Á miðanum stóð: "Halló, halló! Páskapóstur hefur borist þér. Finndu út hvað og hvar hann er. Þig vantar jakkaföt." Ég varð því að rífa mig úr vogu bælinu og kíkja inn í fataskáp því þótt ég væri syfjuð fattaði ég að um ratleik væri að ræða.
Inn í skáp, límdan á hurðina, fann ég miða # 2: "Þú nálgast! Pósturinn var hér en hann kann að labba. Gæti það verið panna?" Inní eldhús og upp í skáp og þar stóð: "Ekki panna. Þarf ekki að ryksuga?"
Nú fór gamanið að kárna, að þurfa að dröslast inní kalt þvottahúsið þar sem ryksugan er geymd. Ég lét mig þó hafa það og uppskar enn aðra vísbendingu: "Ekki ryksuga svona snemma. Fáðu þér frekar malt og slappaður af."
Aftur inní eldhús og nú opna ég ísskápinn. Þar er að finna fimmta miðan á maltdós: "Þú drekkur ekki malt á morgnana. Er ekki kakan tilbúin?" Ég kíkti inní ofn og þar fann ég stórt páskaegg með bókastrump ofaná. Núna er eggið komið ansi langt á leið og ég er að íhuga að fela restina. Þegar Baldur fær sér bita þá er það nefnilega ekkert slor.
Eftir messuna hjá Baldri fór ég að spariklæðast og Baldur þurfti að fara í önnur jakkaföt, alvöru sparijakkaföt. Síðan drifum við okkur niður í Grafarvogskirkju þar sem skíra átti litla prinsinn þeirra Maríu og Kára. Fyrir utan það að vera tekinn inní samfélag kristinna manna hlaut hann nafnið Gabríel Dagur.
Eftir á var síðan smá veisla á Tíu dropum. Þar áttum við í mestum vandræðum við að vísa burt glorhungruðum og hundblautum túristum sem héldu að loksins hefðu þeir fundið eitthvað opið á þessum degi. Fyrir utan það var veislan stórfín með ágætis veigum. Sá litli er orðinn svo stór að það var umtalað í veislunni og fötin sem hann fékk í skírnargjöf voru flest fyrir eins árs og eldri!
Mæðginin að lokinni athöfninni
Gabríel Dagur og Björg
Núna ætlum við að skreppa upp í Þingás til pabba og glápa kannski á Ace Ventura 2. Baldur hefur nefnilega þann brest að hafa aldrei séð Ace Ventura myndirnar. Þar að auki bíður okkar annað páskaegg þar og ég hlakka til að sjá hvort strumpur sé ofaná því.
Gleðilega páska!