Baldur kitlaði mig í gær, sem ég vissi að hann myndi gera, svo ég var tilbúin með minn lista áður en hann náði að klára sinn, harhar.
7 hlutir sem ég ætla að gera:
1. Eignast stóra fjölskyldu
2. Stunda sjálfboðastörf nær og fjær
3. Læra að spila á hljóðfæri, næstum hvaða hljóðfæri sem er
4. Heimsækja allar heimsálfurnar fyrir utan Suðurskautslandið
5. Klára doktorspróf,vera með eigin rekstur og/eða skrifa bók
6. Verða jógagúrú
7. Koma höndum yfir æskuepli Iðunnar
7 hlutir sem ég get gert:
1. Rétt svo snert nefið með tungubroddinum
2. Grátið yfir kvikmyndum
3. Lesið bók á dag (það kemur skapinu í lag)
4. Flækt fótunum í kleinu
5. Setið tæpa mínútu í lótusnum
6. Gert heimili mitt kósý með kertum og kökubakstri
7. Prjónað (með dyggri hjálp mömmu)
7 hlutir sem ég get EKKI gert:
1. Nagað á mér neglurnar
2. Hlaupið mér til heilsubótar
3. Farðað mig
4. Verið ófeimin
5. Verið jákvæð í garð lýsis
6. Munað brandara
7. Verið fölsk
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Skopskyn
2. Augun
3. Hjartahlýja
4. Sjálfsöryggi
5. Lífsgleði
6. Snyrtimennska
7. Líkamshreysti
7 frægir karlmenn sem heilla mig:
1. Jude Law
2. Gael García Bernal
3. Takeshi Kaneshiro
4. Sidede Onyulo
5. Brad Pitt
6. George Clooney
7. Johnny Depp
7 orð/setningar sem ég segi oft:
1. Snútt
2. Snúffi
3. Mmm
4. En fyndið
5. You better believe it!
6. Djédjað
7. Hvað á ég að fá mér að borða?
Sjö hlutir sem ég sé núna:
1. The Sri Chinmoy Bhajan Singers Sing geisladiskinn
2. Atrix intesive handcreme käsivoide handáburðinn
3. Reykskynjara
4. Baldur
5. Skærgula eyrnatappa
6. Innleggsnótuna sem Baldur gaf mér í fyrra upp á ótakmarkað fótanudd
7. Tóman Kingfisher bauk (De små grå) frá natur-slik
Það er ekki sénsinn bensinn að ég getið kitlað sjö aðra sem ekki hafa þegar verið kitlaðir svo ég kitla bara tvo: Kristján og Elínu.
miðvikudagur, 30. nóvember 2005
þriðjudagur, 29. nóvember 2005
Kitlinn gaur
Hún Móa frænka kitlaði mig nýlega og þar sem ég er fremur kitlinn gaur birti ég þennan ágæta lista.
Sjö hlutir sem ég ætla að gera:
Sjö hlutir sem ég ætla að gera:
- Fara til Indlands
- Keppa í vaxtarrækt
- Fara í jöklaferð á Íslandi
- Læra á gítar
- Sigrast á Tivolisjóveikinni
- Klára þennan lista
- Eignast allar múmínbækurnar
- Sungið tenór
- Legið í gufubaði
- Lesið á klósettinu
- Kitlað annað fólk
- Hreyft eyrun
- Bitið í stórutánna
- Búið til gamaldags rjómaís
- Leyft fólki að kitla mig á iljunum
- Gengið á höndum
- Horft tvisvar á lélega bíómynd
- Krækt puttunum eins og mamma
- Farið oft í snúningstæki í Tivoli
- Sungið bassa
- Talið upp meira af hlutum sem ég get ekki gert
- Fallegt bros
- Innilegur hlátur
- Sjálfsöryggi
- Flottur kroppur
- Hjartahlýja
- Góður húmor
- Hreinskilni
- Penelope Cruz
- Jennifer Lopez
- Audrey Tautou
- Salma Hayek
- Michelle Yeoh
- Emanuelle Béart
- Tori Amos
- Parminder Nagra
- skilurðu
- ha
- íalvörunni
- hneta
- halló
- ok
- snútt
- Lyftingadagbókin
- Sófinn
- Gardínur
- Ferðatölvan
- Þrjú teppi
- Reykskynjari
- Stofuplanta
mánudagur, 28. nóvember 2005
1. í aðventu
Undanfarin ár hef ég lagt það í vana minn að halda upp á aðventuna á hefðbundinn hátt. Ég hef útbúið grenikrans, bakað smákökur, hellt nýmjólk í glas, kveikt á fyrsta kertinu og sest með veitingarnar við kransinn og starað á kertalogann. Þá hefur 1. í aðventuhelgin líka verið notuð til að klára jólagjafainnkaup og setja upp jólaseríurnar.
