fimmtudagur, 28. febrúar 2002
Jæja nú er ég búinn að prófarkarlesa og ætla ekki að hafa fleiri orð um það. Áðan þurfti ég að rusla einhverju dóti upp á Krókháls og notaði að sjálfsögðu tækifærið til að droppa við hjá mömmu. Við fórum út og gerðum kígong æfingar sem var gríðarlegt stuð að vanda. Ég hugsa að bráðum komi fréttastofa stöðvar tvö að taka myndir því við erum ekkert að pukrast með þessa annars ágætu þjóðdansa. Já ég segi það satt og þar af leiðandi verður komin tískubylgja í þessum dúr innan árs. Undirbúið ykkur.
Jeremías
Vissuð þið að Dagur Blómsturberg í teiknimyndaseríunni Ljóska heitir á ensku Dagwood Bumstead? Geggjað.
Núna eru 4 tímar og 57 mínútur í að ég skila af mér prófinu. Ég er búin með fyrri partinn og sendi Baldri hann til prófarkarlesturs. Nú er bara að duga eða drepast, er ég fluga eða maður o.s.frv. Bara klára þetta dæmi og þá er það búið. Ég er að reyna að telja í mig kjark til að halda áfram, ég held ég sé komin með ofnæmi fyrir bókhlöðunni, sérstaklega stólunum hérna. Ég er búin að vera dugleg að sörfa á netinu og rakst m.a. slúðursíðuna hamstur.is og eina sem er alveg svakaleg gelgjusíða.
miðvikudagur, 27. febrúar 2002
Fyrsta skrópið
Ég var að fatta það að á meðan ég sat í sakleysi mínu á Bókhlöðunni og leysti heimapróf var ég í raun að skrópa í fyrsta skipti í sögu minni sem háskólanemi því ég missti af tíma í Etnógrafíu Eyjaálfu. Mig rekur alla vega ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma skrópa í tíma fyrir utan kannski að hafa verið veik og ekki mætt í tíma. Það er nú heldur ekki eins og ég hafi gert þetta af fúsum og frjálsum vilja, neyðin kennir naktri konu að spinna, og þarna var neyðin fólgin í prófi og mér var kennt að klára prófið til að komast framhjá neyðinni.
Núna er Baldur að hella tei í bollana, namm, takk, ég fékk bollann beint til mín, ágætis þjónusta þetta. Baldur situr og les Silmerilinn og ég á eftir nákvæmlega 16 mínútur í lærdómi, eftir það má ég fara að sofa. Á morgun verður síðan farið í að ganga frá þessum bílamálum, nokkrir bíla prufukeyrðir og svoleiðis. Hingað til erum við búin að prufa eftirfarandi farartæki: Renault Clio, Hyundai Elantra, Ford Escort, Volvo 460GLE, Hyundia Accent. Accidentinn kemur víst ekki til greina, en það stafar af fordómum Baldurs í garð þeirra.
P.s. aðeins 8 mínútur eftir af lærdómi!
Núna er Baldur að hella tei í bollana, namm, takk, ég fékk bollann beint til mín, ágætis þjónusta þetta. Baldur situr og les Silmerilinn og ég á eftir nákvæmlega 16 mínútur í lærdómi, eftir það má ég fara að sofa. Á morgun verður síðan farið í að ganga frá þessum bílamálum, nokkrir bíla prufukeyrðir og svoleiðis. Hingað til erum við búin að prufa eftirfarandi farartæki: Renault Clio, Hyundai Elantra, Ford Escort, Volvo 460GLE, Hyundia Accent. Accidentinn kemur víst ekki til greina, en það stafar af fordómum Baldurs í garð þeirra.
P.s. aðeins 8 mínútur eftir af lærdómi!
Stirðar axlir og þreytt bak
Eftir maraþonsetuna á Bókhlöðunni í gær var ég komin með virkilega bogið og þreytt bak. Af hverju þurfa borðin að vera svona svakalega lág? Mikið er ég fegin á þessar stundu að vera svona lágvaxin, ekki veit ég hvernig aðrir fara að.
Dagurinn í dag er nokkuð áþekkur gærdeginum að því leyti að ég er þreytt í bakinu og komin með mjólkursýru í axlirnar af allri vélrituninni. Ég er núna hálfnuðu með prófið og er nýlega byrjuð að glíma við seinni spurninguna, óformlega hagkerfið og öllu sem því fylgir. Ég held að mig skorti eldmóðinn sem blés mér í brjóst í gær, ég á óskaplega erfitt með að sitja hérna og lesa og skrifa og sérstaklega á ég erfitt með að hugsa! Hvað er orðið um mig? Ég get þó prísað mig sæla með það að á morgun mun ég skila þessu af mér og þá er helmingurinn af námskeiðinu búinn.
P.s. ég er búin að nota orðabókina á netinu óspart og mikið rosalega léttir hún manni róðurinn. Ef ég þyrfti að fletta upp hverju einasta orði væri ég enn stödd í gærdeginum.
Dagurinn í dag er nokkuð áþekkur gærdeginum að því leyti að ég er þreytt í bakinu og komin með mjólkursýru í axlirnar af allri vélrituninni. Ég er núna hálfnuðu með prófið og er nýlega byrjuð að glíma við seinni spurninguna, óformlega hagkerfið og öllu sem því fylgir. Ég held að mig skorti eldmóðinn sem blés mér í brjóst í gær, ég á óskaplega erfitt með að sitja hérna og lesa og skrifa og sérstaklega á ég erfitt með að hugsa! Hvað er orðið um mig? Ég get þó prísað mig sæla með það að á morgun mun ég skila þessu af mér og þá er helmingurinn af námskeiðinu búinn.
P.s. ég er búin að nota orðabókina á netinu óspart og mikið rosalega léttir hún manni róðurinn. Ef ég þyrfti að fletta upp hverju einasta orði væri ég enn stödd í gærdeginum.
þriðjudagur, 26. febrúar 2002
Þvílíkur léttir
Úff, nú er ég komin með prófið í hendurnar og vá, þvílíkur léttir, ég á sko eftir að rúlla þessu upp. Prófið er fjórar ritgerðarspurningar og við eigum að velja tvær af þessum fjórum. Verkefnin sem við fengum voru hver öðru áhugaverðari og mig langar að skrifa um þrjú þeirra, tvö er ekki nóg (hafið ekki áhyggjur, ég er bara haldin smá stundarbrjálæði). Verkefnin eru svo hljóðandi:
1. Fjallið um deilur inntaksinna (substantivists) og formsinna (formalists). Sjáið þið áhrif þessara ólíku nálgana í lesefni námskeiðsins? Komið með dæmi.
2. Fjallið um rannsóknir mannfræðinga á verkaskiptingu og ólíku framlagi kvenna og karla í safnara- og veiðimannasamfélögum, garðyrkjusamfélögum og í akuryrkjusamfélögum.
3. Fjallið um framlag hagrænnar mannfræði til rannsókna á samfélögum smábænda. Gerið grein fyrir nálgunum og helstu viðfangsefnum.
4. Fjallið um tvískipt hagkerfi, ósýnileg störf í viðskiptum, framleiðslu og endurframleiðslu og tengið umræðu ykkar umfjöllun í öðrum efnisflokkum námskeiðsins.
Giskið á hvaða verkefni er útí kuldanum hjá mér? Það lætur nærri, formalista svínin og Polanyi inntakssvín geta átt sig og sína, ég kem hvergi þar nærri.
1. Fjallið um deilur inntaksinna (substantivists) og formsinna (formalists). Sjáið þið áhrif þessara ólíku nálgana í lesefni námskeiðsins? Komið með dæmi.
2. Fjallið um rannsóknir mannfræðinga á verkaskiptingu og ólíku framlagi kvenna og karla í safnara- og veiðimannasamfélögum, garðyrkjusamfélögum og í akuryrkjusamfélögum.
