðir þar papadoum og fengum við að fylgjast með því ferli. Í sama þorpi fengum við líka að sjá safn í krukkum: snákar, leðurblaka, mús og kálfsfóstur í formalíni.
Við enduðum þessa ferði í Bagalur, þorpinu hennar Öshu. Þar fengum við að borða einfaldan síðdegismat sem móðir hennar framreiddi og áður en við kvöddum blessaði Elizabeth okkur með rauðum depli á ennið.
Myndir úr ferðinni, m.a. af heilögu beljunni, eru hér.
Við byrjuðum á að heimsækja þorpið Chokknahalla. Þar kíktum við á umsjónarmann sjálfshjálparhópsins Dhoddmma og konu hans. Sem við sitjum á yfirbyggðir veröndinni og spjöllum ber skreytta, heilaga belju að garði og heilagan smala hennar. Indversku gestgjafir okkar hlupu til og náðu í ragi bollu og reykelsi: ragi bollunni var stungið upp í beljuna sem góðgæti og reykelsunum var stungið í höfuðfatið hennar til að gera reykin frá þeim heilagan. Síðan skiptust þau á að verða sér út um blessun með því að anda að sér reyknum og láta hann umlykja sig.
Fyrst reykurinn frá reykelsinu verður heilagur við það að komast í snertingu við beljuna getur maður ímyndað sér hvað annað frá beljunni telst heilagt. Ég get sagt ykkur það að hlandið úr henni telst til heilags vatns. Því varð úr að þegar beljan byrjaði að míga á gólfið gerði smalinn sér lítið fyrir og stakk höndinni undir bununa og tók að skvetta hlandinu á mig og dönsku stelpurnar. Í bland við skelfilega undrun og pirring voru viðbrögð mín að vernda myndavélina mína og stökkva upp á næsta bekk, hrista síðan höfuðið af offorsi og segja upp á hindi: Neineineinei. Grey smalinn, hann var agndofa á þessum útlendingum sem fúlsuðu við heilögu vatni.
Baldur slapp blessunarlega við allt pissiskvett því hann var einmitt sjálfur að skvetta vatni annars staðar. Við Pernille og Maria áttum hins vegar bágt með okkur, á milli hlátursrokanna reyndum við að finna hlanddropana og þurrka þá af okkur. Ég fékk einn á kinnina sem ég veit ekki hvort ég náði að þurrka eða ekki. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið hátindur ferðarinnar og það sem mun sitja í minni það sem eftir er.
Annars var ferðin öll frábær og eftirminnileg. Mér fannst æðisleg upplifun að tala við konurnar í sjálfshjálparhópnum og heyra um þeirra viðhorf til stöðu kvenna á Indlandi. Ein þeirra var mjög á móti illum tungum og slúðri sem að hennar mati er notað sem stjórntæki á konur í þorpinu. Elizabeth frá skrifstofunni var alveg á móti því að börn bæru aðeins eftirnafn föður síns og varð mjög heilluð þegar hún heyrði af því að á Íslandi færðist það í vöxt að börn bæru eftirnafn beggja foreldra sinna. Á sama tíma fannst þeim flestum ótrúlegt að heyra að öll værum við útlendingarnir fædd utan hjónabands, þeim fannst það bæði fyndi og vandræðalegt.
Af öðru áhugaverðu má nefna litlu verksmiðjuna sem við heimsóttum í þorpinu Chagaliti. Sjálfshjálparhópurinn Namana framleiðir þar papadoum og fengum við að fylgjast með því ferli. Í sama þorpi fengum við líka að sjá safn í krukkum: snákar, leðurblaka, mús og kálfsfóstur í formalíni.
Við enduðum þessa ferði í Bagalur, þorpinu hennar Öshu. Þar fengum við að borða einfaldan síðdegismat sem móðir hennar framreiddi og áður en við kvöddum blessaði Elizabeth okkur með rauðum depli á ennið.
Myndir úr ferðinni, m.a. af heilögu beljunni, eru hér.
mánudagur, 19. febrúar 2007
Kertasturta
Sturtuaðstaðan í gistihúsinu mínu er ferkar fábrotin eins og ég hef áður minnst á. Sturtan virkar ekki svo maður verður að láta sér duga fötubað og sjaldnast er heitu vatni fyrir að fara. Ég hef því þann vanann á að fara í sturtu í Robertson House, þar er nefnilega alltaf heitt vatn og ekkert vandamál.