Í gær var fyrsti í aðventu og hér í Danaveldi var ekkert sem benti til þess að það væri ekki miður febrúar og vorið á næsta leiti. Það var heiðskýrt og þar af leiðandi bjart og ef ekki hefði verið fyrir þessa tvo furðufugla sem ég sá hjólandi með jólatré á bögglaberanum hjá sér hefði ég átt erfitt með að trúa því að aðventan væri hafin.
Ég er nefnilega í fyrsta sinn á ævinni ekki í neinu stuði til að skreyta eða standa í neinu jólastússi. Það skrifast nú að hluta til á það að við tókum ekkert jólakyns með okkur hingað út og að hluta til er þetta meðvituð ákvörðun. Ég kem nefnilega til með að halda upp á öðruvísi jól í þetta sinn svo ég get allt eins brotið upp öll aðventumynstur, eða í það minnsta fryst þau í bili.
Þessi nýbreytni virðist ætla að takast ansi vel, allavegana er ég ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf, engar jólaseríur eru á leiðinni í gluggann og jólakransinn er í fríi heima á klaka. Og samt hef ég á tilfinningunni að þetta verði ein bestu jól ævinnar, allavega hlakka ég til þeirra.
Í gær var fyrsti í aðventu og hér í Danaveldi var ekkert sem benti til þess að það væri ekki miður febrúar og vorið á næsta leiti. Það var heiðskýrt og þar af leiðandi bjart og ef ekki hefði verið fyrir þessa tvo furðufugla sem ég sá hjólandi með jólatré á bögglaberanum hjá sér hefði ég átt erfitt með að trúa því að aðventan væri hafin.
Ég er nefnilega í fyrsta sinn á ævinni ekki í neinu stuði til að skreyta eða standa í neinu jólastússi. Það skrifast nú að hluta til á það að við tókum ekkert jólakyns með okkur hingað út og að hluta til er þetta meðvituð ákvörðun. Ég kem nefnilega til með að halda upp á öðruvísi jól í þetta sinn svo ég get allt eins brotið upp öll aðventumynstur, eða í það minnsta fryst þau í bili.
Þessi nýbreytni virðist ætla að takast ansi vel, allavegana er ég ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf, engar jólaseríur eru á leiðinni í gluggann og jólakransinn er í fríi heima á klaka. Og samt hef ég á tilfinningunni að þetta verði ein bestu jól ævinnar, allavega hlakka ég til þeirra.
laugardagur, 26. nóvember 2005
Jóla-Strikið
Strikið er skemmtileg verslunargata með fjölbreyttum búðum og yfirleitt töluverðri mannmergð. Hún er ekki síður skemmtileg dagana fyrir desember þegar búið er að hengja upp jólaskrautið og tendra jólaljósin, götusalar selja brenndar möndlur og götulistamenn spila jólalög á klukkuspil.
Við lögðum leið okkar þangað í dag. Í þetta sinn komum við öðruvísi að Strikinu en áður, gengum frá Nørreport eftir Frederiksborggade, framhjá Sívalaturni (Rundetårn), meðfram Købmagergade og þaðan inn á Strikið. Þar bættumst við í hóp Kaupmannahafnarbúa sem virtust allir sem einn hafa ákveðið að versla jólagjafirnar þennan tiltekna laugardag á Strikinu. Til að gefa ykkur betri innsýn í hve margir voru á Strikinu var biðröð inn í Søstrene Grenes (hleypt inn í hollum) en við létum það ekki á okkur fá.
Ég freistaðist mjög þegar ég fann lyktina af brenndu möndlunum í bland við kanil en Baldur sannfærði mig að þær myndu fást fram til jóla. Sjálf er ég pínu skeptísk á það, sérstaklega í ljósi þess hvernig Danir haga sínum jólaundirbúningi. Sala á jólatrjám er nefnilega hafin og sáum við stafla af þeim í netsokkabuxum á Strikinu.
Ég veit ekki hverjir eru skrýtnari, þeir sem byrja að selja jólatré svona snemma eða þeir sem byrja að kaupa þau svona snemma.
Við lögðum leið okkar þangað í dag. Í þetta sinn komum við öðruvísi að Strikinu en áður, gengum frá Nørreport eftir Frederiksborggade, framhjá Sívalaturni (Rundetårn), meðfram Købmagergade og þaðan inn á Strikið. Þar bættumst við í hóp Kaupmannahafnarbúa sem virtust allir sem einn hafa ákveðið að versla jólagjafirnar þennan tiltekna laugardag á Strikinu. Til að gefa ykkur betri innsýn í hve margir voru á Strikinu var biðröð inn í Søstrene Grenes (hleypt inn í hollum) en við létum það ekki á okkur fá.