3. Fjallið um framlag hagrænnar mannfræði til rannsókna á samfélögum smábænda. Gerið grein fyrir nálgunum og helstu viðfangsefnum.
4. Fjallið um tvískipt hagkerfi, ósýnileg störf í viðskiptum, framleiðslu og endurframleiðslu og tengið umræðu ykkar umfjöllun í öðrum efnisflokkum námskeiðsins.
Giskið á hvaða verkefni er útí kuldanum hjá mér? Það lætur nærri, formalista svínin og Polanyi inntakssvín geta átt sig og sína, ég kem hvergi þar nærri.
Fiðrildi í mallanum
Nú er klukkan nákvæmlega 09:07 og enn eru 53 mínútur í að ég fái heimaprófið í hendurnar. Núna er ég farin að vera smá stessuð en ég sé samt ekki neina ástæðu til þess að stressa sig nokkuð yfir þessu, það er gaman að gera ritgerðir og ef ég lendi á efni sem ég tel mig ekki nógu færa í get ég alltaf lesið mig til um það.
Baldur keyrði mig hingað upp á Hlöðuna kl. átta í morgun og mér til mikillar hneykslunar var lokað! Það opnar ekki fyrr en 08:15 nákvæmlega. Þeir eru dálitlir lúðar þessir bókasafnskallar. Þeir fara þó sérstaklega í taugarnar á mér fyrir það eitt að telja Dewey kerfið vera einhverskonar trúarbrögð, það má sko alls ekki skrá og skipuleggja bækur nema eftir þessu kerfi.
Mannfræðin er að verða brjáluð á þessu (þar með talin ég að sjálfsögðu) því bækurnar okkar eru dreifðar út um allt bókasafn, það er engin mannfræðihilla eins og langflestir eru með, heldur þarf maður að leita innan um sálfræðina, félagsfræðina, stjórnmálafræðina, líffræðina o.s.frv. til að finna haldbærar heimildir. Svenni kennari hefur mikið rifist við þessa bókasafnsfræðinga og nú á að fara að taka upp betra kerfi. Þetta Dewey kerfi hefur algjörlega gengið sér til húðar og það eru ótal bækur sem eru einfaldlega týndar hérna því engin veit hvar þær eru að finna. Þvílík sóun á góðum bókum, mig verkjar í brjóstið (haha).
Ég er búin að undirbúa mig andlega fyrir þetta próf með því að taka all rækilega til á háskólaheimasvæðinu mínu, þ.e. heimasvæðið sem ég á í tölvunni. Ég var búin að vista fleiri tugi greina inn í my documents möppuna en ekki enn farin að flokka þær niður í möppur. En þar sem ég er soddan skipulagsfrík varð ég að gera eitthvað í málunum og núna er allt komið í röð og reglu, ég bjó m.a. til möppuna skóli, sem skiptist síðan í haust 2001 og vor 2002, undir þeirri síðarnefndu eru síðan að finna möppur fyrir hvert námskeið þessa misseris, þ.e. möppurnar etnógrafía eyjaálfu, þjóðernishópar og hagræn mannfræði. Ég er að fatta það núna að ég gleymdi algjörlega mentor-námskeiðinu, best að drífa í að búa til möppu fyrir það, annars verð ég andlega ekki rónni.
Baldur keyrði mig hingað upp á Hlöðuna kl. átta í morgun og mér til mikillar hneykslunar var lokað! Það opnar ekki fyrr en 08:15 nákvæmlega. Þeir eru dálitlir lúðar þessir bókasafnskallar. Þeir fara þó sérstaklega í taugarnar á mér fyrir það eitt að telja Dewey kerfið vera einhverskonar trúarbrögð, það má sko alls ekki skrá og skipuleggja bækur nema eftir þessu kerfi.
Mannfræðin er að verða brjáluð á þessu (þar með talin ég að sjálfsögðu) því bækurnar okkar eru dreifðar út um allt bókasafn, það er engin mannfræðihilla eins og langflestir eru með, heldur þarf maður að leita innan um sálfræðina, félagsfræðina, stjórnmálafræðina, líffræðina o.s.frv. til að finna haldbærar heimildir. Svenni kennari hefur mikið rifist við þessa bókasafnsfræðinga og nú á að fara að taka upp betra kerfi. Þetta Dewey kerfi hefur algjörlega gengið sér til húðar og það eru ótal bækur sem eru einfaldlega týndar hérna því engin veit hvar þær eru að finna. Þvílík sóun á góðum bókum, mig verkjar í brjóstið (haha).
Ég er búin að undirbúa mig andlega fyrir þetta próf með því að taka all rækilega til á háskólaheimasvæðinu mínu, þ.e. heimasvæðið sem ég á í tölvunni. Ég var búin að vista fleiri tugi greina inn í my documents möppuna en ekki enn farin að flokka þær niður í möppur. En þar sem ég er soddan skipulagsfrík varð ég að gera eitthvað í málunum og núna er allt komið í röð og reglu, ég bjó m.a. til möppuna skóli, sem skiptist síðan í haust 2001 og vor 2002, undir þeirri síðarnefndu eru síðan að finna möppur fyrir hvert námskeið þessa misseris, þ.e. möppurnar etnógrafía eyjaálfu, þjóðernishópar og hagræn mannfræði. Ég er að fatta það núna að ég gleymdi algjörlega mentor-námskeiðinu, best að drífa í að búa til möppu fyrir það, annars verð ég andlega ekki rónni.
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó!
Jæja, bara mættur í vinnuna... Ég mætti í gær og það var fínt, þetta var svolítið eins og að vera að byrja á nýjum vinnustað sem hefði ráðið alla vini mína í leiðinni. Ég sumsé er á nýjum stað (Sturlugata ekki Lyngháls) en ég þekki alla. Þess vegna fór gærdagurinn aðallega í að heilsa upp á liðið og gefa þeim skýrslu um hvað á daga mína hefði drifið síðan síðast.
Þessa dagana erum við á jeppanum hennar Ólafar ömmu og það er nú meiri lúxusinn að vera á fjórhjóladrifsbíl í snjónum, það mætti bara vera MIKLU meiri snjór.
Þessa dagana erum við á jeppanum hennar Ólafar ömmu og það er nú meiri lúxusinn að vera á fjórhjóladrifsbíl í snjónum, það mætti bara vera MIKLU meiri snjór.
mánudagur, 25. febrúar 2002
Fresa y chocolate
Við sáum alveg frábæra mynd í gærkvöldi hjá pabba, eftir að hafa reddað öllu bílaveseni. Það var kúbanska myndin Fresa y chocolate sem Tomás Gutiérrez Aléa leikstýrði. Myndin vann til verðlauna á Havana kvikmyndahátíðinni árið 1992 og hún er jafnframt byggð á skáldsögunni "El bosque, el logo y el hombre nuevo" eftir Senel Paz, en sú skáldsaga hefur einnig hlotið verðlaun.
Baldur er búinn að tala um þessa mynd síðan við kynntumst og hamra á því við mig að sjá hana. Ég sé sko ekki eftir því, hún var alveg ferlega skemmtileg, ljúf og hlý, full af kátínu og skemmtun en samt með alvarlegum undirtón. Ég held að nú taki ég smá skorpu á suður-amerískar kvikmyndir, næst held ég að ég heimti Kryddlegin hjörtu.
Baldur er búinn að tala um þessa mynd síðan við kynntumst og hamra á því við mig að sjá hana. Ég sé sko ekki eftir því, hún var alveg ferlega skemmtileg, ljúf og hlý, full af kátínu og skemmtun en samt með alvarlegum undirtón. Ég held að nú taki ég smá skorpu á suður-amerískar kvikmyndir, næst held ég að ég heimti Kryddlegin hjörtu.
Konudagur
Gærdagurinn var nú ansi skrautlegur. Eftir að hafa setið sem fangi í Odda í marga tíma kom Baldur loksins og við fórum í matarboðið góða. Við lögðum síðan ekki af stað heim fyrr en um níu leytið og komumst þá að því, okkur til mikillar skelfingar, að eitt afturdekkið á Skjóna var sprungið. Nú voru góð ráð dýr því við áttum ekkert varadekk.
