Hvað er hægt að segja um júlímánuð? Danir segja "varmeste juli i mands minde" og MetroXpressen hitti naglann á höfuðið með þessum ummælum: "Der har været god grund til at tørre sveden af panden i denne juli". Hver þarf gufuböðin í Laugardalnum þegar það dugir að stíga út fyrir hússins dyr í Kaupmannahöfn? Ég held ég hafi aldrei svitnað eins mikið á ævinni, það mætti halda að ég væri í æfingabúðum fyrir það sem koma skal á Indlandi.
Á meðan lærdómur skipar fyrsta sæti hjá okkur gefst lítill sem enginn tími í afþreyingu. Þannig fór ég að lesa Alkemistann hans Paulo Coelho í annað sinn og náði kannski tveimur blaðsíðum á kvöldi áður en ég lognaðist út af. Þá eru kvikmyndir of mikil tímasvarthol fyrir tímasnauða fólkið svo þær hafa ekki átt upp á pallborðið að undanförnu. Við gáfum okkur reyndar tíma til að horfa á What's Eating Gilbert Grape en hefðum betur látið það ógert.
Þrátt fyrir að vera með hausinn ofan í lærdómi leyfðum við okkur líka að hitta fólk og vera athafnasöm. Þannig kíktum við í þrítugsafmæli, tókum þátt í flutningum og túrhestuðumst aðeins í Kaupmannahöfn. Aðallega snerist lífið samt um garðyrkju og lærdóm og því eru minningar júlímánaðar bundnar við þetta tvennt. Baldur fann til að mynda körfur á hjólin okkar, mér var gefinn súkkulaðimoli og ég fékk hugmynd að inngangi að MA verkefninu - allt á vinnutíma. Þá lauk ég greiningu á rannsóknargögnum og gat farið að einbeita mér að skrifunum og þá byrjaði líka niðurtalning í skilin.
Það sem helst stendur upp úr júlímánuði er að við fengum ferðahandbækurnar í hús og fórum í kjölfarið að huga betur að Asíureisunni, við fengum splunkunýja myndavél og svo urðum við vitni að löggueltingaleik. Við hefðum betur haft nýju myndavélina á okkur þá.
mánudagur, 31. júlí 2006
laugardagur, 29. júlí 2006
Lassi
Nú er ég búinn að gera nokkrar tilraunir með mangólassann góða. Nú er hann þykkari og betri. Uppskriftinni hef ég að sjálfsögðu breytt og er hún nú sem hér segir:
1 mangó
1 bolli af mjólk
2 bollar af jógúrt
2 matskeiðar sykur (einnig hægt að nota hunang eða hlynsíróp)
Nokkrir klakar
1 mangó
1 bolli af mjólk
2 bollar af jógúrt
2 matskeiðar sykur (einnig hægt að nota hunang eða hlynsíróp)
Nokkrir klakar
Byrjað á að hakka mangóið í sósu og svo öllu öðru hent út í og blandað þar til froða er byrjuð að myndast. Njótið!
föstudagur, 28. júlí 2006
Loksins, loksins!
Já, það rigndi í dag. Í morgun þegar ég vaknaði var allt þurrt og leit út fyrir að ég yrði enn einu sinni svikinn af dönsku veðurstofunni. En viti menn! 5 mínútúm áður en við lögðum af stað út úr húsi byrjuðu þúsundir klóna af Dolla dropa að falla til jarðar.
Allt sem tengdist vinnunni varð léttara og þar með talið hekkmorðingjasvitapuðið. Hvorki komu þrumur né eldingar en ég er engu að síður mjög þakklátur fyrir bleytuna.
Allt sem tengdist vinnunni varð léttara og þar með talið hekkmorðingjasvitapuðið. Hvorki komu þrumur né eldingar en ég er engu að síður mjög þakklátur fyrir bleytuna.
Löggueltingaleikur
Við Baldur urðum vitni að áhugaverðum eltingaleik löggunnar við mann á skellinöðru í dag. Þar sem við komum að atburðarásinni á ólíkum tíma ætlum við í sameiningu að segja frá því sem gerðist.
Baldurssaga
Þegar ég var á leiðinni til baka út í áhaldahús til að stimpla mig út úr vinnunni heyrði ég sírenuvæl og neyddist því til að stoppa þar sem ég var, úti á miðjum gatnamótum. Ég sá að úr vinstri átt kom lögreglubíll á milljón og í stað þess að keyra yfir gatnamótin dúndraði hann yfir umferðareyju, smástund á móti umferð, yfir gras og á milli trjáa, út á aðra götu, yfir aðra umferðareyju og þar byrjaði hann að eltast við einhvern á skellinöðru. Ekkert smámagnað að sjá þetta.
Ég kunni nú ekki við að stoppa lengur og hélt för minni áfram. Mæti ég þá ekki öðrum lögreglubíl sem fer jafnóðslega áfram og hinn fyrri. Hann dúndraði hægra megin framúr strætó (sem NB var á hægri akrein) og framhjólin ábyggilega skrapað hjólaskálarnar að innan því bíllinn fór ofaní einhverja lægð sem hann svo flaug upp úr. Þetta var svolítið eins og að horfa á frönsku myndina Taxi nema þetta var ekta. Sennilega hefði þurft nokkra löggubíla í viðbót til að Blues Brothers fílingnum yrði náð.
Þetta var fríkuð upplifun en þar sem Ásdís keyrði sömu leið og ég og var aðeins á eftir er best að hún haldi áfram með lýsingu af því hvernig eltingaleikurinn þróaðist.
Ásdísarsaga
Ég var stopp á rauðu ljósi á gatnamótum P. Knudsens Gade og Enghavevej/Sudhavnsgade. Á FM 100 var verið að spila lagið Vem vet með Lisu Ekdahl sem ég dillaði mér við enda yndislega ljúft eyrnakonfekt. Þegar ég heyri í sírenum verður mér litið í baksýnisspegilinn og verð alveg ringluð. Svo virðist sem óðfluga nálgist lögga á mótorhjóli með löggubíl í eftirdragi.
Það skrýtnasta er að þeir virðast vera að koma af akgrein sem er auð en akgreinarnar í kringum mig eru hins vegar uppfullar. Full vantrausts á spegilinn tek ég að skima í kringum mig og þá sé ég ljósið: það er löggubíll að elta gaur á skellinöðru og þeir eru að keyra á móti umferð!
Þegar hér er komið sögu er ég búin að átta mig á að um löggueltingaleik sé að ræða, þeir vilja ólmir ná gaurnum á skellinöðrunni. Sá vill hins vegar ekki nást og þýtur því yfir gatnamótin, beint á móti umferð, skáskýtur sér síðan milli umferðaljósanna yfir til vinstri og vonast eflaust til að hrista löggimann af sér.
Allt í einu birtast löggubílar úr öllum áttum og ná að króa skellinöðru kauða af. Það er ekki að spyrja að því, í takt spretta lögreglur úr öllum bílum og stökkva á manninn sem við svo búið hrynur til jarðar og skellinaðran með. Ég ætlaði aldrei að komast yfir gatnamótin því svo hægði þessi atburðarás á allri umferð í kring. Ég hef líklegast ekki verið sú eina sem gapti af undrun.
Ég get staðfest það að kallgarmurinn fékk ekki blíða meðhöndlun og ef ég verð einhvern tímann handtekin þá pant ekki láta það vera af þessum löggum og ekki á gatnamótum á álagstíma í Kaupmannahöfn.
Baldurssaga
Þegar ég var á leiðinni til baka út í áhaldahús til að stimpla mig út úr vinnunni heyrði ég sírenuvæl og neyddist því til að stoppa þar sem ég var, úti á miðjum gatnamótum. Ég sá að úr vinstri átt kom lögreglubíll á milljón og í stað þess að keyra yfir gatnamótin dúndraði hann yfir umferðareyju, smástund á móti umferð, yfir gras og á milli trjáa, út á aðra götu, yfir aðra umferðareyju og þar byrjaði hann að eltast við einhvern á skellinöðru. Ekkert smámagnað að sjá þetta.