Ég freistaðist mjög þegar ég fann lyktina af brenndu möndlunum í bland við kanil en Baldur sannfærði mig að þær myndu fást fram til jóla. Sjálf er ég pínu skeptísk á það, sérstaklega í ljósi þess hvernig Danir haga sínum jólaundirbúningi. Sala á jólatrjám er nefnilega hafin og sáum við stafla af þeim í netsokkabuxum á Strikinu.
Ég veit ekki hverjir eru skrýtnari, þeir sem byrja að selja jólatré svona snemma eða þeir sem byrja að kaupa þau svona snemma.
föstudagur, 25. nóvember 2005
Halti Afi
Í dag fórum við upp á Kastrup flugvöll í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma. Að þessu sinni höfðum við meðferðis A4 blað með áletruninni Halti Afi, enda að taka á móti einhverjum útlendingi frá Búdapest. Svo skemmtilega vill til að ferðalangurinn sá á einmitt afmæli í dag og var haldin afmælisveisla með pizzum frá Massimo og ís frá ParadIs á heimili froskanna.
Jólahjól
Þegar ég var að hjóla heim úr tíma í dag byrjaði að snjóa. Að vísu myndi enginn heilvita Íslendingur kalla þessa flösu snjó en hverjum er ekki sama um heilvita Íslendinga, ég er í Danmörku og ég sá þrjú snjókorn! Trú mín á landið hefur aukist fyrir vikið, það er nefnilega ekki verandi á spildu sem ekki tekur við snjó.
Þessi óvænta snjókoma velti upp krefjandi spurningum. Snjór í lok nóvember er boðsberi jólanna. Þýðir þetta þá að Kaupmannahöfn er jólahjólabær? Var ég kannski óaðvitandi komin á sjálft jólahjólið?
Þessi óvænta snjókoma velti upp krefjandi spurningum. Snjór í lok nóvember er boðsberi jólanna. Þýðir þetta þá að Kaupmannahöfn er jólahjólabær? Var ég kannski óaðvitandi komin á sjálft jólahjólið?
Flámæli
Ég hef komist að því að þegar Íslendingar útrýmdu flámæli í kexverksmiðjunni þá gleymdist alveg að sinna litlu nýlendunni í suðri, Danmörku. Hér hefur flámæli náð slíkum hámæli að það er komið í ritmálið t.d. barst mér reikningur vegna internetsins áðan merktur Baldør Johannesson.
Sem minnir mig á að mig er farið að lengja nokköð eftir góðöm slörk af skeri með rjóma.
Sem minnir mig á að mig er farið að lengja nokköð eftir góðöm slörk af skeri með rjóma.
miðvikudagur, 23. nóvember 2005
Aflgjafi og gítartími
Í dag hringdi dyrabjallan tvisvar. Ég held að það sé algert met síðan við komum hingað til Danmerkur. Fyrri hringingin var frá UPS-sendli sem færði okkur nýjan aflgjafa í tölvuna, jesss. Sá gamli gaf sig nefnilega með látum fyrir nokkru síðan, nánar tiltekið með hvelli.
Þegar pappi og bóluplast hafði verði fjarlægt af nýja, fína aflgjafanum var ekkert annað að gera en að skella honum í tölvuna. Það tókst svona líka vel og nú er tölvan eins og ný og ekki nóg með það, mér líður eins og endurfæddum tölvunerði.
Seinni dyrabjölluhringingin kom frá einhverjum sem var á leiðinni í gítartíma. Þar sem hvorugt okkar telur sig neinn sérstakan snilling á því sviði varð ég að segja viðkomandi að hann hlyti að hafa hringt rangri bjöllu. Vona að hann hafi fundið gítarkennarann sinn. Þar sem seinni hringingin var eiginlega ekki til okkar er kannski spurning hvort um raunverulegan metdyrabjölludag sé að ræða.
Þegar pappi og bóluplast hafði verði fjarlægt af nýja, fína aflgjafanum var ekkert annað að gera en að skella honum í tölvuna. Það tókst svona líka vel og nú er tölvan eins og ný og ekki nóg með það, mér líður eins og endurfæddum tölvunerði.
Seinni dyrabjölluhringingin kom frá einhverjum sem var á leiðinni í gítartíma. Þar sem hvorugt okkar telur sig neinn sérstakan snilling á því sviði varð ég að segja viðkomandi að hann hlyti að hafa hringt rangri bjöllu. Vona að hann hafi fundið gítarkennarann sinn. Þar sem seinni hringingin var eiginlega ekki til okkar er kannski spurning hvort um raunverulegan metdyrabjölludag sé að ræða.
mánudagur, 21. nóvember 2005
Jóladýrð í Tivoli
Þegar tekið var að rökkva í gær kíktum við ásamt PG í jólatívolí. Þar var margt um manninn og mikil ljósadýrð. Íshöllin var uppljómuð og þar að auki stóð franskur ljóskastarameistari að því að varpa á hana ýmsum myndum sem gáfu henni dulúðlega ásjón.