Þegar ég ætlaði í sturtu í kvöld vildi ljósið hins vegar ekki kvikna, ég varð pirruð (því ég var svo þreytt eftir Mysore ferðina og vildi bara komast í sturtuna mína) og þegar Baldur lét mig fá pínkulítinn kertastubb til að taka með mér inn í niðamyrkrið gerði ég það skartandi ygglibrún.
Ég komst svo að því að kertasturta var einmitt það sem ég þurfti á að halda. Óransgul birtan af loganum lék um herbergið og léði því mjög róandi stemmningu. Ég kom því frísk og glöð úr sturtunni og enn sybbnari en fyrr.
Ég er svo sybbin að ég held varla augunum opnum, ég er svo sybbin að ég stefni á að vera komin upp í rúm upp úr níu og ég vona bara að ég nái að láta eplaolíudropa á koddann minn fyrir svefninn. Þá á maður víst að fá dýpri svefn og vakna útsofinn, eða svo var mér sagt.
Þegar ég ætlaði í sturtu í kvöld vildi ljósið hins vegar ekki kvikna, ég varð pirruð (því ég var svo þreytt eftir Mysore ferðina og vildi bara komast í sturtuna mína) og þegar Baldur lét mig fá pínkulítinn kertastubb til að taka með mér inn í niðamyrkrið gerði ég það skartandi ygglibrún.
Ég komst svo að því að kertasturta var einmitt það sem ég þurfti á að halda. Óransgul birtan af loganum lék um herbergið og léði því mjög róandi stemmningu. Ég kom því frísk og glöð úr sturtunni og enn sybbnari en fyrr.
Ég er svo sybbin að ég held varla augunum opnum, ég er svo sybbin að ég stefni á að vera komin upp í rúm upp úr níu og ég vona bara að ég nái að láta eplaolíudropa á koddann minn fyrir svefninn. Þá á maður víst að fá dýpri svefn og vakna útsofinn, eða svo var mér sagt.
Markaðurinn, hæðin og höllin
Við kíktum til Mysore í gær með félögum okkar úr Robertson House, Frakkanum Valery og Kínverjanum Shockey. Mysore (eða Mysuru frá því í nóvember í fyrra) er næststærsta borg Karnataka fylkis og er þekkt fyrir sandviðarreykelsi sem seld eru á markaðnum, hallir og Chamundi hæðina.
Þrátt fyrir að Mysore sé aðeins í 160 km fjarlægð frá Bangalore tók það hraðrútuna tæpa fjóra tíma að koma okkur á milli. Og þrátt fyrir að vera svokölluð non-stop rúta voru stoppin allavegana fimm.
Þegar við komum til Mysore byrjuðum við á því að ganga um markaðinn. Um er að ræða sölubása sem umluktir eru steinbyggðum verslunum og er markaðurinn yfirbyggður á sumum svæðum en þó oftast aðeins með plastdúkum, strigum, bambusmottum eða bómullarklæðum.
Á markaðnum kenndi ýmissa grasa. Á einum stað var ferskt grænmeti til sölu og kúfullar körfur af ferskum, grænum chilli, hvítkáli, blómkáli, tómötum og papríku báru þess merki. Þá hafði gulrótum, kartöflum, tómötum, eggaldini, gúrkum og ertum verið raðað snyrtilega á jörðina og upp við veggi, og stoðir stóðu strigapokar fullir af þurrkaðum, rauðum chilli, ferskum kóríanderfræjum og engifer. Á öðrum stað voru körfurnar fullar af blómum og í básunum unnu menn að því að koma blómum í hina ýmsustu kransa. Enn annars staðar voru það reykelsi, ilmolíur og litir sem glöddu nef og auga.