Ég kunni nú ekki við að stoppa lengur og hélt för minni áfram. Mæti ég þá ekki öðrum lögreglubíl sem fer jafnóðslega áfram og hinn fyrri. Hann dúndraði hægra megin framúr strætó (sem NB var á hægri akrein) og framhjólin ábyggilega skrapað hjólaskálarnar að innan því bíllinn fór ofaní einhverja lægð sem hann svo flaug upp úr. Þetta var svolítið eins og að horfa á frönsku myndina Taxi nema þetta var ekta. Sennilega hefði þurft nokkra löggubíla í viðbót til að Blues Brothers fílingnum yrði náð.
Þetta var fríkuð upplifun en þar sem Ásdís keyrði sömu leið og ég og var aðeins á eftir er best að hún haldi áfram með lýsingu af því hvernig eltingaleikurinn þróaðist.
Ásdísarsaga
Ég var stopp á rauðu ljósi á gatnamótum P. Knudsens Gade og Enghavevej/Sudhavnsgade. Á FM 100 var verið að spila lagið Vem vet með Lisu Ekdahl sem ég dillaði mér við enda yndislega ljúft eyrnakonfekt. Þegar ég heyri í sírenum verður mér litið í baksýnisspegilinn og verð alveg ringluð. Svo virðist sem óðfluga nálgist lögga á mótorhjóli með löggubíl í eftirdragi.
Það skrýtnasta er að þeir virðast vera að koma af akgrein sem er auð en akgreinarnar í kringum mig eru hins vegar uppfullar. Full vantrausts á spegilinn tek ég að skima í kringum mig og þá sé ég ljósið: það er löggubíll að elta gaur á skellinöðru og þeir eru að keyra á móti umferð!
Þegar hér er komið sögu er ég búin að átta mig á að um löggueltingaleik sé að ræða, þeir vilja ólmir ná gaurnum á skellinöðrunni. Sá vill hins vegar ekki nást og þýtur því yfir gatnamótin, beint á móti umferð, skáskýtur sér síðan milli umferðaljósanna yfir til vinstri og vonast eflaust til að hrista löggimann af sér.
Allt í einu birtast löggubílar úr öllum áttum og ná að króa skellinöðru kauða af. Það er ekki að spyrja að því, í takt spretta lögreglur úr öllum bílum og stökkva á manninn sem við svo búið hrynur til jarðar og skellinaðran með. Ég ætlaði aldrei að komast yfir gatnamótin því svo hægði þessi atburðarás á allri umferð í kring. Ég hef líklegast ekki verið sú eina sem gapti af undrun.
Ég get staðfest það að kallgarmurinn fékk ekki blíða meðhöndlun og ef ég verð einhvern tímann handtekin þá pant ekki láta það vera af þessum löggum og ekki á gatnamótum á álagstíma í Kaupmannahöfn.
fimmtudagur, 27. júlí 2006
Tveir vængir
Ég hef undanfarnar tvær vikur staðið í beðahreinsun við P. Knudsens Gade (á vinnutíma alt svo). Þrátt fyrir afspyrnu háan arfa er ég orðin svo vön þessari beðahreinsun að ég kippi mér ekki upp við það. Það gerist í raun aldrei neitt frásagnarvert í beðunum, ég lendi t.d. aldrei í því að flækjast í arfa eða vera étin af blómi.
Í dag kom hins vegar svolítið óvænt upp á: ég gróf gröf. Og fylgdi því eftir með stuttri jarðarför. Ég fann nefnilega tvo vængi liggjandi í beðinu en öll önnur vegsummerki fyrrum eiganda voru horfin. Mér dettur helst í hug að engill hafi stigið til jarðar og haft fataskipti þarna í háa arfanum.
Í dag kom hins vegar svolítið óvænt upp á: ég gróf gröf. Og fylgdi því eftir með stuttri jarðarför. Ég fann nefnilega tvo vængi liggjandi í beðinu en öll önnur vegsummerki fyrrum eiganda voru horfin. Mér dettur helst í hug að engill hafi stigið til jarðar og haft fataskipti þarna í háa arfanum.
miðvikudagur, 26. júlí 2006
Hot town, summer in the city
Hot town summer in the city. Það er alltaf gott að koma til útlanda og slaka svolítið á í rúmlega 30 stiga hita. Hins vegar er svolítið annað að vinna við slíkar aðstæður. Maður notar hverja afsökun til að vinna á svæðum þar sem skuggans nýtur við. Hvaða skugga?
Back of my neck getting dirty and gritty. Eðlilega sný ég andlitinu frá hnöttótta eldfjallinu á skýlausum himninum og ber hálsinn þess greinileg merki. Ég er orðinn harðlínu redneck, með dökkbrúnan háls og sjálflýsandi stuttbolafar yfir allan búkinn.
Been down isn't it a pity. Veit nú ekki alveg hvernig ég á að samhæfa við þessa línu í laginu þar sem ég hef bara alls ekkert verið neitt down og finnst það ekki slæmt. Væri samt alveg til í fleiri ský.
Höldum áfram með lagið frá The lovin' spoonful: Doesn't seem to be a shadow in the city. All around, people looking half dead. Walking on the sidewalk, hotter than a match head. Þessi júlímánuður er sá heitasti og sólríkasti í Danmörku síðan 1955. Mér skilst að meðalhitinn sé t.d. 5°C hærri en í fyrra. Já, MEÐALHITINN!
Ég er allavega að stikna og væri alveg til í að þetta þrumuveður sem er búið að lofa í þrjár vikur láti kræla á sér. Ég elska þrumur og eldinga og svo er vatnið líka gott fyrir gróðurinn.
Back of my neck getting dirty and gritty. Eðlilega sný ég andlitinu frá hnöttótta eldfjallinu á skýlausum himninum og ber hálsinn þess greinileg merki. Ég er orðinn harðlínu redneck, með dökkbrúnan háls og sjálflýsandi stuttbolafar yfir allan búkinn.
Been down isn't it a pity. Veit nú ekki alveg hvernig ég á að samhæfa við þessa línu í laginu þar sem ég hef bara alls ekkert verið neitt down og finnst það ekki slæmt. Væri samt alveg til í fleiri ský.
Höldum áfram með lagið frá The lovin' spoonful: Doesn't seem to be a shadow in the city. All around, people looking half dead. Walking on the sidewalk, hotter than a match head. Þessi júlímánuður er sá heitasti og sólríkasti í Danmörku síðan 1955. Mér skilst að meðalhitinn sé t.d. 5°C hærri en í fyrra. Já, MEÐALHITINN!
Ég er allavega að stikna og væri alveg til í að þetta þrumuveður sem er búið að lofa í þrjár vikur láti kræla á sér. Ég elska þrumur og eldinga og svo er vatnið líka gott fyrir gróðurinn.
þriðjudagur, 25. júlí 2006
Vinnudýr
Þegar maður vinnur við garðyrkju í Danmörku er ýmislegt öðruvísi heldur en á Íslandi. Ber þar helst að nefna dýralífið t.d. er það sem Danir kalla guldsmed ekki neitt líkt gulum eða gylltum járnsmiðum. Nei, það er fljúgandi og risastórt. Nánar tiltekið u.þ.b. jafnlangt og langatöng á mér.
Í stuttu máli þá eru miklu fleiri skordýr en svo eru líka önnur dýr, til allrar hamingju. Um daginn var ég að týna rusl í Rektorparken og rek augun í einhvern sem er upptekinn við að týna hnetur, íkornakríli í akkorðsvinnu. Að sjálfsögðu ekkert nema skottið og voða sætur.
Ekki gæti ég skrifað færslu um vinnudýr án þess að minnast á svansungana sem Ásdís minntist á um daginn. Ég komst nefnilega að því að þeir eiga svolítið sameiginlegt með mörgum íslenskum krökkum og það er að líka ekki skorpan á bakaríisbrauði.
Ég stóð þá að því um daginn að hafa tekið heilt franskbrauð og holað það að innan svo ekkert var eftir nema skorpan auk lítilla gata á sitthvorum enda. Ég leyfi mér að efast um að mannabörn næðu þessu svona listavel og hvað þá með hausinn inni í brauðinu!
Í stuttu máli þá eru miklu fleiri skordýr en svo eru líka önnur dýr, til allrar hamingju. Um daginn var ég að týna rusl í Rektorparken og rek augun í einhvern sem er upptekinn við að týna hnetur, íkornakríli í akkorðsvinnu. Að sjálfsögðu ekkert nema skottið og voða sætur.