Meðfram öllum göngustígum hafði logandi kyndlum verið stungið niður og fyrir ofan stígana hengu grenigreinar og ljós. Grenilykt fyllt loftið ásamt lágværri jólatónlist. Út við tjörnina lágu ljósaseríur ekki svo í leyni og trjákrónur sem drúptu yfir vatninu voru þaktar þúsund ljósum. Kristalstréð var mergjað í ísblárri birtunni sem stafaði af því.
Inn í jólasveinalandi (Nissekøbing) var að finna ævintýraland fyrir stóra jafnt sem smáa. Þar sveif kátína yfir vötnum og undrin blikuðu í augum gesta. Og svo sem ekki við öðru að búast þar sem hægt var að finna undir sama tjald allt sem mögulega gæti tengst jólunum: jólasveina, jólameyjar, grenitré og snjó, ljós, notalega kofa, mörgæsir, ísbirni, fiska, hreindýr, refi og skíðalyftur. Danir tengja greinilega ýmislegt fleira við jólin en við Íslendingar.
Eftir góðan túr um jólatívolí hittum við síðan Elínu og co. á veitingastaðnum Balkonen þar sem við gæddum okkur á dönsku jólahlaðborði innan um nær eintóma Íslendinga.
Að loknu svona jólalegu kvöldi komst aðeins eitt stef að hjá mér:
Meðfram öllum göngustígum hafði logandi kyndlum verið stungið niður og fyrir ofan stígana hengu grenigreinar og ljós. Grenilykt fyllt loftið ásamt lágværri jólatónlist. Út við tjörnina lágu ljósaseríur ekki svo í leyni og trjákrónur sem drúptu yfir vatninu voru þaktar þúsund ljósum. Kristalstréð var mergjað í ísblárri birtunni sem stafaði af því.
Inn í jólasveinalandi (Nissekøbing) var að finna ævintýraland fyrir stóra jafnt sem smáa. Þar sveif kátína yfir vötnum og undrin blikuðu í augum gesta. Og svo sem ekki við öðru að búast þar sem hægt var að finna undir sama tjald allt sem mögulega gæti tengst jólunum: jólasveina, jólameyjar, grenitré og snjó, ljós, notalega kofa, mörgæsir, ísbirni, fiska, hreindýr, refi og skíðalyftur. Danir tengja greinilega ýmislegt fleira við jólin en við Íslendingar.
Eftir góðan túr um jólatívolí hittum við síðan Elínu og co. á veitingastaðnum Balkonen þar sem við gæddum okkur á dönsku jólahlaðborði innan um nær eintóma Íslendinga.
Að loknu svona jólalegu kvöldi komst aðeins eitt stef að hjá mér:
Ljósadýrð loftin gyllir
lítið hús yndi fyllir
og hugurinn heimleiðis leitar því æ
man ég þá er hátíð var í bæ.
lítið hús yndi fyllir
og hugurinn heimleiðis leitar því æ
man ég þá er hátíð var í bæ.
laugardagur, 19. nóvember 2005
Heimsókn og dinner
Í gær droppaði Pétur afi við til þess að kíkja á höllina okkar. Hann færði okkur að gjöf bókina Oplev København - og omregn eftir Søren Olsen. Geri ég fastlega ráð fyrir að þetta verði þarft verkfæri við að kynnast borginni betur.
Eftir að hafa sýnt afa allar álmur híbýlanna stukkum við öll þrjú upp í vagn 5a og drifum okkur á Riz Raz i Store Kanikestræde. Þar var vægast sagt margt um manninn en við fengum borð og ekki hélt maður beinlínis aftur af sér, þar sem um hlaðborð var að ræða. Chilisósan þeirra er ekkert smágóð.
Þegar út var komið hafði snarkólnað og fannst okkur því við hæfi að staldra einhvers staðar og fá okkur heitt súkkulaði. Það fannst greinilega fleirum, öll kaffihús voru stútfull og enduðum við á Hovedbanegården þar sem við fengum ágætis súkkulaði og smáhita í kroppinn.
Eftir að hafa sýnt afa allar álmur híbýlanna stukkum við öll þrjú upp í vagn 5a og drifum okkur á Riz Raz i Store Kanikestræde. Þar var vægast sagt margt um manninn en við fengum borð og ekki hélt maður beinlínis aftur af sér, þar sem um hlaðborð var að ræða. Chilisósan þeirra er ekkert smágóð.