Skemmtilegast var án efa þegar okkur var boðið af litlum gutta inn fyrir einn básinn til að sjá hvernig reykelsi eru gerð. Á meðan fengum við kynningu frá eldri frænda hans á ilmolíum sem við féllum fyrir og vorum í kjölfarið beðin um að skrifa í gestabók. Eigandinn var með stílabækur merktar ýmsum löndum en engin stílabók var fyrir Ísland svo við kvittuðum fyrir okkur í Finnlandsbókina (hver á Finnlandsbók?!). Við keyptum líka tandoori krydd og sérstaka Mysore karríblöndu og verða kryddin send til Íslands og Spánar hið fyrsta.
Frá markaðnum héldum við upp á Chamundi hæð. Á leiðinni upp var frábært útsýnið úr vagninum yfir sléttur Mysore og sáum við glitta í hina frægu Maharasa höll. Á hæðinni er síðan að finna hindúa hof helgað gyðjunni Chamundeshwari og þar inni er að finna styttu af henni úr skíragulli. Mér fannst hins vegar miklu skemmtilegra að kíta um verð um póstkortum við lítinn snáða og fylgjast með öpunum stela eplahýðinu hans Baldurs, virða fyrir mér fólkið sem hafði rakað af sér allt hárið og fórnað því til gyðjunnar og bera það saman við þá sem létu sér nægja að smalla kókoshnetu á þar til gerða steinhellu. Svo var ekki síðra að sjá hindúa prestin blessa splunkunýja Hondu.
Um kvöldið vorum við fyrir utan Maharasah höllina á slaginu sjö, þá er nefnilega kveikt á fimm þúsund ljósaperaseríunni sem umlykur höllina. Fyrir utan höllina var síðan lúðrasveit hersins að spila og kennari frá nágrenni Mysore útskýrði fyrir okkur að þennan eina dag ársins væri Maharajann í höllinni. Við enduðum síðan á því að fara út að borða á veitingastaðnum Park Lane og í tilefni kínverska nýársins pöntuðum við okkur vorrúllur, hvítlaukskartöflur og Shanghai hrísgrjón og óskuðum Shockey gleðilegs nýs árs á mandarín: Xin nian yu kuai!
Myndir frá Mysore eru hér, endilega kíkið.
Þrátt fyrir að Mysore sé aðeins í 160 km fjarlægð frá Bangalore tók það hraðrútuna tæpa fjóra tíma að koma okkur á milli. Og þrátt fyrir að vera svokölluð non-stop rúta voru stoppin allavegana fimm.
Þegar við komum til Mysore byrjuðum við á því að ganga um markaðinn. Um er að ræða sölubása sem umluktir eru steinbyggðum verslunum og er markaðurinn yfirbyggður á sumum svæðum en þó oftast aðeins með plastdúkum, strigum, bambusmottum eða bómullarklæðum.
Á markaðnum kenndi ýmissa grasa. Á einum stað var ferskt grænmeti til sölu og kúfullar körfur af ferskum, grænum chilli, hvítkáli, blómkáli, tómötum og papríku báru þess merki. Þá hafði gulrótum, kartöflum, tómötum, eggaldini, gúrkum og ertum verið raðað snyrtilega á jörðina og upp við veggi, og stoðir stóðu strigapokar fullir af þurrkaðum, rauðum chilli, ferskum kóríanderfræjum og engifer. Á öðrum stað voru körfurnar fullar af blómum og í básunum unnu menn að því að koma blómum í hina ýmsustu kransa. Enn annars staðar voru það reykelsi, ilmolíur og litir sem glöddu nef og auga.
Skemmtilegast var án efa þegar okkur var boðið af litlum gutta inn fyrir einn básinn til að sjá hvernig reykelsi eru gerð. Á meðan fengum við kynningu frá eldri frænda hans á ilmolíum sem við féllum fyrir og vorum í kjölfarið beðin um að skrifa í gestabók. Eigandinn var með stílabækur merktar ýmsum löndum en engin stílabók var fyrir Ísland svo við kvittuðum fyrir okkur í Finnlandsbókina (hver á Finnlandsbók?!). Við keyptum líka tandoori krydd og sérstaka Mysore karríblöndu og verða kryddin send til Íslands og Spánar hið fyrsta.