Ekki gæti ég skrifað færslu um vinnudýr án þess að minnast á svansungana sem Ásdís minntist á um daginn. Ég komst nefnilega að því að þeir eiga svolítið sameiginlegt með mörgum íslenskum krökkum og það er að líka ekki skorpan á bakaríisbrauði.
Ég stóð þá að því um daginn að hafa tekið heilt franskbrauð og holað það að innan svo ekkert var eftir nema skorpan auk lítilla gata á sitthvorum enda. Ég leyfi mér að efast um að mannabörn næðu þessu svona listavel og hvað þá með hausinn inni í brauðinu!
mánudagur, 24. júlí 2006
Latur leiðir latan
Ég hef komist að raun um það að hiti eykur á leti manns. Því meiri hiti því minni framtakssemi. Sem betur fer hefur þessi leti lítið komið að sök. Reyndar nennum við ómögulega að vaska upp því að stinga höndum ofan í heitt vatn er ekki hátt skrifað hjá okkur þessa dagana. Uppvaskið situr því á hakanum.
Hins vegar er það hitanum að þakka að við höfum varla þurft að búa um rúmið í júlímánuði því við sofum ofan á sængunum allar nætur. Að skríða undir voðir er nefnilega ekki heldur hátt skrifað hér á bæ, það væri einfaldlega åndsvagt að gera það.
Hins vegar er það hitanum að þakka að við höfum varla þurft að búa um rúmið í júlímánuði því við sofum ofan á sængunum allar nætur. Að skríða undir voðir er nefnilega ekki heldur hátt skrifað hér á bæ, það væri einfaldlega åndsvagt að gera það.
sunnudagur, 23. júlí 2006
Indian Corner
Bæjarferð á laugardegi er svosum engin nýjung fyrir okkur Nordvestlinga en alltaf er jafn gaman af þeim. Eftir happadrjúgar teveiðar í Søstrene Grene var kominn tími á að fá sér kvöldmat og var hann fenginn á Indian Corner.
Staðurinn er við Nørrebrogade og er ósköp notalegt að sitja þar, rabba og skoða fólkið sem gengur framhjá. Réttirnir á matseðlinum hljómuðu hver öðrum girnilegri og þegar kom að því að panta spurði ég til öryggis hvort ekki fylgdu ábyggilega hrísgrjón eða naanbrauð með. Það kom mér svolítið á óvart að svo var ekki, við létum okkur nú samt hafa það að panta grjón og naanbrauð aukalega.
Á meðan við biðum eftir matnum kom þjónninn með drykkina; danskvand og mangólassa. Ég smakkaði aðeins á lassanum og komst að því að þegar maður einu sinni er byrjaður á þeim guðadrykk þarf viljastyrk upp á 7,2 á richter til að slíta sig frá honum. Namminamminamm.
Maturinn var allur með besta móti en mangólassinn er mér ferskastur í minni og mjög líklegt að ég reyni fyrir mér í lassagerð heima fyrir á næstunni. Þetta er víst lítið annað en hrein jógúrt blönduð saman við mangó. Ætli ég prófi ekki að fara eftir þessu til að byrja með.
Staðurinn er við Nørrebrogade og er ósköp notalegt að sitja þar, rabba og skoða fólkið sem gengur framhjá. Réttirnir á matseðlinum hljómuðu hver öðrum girnilegri og þegar kom að því að panta spurði ég til öryggis hvort ekki fylgdu ábyggilega hrísgrjón eða naanbrauð með. Það kom mér svolítið á óvart að svo var ekki, við létum okkur nú samt hafa það að panta grjón og naanbrauð aukalega.
Á meðan við biðum eftir matnum kom þjónninn með drykkina; danskvand og mangólassa. Ég smakkaði aðeins á lassanum og komst að því að þegar maður einu sinni er byrjaður á þeim guðadrykk þarf viljastyrk upp á 7,2 á richter til að slíta sig frá honum. Namminamminamm.
Maturinn var allur með besta móti en mangólassinn er mér ferskastur í minni og mjög líklegt að ég reyni fyrir mér í lassagerð heima fyrir á næstunni. Þetta er víst lítið annað en hrein jógúrt blönduð saman við mangó. Ætli ég prófi ekki að fara eftir þessu til að byrja með.
föstudagur, 21. júlí 2006
Mér finnst rigningin góð
Danmörk undanfarna daga: molla, erfitt að anda, erfitt að hreyfa sig. Mér finnst það ætti að vera bannað að vinna í svona hita.
Í gær var brakandi þurrt, 30 gráður og miskunnarlaust sólskin. Það var svo heitt að við gátum stungið í vél, hengt upp úr henni um fjögur leytið og síðan tekið þvottinn niður af snúrunni fimm tímum síðar.
Í morgun fór loksins að rigna enda ekki hægt annað, svo mikill var rakinn orðinn. Það rigndi á okkur á leiðinni í vinnunna og líka í vinnunni og við þökkuðum fyrir hvern dropa og hvert ský sem skyggði fyrir sólu. Ég hefði haldið að hugsanir á borð við þessar væru Íslendingi líffræðilega ómögulegar en nú veit ég fyrir víst að við getum alveg fengið nóg af sól og blíðu eins og aðrir.
Í gær var brakandi þurrt, 30 gráður og miskunnarlaust sólskin. Það var svo heitt að við gátum stungið í vél, hengt upp úr henni um fjögur leytið og síðan tekið þvottinn niður af snúrunni fimm tímum síðar.
Í morgun fór loksins að rigna enda ekki hægt annað, svo mikill var rakinn orðinn. Það rigndi á okkur á leiðinni í vinnunna og líka í vinnunni og við þökkuðum fyrir hvern dropa og hvert ský sem skyggði fyrir sólu. Ég hefði haldið að hugsanir á borð við þessar væru Íslendingi líffræðilega ómögulegar en nú veit ég fyrir víst að við getum alveg fengið nóg af sól og blíðu eins og aðrir.
fimmtudagur, 20. júlí 2006
Átta vikur
Núna hefst niðurtalning í skil á MA verkefninu. Ég athugaði nefnilega áðan af rælni hvort skilafresturinn væri kominn inn á vef félagsvísindadeildar og sá þá að skila á meistararitgerðum á deildarskrifstofu eigi síðar en 14. september.
14. september er á fimmtudegi. Í dag er fimmtudagur. Það þýðir að ég hef nákvæmlega átta vikur til stefnu. Tikk-takk, tikk-takk...
14. september er á fimmtudegi. Í dag er fimmtudagur. Það þýðir að ég hef nákvæmlega átta vikur til stefnu. Tikk-takk, tikk-takk...
miðvikudagur, 19. júlí 2006
Eins og póstkort
Uppáhaldshluti vinnudagsins er þegar ég keyri út í Valbyparken til að tæma arfa og annað illgresi af palli bílsins. Það er eins og að stíga inn í aðra vídd, pása iðinn og asann í borginni og fá loksins þögn. Auk þess er allt svo fullkomið að mér líður yfirleitt eins og ég sé að keyra um í staðalmyndinni af Norðurlöndunum.
Til að byrja með eru það götuheitin. Til að komast að Valbyparken keyrir maður meðfram Mozartsvej með öllum sínum Mozartsbakaríum, Amadeus vertshúsum og Mozartssmurðbrauðsstofum. Hliðargöturnar eru síðan ekki af verri endanum: Beethovensvej, Schubertsvej, Wagnersvej og Straussvej.
Á Mozartsvej er alltaf sólskin og fólk gengur um eins og í handriti. Enginn fer t.d. yfir gangbraut án þess að líta til hægri og vinstri en það er í raun óþarft því flestir ökumenn stöðva fyrir gangandi vegfarendum.
Ef Mozarsvej er vin í eyðimörkinni þá er Valbyparken paradísin handan hornsins. Þegar maður er kominn upp í Valbyparken keyrir maður fram hjá ótrúlega sætum koloni have sem kallast Musikbyen og Havebyen Mozart. Þarna er stórt vatn umkringt trjám og litlir kútar standa á bakkanum með veiðistöng og eftirvæntingarsvip.