Þegar út var komið hafði snarkólnað og fannst okkur því við hæfi að staldra einhvers staðar og fá okkur heitt súkkulaði. Það fannst greinilega fleirum, öll kaffihús voru stútfull og enduðum við á Hovedbanegården þar sem við fengum ágætis súkkulaði og smáhita í kroppinn.
föstudagur, 18. nóvember 2005
Hjólatúr
Í gær fór ég í allfjölbreyttan og þónokkuð langan hjólatúr. Ég byrjaði á því að hjóla heim til froskafjölskyldunnar og fékk lánaðan frømobilen. Hjólaði ég á honum heim og fyllti af kössum sem froskarnir ætla að geyma fyrir mig í vetur. Eftir reynslu gærdagsins held ég að frømobilen gæti alveg heitað frølastbilen.
Þegar ég skilaði frømobilen fórum við Kristján með hann niður í hjólageymslu. Það var sannarlega tveggja manna tak þar sem áðurnefnt farartæki er töluvert breiðara en dyrnar sem það átti að fara inn um. Með svolítilli leikfimi og hugviti eins nágrannans gekk þetta þó og er hjólið nú í hlýrri geymslu fyrir veturinn.
Eftir að hafa komið kössum og hjóli í sitthvora geymsluna lagði ég af stað heim og var samferða Pétri afa fyrsta spölinn þar sem hótelið hans er á leiðinni. Það var ágæt tilbreyting að ganga svolítið eftir allar þessar hjólreiðar en eftir að ég kvaddi afa sté ég þó á fákinn og hjólaði heim.
Ekki er ég alveg klár á hve langt er á milli hnotskurnar- og froskaheimilisins en giska á að það séu svona 5-6 km. Samanlagður hjólatúr gærkvöldsins hefur því verið á bilinu 20-24 km! Vart þarf að geta þess að ég svaf sérdeilis vel í nótt.
Þegar ég skilaði frømobilen fórum við Kristján með hann niður í hjólageymslu. Það var sannarlega tveggja manna tak þar sem áðurnefnt farartæki er töluvert breiðara en dyrnar sem það átti að fara inn um. Með svolítilli leikfimi og hugviti eins nágrannans gekk þetta þó og er hjólið nú í hlýrri geymslu fyrir veturinn.
Eftir að hafa komið kössum og hjóli í sitthvora geymsluna lagði ég af stað heim og var samferða Pétri afa fyrsta spölinn þar sem hótelið hans er á leiðinni. Það var ágæt tilbreyting að ganga svolítið eftir allar þessar hjólreiðar en eftir að ég kvaddi afa sté ég þó á fákinn og hjólaði heim.
Ekki er ég alveg klár á hve langt er á milli hnotskurnar- og froskaheimilisins en giska á að það séu svona 5-6 km. Samanlagður hjólatúr gærkvöldsins hefur því verið á bilinu 20-24 km! Vart þarf að geta þess að ég svaf sérdeilis vel í nótt.
fimmtudagur, 17. nóvember 2005
Vetur konungur
Veturinn hefur haldið innreið sína í Danmörku og það sem verra er, hann hefur tyllt tánni í Kaupmannahöfn þar sem ég bý. Ég varð fyrst vör við hann í gær þegar ég uppgötvaði að fingurnir sem hömruðu á lyklaborðinu voru orðnir loppnir. Loppnar loppur á lyklaborði.
Baldur sýndi mér síðan hvíta en þunna mjöll á húsþökunum í bakgarðinum. Þar með var það staðfest, veturinn hafði í húmi nætur framið valdarán og velt haustinu úr sessi.
Í morgun voru nærliggjandi húsþök enn hvítari en í gær. Þá lokaði ég eldhúsglugganum og sagði "brr". Ég sveipaði mig meira að segja hyrnunni sem elsku mamma prjónaði fyrir mig og hún, ásamt fléttunni í hárinu, gerði það að verkum að ég var eins og ekta íslensk bóndakona, ef litið er framhjá fartölvunni að sjálfsögðu.
Í tilefni vetrar beið ég fram í myrkur og kveikti þá á 22 sprittkertum sem ég raðaði vandlega í gluggakistuna. Það tók ekki eins langan tíma og ég hélt.
Baldur sýndi mér síðan hvíta en þunna mjöll á húsþökunum í bakgarðinum. Þar með var það staðfest, veturinn hafði í húmi nætur framið valdarán og velt haustinu úr sessi.
Í morgun voru nærliggjandi húsþök enn hvítari en í gær. Þá lokaði ég eldhúsglugganum og sagði "brr". Ég sveipaði mig meira að segja hyrnunni sem elsku mamma prjónaði fyrir mig og hún, ásamt fléttunni í hárinu, gerði það að verkum að ég var eins og ekta íslensk bóndakona, ef litið er framhjá fartölvunni að sjálfsögðu.