Nú hugsið þið eflaust: "Þvílíkt kæruleysi, vera ekki með varadekk" en það er sko ástæða fyrir því. Ég ætti kannski að byrja á því að minnast á að þetta er núna í fjórða skiptið sem springur undan druslunni á tæplega tveimur mánuðum, seinustu þrjú skiptin hafa gerst öll innan eins mánaðar þannig að okkar varadekkjaforði var ansi flótur að fara.
Til að gera annars stutta sögu ívið lengri ætla ég að fara aðeins til baka, allt til ársins 2001 (lágur trommuþytur). Við Baldur voru í sakleysi okkar á leið í skólann þegar allt í einu gerðist það að bíllinn fór að láta skringilega. Sprungið. Baldur var snöggur til og skipti um dekk enda áttum við eitt varadekk í skottinu. Reyndar vorum við meira segja mjög fyrirsjál og áttu tvö önnur aukadekk en þau voru upp á Þingás hjá pabba því við fengum að geyma þau þar um daginn og höfðum enn ekki lagt í að hala þeim aftur í skottið.
Nú erum við síðan komin til ársins 2002, ég er nýlega byrjuð í skólanum, það er fimmtudagsmorgun og ég er að verða of sein í Þjóðernishópa. Við hlaupum út í bíl og Baldur byrjar að bakka upp innkeyrsluna. Þetta er nú ekki mikill bratti en druslan meikaði þetta engan veginn, hvað gat valdið? Sprungið. Æ, æ, engin varadekk munið þið. Baldur hleypur út á bensínstöð og kaupir svona stöff sem blæs út dekkið en ventillinn er bilaður þannig að þetta plan virkar ekki. Plan B: hringja í Bigga vin, sem reddar mér í skólann og Baldri ferð upp á Þingás til að ná í varadekkin.
Nú vorum við sko í góðum málum, varadekk í skottinu og ekkert mál. Akkúrat tveimur vikum seinna erum við á leiðinni heim og stoppum á bensínstöðinni í Hamraborg til að pumpa í eitt dekkið. Síðan keyrum við heim á leið, hress í bragði. Við erum í bílageymslunni í Hamraborg og keyrum upp þessa litlu brekku sem þar er. Þá heyrist allt í einu hár hvellur, BAMM! Sprungið.
Ekkert mál, við erum með varadekk, það er meira að segja nýkomið úr viðgerð. Æ, æ, viðgerð ekki góð, dekkið er loftlaust. Baldur hleypur með það á bensínstöðina sem betur fer er ekki langt undan. Það tekur okkur alla vega hálftíma að skipta á honum, ekki hægt að tjakka hann upp því druslan er svo ryðguð. Tekst þó að lokum, keyrum heim á leið þung á brún, aftur orðin varadekkjalaus. Ákveðum að kaupa nýjan bíl en láta þennan duga í millitíðinni, varla fer að springa á greyinu á tveimur vikum.
Bjartsýni borgar sig ekki, hmmm. Hægra afturdekkið var loftlaust þegar við komum út í gær, skiljanlega gátum við ekki skipt á honum, sem betur fer eigum við góða að og fengum því skutl upp í Kópavog til Kalla og Ólafar, þau lánuðu okkur jeppann. Nú er að duga eða drepast, ekki gengur lengur að keyra um á þessu stórhættulega farartæki.
Nú hugsið þið eflaust: "Þvílíkt kæruleysi, vera ekki með varadekk" en það er sko ástæða fyrir því. Ég ætti kannski að byrja á því að minnast á að þetta er núna í fjórða skiptið sem springur undan druslunni á tæplega tveimur mánuðum, seinustu þrjú skiptin hafa gerst öll innan eins mánaðar þannig að okkar varadekkjaforði var ansi flótur að fara.
Til að gera annars stutta sögu ívið lengri ætla ég að fara aðeins til baka, allt til ársins 2001 (lágur trommuþytur). Við Baldur voru í sakleysi okkar á leið í skólann þegar allt í einu gerðist það að bíllinn fór að láta skringilega. Sprungið. Baldur var snöggur til og skipti um dekk enda áttum við eitt varadekk í skottinu. Reyndar vorum við meira segja mjög fyrirsjál og áttu tvö önnur aukadekk en þau voru upp á Þingás hjá pabba því við fengum að geyma þau þar um daginn og höfðum enn ekki lagt í að hala þeim aftur í skottið.
Nú erum við síðan komin til ársins 2002, ég er nýlega byrjuð í skólanum, það er fimmtudagsmorgun og ég er að verða of sein í Þjóðernishópa. Við hlaupum út í bíl og Baldur byrjar að bakka upp innkeyrsluna. Þetta er nú ekki mikill bratti en druslan meikaði þetta engan veginn, hvað gat valdið? Sprungið. Æ, æ, engin varadekk munið þið. Baldur hleypur út á bensínstöð og kaupir svona stöff sem blæs út dekkið en ventillinn er bilaður þannig að þetta plan virkar ekki. Plan B: hringja í Bigga vin, sem reddar mér í skólann og Baldri ferð upp á Þingás til að ná í varadekkin.
Nú vorum við sko í góðum málum, varadekk í skottinu og ekkert mál. Akkúrat tveimur vikum seinna erum við á leiðinni heim og stoppum á bensínstöðinni í Hamraborg til að pumpa í eitt dekkið. Síðan keyrum við heim á leið, hress í bragði. Við erum í bílageymslunni í Hamraborg og keyrum upp þessa litlu brekku sem þar er. Þá heyrist allt í einu hár hvellur, BAMM! Sprungið.
Ekkert mál, við erum með varadekk, það er meira að segja nýkomið úr viðgerð. Æ, æ, viðgerð ekki góð, dekkið er loftlaust. Baldur hleypur með það á bensínstöðina sem betur fer er ekki langt undan. Það tekur okkur alla vega hálftíma að skipta á honum, ekki hægt að tjakka hann upp því druslan er svo ryðguð. Tekst þó að lokum, keyrum heim á leið þung á brún, aftur orðin varadekkjalaus. Ákveðum að kaupa nýjan bíl en láta þennan duga í millitíðinni, varla fer að springa á greyinu á tveimur vikum.
Bjartsýni borgar sig ekki, hmmm. Hægra afturdekkið var loftlaust þegar við komum út í gær, skiljanlega gátum við ekki skipt á honum, sem betur fer eigum við góða að og fengum því skutl upp í Kópavog til Kalla og Ólafar, þau lánuðu okkur jeppann. Nú er að duga eða drepast, ekki gengur lengur að keyra um á þessu stórhættulega farartæki.
sunnudagur, 24. febrúar 2002
Nú er ég búin að vera í allan dag hérna upp í Odda og er komin með algjört ógeð. Ég næ ekkert að einbeita mér að lesefninu og ekki bætir út skák að það er alveg drepleiðinlegt. Hverjum er ekki sama um deilur inntakssinna og formalista? Karl Polanyi má bara eiga sig (eins gott að kennarinn sé ekki nálægt, ég yrði ákærð fyrir blót!). Ég brást við þessum leiðindum með því að hanga á netinu og reyna að finna eitthvað sniðugt fyrir síðuna. Nú er sko kominn tími til að uppfæra greyið litla, og er það ekki típískt, akkúrat þegar ég má alls ekki vera að því langar mig mest til þess.