Við vatnið búa líka svanaforeldrar með sjö gráa, hálfstálpaða unga sína. Sama tillitsemin við gangandi vegfarendur er sýnd upp í Valbyparken eins og á Mozartsvej og því varð ég að stoppa í dag til að hleypa Hr. Svan og frú yfir, þau voru að fara að pikk-nikka með börnin.
Til að byrja með eru það götuheitin. Til að komast að Valbyparken keyrir maður meðfram Mozartsvej með öllum sínum Mozartsbakaríum, Amadeus vertshúsum og Mozartssmurðbrauðsstofum. Hliðargöturnar eru síðan ekki af verri endanum: Beethovensvej, Schubertsvej, Wagnersvej og Straussvej.
Á Mozartsvej er alltaf sólskin og fólk gengur um eins og í handriti. Enginn fer t.d. yfir gangbraut án þess að líta til hægri og vinstri en það er í raun óþarft því flestir ökumenn stöðva fyrir gangandi vegfarendum.
Ef Mozarsvej er vin í eyðimörkinni þá er Valbyparken paradísin handan hornsins. Þegar maður er kominn upp í Valbyparken keyrir maður fram hjá ótrúlega sætum koloni have sem kallast Musikbyen og Havebyen Mozart. Þarna er stórt vatn umkringt trjám og litlir kútar standa á bakkanum með veiðistöng og eftirvæntingarsvip.
Við vatnið búa líka svanaforeldrar með sjö gráa, hálfstálpaða unga sína. Sama tillitsemin við gangandi vegfarendur er sýnd upp í Valbyparken eins og á Mozartsvej og því varð ég að stoppa í dag til að hleypa Hr. Svan og frú yfir, þau voru að fara að pikk-nikka með börnin.
mánudagur, 17. júlí 2006
Góð rútína
Það er hrein snilld að vera farin að vinna, fyrir vikið erum við nefnilega komin í svo góða rútínu. Við vöknum alltaf klukkan fimm í morgunsárið, drekkum te, hlustum á fuglasöng og góða tónlist og setjumst svo við lærdóm. Svo spillir ekki að fá lykt af nýbökuðu brauði og bakkelsi frá Ørnebageriet.
Klukkan sjö mætum við svo í vinnuna og erum til 15:30 á mánu- og þriðjudögum en búin kl. 14:30 hina þrjá daga vinnuvikunnar. Þá tekur við eldamennska, enn frekari lærdómur og svo upp í rúm um níu leytið.
Klukkan sjö mætum við svo í vinnuna og erum til 15:30 á mánu- og þriðjudögum en búin kl. 14:30 hina þrjá daga vinnuvikunnar. Þá tekur við eldamennska, enn frekari lærdómur og svo upp í rúm um níu leytið.
sunnudagur, 16. júlí 2006
Greiningu gagna lokið
Fyrsta áfanga er lokið: í morgun lauk ég loks greiningu á rannsóknargögnum MA verkefnisins. Ég er búin að lesa öll viðtölin vandlega yfir, lita í þau, krota og krassa og skrifa upp úr þeim þemaskipta samantekt. Sem sagt allt eftir bókinni.
Það er reyndar eitt sem Helga Þórey mælti með við okkur í tímum í Eigindlegum sem mér hefur láðst að gera. Hún talaði um að viðtölin ættu að vera svo marglesin og margflett að það ættu að vera kaffiblettir á stöku stað í bland við krass og krot.
Þar sem ég drekk ekki kaffi hefur ekkert gengið að fá kaffibletti á nóturnar. Ég hef hins vegar stundum hellt upp á bláberjate og drukkið yfir nótunum en ég er greinilega algjör snyrtipinni því mér hefur ekki heldur tekist að fá bláberjate í nóturnar. En þær mega eiga eitt: þær eru skrautlegar.
Nú tekur við næsta skref sem er mjög spennandi: skrifin. Til að fagna þessum áfangasigri ætlum við skötuhjú í bæjarferð síðdegis, borða á Morgenstedet og jafnvel kíkja á La Galette til að fá crepu í desert.
Það er reyndar eitt sem Helga Þórey mælti með við okkur í tímum í Eigindlegum sem mér hefur láðst að gera. Hún talaði um að viðtölin ættu að vera svo marglesin og margflett að það ættu að vera kaffiblettir á stöku stað í bland við krass og krot.
Þar sem ég drekk ekki kaffi hefur ekkert gengið að fá kaffibletti á nóturnar. Ég hef hins vegar stundum hellt upp á bláberjate og drukkið yfir nótunum en ég er greinilega algjör snyrtipinni því mér hefur ekki heldur tekist að fá bláberjate í nóturnar. En þær mega eiga eitt: þær eru skrautlegar.
Nú tekur við næsta skref sem er mjög spennandi: skrifin. Til að fagna þessum áfangasigri ætlum við skötuhjú í bæjarferð síðdegis, borða á Morgenstedet og jafnvel kíkja á La Galette til að fá crepu í desert.
laugardagur, 15. júlí 2006
Ný myndavél
Fyrir fyrstu hýru sumarsins keyptum við skötuhjú nýja myndavél og kvöddum gömlu og góðu Sony Cyber-shot DCS-P30. Ég get ekki sagt að það hafi verið tregablandin kveðjustund því nýja vélin er svo miklu, miklu, miklu flottari.
Við keyptum Casio Exilium með 10,1 mega pixlum sem dugir til að prenta út dágott plaggat. Í þokkabót er vélin með fjórum sinnum stærri skjá en sú gamla en á sama tíma helmingi minni um sig, hefur rúmlega 80 sinnum meira minni og tekur upp myndskeið með hljóði. Já, sko gamla okkar var nefnilega keypt fyrir fimm árum og þá þótti flott að geta tekið upp myndskeið á myndavél yfir höfuð.
Ekki spillir að við fengum myndvélina nokkurn veginn eins ódýrt og hægt er. Við vorum búin að panta hana hjá El Giganten (eða Elko upp á íslensku) en fengum síðan þær upplýsingar hjá myndavélasérfræðingunum að hægt væri að fá myndavélina töluvert ódýrari í Kamerahuset.
Við gátum ómögulega verið þekkt fyrir að borga of mikið enda slagorð El Giganten eitthvað á þá leið að slíkt sé heimskulegt. Við afpöntuðum því vélina hjá El Giganten og fengum seinustu vélina hjá Kamerahuset. Brosa!
Við keyptum Casio Exilium með 10,1 mega pixlum sem dugir til að prenta út dágott plaggat. Í þokkabót er vélin með fjórum sinnum stærri skjá en sú gamla en á sama tíma helmingi minni um sig, hefur rúmlega 80 sinnum meira minni og tekur upp myndskeið með hljóði. Já, sko gamla okkar var nefnilega keypt fyrir fimm árum og þá þótti flott að geta tekið upp myndskeið á myndavél yfir höfuð.
Ekki spillir að við fengum myndvélina nokkurn veginn eins ódýrt og hægt er. Við vorum búin að panta hana hjá El Giganten (eða Elko upp á íslensku) en fengum síðan þær upplýsingar hjá myndavélasérfræðingunum að hægt væri að fá myndavélina töluvert ódýrari í Kamerahuset.
Við gátum ómögulega verið þekkt fyrir að borga of mikið enda slagorð El Giganten eitthvað á þá leið að slíkt sé heimskulegt. Við afpöntuðum því vélina hjá El Giganten og fengum seinustu vélina hjá Kamerahuset. Brosa!
föstudagur, 14. júlí 2006
Ferðahandbækur
Við pöntuðum í síðasta mánuði tvær ferðahandbækur fyrir væntanlega Asíureisu af amazon vefnum. Við náðum í þær á pósthúsið áðan svo þær eru komnar í hús. Allt í einu er ferðin að verða raunverulegri í huga manns, mér finnst ég vera komin einu skrefi nær Asíu nú þegar.
Bækurnar sem um ræðir eru The Rough Guide to India og Southeast Asia on a shoestring. Ég er aðeins búin að fletta þeim í gegn og lýst mjög vel á og hlakka mest til að geta gluggað almennilega í þær.
Með því fyrsta sem ég gerði var að fletta upp Bangalore í Indlandsbókinni og komast að því að meðalhitinn í nóvember er 27 gráður. Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta.