Í tilefni vetrar beið ég fram í myrkur og kveikti þá á 22 sprittkertum sem ég raðaði vandlega í gluggakistuna. Það tók ekki eins langan tíma og ég hélt.
miðvikudagur, 16. nóvember 2005
Kosningaskróp og kvöldæfingar
Við hunsuðum sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar voru hér í Danmörku í gær. Við gældum við það frameftir degi að mæta með valgkortin okkar á afstemningssted, sem í okkar tilviki var í Grundtvigskolen, en við féllum frá þeirri hugmynd þegar við áttuðum okkur á því að við vissum ekkert um flokkana í framboði. Tilhugsunin um að kjósa óaðvitandi nýnasista var mér um megn og við viðurkenndum að lokum að við ættum ekkert erindi á þennan kjörfund.
Við kíktum í staðinn á bókasafnið og í Nørrebro Bycenter. Á þeim fyrrnefnda átt ég frátekna Atómsstöð Halldórs Laxness á íslensku og er það liður í viðleitni minni til að lesa meira af verkum Nóbelsskáldsins. Á þeim síðarnefnda fann ég síðan fína jógadýnu og ákvað ég á methraða að kaupa hana: engar vangaveltur fengu að trufla fyrir og gæðaathugun vöru var haldið í lágmarki.
Kvöldstundin var síðan ljúf sem aldrei fyrr. Ég sat upp í sófa og las í bók og náði að stoppa mig af eftir fyrsta kaflann, lagði þá frá mér bókina og tók þess í stað að gera jógaæfingar á nýju dýnunni. Ég fylgdi bæði leiðbeiningum af jógadisknum góða og úr bókinni okkar Complete Stretching. Hraðkeypta dýnan reyndist vel og kvöldæfingarnar reyndust afskaplega róandi og afslappandi.
Til að setja punktinn yfir i-ið vorum við komin upp í rúm fyrir miðnætti, það hefur okkur ekki tekist í langan tíma.
Við kíktum í staðinn á bókasafnið og í Nørrebro Bycenter. Á þeim fyrrnefnda átt ég frátekna Atómsstöð Halldórs Laxness á íslensku og er það liður í viðleitni minni til að lesa meira af verkum Nóbelsskáldsins. Á þeim síðarnefnda fann ég síðan fína jógadýnu og ákvað ég á methraða að kaupa hana: engar vangaveltur fengu að trufla fyrir og gæðaathugun vöru var haldið í lágmarki.
Kvöldstundin var síðan ljúf sem aldrei fyrr. Ég sat upp í sófa og las í bók og náði að stoppa mig af eftir fyrsta kaflann, lagði þá frá mér bókina og tók þess í stað að gera jógaæfingar á nýju dýnunni. Ég fylgdi bæði leiðbeiningum af jógadisknum góða og úr bókinni okkar Complete Stretching. Hraðkeypta dýnan reyndist vel og kvöldæfingarnar reyndust afskaplega róandi og afslappandi.
Til að setja punktinn yfir i-ið vorum við komin upp í rúm fyrir miðnætti, það hefur okkur ekki tekist í langan tíma.
þriðjudagur, 15. nóvember 2005
Viskuorð daxins
Óhreinn þvottur er eins og sannleikurinn: hann hefur tilhneigingu til að koma upp á yfirborðið og láta vita af tilvist sinni, af svo mikilli áfergju að lötustu menn verða að bregðast við.
Æ, ég má ekki vera að þessu, ég þarf að hendast niður í þvottahús.
Æ, ég má ekki vera að þessu, ég þarf að hendast niður í þvottahús.
Hressingarganga
Rétt áðan skrapp ég í hressingargöngu. Veðrið var sérstaklega fallegt og frískur haustvindur blés framan í mig. Ég gekk inn götu þar sem lögreglumenn voru að æfa og hinum megin var leikskóli. Þegar ég gekk framhjá honum spurði lítil stelpa mig hvort ég væri lögga. Í stað þess að svara vinkaði ég henni brosandi því annars hefði ég ábyggilega misst löggutitilinn.
Áfram gekk ég í rólegheitum og stoppaði hjá einum af grænmetissölum hverfisins til að kaupa vínber. Meðan ég tíni þau í poka kemur blaðskellandi náungi að mér og skil ég ekki orð. Ég segi honum það og tjáði hann mér að það væri nú bara í góðu lagi. Við spjölluðum svo lítillega um veðrið.
Á leiðinni heim sá ég gaurinn aftur nema nú var hann að fara inn í húsið sitt en vinkaði mér að sjálfsögðu áður en hann hvarf inn. Það er hressandi að fara í hressingargöngu þegar maður býr í litríku hverfi.
Áfram gekk ég í rólegheitum og stoppaði hjá einum af grænmetissölum hverfisins til að kaupa vínber. Meðan ég tíni þau í poka kemur blaðskellandi náungi að mér og skil ég ekki orð. Ég segi honum það og tjáði hann mér að það væri nú bara í góðu lagi. Við spjölluðum svo lítillega um veðrið.