Baldur er búinn að vera hjá Pétri afa að laga tölvuna, undanfarið hefur herjað á hana vírus sem í fyrstu var ósköp fyndinn en er núna orðinn hreinasta plága. Hann lýsir sér í því að þegar maður færir músabendilinn í átt að einhverju iconi á desktoppinu færist það alltaf undan, svona eins og plús og mínusjónir sem mætast (þetta kemur frá Baldri, á mannamáli má segja að þetta sé eins og að vera með tvö segulstál, flestir vita hvernig það er að reyna að fá þau saman). Við erum búin að vera í tölvupóstssambandi og ég hef misnotað sms þjónustu tal því gemmsinn minn er batteríslaus. Eina sem ég veit er að hann er á leiðinni að sækja mig og er búinn að vera ansi lengi að því. Mér er farið að finnast ég vera fangi hérna, hin virðulega beturnarstofnun Oddi, háskólabygging.
Eitt hlakka ég til, þegar Balli kemur förum við til tengdó í sunnudagsmatinn. Við fáum alltaf eitthvað gott í gogginn þar og þar sem ég er orðin virkilega svöng nenni ég ekki að bíða eftir Baldri lengur, hvar ertu drengur?
Baldur er búinn að vera hjá Pétri afa að laga tölvuna, undanfarið hefur herjað á hana vírus sem í fyrstu var ósköp fyndinn en er núna orðinn hreinasta plága. Hann lýsir sér í því að þegar maður færir músabendilinn í átt að einhverju iconi á desktoppinu færist það alltaf undan, svona eins og plús og mínusjónir sem mætast (þetta kemur frá Baldri, á mannamáli má segja að þetta sé eins og að vera með tvö segulstál, flestir vita hvernig það er að reyna að fá þau saman). Við erum búin að vera í tölvupóstssambandi og ég hef misnotað sms þjónustu tal því gemmsinn minn er batteríslaus. Eina sem ég veit er að hann er á leiðinni að sækja mig og er búinn að vera ansi lengi að því. Mér er farið að finnast ég vera fangi hérna, hin virðulega beturnarstofnun Oddi, háskólabygging.
Eitt hlakka ég til, þegar Balli kemur förum við til tengdó í sunnudagsmatinn. Við fáum alltaf eitthvað gott í gogginn þar og þar sem ég er orðin virkilega svöng nenni ég ekki að bíða eftir Baldri lengur, hvar ertu drengur?
Verð að skilja heimapróf
Þessa dagana erum við með eldmóð í æðum okkar, allavega hvað snertir lærdómsþol. Í gær mættum við eldsnemma á Bókhlöðuna og fórum að læra og vorum alveg fram til loka (17:00 á slaginu er maður rekinn út). Núna erum við síðan mætt upp í Odda, ég ætla að fara að lesa um deilur inntakssinna og formalista innan hagrænnar mannfræði og hagfræði.
Ástæðan fyrir þessu brjálaði (þ.e. að druslast svona snemma á fætur á sunnudagsmorgni) er einföld, á þriðjudaginn byrja ég í þriggja daga heimaprófi í hagrænni mannfræði sem gildir 50%, hvorki meira né minna. Prófið gengur út á það að maður klárar þrjár míni ritgerðir á þremur dögum, gerir það heima hjá sér og hefur náttúrulega aðgang að lesefninu.
Þetta hefur sína kosti og galla umfram hefbundin próf, þeir sem þjást af prófkvíða ættu að fíla þetta betur býst ég við. Annars verður þetta í fyrsta sinn sem ég tek slíkt próf og ég held að maður sé aðallega stressaður yfir því að þurfa að prófa eitthvað nýtt. Verð að skilja-hópurinn ætlar að hittast hér á eftir, í smækkaðir mynd að vísu, aðeins ég, Dögg og Sigga af hópnum erum nefnilega í hagrænni mannfræði.
Annar hef ég algjörlega brugðist skildu minni undanfarið sem háskólanemi annars vegar og fyrrverandi MR-ingur hinsvegar. Ég gleymdi t.d. að greina frá úrslitum kosninganna í háskólanum þar sem Vaka vann með 4 atkvæða mun. Heyr, heyr kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig. Hitt atriðið snýr að gettu betur-dæminu öllu saman, MR rústaði FG föstudaginn seinasta og ég held að MR sé því kominn í lokaúrslit. Heyr, heyr það liggur ekkert á að leyfa öðrum að vinna :)
Ástæðan fyrir þessu brjálaði (þ.e. að druslast svona snemma á fætur á sunnudagsmorgni) er einföld, á þriðjudaginn byrja ég í þriggja daga heimaprófi í hagrænni mannfræði sem gildir 50%, hvorki meira né minna. Prófið gengur út á það að maður klárar þrjár míni ritgerðir á þremur dögum, gerir það heima hjá sér og hefur náttúrulega aðgang að lesefninu.
Þetta hefur sína kosti og galla umfram hefbundin próf, þeir sem þjást af prófkvíða ættu að fíla þetta betur býst ég við. Annars verður þetta í fyrsta sinn sem ég tek slíkt próf og ég held að maður sé aðallega stressaður yfir því að þurfa að prófa eitthvað nýtt. Verð að skilja-hópurinn ætlar að hittast hér á eftir, í smækkaðir mynd að vísu, aðeins ég, Dögg og Sigga af hópnum erum nefnilega í hagrænni mannfræði.
Annar hef ég algjörlega brugðist skildu minni undanfarið sem háskólanemi annars vegar og fyrrverandi MR-ingur hinsvegar. Ég gleymdi t.d. að greina frá úrslitum kosninganna í háskólanum þar sem Vaka vann með 4 atkvæða mun. Heyr, heyr kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig. Hitt atriðið snýr að gettu betur-dæminu öllu saman, MR rústaði FG föstudaginn seinasta og ég held að MR sé því kominn í lokaúrslit. Heyr, heyr það liggur ekkert á að leyfa öðrum að vinna :)
laugardagur, 23. febrúar 2002
Ef þú smælar framan í heiminn og þá smælar heimurinn framan í þig
Við fengum svo skemmtilega vísu senda frá Ólöfu um daginn, mér fannst ég verða að deila henni með sem flestum því boðskapurinn er ósköp jákvæður og góður. Vísan er svohljóðandi:
SMILING is infectious, You catch it like the flu.
When someone SMILED at me today, I started SMILING too.
I passed around the corner and someone saw my grin.
When he SMILED, I realized I'd passed it on to him.
I thought about that smile,then realized its worth,
A single SMILE just like mine could travel 'round the earth.
So if you feel a SMILE begin,don't leave it undetected.
LET'S START AN EPIDEMIC QUICK AND GET THE WORLD INFECTED!
SMILING is infectious, You catch it like the flu.
When someone SMILED at me today, I started SMILING too.
I passed around the corner and someone saw my grin.
When he SMILED, I realized I'd passed it on to him.
I thought about that smile,then realized its worth,
A single SMILE just like mine could travel 'round the earth.
So if you feel a SMILE begin,don't leave it undetected.
föstudagur, 22. febrúar 2002
Smálúr
Í gær var ég við jarðarför Ernu frænku. Athöfnin var ákaflega falleg og kórinn góður, ég hlusta nenfilega alltaf vel á kórinn eftir að ég fór að syngja sjálfur. Á eftir var rosalega fín erfidrykkja og mikið fjör. Það var gaman að hitta allt þetta fólk sem er skylt manni en maður hittir samt aldrei.
Eitthvað virðist ég hafa orðið þreyttur eftir þetta því eftir matinn þá ætlaði ég rétt að kúra og skrifa svo dagbókarfærslu en kúrið mitt tók nú barasta tólf klukkutíma og þá var kominn tími á sjúkraþjálfun. En svona er það nú þegar maður á annað borð er kominn af stað.
Eitthvað virðist ég hafa orðið þreyttur eftir þetta því eftir matinn þá ætlaði ég rétt að kúra og skrifa svo dagbókarfærslu en kúrið mitt tók nú barasta tólf klukkutíma og þá var kominn tími á sjúkraþjálfun. En svona er það nú þegar maður á annað borð er kominn af stað.
miðvikudagur, 20. febrúar 2002
Biðin langa
Ég er uppi á bókhlöðu núna og er búin að eyða morgninum í að lesa þær heimildir sem ég fann í gær um vinnu barna. Ég ætlaði síðan að prenta út þrjár aðrar greinar og mæta með þær í tíma og einhverja hluta vegna hélt ég að það væri ekkert mál að prenta út hérna á Bókhlöðunni.