Frá markaðnum héldum við upp á Chamundi hæð. Á leiðinni upp var frábært útsýnið úr vagninum yfir sléttur Mysore og sáum við glitta í hina frægu Maharasa höll. Á hæðinni er síðan að finna hindúa hof helgað gyðjunni Chamundeshwari og þar inni er að finna styttu af henni úr skíragulli. Mér fannst hins vegar miklu skemmtilegra að kíta um verð um póstkortum við lítinn snáða og fylgjast með öpunum stela eplahýðinu hans Baldurs, virða fyrir mér fólkið sem hafði rakað af sér allt hárið og fórnað því til gyðjunnar og bera það saman við þá sem létu sér nægja að smalla kókoshnetu á þar til gerða steinhellu. Svo var ekki síðra að sjá hindúa prestin blessa splunkunýja Hondu.
Um kvöldið vorum við fyrir utan Maharasah höllina á slaginu sjö, þá er nefnilega kveikt á fimm þúsund ljósaperaseríunni sem umlykur höllina. Fyrir utan höllina var síðan lúðrasveit hersins að spila og kennari frá nágrenni Mysore útskýrði fyrir okkur að þennan eina dag ársins væri Maharajann í höllinni. Við enduðum síðan á því að fara út að borða á veitingastaðnum Park Lane og í tilefni kínverska nýársins pöntuðum við okkur vorrúllur, hvítlaukskartöflur og Shanghai hrísgrjón og óskuðum Shockey gleðilegs nýs árs á mandarín: Xin nian yu kuai!
Myndir frá Mysore eru hér, endilega kíkið.
föstudagur, 16. febrúar 2007
Nótt Shiva
Í dag er enn ein hátíðin hér í Indlandi. Að þessu sinni er það Maha Shivaratri hátíðin, eða Nótt Shiva. Hins vegar var enginn frídagur í tilefni dagsins, ég var alveg hlessa (harhar).
Asha sæta af skrifstofunni bað um að fá að fara fyrr heim í dag. Hún vildi nefnilega ekki missa af blakkeppninni sem fer fram í þorpinu hennar á þessari hátíð. Um kvöldið sagði hún mér að yrði dansað fram eftir öllu en hún vildi sjálf ekki viðurkenna að hún kæmi til með að taka þátt í því. Henni tókst ekki að sannfæra mig.
Asha sæta af skrifstofunni bað um að fá að fara fyrr heim í dag. Hún vildi nefnilega ekki missa af blakkeppninni sem fer fram í þorpinu hennar á þessari hátíð. Um kvöldið sagði hún mér að yrði dansað fram eftir öllu en hún vildi sjálf ekki viðurkenna að hún kæmi til með að taka þátt í því. Henni tókst ekki að sannfæra mig.
miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Apar í rusli
Valentínusardagur! Í dag eigum við Ásdís 6 ára sambúðarafmæli og höfum kosið að verja því innandyra þar sem öfgamenn (Shiv Sena) hafa hótað að grýta og berja unga elskendur sem leiðast á þessum degi Djöfulsins (að þeirra mati). Dagurinn stangast víst eitthvað á við indverskar hefðir. Ég hélt reyndar að ofbeldi gerði það líka en þetta eru sennilega bara veikgeðja tækifærissinnar, hver hannar sitt eigið fangelsi.
GSM og Skype sáu okkur fyrir tengingu við umheiminn þar sem Ólöf amma og Kalli afi skæpuðu okkur og gáfu skýrslu af gangi mála heima auk þess að vara okkur við anti-Valentínusarmönnum. Einnig fengum við símtal frá Geira frænda í Chennai og hlökkum mjög til að heimsækja hann í byrjun mars.
Ekki nóg með símtölin heldur komu líka til okkar kærkomnir gestir og borðuðu áfenga afganga frá kvöldinu áður, apafjölskyldan fékk ananasafklippur í hádegismat. Ég stóðst náttúrulega ekki mátið og myndaði hana í bak og fyrir. Ekki vildu aparnir inn að þessu sinni, sennilega til að verða ekki stimplaðir sem frjálslyndar Valentínusarsleikjur, kapitalískir hippar eða eitthvað þaðan af verra.
GSM og Skype sáu okkur fyrir tengingu við umheiminn þar sem Ólöf amma og Kalli afi skæpuðu okkur og gáfu skýrslu af gangi mála heima auk þess að vara okkur við anti-Valentínusarmönnum. Einnig fengum við símtal frá Geira frænda í Chennai og hlökkum mjög til að heimsækja hann í byrjun mars.