Á leiðinni heim sá ég gaurinn aftur nema nú var hann að fara inn í húsið sitt en vinkaði mér að sjálfsögðu áður en hann hvarf inn. Það er hressandi að fara í hressingargöngu þegar maður býr í litríku hverfi.
mánudagur, 14. nóvember 2005
Afþreying vikunnar
Við vorum dugleg að hafa ofan af fyrir okkur í síðustu viku. Kannski er réttara að segja að sjónvarpið hafi haft ofan af fyrir okkur því téð afþreying var í formi kvikmyndagláps.
Á eftirminnilega miðvikudegi horfðum við á hina óviðjafnanlegu og sískemmtilegu Grease sem við höfðum orðið okkur úti um í barnadeild grenndarbókasafnsins. Ég hef örugglega séð þessa mynd oftar en hundrað sinnum, sumarið 1994 var ég til að mynda með hana í láni og horfði á hana nokkrum sinnum í viku. Þó svo að ég hafi breyst á þessum áratug síðan ég sá hana síðast fannst mér hún jafnskemmtileg og áður og svo kunni ég enn textana við öll lögin!
Á föstudagskvöld var ákveðið að hafa kósýkvöld og því röltum við út í grenndarræmuleiguna og tökum tvær á 50. Í þetta sinn urðu myndirnar Garden State og The Bourne Supremacy fyrir valinu. Eins ólíkar og þær nú eru voru báðar það sem kalla mætti góð afþreying. Ég mæli meira að segja með þeirri fyrrnefndu, mjög hlý og hugljúf en líka ponku skrýtin og klikk.
Af afþreyingarefni sem völ er á frá kvikmyndum vorum við sem sagt komin með söngleik, gamandrama og spennumynd. Hverskonar sjónvarpsmaraþon væri þetta ef draugaganginn vantaði? Við horfðum því á alla fyrstu seríuna af Riget og sátum límd við skjáinn á meðan.
Þessu glápi lauk síðan í gær á léttum nótum þegar við horfðum á Monsters, Inc. Það er ein af mínum uppáhaldsteiknimyndum því hún fær mig til að hlæja mig máttlausa.
Og munið svo: að horfa á kvikmynd er góð skemmtun.
Á eftirminnilega miðvikudegi horfðum við á hina óviðjafnanlegu og sískemmtilegu Grease sem við höfðum orðið okkur úti um í barnadeild grenndarbókasafnsins. Ég hef örugglega séð þessa mynd oftar en hundrað sinnum, sumarið 1994 var ég til að mynda með hana í láni og horfði á hana nokkrum sinnum í viku. Þó svo að ég hafi breyst á þessum áratug síðan ég sá hana síðast fannst mér hún jafnskemmtileg og áður og svo kunni ég enn textana við öll lögin!
Á föstudagskvöld var ákveðið að hafa kósýkvöld og því röltum við út í grenndarræmuleiguna og tökum tvær á 50. Í þetta sinn urðu myndirnar Garden State og The Bourne Supremacy fyrir valinu. Eins ólíkar og þær nú eru voru báðar það sem kalla mætti góð afþreying. Ég mæli meira að segja með þeirri fyrrnefndu, mjög hlý og hugljúf en líka ponku skrýtin og klikk.
Af afþreyingarefni sem völ er á frá kvikmyndum vorum við sem sagt komin með söngleik, gamandrama og spennumynd. Hverskonar sjónvarpsmaraþon væri þetta ef draugaganginn vantaði? Við horfðum því á alla fyrstu seríuna af Riget og sátum límd við skjáinn á meðan.
Þessu glápi lauk síðan í gær á léttum nótum þegar við horfðum á Monsters, Inc. Það er ein af mínum uppáhaldsteiknimyndum því hún fær mig til að hlæja mig máttlausa.
Og munið svo: að horfa á kvikmynd er góð skemmtun.
laugardagur, 12. nóvember 2005
Fagnaðarfundir
Í morgun fórum við út á flugvöll og tókum á móti gesti sem ber nafnið Ingivaldur Amma. Það urðu miklir fagnaðarfundir á vellinum og drifum við okkur öll þrjú á heimili froskanna, þar sem þeir voru nýkomnir heim með litla halakörtu. Þar vorum við svo í allan dag dolfallin yfir því hvað nýja frænkan er frábær.
fimmtudagur, 10. nóvember 2005
Álög burðarrúmsins
Mig langar til að deila með ykkur skemmtilegri lífsreynslu sem ég varð fyrir í dag. Þannig var að Stella og Kristján höfðu beðið mig að sækja burðarrúm heim til sín og koma með það til þeirra á fæðingadeildina. Lítið mál að ná í eitt burðarrúm og fyrst ég var nú kominn var alveg eins gott að koma við í Nettó áður en ég tæki strætó heim.