Mér skjátlaðist hraplega, núna eru liðnar 25 mínútur síðan ég ýtti á print takkann og enn er ég að bíða eftir greinunum. Ég á eftir að mæta of seint í Etnógrafíu Eyjaálfu með þessu áframhaldi. Jæja, enginn verður svosum óbarinn biskup, það sama hlýtur að eiga við um stúdenta.
Mér skjátlaðist hraplega, núna eru liðnar 25 mínútur síðan ég ýtti á print takkann og enn er ég að bíða eftir greinunum. Ég á eftir að mæta of seint í Etnógrafíu Eyjaálfu með þessu áframhaldi. Jæja, enginn verður svosum óbarinn biskup, það sama hlýtur að eiga við um stúdenta.
þriðjudagur, 19. febrúar 2002
Kistan.is
Ég lét verða af því að fara á fyrirlesturinn og sé ekki eftir því, þetta var þrælskemmtilegt.
Þessi fyrirlestur er einn af mörgum sem haldnir hafa verið í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Hvað er (ó)þjóð? Fyrirlesari dagsins í dag var sagnfræðingurinn Unnur B. Karlsdóttir og kallaði hún erindi sitt Maður íslenzkur. Um samband þjóðernis og kynþáttar.
Fyrir þá sem áhuga hafa á hugmyndum og kenningum um þjóðerni og þjóðernishyggju bendi ég á kistuna en þar er að finna alla fyrirlestrana sem hingað til hafa verið fluttir í þessari fyrirlestraröð, hvað er (ó)þjóð.
Þessi fyrirlestur er einn af mörgum sem haldnir hafa verið í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Hvað er (ó)þjóð? Fyrirlesari dagsins í dag var sagnfræðingurinn Unnur B. Karlsdóttir og kallaði hún erindi sitt Maður íslenzkur. Um samband þjóðernis og kynþáttar.
Fyrir þá sem áhuga hafa á hugmyndum og kenningum um þjóðerni og þjóðernishyggju bendi ég á kistuna en þar er að finna alla fyrirlestrana sem hingað til hafa verið fluttir í þessari fyrirlestraröð, hvað er (ó)þjóð.
Have you ever wanted to be someone else?
Þá erum við komin með nýja dagbók á netið, blogger dagbókina sem á eftir að auðvelda okkur þessi dagbókarskrif til muna. Við eigum eflaust eftir að vera ansi duglega að skrifa svona fyrst um sinn, vonum bara að það haldist sem lengst:)
Í gær gláptum við á Being John Malkowich í annnað sinn (fyrir Baldur í 3. sinn), sú mynd er gjörsamlega frábær. Ég man að ég heyrði góða dóma til hennar alla leið til Frakklands þegar ég var þar árið 2000, en sökum gífurlega fordóma í garð leikarans sjálfs gat ég sko ekki hugsað mér að sjá einhverja sjálfsævisögu hans (þannig hugsaði ég virkilega, herre gud).
Síðan plataði Baldur mig til að horfa á hana því Ólöf og Jói áttu myndina á DVD og vá, ég varð sko hrifin! Ef einhver mynd er þess virði að eiga og glápa á aftur og aftur, þá er það þessi. Reyndar held ég að franska myndin Amelie standi þessari jafnfætis, ef ekki framar. Ég hvet því alla að sjá þessar tvær, innan um allan sorann í kvikmyndageiranum skín þetta sem gull (háfleygur fugl get ég verið).
Jæja, ég má ekki vera að þessu lengur, við skötuhjú erum að fara að trítla niður á Bókhlöðu, ég þarf að leggjast aðeins yfir lesefni hagrænnar mannfræði því ég á víst að vera með kynningu á ritgerðinni á morgun og því er ekki seinna vænna en að byrja að sanka að sér heimildum núna. Í hádeginu er síðan fyrirlestur um þjóðernishyggju og rasisma í Norræna húsinu, það er spurning hvort maður kíki.
Í gær gláptum við á Being John Malkowich í annnað sinn (fyrir Baldur í 3. sinn), sú mynd er gjörsamlega frábær. Ég man að ég heyrði góða dóma til hennar alla leið til Frakklands þegar ég var þar árið 2000, en sökum gífurlega fordóma í garð leikarans sjálfs gat ég sko ekki hugsað mér að sjá einhverja sjálfsævisögu hans (þannig hugsaði ég virkilega, herre gud).
Síðan plataði Baldur mig til að horfa á hana því Ólöf og Jói áttu myndina á DVD og vá, ég varð sko hrifin! Ef einhver mynd er þess virði að eiga og glápa á aftur og aftur, þá er það þessi. Reyndar held ég að franska myndin Amelie standi þessari jafnfætis, ef ekki framar. Ég hvet því alla að sjá þessar tvær, innan um allan sorann í kvikmyndageiranum skín þetta sem gull (háfleygur fugl get ég verið).
Jæja, ég má ekki vera að þessu lengur, við skötuhjú erum að fara að trítla niður á Bókhlöðu, ég þarf að leggjast aðeins yfir lesefni hagrænnar mannfræði því ég á víst að vera með kynningu á ritgerðinni á morgun og því er ekki seinna vænna en að byrja að sanka að sér heimildum núna. Í hádeginu er síðan fyrirlestur um þjóðernishyggju og rasisma í Norræna húsinu, það er spurning hvort maður kíki.
mánudagur, 18. febrúar 2002
Tískusúpa
Áðan var ég að elda og það gekk vel. Það gekk meira að segja svo vel að ég gerði meira en ég ætlaði að gera. En það er nú bara svona þegar maður á annað borð er farinn af stað. Ég nærði mig og Ásdísi með þessari fínu rauðlinsusúpu og svo hóf ég feril minn sem tískufrömuður.
Hmm tískufrömuður í eldhúsinu? Ja fussumsussum ég litaði barasta aðra skálmina á fííííínu gallabuxunum mínum gula og ekki bara gula heldur turmerick gula. Ásdísi fannst þetta fyndið og henni fannst ekki síður fyndið þegar ég reyndi að sannfæra hana um að þetta væri í tísku en ef þetta næst ekki úr þá skal það bara komast í tísku.
Ef ykkur vantar hugmyndir að því hvernig þið getið notað og nálgast natural fatalitina þá getið þið haft samband við mig í gegnum vefinn en munið að ráðgjöfin er ekki ókeypis og ekki hugsuð sem góðgerðarfyrirtæki.
Hmm tískufrömuður í eldhúsinu? Ja fussumsussum ég litaði barasta aðra skálmina á fííííínu gallabuxunum mínum gula og ekki bara gula heldur turmerick gula. Ásdísi fannst þetta fyndið og henni fannst ekki síður fyndið þegar ég reyndi að sannfæra hana um að þetta væri í tísku en ef þetta næst ekki úr þá skal það bara komast í tísku.
Ef ykkur vantar hugmyndir að því hvernig þið getið notað og nálgast natural fatalitina þá getið þið haft samband við mig í gegnum vefinn en munið að ráðgjöfin er ekki ókeypis og ekki hugsuð sem góðgerðarfyrirtæki.
Festina lente
Á leiðinni heim úr skólanum í dag urðum við vitni að allskyns furðuhlutum sem fólk gerir í svona mikilli hálku. Fyrst keyrðum við fram á þriggja bíla árekstur, aftanákeyrslur. Stuttu síðar keyrðum við síðan fram á bíl sem hafði kastast út af veginum og var kominn hættulega nálægt Sæbólsblokkunum.
Enginn virtist sem betur fer vera slasaður en þrátt fyrir það voru þetta slæm óhöpp, sérstaklega myndi mér bregða ef bíllinn tæki flugið í átt til fyrri heimkynna Baldurs míns. Ég held að mottó dagsins í dag og allra annarra daga sé einfaldlega þetta: Maður, flýttu þér hægt, eða eins og Rómverjarnir sögðu: Festina lente.