Bækurnar sem um ræðir eru The Rough Guide to India og Southeast Asia on a shoestring. Ég er aðeins búin að fletta þeim í gegn og lýst mjög vel á og hlakka mest til að geta gluggað almennilega í þær.
Með því fyrsta sem ég gerði var að fletta upp Bangalore í Indlandsbókinni og komast að því að meðalhitinn í nóvember er 27 gráður. Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta.
fimmtudagur, 13. júlí 2006
Glóaldin í Ísrael
Ég vinn mikið með hressri og skemmtilegri konu frá Ísrael. Þegar við keyrum á milli staða spjöllum við og fyrir stuttu sagði hún mér sögur af sjálfri sér þegar hún var lítil hnáta í Ísrael.
Þannig var að hún og vinkona hennar laumuðu sér reglulega inn á appelsínuakra til að stela appelsínum og ekki bara einni og einni. Nei, þetta voru bissnesskonur. Þær fóru með sinn sekkinn hvor en þar sem þær voru svo litlar urðu þær að passa sig að fylla þá alls ekki því annars væri ómögulegt að flýja af vettvangi.
Einu sinni greip þó græðgin vinkonu hennar og hún fyllti sekkinn þrátt fyrir aðvaranir stöllu sinnar. Auðvitað voru þær svo staðnar að verki og vinkonan með fulla pokann náðist en sú vitrari stakk af og faldi sig með sinn hálffulla poka.
Sekknum og stúlkunni var svo komið fyrir í aftursæti herjeppa og þeyst af stað í átt að næstu lögreglustöð. Sú litla var þó ekki af baki dottin því í herjeppanum var engin afturrúða. Hún byrjaði að henda appelsínunum út einni af annarri og að lokum henti hún tómum sekknum út.
Þetta tókst allt án þess að bílstjórinn yrði þess var og þegar komið var á lögreglustöðina voru engin sönnunargögn fyrir hendi. Þegar stelpuskottið var svo spurt yppti hún bara öxlum og sagði eitthvað á þessa leið: Ég? Ég var aldrei með neinn poka.
Þannig slapp hún af lögreglustöðinni og gat hjálpað vinkonu sinni að selja sinn hálfa poka niður á torgi. Það gerðu þær reglulega um eftirmiðdaginn til þess að eiga fyrir bíói og jafnvel poppi ef vel gekk.
Ekki var söluvarningurinn þó alltaf þýfi því stundum týndu þær aldin af kaktusum sem uxu villtir en fáir lögðu í vegna nálanna. Til þess höfðu þær hannað og smíðað sér spesíalverkfæri sem gerði verkið auðveldara, spýtu með tómri niðursuðudós á endanum.
Stundum gengu viðskiptin illa og einu sinni áttu þær ekki aur en dauðlangaði til að sjá mynd með Cliff Richard. Svona grallarar deyja samt ekki ráðalausir. Þær brugðu á það ráð að príla upp á sýningarhúsið og gægjast inn um lítið gat uppi við þak.
Maður getur rétt ímyndað sér að þær hafi langað á þessa mynd því þetta var að degi til í sterkri sól og sjálfsagt meira en 40 stiga hita. Þessar sögur rifjuðust upp þegar við vorum að keyra til höfuðstöðvanna og hver gullaldarslagarinn á fætur öðrum hljómaði í útvarpinu. Þeir voru nefnilega spilaðir í hléunum.
Þannig var að hún og vinkona hennar laumuðu sér reglulega inn á appelsínuakra til að stela appelsínum og ekki bara einni og einni. Nei, þetta voru bissnesskonur. Þær fóru með sinn sekkinn hvor en þar sem þær voru svo litlar urðu þær að passa sig að fylla þá alls ekki því annars væri ómögulegt að flýja af vettvangi.
Einu sinni greip þó græðgin vinkonu hennar og hún fyllti sekkinn þrátt fyrir aðvaranir stöllu sinnar. Auðvitað voru þær svo staðnar að verki og vinkonan með fulla pokann náðist en sú vitrari stakk af og faldi sig með sinn hálffulla poka.
Sekknum og stúlkunni var svo komið fyrir í aftursæti herjeppa og þeyst af stað í átt að næstu lögreglustöð. Sú litla var þó ekki af baki dottin því í herjeppanum var engin afturrúða. Hún byrjaði að henda appelsínunum út einni af annarri og að lokum henti hún tómum sekknum út.
Þetta tókst allt án þess að bílstjórinn yrði þess var og þegar komið var á lögreglustöðina voru engin sönnunargögn fyrir hendi. Þegar stelpuskottið var svo spurt yppti hún bara öxlum og sagði eitthvað á þessa leið: Ég? Ég var aldrei með neinn poka.
Þannig slapp hún af lögreglustöðinni og gat hjálpað vinkonu sinni að selja sinn hálfa poka niður á torgi. Það gerðu þær reglulega um eftirmiðdaginn til þess að eiga fyrir bíói og jafnvel poppi ef vel gekk.
Ekki var söluvarningurinn þó alltaf þýfi því stundum týndu þær aldin af kaktusum sem uxu villtir en fáir lögðu í vegna nálanna. Til þess höfðu þær hannað og smíðað sér spesíalverkfæri sem gerði verkið auðveldara, spýtu með tómri niðursuðudós á endanum.
Stundum gengu viðskiptin illa og einu sinni áttu þær ekki aur en dauðlangaði til að sjá mynd með Cliff Richard. Svona grallarar deyja samt ekki ráðalausir. Þær brugðu á það ráð að príla upp á sýningarhúsið og gægjast inn um lítið gat uppi við þak.
Maður getur rétt ímyndað sér að þær hafi langað á þessa mynd því þetta var að degi til í sterkri sól og sjálfsagt meira en 40 stiga hita. Þessar sögur rifjuðust upp þegar við vorum að keyra til höfuðstöðvanna og hver gullaldarslagarinn á fætur öðrum hljómaði í útvarpinu. Þeir voru nefnilega spilaðir í hléunum.
miðvikudagur, 12. júlí 2006
Hverfisbragur
Í kvikmyndum sem gerast í stórborgum eru sögupersónurnar gjarnan þaulkunnugar hverfinu og er heilsað af kaupmanninum á horninu og vanalega mæta þær einhverjum kunningja skömmu síðar og heilsast með kumpánlegum stíl. Þegar ég sé svona þá kemur orðið rugl gjarnan upp í hugann því allir vita að svona er þetta ekki í raunveruleikanum.
Mér til mikillar gleði hafði ég rangt fyrir mér. Þegar ég spássera hér um Frederikssundsvej heilsar grænmetissalinn mér án undantekninga, á ljósum skora skellinöðrustrákar á mig í spyrnu (ég vann) og í prófatíðinni mætti ég einum sem spurði hvort ég ætlaði ekki að fara að láta sjá mig í gymminu.
Það er sannarlega hverfisbragur á hlutunum hér í Nørrebro NV og gaman að vera hluti af stemningunni og þar sem arabíska er jafnmikið töluð hér um slóðir og danska er ég farinn að tileinka mér helstu frasa eins og að bjóða góðan dag, sjáumst, takk og svoleiðis.
Arabískunámskeiðið mitt byrjaði með því að einn af gaurunum hérna í Jerúsalem fór að segja mér hvernig maður heilsaði upp á arabísku. Þetta fór svona inn um annað eyrað og útum hitt. Nokkru síðar mætum við Ásdís honum á götu og hann heilsar upp á arabísku og ég heilsa að hætti þeirra sem kunna ekki að tala arabísku.
Eftir þetta ákvað ég að næst skyldi ég gera þetta almennilega og fékk einn kunningja minn í Jerúsalem til að kenna mér helstu frasana og nú gengur þetta svo vel að stundum fara viðskiptin einvörðungu fram á arabísku og alltaf verða félagar mínir jafnhissa þegar ég monta mig aðeins af nýjum orðum. Áhugasömum bendi ég á þetta ágæta byrjendaefni.
Mér til mikillar gleði hafði ég rangt fyrir mér. Þegar ég spássera hér um Frederikssundsvej heilsar grænmetissalinn mér án undantekninga, á ljósum skora skellinöðrustrákar á mig í spyrnu (ég vann) og í prófatíðinni mætti ég einum sem spurði hvort ég ætlaði ekki að fara að láta sjá mig í gymminu.