Ekki nóg með símtölin heldur komu líka til okkar kærkomnir gestir og borðuðu áfenga afganga frá kvöldinu áður, apafjölskyldan fékk ananasafklippur í hádegismat. Ég stóðst náttúrulega ekki mátið og myndaði hana í bak og fyrir. Ekki vildu aparnir inn að þessu sinni, sennilega til að verða ekki stimplaðir sem frjálslyndar Valentínusarsleikjur, kapitalískir hippar eða eitthvað þaðan af verra.
mánudagur, 12. febrúar 2007
Bandh
'Holiday tomorrow,' sagði Gary glaður í bragði. 'No, prison,' sagði Simon. 'Holiday you go outside, prison you stay inside.'
Þessi samskipti félaga okkar úr Robertson House fóru fram í gærkveldi og komu til af því að í dag skall loksins á hið langyfirvofandi verkafall. Hér á bæ ganga slík fyrirbæri undir heitinu Bandh sem merkir lokun. Yfirleitt eru slík verkföll skipulögð af verkalýðsfélögum og stjórnmálaflokkum sem fyrirskipa algjöra stöðvun í samfélaginu til að koma mótmælum sínum á framfæri. Að þessu sinni beindust mótmælin að Tamílum hér í borg því Karnataka fylki og Tamil Nadu deila um not á fljót sem rennur í gegnum bæði fylkin.
Bandh-ið stóð yfir frá sex að morgni til sex að kvöldið og var fólki ráðlagt að halda sig innandyra á því tímabili þar sem búist var við óeirðum. Aðfaranótt verkfallsins svaf ég því í Robertson House til að sleppa við að sitja föst í mínu gistiheimili allan daginn (það er sko miklu skemmtilegra í Robertson House).
Dagurinn leið við lestur og rólegheit. Nú vona ég bara að þessir stofufangelsisdagar séu liðnir.
Þessi samskipti félaga okkar úr Robertson House fóru fram í gærkveldi og komu til af því að í dag skall loksins á hið langyfirvofandi verkafall. Hér á bæ ganga slík fyrirbæri undir heitinu Bandh sem merkir lokun. Yfirleitt eru slík verkföll skipulögð af verkalýðsfélögum og stjórnmálaflokkum sem fyrirskipa algjöra stöðvun í samfélaginu til að koma mótmælum sínum á framfæri. Að þessu sinni beindust mótmælin að Tamílum hér í borg því Karnataka fylki og Tamil Nadu deila um not á fljót sem rennur í gegnum bæði fylkin.
Bandh-ið stóð yfir frá sex að morgni til sex að kvöldið og var fólki ráðlagt að halda sig innandyra á því tímabili þar sem búist var við óeirðum. Aðfaranótt verkfallsins svaf ég því í Robertson House til að sleppa við að sitja föst í mínu gistiheimili allan daginn (það er sko miklu skemmtilegra í Robertson House).
Dagurinn leið við lestur og rólegheit. Nú vona ég bara að þessir stofufangelsisdagar séu liðnir.
sunnudagur, 11. febrúar 2007
Dagurinn sem ekkert varð úr
Klukkan níu í morgun vorum við Baldur mætt fyrir utan Mittel Towers. Á döfinni var að kíkja í Bandipur þjóðgarðinn sem liggur suður af Bangalore með Fernandes, Mariu og Pernille.
Við biðum í rétt tæpan einn og hálfan tíma eftir þeim. Fyrst sátum við hjá blómabeðunum, síðan stóðum við upp til að hreyfa dofna liði og loks settumst við á tröppur í sólinni til að verma okkur eftir setuna í skugganum.
Loksins mættu þau á svæðið og höfðu þá ástæðu fyrir seinheitunum. Pernille var veik og þau höfðu drifið sig með hana á sjúkrahúsið. Eins og Fernandes er einum lagið hafði hann ekki símanúmerið mitt meðferðis þó ég væri búin að láta hann fá þetta fyrir svona tilvik (arg).