Enginn virtist sem betur fer vera slasaður en þrátt fyrir það voru þetta slæm óhöpp, sérstaklega myndi mér bregða ef bíllinn tæki flugið í átt til fyrri heimkynna Baldurs míns. Ég held að mottó dagsins í dag og allra annarra daga sé einfaldlega þetta: Maður, flýttu þér hægt, eða eins og Rómverjarnir sögðu: Festina lente.
sunnudagur, 17. febrúar 2002
Mamma, Pési er með nýru í augunum!
Við vorum að koma úr sunnudagsmatnum hjá Ólöfu og Jóa. Þar var að venju mikið skrafað, étið og skemmtilegt sagt.
Ein sagan sem ég hlæ alltaf jafn dátt af er sagan af Stellu þegar hún var lítil og henni var sagt að Pési frændi væri komin með linsur í augun. Einhver misskilningur átti sér stað, augnlinsurnar voru fyrir henni linsubaunir sem er náttúrulega alveg hræðilegt að hafa í augunum. Síðan virðist baunaruglingur hafa komið upp og í stað linsubauna minnti hana að þetta hefðu verið nýrnabaunir sem síðan urður að nýrum sem er náttúrulega enn hræðilegra augnakonfekt.
Ég sé alltaf fyrir mér mann með tvö ógeðsleg innyfli í stað augna og þá hlæ ég dátt. Ef ég hins vegar mætti slíkum manni á förnum vegi...
Ein sagan sem ég hlæ alltaf jafn dátt af er sagan af Stellu þegar hún var lítil og henni var sagt að Pési frændi væri komin með linsur í augun. Einhver misskilningur átti sér stað, augnlinsurnar voru fyrir henni linsubaunir sem er náttúrulega alveg hræðilegt að hafa í augunum. Síðan virðist baunaruglingur hafa komið upp og í stað linsubauna minnti hana að þetta hefðu verið nýrnabaunir sem síðan urður að nýrum sem er náttúrulega enn hræðilegra augnakonfekt.
Ég sé alltaf fyrir mér mann með tvö ógeðsleg innyfli í stað augna og þá hlæ ég dátt. Ef ég hins vegar mætti slíkum manni á förnum vegi...
Ferskir, rauðir tómatar
Ekki fyrir löngu uppgötvuðum við að við borðum ansi lítið af hinum annars bráðhollu tómötum. Reglulega eru þeir keyptir og jafn reglulega komum við að þeim inn í ísskáp ónýtum og ógeðslegum.
En nú höfum við tekið okkur á og erum búin að uppgötva eitt mikilvægt sem fær okkur til að borða tómata. Okkur finnast tómatar ekki góðir einir og sér eða út í salöt en ef þeir eru settir ofan á ristað brauð með smá herbamare salti bragðast þeir ansi vel.
En nú höfum við tekið okkur á og erum búin að uppgötva eitt mikilvægt sem fær okkur til að borða tómata. Okkur finnast tómatar ekki góðir einir og sér eða út í salöt en ef þeir eru settir ofan á ristað brauð með smá herbamare salti bragðast þeir ansi vel.
föstudagur, 15. febrúar 2002
Veikindi
Baldur keyrði mig í skólann áðan og ég var næstum því of sein og því hljóp ég inn í stofuna. Hún var galtóm þegar ég kom að henni og skýringuna var að finna á hvítu blaði sem hengt hafði verið á hurðina: Tími í hagrænni mannfræði fellur niður í dag, 15. febrúar, vegna veikindi kennara. Og ég sem hélt að mannfræðingar veiktust ekki.
Sem betur fer var Baldur ekki komin langt á braut þegar ég gemmsaði í hann þannig að hann tók stóra ullu og sótti mig. Við komum síðan við á Bókhlöðunni til að skila bók sem ég var með og hafði vanrækt að skila í nokkra daga. Refsingin fyrir slíka yfirsjón voru 200 kr. ísl. þar sem bókin var aðeins á þriggja daga útláni. Bömmer.
Sem betur fer var Baldur ekki komin langt á braut þegar ég gemmsaði í hann þannig að hann tók stóra ullu og sótti mig. Við komum síðan við á Bókhlöðunni til að skila bók sem ég var með og hafði vanrækt að skila í nokkra daga. Refsingin fyrir slíka yfirsjón voru 200 kr. ísl. þar sem bókin var aðeins á þriggja daga útláni. Bömmer.
fimmtudagur, 14. febrúar 2002
Eins árs sambúðarafmæli!
Valentínursadagurinn
Í dag er Valentínusardagur og ég ætla að skrifa þetta með stóru V-i því þessi kall hét nú einu sinni Valentine. Þessi dagur er merkilegur fyrir það eitt hjá okkur að við eigum árs sambúðar afmæli í dag.
Í tilefni þess ætlum við að fara út að borða á Lauga-Ás en ég fékk nefnilega gjafabréf fyrir tvo á þann stað frá bakaríinu í sumar. Við erum búin að velta því fyrir okkur í hálft ár hvenær við ættum að fara út að borða og alltaf var svarið: næsta laugardag. Nú sjáum við ekki eftir þessari tregðu okkar og ætlum að nýta okkur það í botn að fara út eitthvað fínt.
Við ætlum eflaust líka að verðlauna okkur smá því Baldur var að fá útborgað frá kirkjukórnum. Ætli við fjárfestum ekki í einum geisladiski hennar Sade, hún er nefnilega alveg frábær tónlistarmaður.
Í dag er Valentínusardagur og ég ætla að skrifa þetta með stóru V-i því þessi kall hét nú einu sinni Valentine. Þessi dagur er merkilegur fyrir það eitt hjá okkur að við eigum árs sambúðar afmæli í dag.
Í tilefni þess ætlum við að fara út að borða á Lauga-Ás en ég fékk nefnilega gjafabréf fyrir tvo á þann stað frá bakaríinu í sumar. Við erum búin að velta því fyrir okkur í hálft ár hvenær við ættum að fara út að borða og alltaf var svarið: næsta laugardag. Nú sjáum við ekki eftir þessari tregðu okkar og ætlum að nýta okkur það í botn að fara út eitthvað fínt.
Við ætlum eflaust líka að verðlauna okkur smá því Baldur var að fá útborgað frá kirkjukórnum. Ætli við fjárfestum ekki í einum geisladiski hennar Sade, hún er nefnilega alveg frábær tónlistarmaður.
miðvikudagur, 13. febrúar 2002
Bloggerbögg
Við erum búin að sitja sveitt yfir þessum blogger og það er að koma einhver mynd á þetta allt saman hjá okkur. Vandamálin hafa verið óþrjótandi, nýjasta nýtt er að ég get ekki eytt út fyrri færslum af blogger sem aðeins voru gerðar í tilraunarskyni. Þangað til annað uppgötvast munum við því ekki notast við blogger. Í gær var aðal áhyggjuefnið það að allir linkar birtu íslenska stafi alveg fáránlega en núna hefur það verið afgreitt.
þriðjudagur, 12. febrúar 2002
Þá er það búið og gert, ég sagði mig úr gelískum þjóðsögum og siðum og mikill léttir fylgir því. Ég hreinlega meikaði ekki meira af þjóðfræði, sorglegt en satt. Kennarinn var svo hræðilega óskipulagður og kenndi alltaf langt fram yfir tímann þannig að maður mætti alltof seint í aðra tíma. Það kalla ég nú dónaskap. Ekki nóg með það, hann byrjaði alltaf að kenna fyrir tímann! Einn ofvirkur. Annars fínn kall, ætli hann geri ekki bara ráð fyrir að við hin höfum jafn skaðbrennandi áhuga á gelískri þjóðfræði og siðum Íra og Skota eins og hann.
mánudagur, 11. febrúar 2002
Þrír réttir
Bolludagurinn
Við spiluðum í lottó um helgina í fyrsta skiptið. Ástæðuna má rekja til skondinnar sögu og svona er hún: Um daginn kom ég heim úr skólanum og eins og venjulega stakk ég lúnum löppum í ástkæra inniskó mína. Eftir að hafa gengið örfá fet fann ég fyrir einhverjum óþægindum í hægri fæti og gáði í skóinn. Þar fann ég einn gullpening, 100 ísl. krónur. Síðan kíkti ég í hinn skóinn og viti menn, þar var annar slíkur.