Það er sannarlega hverfisbragur á hlutunum hér í Nørrebro NV og gaman að vera hluti af stemningunni og þar sem arabíska er jafnmikið töluð hér um slóðir og danska er ég farinn að tileinka mér helstu frasa eins og að bjóða góðan dag, sjáumst, takk og svoleiðis.
Arabískunámskeiðið mitt byrjaði með því að einn af gaurunum hérna í Jerúsalem fór að segja mér hvernig maður heilsaði upp á arabísku. Þetta fór svona inn um annað eyrað og útum hitt. Nokkru síðar mætum við Ásdís honum á götu og hann heilsar upp á arabísku og ég heilsa að hætti þeirra sem kunna ekki að tala arabísku.
Eftir þetta ákvað ég að næst skyldi ég gera þetta almennilega og fékk einn kunningja minn í Jerúsalem til að kenna mér helstu frasana og nú gengur þetta svo vel að stundum fara viðskiptin einvörðungu fram á arabísku og alltaf verða félagar mínir jafnhissa þegar ég monta mig aðeins af nýjum orðum. Áhugasömum bendi ég á þetta ágæta byrjendaefni.
þriðjudagur, 11. júlí 2006
Inngangur að inngangi
Sá tími vinnunnar sem fer í arfahreinsun og trjásnyrtingar er einnig notaður til íhugunar. Sjaldnast er um að ræða merkilegar pælingar, eins og gengur og gerist virðist hugurinn hafa sjálfstæðan vilja og fer vítt og breitt - ég fylgi bara eftir.
Í dag vorum við Tine staddar á Sjælør Boulevard, þar höfum við verið frá því í síðustu viku. Ég stóð með haka í hönd í einu beðinu, bæði að fjarlægja fífla og gras og velta vöngum yfir MA verkefninu. Þá kom til mín ein skemmtileg pæling og ég hugsaði með mér að hún yrði ágæt sem byrjunin á innganginum að ritgerðinni.
Svo fór ég að hafa áhyggjur af því að þessi hugmynd yrði týnd og tröllum gefin loksins þegar ég væri komin heim. Ég stökk því inn í bíl, greip þar næsta blað sem ég fann og náði að pára niður á blað inngang að inngangi.
Í dag vorum við Tine staddar á Sjælør Boulevard, þar höfum við verið frá því í síðustu viku. Ég stóð með haka í hönd í einu beðinu, bæði að fjarlægja fífla og gras og velta vöngum yfir MA verkefninu. Þá kom til mín ein skemmtileg pæling og ég hugsaði með mér að hún yrði ágæt sem byrjunin á innganginum að ritgerðinni.
Svo fór ég að hafa áhyggjur af því að þessi hugmynd yrði týnd og tröllum gefin loksins þegar ég væri komin heim. Ég stökk því inn í bíl, greip þar næsta blað sem ég fann og náði að pára niður á blað inngang að inngangi.
mánudagur, 10. júlí 2006
Svínarí?
Vinnudagurinn fór mestmegnis í að tína rusl og tæma ruslafötur. Á meðan ég stundaði iðju mína kom fólk a.m.k. tvisvar að máli við mig til að ræða það hvað aðrir væru miklir sóðar. Ég var svosum sammála en hins vegar fór fyrir brjóstið á mér að þessu fávísa fólki var líkt göfugar skepnur sem kallast svín.
Ég vil því nota tækifærið og leiðrétta nokkur leiðindamál og orðatiltæki sem notuð hafa verið til að niðurlægja þessi ágætu dýr. Margir tala um að svitna eins og svín þegar þeir svitna mikið. Svín hafa ekki svitakyrtla og svitna því ekki og er fullyrðingin því bull. Einnig er sóðalegu fólki líkt við svín. Enn á ný er bull á ferðinni því þau eru hin snyrtilegustu dýr, sofa t.d. á einum stað, éta á öðrum og gera þarfir sínar á þeim þriðja.
Eflaust eru einhverjir sem núna eru farnir að hugsa um þau veltandi sér í drullunni. Er það ekki sóðalegt? Nei það er gáfulegt, þetta er þeirra leið til að kæla sig á heitum dögum og drulla er köld og svalandi. Alveg er ég viss um að ef mannfólkið hefði ekki svitakyrtla væri búið að finna upp einhverja hvíta drullu með lavenderlykt til þess að klína á sig í miklum hita. Huh, miklu skárra!
Að lokum langar mig að deila því með ykkur að svín taka t.d. hundum fram í gáfum og slá mannapa út í tölvuleikjum. Þau búa yfir sterku minni og það er hægt að kenna þeim að stilla hitann í húsum sínum. Rannsóknir benda einnig til þess að þau hafi þroska á við a.m.k. þriggja ára mannsbarn. Að hugsa sér bara að fólk skuli láta alla þessa vitleysu útúr sér um þessi ágætu dýr.
Hérna eru áhugaverðar myndir af tveimur sérdeilis fallegum dýrategundum saman.
Ég vil því nota tækifærið og leiðrétta nokkur leiðindamál og orðatiltæki sem notuð hafa verið til að niðurlægja þessi ágætu dýr. Margir tala um að svitna eins og svín þegar þeir svitna mikið. Svín hafa ekki svitakyrtla og svitna því ekki og er fullyrðingin því bull. Einnig er sóðalegu fólki líkt við svín. Enn á ný er bull á ferðinni því þau eru hin snyrtilegustu dýr, sofa t.d. á einum stað, éta á öðrum og gera þarfir sínar á þeim þriðja.
Eflaust eru einhverjir sem núna eru farnir að hugsa um þau veltandi sér í drullunni. Er það ekki sóðalegt? Nei það er gáfulegt, þetta er þeirra leið til að kæla sig á heitum dögum og drulla er köld og svalandi. Alveg er ég viss um að ef mannfólkið hefði ekki svitakyrtla væri búið að finna upp einhverja hvíta drullu með lavenderlykt til þess að klína á sig í miklum hita. Huh, miklu skárra!
Að lokum langar mig að deila því með ykkur að svín taka t.d. hundum fram í gáfum og slá mannapa út í tölvuleikjum. Þau búa yfir sterku minni og það er hægt að kenna þeim að stilla hitann í húsum sínum. Rannsóknir benda einnig til þess að þau hafi þroska á við a.m.k. þriggja ára mannsbarn. Að hugsa sér bara að fólk skuli láta alla þessa vitleysu útúr sér um þessi ágætu dýr.
Hérna eru áhugaverðar myndir af tveimur sérdeilis fallegum dýrategundum saman.
sunnudagur, 9. júlí 2006
Tíðir innan árstíðar
Oft hefur ég heyrt fólk tala um gúrkutíð. Mér finnast gúrkur góðar og tel því gúrkutíð vera hina bestu tíð. Um þessar mundir er hún þó ekki aðaltíðin því að undanförnu hafa grænmetisbúðirnar hér í kring boðið jarðar- og kirsuber í stórum stíl og á góðu verði.
Það er nefnilega jarðarberjatíð hér í Danmörku og kirsuberjatíð í nágrannalöndunum, namminamm. Þessari berjatíð fer þó senn að ljúka en það er allt í lagi hunangsmelónu- og kantalópuvertíðin er byrjuð og vatnsmelónurnar eru rétt handan við hornið.
Það má því segja að innan einnar árstíðar felist margar og mismunandi tíðir. Tíð má einnig skipta út fyrir orðið tíma og tími samanstendur af stundum. Ég sé því framá margar og góðar stundir.
Það er nefnilega jarðarberjatíð hér í Danmörku og kirsuberjatíð í nágrannalöndunum, namminamm. Þessari berjatíð fer þó senn að ljúka en það er allt í lagi hunangsmelónu- og kantalópuvertíðin er byrjuð og vatnsmelónurnar eru rétt handan við hornið.
Það má því segja að innan einnar árstíðar felist margar og mismunandi tíðir. Tíð má einnig skipta út fyrir orðið tíma og tími samanstendur af stundum. Ég sé því framá margar og góðar stundir.
föstudagur, 7. júlí 2006
Túrhestar eftir vinnu
Í lok vinnudagsins síðustu þrjá daga höfum við hendst úr vinnufötunum og gengið í hlutverk túrhestsins. Á miðvikudaginn kíktum við t.d. á indverskan matsölustað á Enghavevej og fengum okkur grískt fetaostssalat, aloo gobi og sterkar samósur með mynturaitu. Eftir það bættumst við hóp annarra ferðamanna í dýragarðinn, fengum okkur soft-ice og heilsuðum upp á ljónin, tígrisdýrin og ísbirnuna sem öllum var afskaplega heitt.