Þar sem Pernille varð að fara heim og leggjast fyrir datt ferðin í þjóðgarðinn upp fyrir. Í staðinn skutlaði Fernandes okkur þremur sem eftir sátu upp í Forum, stærstu verslunarmiðstöð Bangalore. Þar fengum við okkur að borða (Masala dosa), skoðuðum í búðarglugga og kíktum í bókabúð að sjálfsögðu.
Þegar heim var komið versluðum við í Thom's bakery, borðuðum samósur og elduðum spagettí með pastasósu. Á degi sem mikið varð að engu væri einkar viðeigandi að horfa á snilldarmyndina Much Ado About Nothing en það er einmitt það sem við ætlum að gera.
Við biðum í rétt tæpan einn og hálfan tíma eftir þeim. Fyrst sátum við hjá blómabeðunum, síðan stóðum við upp til að hreyfa dofna liði og loks settumst við á tröppur í sólinni til að verma okkur eftir setuna í skugganum.
Loksins mættu þau á svæðið og höfðu þá ástæðu fyrir seinheitunum. Pernille var veik og þau höfðu drifið sig með hana á sjúkrahúsið. Eins og Fernandes er einum lagið hafði hann ekki símanúmerið mitt meðferðis þó ég væri búin að láta hann fá þetta fyrir svona tilvik (arg).
Þar sem Pernille varð að fara heim og leggjast fyrir datt ferðin í þjóðgarðinn upp fyrir. Í staðinn skutlaði Fernandes okkur þremur sem eftir sátu upp í Forum, stærstu verslunarmiðstöð Bangalore. Þar fengum við okkur að borða (Masala dosa), skoðuðum í búðarglugga og kíktum í bókabúð að sjálfsögðu.
Þegar heim var komið versluðum við í Thom's bakery, borðuðum samósur og elduðum spagettí með pastasósu. Á degi sem mikið varð að engu væri einkar viðeigandi að horfa á snilldarmyndina Much Ado About Nothing en það er einmitt það sem við ætlum að gera.
föstudagur, 9. febrúar 2007
Legið yfir kortum
Indlandsferðin var skipulögð í dag. Við komum okkur vel fyrir við þunglamalega viðarborðið í Robertson House, dreifðum úr Indlandskortinu og flettum upp í Indlandsbókinni okkar.
Þegar dvöl okkar í Bangalore lýkur í byrjun mars byrjar bakpokaferðalagið okkar. Þó svo að mottóið okkar sé að skipuleggja sem minnst verður maður að vita í hvaða átt skal stefna næst og svoleiðis skipulagsvinnu er gott að klára þegar maður hefur fasta búsetu og gott viðarborð.
Gróflega áætlað höldum við austur til Chennai eftir Bangalore, síðan í suður og loks í norður til Himalayafjallanna. Miðað við alla áfangastaðina á leiðinni getur ferðalagið um Indland tekið allt að þremur mánuðum. Það mætti ljúga því að mér að þessi skipulagsvinna hafi tekið þrjá mánuði, svo lengi lágum við yfir kortunum. Hluti af ástæðunni liggur í því að við vorum alltaf að leita að fyndnum bæjar- og borgarheitum. Leitin bar ágætan árangur, eins og best sést hér að neðan:
Mandla í Madhya Pradesh
Panna í sama fylki
Mandsaur í sama fylki
Latur í Maharashtra
Washim í sama fylki
Banka í Bihar
Punch í Jammu Kashmir
Lucknow í Uttar Pradesh
Þegar dvöl okkar í Bangalore lýkur í byrjun mars byrjar bakpokaferðalagið okkar. Þó svo að mottóið okkar sé að skipuleggja sem minnst verður maður að vita í hvaða átt skal stefna næst og svoleiðis skipulagsvinnu er gott að klára þegar maður hefur fasta búsetu og gott viðarborð.
Gróflega áætlað höldum við austur til Chennai eftir Bangalore, síðan í suður og loks í norður til Himalayafjallanna. Miðað við alla áfangastaðina á leiðinni getur ferðalagið um Indland tekið allt að þremur mánuðum. Það mætti ljúga því að mér að þessi skipulagsvinna hafi tekið þrjá mánuði, svo lengi lágum við yfir kortunum. Hluti af ástæðunni liggur í því að við vorum alltaf að leita að fyndnum bæjar- og borgarheitum. Leitin bar ágætan árangur, eins og best sést hér að neðan:
Mandla í Madhya Pradesh
Panna í sama fylki
Mandsaur í sama fylki
Latur í Maharashtra
Washim í sama fylki
Banka í Bihar
Punch í Jammu Kashmir
Lucknow í Uttar Pradesh
fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Joyeux Anniversaire!