Ég brosti í kampinn og hugsaði með mér að þetta væri nú verk Baldurs en hann sór það af sér og við höfum því ákveðið að sættast á að þetta hafi verið alveg ótrúlega tilviljun. Peningarnir hljóta að hafa rúllað úr vasa Balla og yfir í skóna mína.
Við tókum þessu sem merki um að gera eitthvað virkilega spes við pengene og því fjárfestum við í tveimur röðum af lottó 5/38. Heppnin elti okkur greinilega enn því við fengum þrjá rétta. Núna er bara að sjá hve mikið pyngjan þyngist við þessar gleðifréttir, ef þetta er yfir 200 kr. ætlum við að túlka það sem svo að gæfan sé enn í pengene og kaupa aftur röð í lottóinu.
P.s. við fengum bollur hjá Stellu ömmu og Pétri afa áðan, namm. Síðan eigum við sjálf fjórar inn í ísskáp, haha.
Við spiluðum í lottó um helgina í fyrsta skiptið. Ástæðuna má rekja til skondinnar sögu og svona er hún: Um daginn kom ég heim úr skólanum og eins og venjulega stakk ég lúnum löppum í ástkæra inniskó mína. Eftir að hafa gengið örfá fet fann ég fyrir einhverjum óþægindum í hægri fæti og gáði í skóinn. Þar fann ég einn gullpening, 100 ísl. krónur. Síðan kíkti ég í hinn skóinn og viti menn, þar var annar slíkur.
Ég brosti í kampinn og hugsaði með mér að þetta væri nú verk Baldurs en hann sór það af sér og við höfum því ákveðið að sættast á að þetta hafi verið alveg ótrúlega tilviljun. Peningarnir hljóta að hafa rúllað úr vasa Balla og yfir í skóna mína.
Við tókum þessu sem merki um að gera eitthvað virkilega spes við pengene og því fjárfestum við í tveimur röðum af lottó 5/38. Heppnin elti okkur greinilega enn því við fengum þrjá rétta. Núna er bara að sjá hve mikið pyngjan þyngist við þessar gleðifréttir, ef þetta er yfir 200 kr. ætlum við að túlka það sem svo að gæfan sé enn í pengene og kaupa aftur röð í lottóinu.
P.s. við fengum bollur hjá Stellu ömmu og Pétri afa áðan, namm. Síðan eigum við sjálf fjórar inn í ísskáp, haha.
sunnudagur, 10. febrúar 2002
Sundferð, prófkjör og Easy Rider
Við fórum í sund í dag og mikið var gott að slappa af og sleppa frá þessum látum heima. Það var nefnilega verið að skipta um vatnleiðslu í þurrkherberginu í gær og því fylgdi m.a. mikið steypuryk og hávaði.
Við hittum Ólöfu og Jóa í sundi, eða reyndar í sundklefunum, við vorum þá að fara upp úr en þau að koma ofan í. Eftir sundið skruppum við síðan á Salatbar Eika, besti staðurinn til að fara á ef maður vill borða í kósý umhverfi, í ró og næði og borða virkilega hollan og góðan mat fyrir slikk. Þeir eru alltaf með tilboð tveir fyrir einn milli kl. 17 og 19 á hlaðborðið þannig að þetta var ekki dýrt, sérstaklega þar sem Baldur borðar alltaf svo vel:)
Síðan var haldið upp í Odda þar sem við fórum bæði að læra, Baldur glímdi við stærðfræðibækur og svefn og ég las um þjóðernishyggju, mjög svo athyglisvert.
Pabbi hringdi síðan í okkur þegar við vorum enn að læra, hann var að fullvissa sig um að við hefðum örugglega kosið sem við vorum ekki búin að gera. Þá vorum við hvött til þess af mikilli festu þangað til ég lét undan og við drifum okkur upp á kjörstað.
Þegar þangað var komið hætti ég snarlega við að kjósa, ég ætla ekki að skrifa undir einhverjar yfirlýsingar takk fyrir. Baldur fór þó inn og kaus og ég stríddi honum á því að hann hefði verið siðferðislega vitlaus að gera það því hann vissi ekki hver helmingurinn af frambjóðendunum var.
Að lokum var haldið heim á leið til að missa ekki af vídeokvöldinu okkar sem við höfum á laugardagskvöldum. Í þetta sinn horfðum við á Easy Rider, klassísk mynd að sögn Balla, um mótórhjólagæja að sírutrippast. Ég sofnaði og missti því af þessu sírutrippi, har har.
Við hittum Ólöfu og Jóa í sundi, eða reyndar í sundklefunum, við vorum þá að fara upp úr en þau að koma ofan í. Eftir sundið skruppum við síðan á Salatbar Eika, besti staðurinn til að fara á ef maður vill borða í kósý umhverfi, í ró og næði og borða virkilega hollan og góðan mat fyrir slikk. Þeir eru alltaf með tilboð tveir fyrir einn milli kl. 17 og 19 á hlaðborðið þannig að þetta var ekki dýrt, sérstaklega þar sem Baldur borðar alltaf svo vel:)
Síðan var haldið upp í Odda þar sem við fórum bæði að læra, Baldur glímdi við stærðfræðibækur og svefn og ég las um þjóðernishyggju, mjög svo athyglisvert.
Pabbi hringdi síðan í okkur þegar við vorum enn að læra, hann var að fullvissa sig um að við hefðum örugglega kosið sem við vorum ekki búin að gera. Þá vorum við hvött til þess af mikilli festu þangað til ég lét undan og við drifum okkur upp á kjörstað.
Þegar þangað var komið hætti ég snarlega við að kjósa, ég ætla ekki að skrifa undir einhverjar yfirlýsingar takk fyrir. Baldur fór þó inn og kaus og ég stríddi honum á því að hann hefði verið siðferðislega vitlaus að gera það því hann vissi ekki hver helmingurinn af frambjóðendunum var.
Að lokum var haldið heim á leið til að missa ekki af vídeokvöldinu okkar sem við höfum á laugardagskvöldum. Í þetta sinn horfðum við á Easy Rider, klassísk mynd að sögn Balla, um mótórhjólagæja að sírutrippast. Ég sofnaði og missti því af þessu sírutrippi, har har.
föstudagur, 8. febrúar 2002
Lekinn fixaður
Það á víst að fara að skipta um pípulagnir hérna í kjallaranum hjá okkur og það þýðir að sóttur verður bor og gert gat á einhverjum stað og síðan verður gert eitthvað svaka mix til að laga lekann, það hefur nefnilega lekið í gegnum gólfið okkar í svoldinn tíma. Ég vona bara heitt og innilega að þetta taki ekki langan tíma.
fimmtudagur, 7. febrúar 2002
miðvikudagur, 6. febrúar 2002
Stockholm Syndrome
Allt síðan ég las bókina Artemis Fowl hef ég verið að velta fyrir mér fyrir hverju hugtakið stockholm syndrome stendur. Ég fór í smá vefleiðangur með það að leiðarljósi að svala þekkingarþorsta mínum og viti menn, netið hafði upp á bjóða mjög svo svalandi vitneskju.