Í gær hjóluðum við síðan beint úr vinnunni niður á Amager Strandparken. Sjórinn var þægilega svalur og veitti okkur ekki af eftir vinnudaginn. Við borðuðum síðan á Den Grønne Kælder þar sem við smökkuðum æðislegan hummus, kíktum í örheimsókn til froskanna og lögðum okkur svo í skugganum af stóru tré í Kongens Have.
Í dag langaði okkur að kíkja í bókabúð og héldum því rakleitt eftir vinnu niður á Strikið þar sem við eyddum drjúgum tíma í bókabúðinni Gad. Búðarrápið bar ávöxt því við urðum spennt fyrir bókinni The mind gym og keyptum hana. Þar sem við höfðum planað pikk-nikk í Kongens Have fórum við í bakaríið í Magasin du Nord til að redda eftirrétti og svo til hennar Charlotte í Lotte's Sandwich Bar til að fá okkur aftur þessar dýrinds vegi-samlokur sem við fengum á flutningsdeginum stóra.
Þegar ég bað Lotte um að sleppa ólívunum á minni samloku spurði hún að bragði: og súrar gúrkur í staðinn? Hún mundi sem sagt eftir okkur frá því seinast og það sem meira er um vert, hún mundi eftir öllum sérviskum. Fær hún ekki plús í kladdann fyrir það?
Í gær hjóluðum við síðan beint úr vinnunni niður á Amager Strandparken. Sjórinn var þægilega svalur og veitti okkur ekki af eftir vinnudaginn. Við borðuðum síðan á Den Grønne Kælder þar sem við smökkuðum æðislegan hummus, kíktum í örheimsókn til froskanna og lögðum okkur svo í skugganum af stóru tré í Kongens Have.
Í dag langaði okkur að kíkja í bókabúð og héldum því rakleitt eftir vinnu niður á Strikið þar sem við eyddum drjúgum tíma í bókabúðinni Gad. Búðarrápið bar ávöxt því við urðum spennt fyrir bókinni The mind gym og keyptum hana. Þar sem við höfðum planað pikk-nikk í Kongens Have fórum við í bakaríið í Magasin du Nord til að redda eftirrétti og svo til hennar Charlotte í Lotte's Sandwich Bar til að fá okkur aftur þessar dýrinds vegi-samlokur sem við fengum á flutningsdeginum stóra.
Þegar ég bað Lotte um að sleppa ólívunum á minni samloku spurði hún að bragði: og súrar gúrkur í staðinn? Hún mundi sem sagt eftir okkur frá því seinast og það sem meira er um vert, hún mundi eftir öllum sérviskum. Fær hún ekki plús í kladdann fyrir það?
fimmtudagur, 6. júlí 2006
Eitt ár
Það var allt að gerast fyrir ári síðan: við undirrituðum leigusamning að íbúðinni sem við nú búum í og keyptum flugmiða til Kaupmannahafnar. Á þessum tímapunkti var allt á fullu því við áttum eftir að pakka niður og ég var með þungar áhyggjur af þessu öllu saman. Svo blessaðist þetta allt svona ljómandi vel.
Þegar við fluttum síðan út hugsaði maður með sér að það væri svo langt í að maður flytti aftur til baka að maður trúði því nánast að það kæmi aldrei að því. Nú finnst mér hins vegar óþægilega farið að styttast í brottför frá Kaupmannahöfn og ég get ekki hugsað það til enda að búa hér ekki lengur. Hér hef ég átt eitt besta ár ævinnar svo þetta hlýtur að vera besti staður í heimi.
Og nú verð ég að biðja viðkvæma lesendur að hætta að lesa því ég ætla að blóta smá: ég sakna Íslands bara ekki neitt! Ekki einu sinni heitu pottana. Eða öllu heldur einna síst heitu pottanna. Það er nefnilega tæplega 30°C hiti og skínandi sól í Köben.
Þegar við fluttum síðan út hugsaði maður með sér að það væri svo langt í að maður flytti aftur til baka að maður trúði því nánast að það kæmi aldrei að því. Nú finnst mér hins vegar óþægilega farið að styttast í brottför frá Kaupmannahöfn og ég get ekki hugsað það til enda að búa hér ekki lengur. Hér hef ég átt eitt besta ár ævinnar svo þetta hlýtur að vera besti staður í heimi.
Og nú verð ég að biðja viðkvæma lesendur að hætta að lesa því ég ætla að blóta smá: ég sakna Íslands bara ekki neitt! Ekki einu sinni heitu pottana. Eða öllu heldur einna síst heitu pottanna. Það er nefnilega tæplega 30°C hiti og skínandi sól í Köben.
miðvikudagur, 5. júlí 2006
Njósnarinn í trjánum
Nú erum við Tine farnar að snyrta tré. Við notum til þess tæki sem einna helst líkist vélsög en er þó öllu mildara og einungis ætlað til að skera burt trjágreinar og snyrta til hekk. Þá notum við líka litlar klippur í fíniseringar svo við minnum einna helst á tvær hársnyrtidömur.
Í dag vorum við fyrir utan Mosaisk kirkegård sem stendur við Vestre Kirkegårds Allé. Beint á móti kirkjugarðinum eru stúdentagarðarnir Otto Mønsteds Kollegium og greinilegt að þar búa einhverjir Íslendingar því þó nokkrum sinnum heyrði ég í samlöndunum.
Meðan við vorum að moka upp hrúgum af götunni kom að líkfylgd og eftir jarðarförina safnaðist fólk fyrir framan kirkjugarðinn og stóð á spjalli. Við tréð þar sem ég stóð og snyrti komu tvö mótorhjól aðvífandi og áður en ég vissi af hafði hópur karlmanna safnast í kring til að skoða gripina.
Ég stóð það nálægt að ég var í kjöraðstöðu til að stunda njósnir hefði þess þurft. Það hefði þó eflaust ekki komið að miklu gagni því ég skildi ekki orð af því sem þeim fór á milli, einhver blanda af ítölsku og slavnesku máli. Tungumál hrifningar er hins vegar nokkurn veginn alþjóðlegt.
Í dag vorum við fyrir utan Mosaisk kirkegård sem stendur við Vestre Kirkegårds Allé. Beint á móti kirkjugarðinum eru stúdentagarðarnir Otto Mønsteds Kollegium og greinilegt að þar búa einhverjir Íslendingar því þó nokkrum sinnum heyrði ég í samlöndunum.
Meðan við vorum að moka upp hrúgum af götunni kom að líkfylgd og eftir jarðarförina safnaðist fólk fyrir framan kirkjugarðinn og stóð á spjalli. Við tréð þar sem ég stóð og snyrti komu tvö mótorhjól aðvífandi og áður en ég vissi af hafði hópur karlmanna safnast í kring til að skoða gripina.
Ég stóð það nálægt að ég var í kjöraðstöðu til að stunda njósnir hefði þess þurft. Það hefði þó eflaust ekki komið að miklu gagni því ég skildi ekki orð af því sem þeim fór á milli, einhver blanda af ítölsku og slavnesku máli. Tungumál hrifningar er hins vegar nokkurn veginn alþjóðlegt.
þriðjudagur, 4. júlí 2006
Grams
Síðan ég hóf störf í bæjarvinnu Kaupmannahafnar hafa verkefnin verið af ýmsum toga en síðustu daga hef ég setið á litlum sláttutraktor. Í dag var hins vegar annað uppi á tengingnum þar sem grasið er víðast hætt að vaxa og orðið að gulri sinu vegna geggjaðs hita og lítillar úrkomu.
Ég var því sendur út af örkinni með konu sem heitir Shosh og var meginverkefni dagsins hekkmorð. Ekki slæmt að hafa reynslu af slíku og geta slegið um sig með hetjusögum um baráttu við bretónska dreka.