Í dag á Valery herbergisfélagi minn afmæli. Í hógværð sinni gerði hann mjög lítið úr þessu svo við Ásdís gripum til okkar ráða: Út í búð að kaupa muffu og pistasíumjólk og redda kerti. Kræsingarnar voru svo bornar inn undir íslenskum afmælistónum. Féll í góðan jarðveg.
miðvikudagur, 7. febrúar 2007
De danske piger
Við ýmsu bjóst ég í Indlandi en ég bjóst alls ekki við að fá tækifæri til að æfa dönskuna mína hér í Bangalore. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að tvær danskar stelpur komu um daginn til Bangalore til að stunda starfsnám í gegnum MASARD.
Dönsku stelpurnar heita Maria og Pernille og þær stunda nám í félagsráðgjöf við háskóla í Árósum. Þær ætla að vera í Bangalore næstu fimm mánuði, aðallega á munaðarleysingjahælinu og í slömmunum.
Við hittum de danske piger í dag. Maria átti 24 ára afmæli og í tilefni af því var haldin afmælisveisla í Ashanilaya.Við fengum snakk og gos, súkkulaðiafmælisköku með Dannebrog og fórum í leik með börnunum þar sem við sungum á dönsku. Ánægjulega súrrealísk upplifun, fer ekki ofan af því.
Dönsku stelpurnar heita Maria og Pernille og þær stunda nám í félagsráðgjöf við háskóla í Árósum. Þær ætla að vera í Bangalore næstu fimm mánuði, aðallega á munaðarleysingjahælinu og í slömmunum.
Við hittum de danske piger í dag. Maria átti 24 ára afmæli og í tilefni af því var haldin afmælisveisla í Ashanilaya.Við fengum snakk og gos, súkkulaðiafmælisköku með Dannebrog og fórum í leik með börnunum þar sem við sungum á dönsku. Ánægjulega súrrealísk upplifun, fer ekki ofan af því.
mánudagur, 5. febrúar 2007
Send heim
Ég mætti tiltölulega seint til vinnu í dag, rétt upp úr tvö og var komin heim rétt fyrir þrjú. Ég var varla fyrr komin en ég var send aftur heim og þá getur maður sagt: betra heima setið en af stað farið.
Asha á skrifstofunni útskýrði fyrir mér á sinni óskýru ensku hvernig í málunum lá. Ég fékk vitaskuld enga heildstæða mynd af því en skyldist á henni að allar skrifstofur væri í óða önn að senda starfsfólk sitt heim vegna yfirvofandi verkfalls. Og svo átti þetta verkfall á einhvern hátt að tengjast orku og vatni en ég fékk engan botn í það.
Þegar til kastanna kom varð ekkert úr þessu verkfalli þann daginn en það er enn yfirvofandi. Reyndir menn úr borginni eins og Simon í Robertson House segir að yfirleitt sé allt svo rólegt í borginni. Hins vegar erum við nú þegar búin að lenda í uppþoti og óeirðum og bíðum núna spennt eftir að upplifa verkfall á indverska vísu.
Asha á skrifstofunni útskýrði fyrir mér á sinni óskýru ensku hvernig í málunum lá. Ég fékk vitaskuld enga heildstæða mynd af því en skyldist á henni að allar skrifstofur væri í óða önn að senda starfsfólk sitt heim vegna yfirvofandi verkfalls. Og svo átti þetta verkfall á einhvern hátt að tengjast orku og vatni en ég fékk engan botn í það.
Þegar til kastanna kom varð ekkert úr þessu verkfalli þann daginn en það er enn yfirvofandi. Reyndir menn úr borginni eins og Simon í Robertson House segir að yfirleitt sé allt svo rólegt í borginni. Hins vegar erum við nú þegar búin að lenda í uppþoti og óeirðum og bíðum núna spennt eftir að upplifa verkfall á indverska vísu.
sunnudagur, 4. febrúar 2007
Brosað allan hringinn
Við áttum yndislegan gærdag. Við kíktum á uppáhaldsstaðinn okkar hér í Bangalore, bókabúðina Crosswords og eyddum þar hátt í þremur tímum. Svoleiðis leiðir náttúrulega bara til eins: maður kemur út klifjaður.