Árið 1973 frömdu tveir flóttafangar vopnað bankarán í Sveriges Kreditbank í Stokkhólmi og tóku fjóra bankastarfsmenn til gíslingar, þrjár konur og einn karlmann. Bankaránið í sjálfu sér var ekki það sem vakti áhuga og furðu manna heldur viðbrögð gíslanna þegar stjórnvöld reyndu að bjarga þeim eftir sex daga nauðungarvistun. Þá bar nefnilega við að gíslarnir blésu á allar slíkar hjálpartilraunir og vildu helst vera áfram í gíslingu. Seinna meir vörðu þeir af kappi gjörðir bankaræningjanna, söfnuðu saman í sjóð fyrir lagakostnaðir þeirra og tvær af konunum trúlofuðust síðan bankaræningjunum.
Þetta atferli hefur allar götur síðan verið nefnt the stockholm syndrome, hefur mikið verið rannsakað af atferlisfræðingum og öðrum sálfræðingum og er frekar algeng viðbrögð fólks sem lendir í öðrum eins hremmingum.
Þar hef ég það. Heimildir fann ég á tveimur síðum en ég mæli með friðaralfræðibókinni.
Árið 1973 frömdu tveir flóttafangar vopnað bankarán í Sveriges Kreditbank í Stokkhólmi og tóku fjóra bankastarfsmenn til gíslingar, þrjár konur og einn karlmann. Bankaránið í sjálfu sér var ekki það sem vakti áhuga og furðu manna heldur viðbrögð gíslanna þegar stjórnvöld reyndu að bjarga þeim eftir sex daga nauðungarvistun. Þá bar nefnilega við að gíslarnir blésu á allar slíkar hjálpartilraunir og vildu helst vera áfram í gíslingu. Seinna meir vörðu þeir af kappi gjörðir bankaræningjanna, söfnuðu saman í sjóð fyrir lagakostnaðir þeirra og tvær af konunum trúlofuðust síðan bankaræningjunum.
Þetta atferli hefur allar götur síðan verið nefnt the stockholm syndrome, hefur mikið verið rannsakað af atferlisfræðingum og öðrum sálfræðingum og er frekar algeng viðbrögð fólks sem lendir í öðrum eins hremmingum.
Þar hef ég það. Heimildir fann ég á tveimur síðum en ég mæli með friðaralfræðibókinni.
þriðjudagur, 5. febrúar 2002
Stakkaskipti á næstu grösum
Ég fékk myndir af litla prins í dag og hann er enginn smá bolti! Baldur sagði að það væri eins og hann hefði verið að lyfta að undanförnu, hann var svo hraustur að sjá. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau mæðgin.
Baldur fór í gær til læknis og loksins fékk hann vísun til sjúkraþjálfa. Hann mætir því ekki í vinnuna á næstunni. Það er líka ágætt að hafa hann heima við þó það hafi óneitanlega þann ókost í för með sér að ég læri minna. Annars hef ég verið öflug á þessari önn og er búinn að lesa og lesa. Um helgina ætla ég meira að segja að byrja á ritgerð fyrir eitt þessarra fjögurra námskeiða.
Jæja, þetta verður stutt færsla að þessu sinni, Baldur er nefnilega kominn með tebolla upp í rúm með Múmín. Meðan ég man, við gátum reddað múmín 2 en nú er hún orðin eins konar forngripur í augum bókasafnsvarðanna og líklegast munum við þurfa að fylla út alls kyns plögg til að mega fá hana lánaða.
Eitt að lokum, látið ykkur ekki bregða ef heimasíðan tekur stakkaskiptum einhverntíma á næstu dögum, við erum búin að updeita síðuna og núna erum við að bíða eftir leiðbeiningum um hvernig blogger virkar á háskólaserverinn og þá geta breytingarnar hafist.
Baldur fór í gær til læknis og loksins fékk hann vísun til sjúkraþjálfa. Hann mætir því ekki í vinnuna á næstunni. Það er líka ágætt að hafa hann heima við þó það hafi óneitanlega þann ókost í för með sér að ég læri minna. Annars hef ég verið öflug á þessari önn og er búinn að lesa og lesa. Um helgina ætla ég meira að segja að byrja á ritgerð fyrir eitt þessarra fjögurra námskeiða.
Jæja, þetta verður stutt færsla að þessu sinni, Baldur er nefnilega kominn með tebolla upp í rúm með Múmín. Meðan ég man, við gátum reddað múmín 2 en nú er hún orðin eins konar forngripur í augum bókasafnsvarðanna og líklegast munum við þurfa að fylla út alls kyns plögg til að mega fá hana lánaða.
Eitt að lokum, látið ykkur ekki bregða ef heimasíðan tekur stakkaskiptum einhverntíma á næstu dögum, við erum búin að updeita síðuna og núna erum við að bíða eftir leiðbeiningum um hvernig blogger virkar á háskólaserverinn og þá geta breytingarnar hafist.
sunnudagur, 3. febrúar 2002
Litli prinsinn
Jæja, biðin langa er á enda, kúlubúinn kom í heiminn í gær eftir 17 tíma erfiði hjá Maríu sem endaði í bráðakeisara. Hann er hvorki meira né minna en 18 merkur og 55 cm og er, eins og María sagði, stór prins. Elsku María og Kári, hjartanlega til hamingju með þessa yndislegu gjöf, sá stutti er svo sannarlega heppinn að eiga ykkur að. Hann kann líka að velja sér flotta dagsetningu, 020202.
laugardagur, 2. febrúar 2002
Merkileg tíðindi
Í morgun þegar ég vaknaði sá ég að María vinkona hafði sent mér sms í nótt. Ég varð vitaskuld mjög spennt því hún sendir nú aldrei sms upp úr þurru svona um miðjar nætur, þetta hlaut því að tákna að kúlubúinn væri að koma í heiminn. Jú, jú það passaði því svohljóðandi voru skilaboðin: Er uppá spítala, ballið er byrjað, er komin 3 í útvíkkun, kveðja María og Kári.
Þetta er alveg geggjað, núna bíð ég bara eftir frekari tíðindum eins og væri ég spennt amma að bíða eftir fyrsta barnabarninu.
P.s. ég kíkti á stjörnuspána hennar Maríu og þar stóð: Á undanförnum árum hefurðu verið að læra að sleppa tökunum og núna bíður þín algerlega nýtt upphaf. Þú sérð að þú þarft að laga þig að breyttum aðstæðum.
Þetta er alveg geggjað, núna bíð ég bara eftir frekari tíðindum eins og væri ég spennt amma að bíða eftir fyrsta barnabarninu.
P.s. ég kíkti á stjörnuspána hennar Maríu og þar stóð: Á undanförnum árum hefurðu verið að læra að sleppa tökunum og núna bíður þín algerlega nýtt upphaf. Þú sérð að þú þarft að laga þig að breyttum aðstæðum.
föstudagur, 1. febrúar 2002
The Singing Gorilla
Þegar ég kom heim úr skólanum í dag gerði ég hið óhjákvæmilega, ég kíkti inn í ísskáp í leit að æti. Þar rak ég augun í lítinn pakka við hliðina á mjólkurdeildinni og við nánari athugun sá ég að hann var til mín. Jibbi, óvænt gjöf, fátt er skemmtilegra.
Inn í pakkanum var bók sem fjallar um vitsmunalíf dýra og ber hið skemmtilega nafn The Singing Gorilla og er eflaust eftir einhvern sálfræðing. Gjöfin var í tilefni þess hve vel ég stóð mig í jólaprófunum og það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að það var múmínsnáði sem var svona hugulsamur.
Við erum að fara í föstudagspizzuna til pabba og síðan ætlum við í sund eftir matinn því við vorum svo löt í morgun að við nenntum ekki í sund kl. 7.
Inn í pakkanum var bók sem fjallar um vitsmunalíf dýra og ber hið skemmtilega nafn The Singing Gorilla og er eflaust eftir einhvern sálfræðing. Gjöfin var í tilefni þess hve vel ég stóð mig í jólaprófunum og það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að það var múmínsnáði sem var svona hugulsamur.
Við erum að fara í föstudagspizzuna til pabba og síðan ætlum við í sund eftir matinn því við vorum svo löt í morgun að við nenntum ekki í sund kl. 7.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)