Okkur samdi mjög vel og gekk vinnan í takt við það. Rétt fyrir tvö kallar Shosh svo í mig og segir að nú ætlum við að taka allt draslið á bílinn og koma hekkafklippunum fyrir kattarnef ásamt öðrum lífrænum úrgangi.
Eftir að hafa tæmt af pallinum lítur hún svo á mig með skelfingarsvip og segir: Úps, er þriðjudagur? Hún hafði þá ruglast þannig í ríminu að hún hélt að það væri miðvikudagur en þá hættum við hálfþrjú en ekki hálffjögur eins og á mánu- og þriðjudögum.
Hvað á maður að gera þegar það er of mikill tími til að keyra að höfuðstöðvunum en of lítill tími til að byrja á einhverju af viti? Nú auðvitað gramsa í dótinu sem liggur í járnhrúgunnu á lókal haugunum þ.á.m. hjólum.
Ekki var gramsið til einskis því á leið heim úr vinnu í dag hjóluðum við Ásdís hvort með sína körfuna aftan á hjólinu, svo nú höfum við bæði körfur að framan og aftan. Ekki slæmt ef maður fer aftur í Aldi á leið heim úr vinnu. Það borgar sig stundum að gramsa.
Ég var því sendur út af örkinni með konu sem heitir Shosh og var meginverkefni dagsins hekkmorð. Ekki slæmt að hafa reynslu af slíku og geta slegið um sig með hetjusögum um baráttu við bretónska dreka.
Okkur samdi mjög vel og gekk vinnan í takt við það. Rétt fyrir tvö kallar Shosh svo í mig og segir að nú ætlum við að taka allt draslið á bílinn og koma hekkafklippunum fyrir kattarnef ásamt öðrum lífrænum úrgangi.
Eftir að hafa tæmt af pallinum lítur hún svo á mig með skelfingarsvip og segir: Úps, er þriðjudagur? Hún hafði þá ruglast þannig í ríminu að hún hélt að það væri miðvikudagur en þá hættum við hálfþrjú en ekki hálffjögur eins og á mánu- og þriðjudögum.
Hvað á maður að gera þegar það er of mikill tími til að keyra að höfuðstöðvunum en of lítill tími til að byrja á einhverju af viti? Nú auðvitað gramsa í dótinu sem liggur í járnhrúgunnu á lókal haugunum þ.á.m. hjólum.
Ekki var gramsið til einskis því á leið heim úr vinnu í dag hjóluðum við Ásdís hvort með sína körfuna aftan á hjólinu, svo nú höfum við bæði körfur að framan og aftan. Ekki slæmt ef maður fer aftur í Aldi á leið heim úr vinnu. Það borgar sig stundum að gramsa.
mánudagur, 3. júlí 2006
Súkkulaðimolinn
Mér var mjög heitt í vinnunni í dag, svo heitt að ég varð pirruð og hafði lítið gaman af starfanum. Í þokkabót mætti Tine ekki til vinnu í dag svo ég var ein á ferð að hreinsa beðin og hafði lítinn félagsskap af arfanum.
Svo kom til mín eldri maður á leið í strætóskýlið, klæddur í hvítan jakka og túrkislitaðar buxur, reffilegur. Hann sagði mér að ég ynni svo vel og þakkaði mér í bak og fyrir að hreinsa beðin. Svo rétti hann mér súkkulaðimola í sellófani og allt í einu var lund mín miklu léttari.
Svo kom til mín eldri maður á leið í strætóskýlið, klæddur í hvítan jakka og túrkislitaðar buxur, reffilegur. Hann sagði mér að ég ynni svo vel og þakkaði mér í bak og fyrir að hreinsa beðin. Svo rétti hann mér súkkulaðimola í sellófani og allt í einu var lund mín miklu léttari.
sunnudagur, 2. júlí 2006
Froskar fluttir
Ekki verða fleiri heimsóknir á Ámákur að sinni þar sem froskarnir hafa flutt á Krónprinsessugötu, en hún er á Sjálandi. Í tilefni af flutningunum mættum við eins og ráðgert var um áttaleytið. Reyndar hafði ég lýst því yfir við Stellu að við kæmum sennilega ekki alveg á slaginu og það stóðst, við mættum 7:59.
Þrælapuðið hófst um leið og við mættum. Allir fengu hlutverk við hæfi: Ég og Kristján þungir hlutir, Ásdís og Stella kassaburður, Sigrún og Sigrún barnagæsla og PG lyftu- og dyravarsla ásamt umferðarstjórnun.
Flutningarnir út og inn gengu hratt og greiðlega fyrir sig ef frá er talið eitt vinnuslys og eitt flutningavandamál. Vinnuslysið átti sér stað á leiðinni út þegar ein af tám Kristjáns kramdist undir kommóðu með þeim afleiðingum að nöglin hékk laflaus á.
Flutningavandamálið fólst í að gangurinn á nýja staðnum er meira en hundrað ára og í þá daga notaði fólk ekki tvíbreið rúm. Lausnin á því var fundin með því að saga rúmið til og minntum við helst á tékknesku ruglukollana sem sýndir voru á RÚV í denn.
Þegar allt var komið inn var mannskapurinn svangur og var því arkað að Lotte's Sandwichbar þar sem allir fundu eitthvað við hæfi. Kjömsuðum svo á þessu í Kongens Have.
Þrælapuðið hófst um leið og við mættum. Allir fengu hlutverk við hæfi: Ég og Kristján þungir hlutir, Ásdís og Stella kassaburður, Sigrún og Sigrún barnagæsla og PG lyftu- og dyravarsla ásamt umferðarstjórnun.
Flutningarnir út og inn gengu hratt og greiðlega fyrir sig ef frá er talið eitt vinnuslys og eitt flutningavandamál. Vinnuslysið átti sér stað á leiðinni út þegar ein af tám Kristjáns kramdist undir kommóðu með þeim afleiðingum að nöglin hékk laflaus á.
Flutningavandamálið fólst í að gangurinn á nýja staðnum er meira en hundrað ára og í þá daga notaði fólk ekki tvíbreið rúm. Lausnin á því var fundin með því að saga rúmið til og minntum við helst á tékknesku ruglukollana sem sýndir voru á RÚV í denn.
Þegar allt var komið inn var mannskapurinn svangur og var því arkað að Lotte's Sandwichbar þar sem allir fundu eitthvað við hæfi. Kjömsuðum svo á þessu í Kongens Have.
laugardagur, 1. júlí 2006
Ti & tyve
Í dag fórum við Ásdís í ekta havefest. Veislan var haldin í tilefni af þrítugsafmæli Gunna vinar míns sem kýs að kalla það ti & tyve.
Í garðinum var gott skjól og því myndaðist mikill hitapottur og í ofanálag var notast við stærsta kolagrill sem ég hefi nokkurn tímann séð. Á grillið fara venjulega 30 kíló af kolum þó Gunni hafi látið 20 duga. Allir mættu með sitt á grillið, við með Nutana borgara, súrar gúrkur og lauk.
Í veislunni var skemmtileg blanda af fólki, þó aðallega íslensku og dönsku. Ekki spilltu heldur sýnisferðir um íbúð þeirra skötuhjúa (Gunna og Tínu) sem er vægast sagt stórkostleg. Haft var á orði að ekki væri langt að bíða komu ljósmyndara Bo bedre og Gestgjafans, svo flott var þetta allt saman.
Frá vinstri: Einar og dóttir, Gunni, Hafrún, Siggi, Hörður, Ellert, Ásdís
Í garðinum var gott skjól og því myndaðist mikill hitapottur og í ofanálag var notast við stærsta kolagrill sem ég hefi nokkurn tímann séð. Á grillið fara venjulega 30 kíló af kolum þó Gunni hafi látið 20 duga. Allir mættu með sitt á grillið, við með Nutana borgara, súrar gúrkur og lauk.
Í veislunni var skemmtileg blanda af fólki, þó aðallega íslensku og dönsku. Ekki spilltu heldur sýnisferðir um íbúð þeirra skötuhjúa (Gunna og Tínu) sem er vægast sagt stórkostleg. Haft var á orði að ekki væri langt að bíða komu ljósmyndara Bo bedre og Gestgjafans, svo flott var þetta allt saman.
Frá vinstri: Einar og dóttir, Gunni, Hafrún, Siggi, Hörður, Ellert, Ásdís
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)