Bækurnar sem ég keypti mér eru ægifagrar og spennandi: The Brooklyn Follies eftir Paul Auster, Girls in Pants eftir Ann Brashares, The Name of the Rose eftir Umberto Eco, Saving fish from drowning eftir Amy Tan og síðast en ekki síst The Water Babies eftir Charles Kingsley. Baldur keypti sér bókina Thinking and Growing Rich eftir Napoleon Hill.
Eftir þetta fórum við í verslunarmiðstöðina Garuda og fengum okkur Subway. Það var svo gott! Hver hefði trúað því að nýbakað brauð með fullt af fersku grænmeti og góðu sinnepi gæti braðgast svona vel? Til að fagna því að hafa boðið bragðlaukunum upp á nýmeti á borð við Subway fengum við okkur í eftirrétt sneið af mocca ostaköku og pinacolada íste með. Eftir svona bæjarferð brosir maður allan hringinn.
Bækurnar sem ég keypti mér eru ægifagrar og spennandi: The Brooklyn Follies eftir Paul Auster, Girls in Pants eftir Ann Brashares, The Name of the Rose eftir Umberto Eco, Saving fish from drowning eftir Amy Tan og síðast en ekki síst The Water Babies eftir Charles Kingsley. Baldur keypti sér bókina Thinking and Growing Rich eftir Napoleon Hill.
Eftir þetta fórum við í verslunarmiðstöðina Garuda og fengum okkur Subway. Það var svo gott! Hver hefði trúað því að nýbakað brauð með fullt af fersku grænmeti og góðu sinnepi gæti braðgast svona vel? Til að fagna því að hafa boðið bragðlaukunum upp á nýmeti á borð við Subway fengum við okkur í eftirrétt sneið af mocca ostaköku og pinacolada íste með. Eftir svona bæjarferð brosir maður allan hringinn.
föstudagur, 2. febrúar 2007
Þjófóttur bréfberi
Um þessar mundir eru íslenskir bankar að taka upp notkun svokallaðra auðkennislykla og var Fríða vinkona okkar svo almennileg að senda okkur slíkan í pósti. Í dag kom svo umslag frá bankanum, vííí, en ekki kemst maður langt á umslagi. Umslagið var semsé opið og lykilslaust.
Kannski er þetta eitthvað öðruvísi en annars staðar. Ódýrt vinnuafl gerir mögulegt að bera fyrst út umbúðirnar og svo innihaldið. Ég geri því ráð fyrir að einhvers staðar í Bangalore sé nú bréfberi að reyna að læra á nýja USB straujárnið sitt. Vonandi kemur það í góðar þarfir.
Kannski er þetta eitthvað öðruvísi en annars staðar. Ódýrt vinnuafl gerir mögulegt að bera fyrst út umbúðirnar og svo innihaldið. Ég geri því ráð fyrir að einhvers staðar í Bangalore sé nú bréfberi að reyna að læra á nýja USB straujárnið sitt. Vonandi kemur það í góðar þarfir.
fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Frídagur trúaðra
Ég fékk frí í vinnunni í dag. Málið er bara að ég man ekki af hvaða tilefni. Fernandes sagði mér ástæðuna en núna man ég ekki hvort það er frídagur meðal hindúa eða múslíma. En það skiptir engu máli, ég fékk frí jafnvel þó ég sé ekki hindúi eða múslími, ég er ekki einu sinni í Þjóðkirkjunni hvað þá meir.
Ég lét ekki segja mér það tvisvar að eiga frídag. Ég eyddi deginum í að horfa á myndina Hannah and Her Sisters og pantaði mér margarítu frá Pizza Hut. Fleiri svona trúardaga takk.
Ég lét ekki segja mér það tvisvar að eiga frídag. Ég eyddi deginum í að horfa á myndina Hannah and Her Sisters og pantaði mér margarítu frá Pizza Hut. Fleiri svona trúardaga takk.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)