Ég snara mér inn í búðina og tek eftir að nokkrir einstaklingar líta mig heldur betur hornauga. Botna nú ekki alveg í því og skáskýt mér framhjá einhverjum sem gekk alltof hægt og rann það þá upp fyrir mér. Fólk var einfaldlega felmtri slegið því ég gekk um og meðhöndlaði burðarrúmið eins og íþróttatösku eða innkaupapoka. Ég lái þeim það ekki því við fyrstu sýn hafa auðvitað allir haldið að ég héldi á litlu barni. Hver fer líka með tómt burðarrúm út í búð?
Skemmtilegasta búðarsjokkið var þó þegar ég stóð við mjólkurkælinn og henti nokkrum lítrum af mjólk ofan á burðarrúmið eins og það væri innkaupakarfa, það kallaði óneitanlega fram svipbrigði hjá manneskjunni við hliðina á mér.
Þegar út var komið hélt ég í humátt að næsta strætóskýli og tók eftir ókunnugri konu með barnavagn sem sendi mér svona skilningsríkt bros, eins og við ættum eitthvað sameiginlegt. Ég skildi náttúrulega ekkert hvað gekk á og sendi henni einhverskonar vandræðalegt og skilningslaust hálfbros á móti en fattaði um svipað leyti að þetta voru álög burðarrúmsins.
Ég snara mér inn í búðina og tek eftir að nokkrir einstaklingar líta mig heldur betur hornauga. Botna nú ekki alveg í því og skáskýt mér framhjá einhverjum sem gekk alltof hægt og rann það þá upp fyrir mér. Fólk var einfaldlega felmtri slegið því ég gekk um og meðhöndlaði burðarrúmið eins og íþróttatösku eða innkaupapoka. Ég lái þeim það ekki því við fyrstu sýn hafa auðvitað allir haldið að ég héldi á litlu barni. Hver fer líka með tómt burðarrúm út í búð?
Skemmtilegasta búðarsjokkið var þó þegar ég stóð við mjólkurkælinn og henti nokkrum lítrum af mjólk ofan á burðarrúmið eins og það væri innkaupakarfa, það kallaði óneitanlega fram svipbrigði hjá manneskjunni við hliðina á mér.
Þegar út var komið hélt ég í humátt að næsta strætóskýli og tók eftir ókunnugri konu með barnavagn sem sendi mér svona skilningsríkt bros, eins og við ættum eitthvað sameiginlegt. Ég skildi náttúrulega ekkert hvað gekk á og sendi henni einhverskonar vandræðalegt og skilningslaust hálfbros á móti en fattaði um svipað leyti að þetta voru álög burðarrúmsins.
miðvikudagur, 9. nóvember 2005
Eftirminnilegur eftirmiðdagur
Í dag ákváðum við að gera alvöru úr heimsókn okkar á Thorvaldsens safnið. Ferðin hófst ekki á ósvipuðum nótum og síðast, loftlausu afturdekki. Að þessu sinni var það á Ásdísar hjóli en ekki þurfti annað en að pumpa smá og þá var hægt að halda ferðinni áfram.
Á safninu eru alls konar styttur eftir hálf-Íslendinginn Bertel Thorvaldsen. Við skoðuðum safnið hátt og lágt en vorum orðin frekar þreytt á gifsrisum í lokin.
Því næst var ferðinni heitið á Strikið. Sem við röltum þar um í sakleysi voru, innan um aðra útlendinga hér í borg, gellur við símhringing. Í símanum voru froskarnir, Kristján og Stella, að færa okkur gleðifréttir um að þau hafi eignast myndarstúlku þá um morguninn. Maður vissi nú ekkert í hvorn fótinn átti að stíga eða neitt en á morgun förum við (onkel Baldur og tanta Ásdís) á spítalann að hitta fjölskylduna.
Við rápuðum aðeins meira um og ræddum tíðindin þartil við bara urðum að tylla okkur á bekk og taka drekkutíma. Meðan við sátum í rökkrinu og borðuðum kanelsnúða à la Ásdís nutum við þess að fylgjast með mannhafinu líða jafnt og þétt hjá. Einnig fylgdumst við með sérstakri dýrategund, götusölum og listamönnum, og þeim áhrifum sem hún hafði á mannhafið.
Okkur á vinstri hönd var mállaus maður að selja alls konar lyklakippur og eyrnalokka sem lýstu og blikkuðu í myrkrinu, sjálfur var hann vel skreyttur af blikkljósum svo helst minnti á jólatré í dúnúlpu. Okkur á hægri hönd var auður bekkur þartil maður með bongótrommu og bjöllur um ökklana kom aðvífandi og settist þar. Hann byrjaði á að kveikja á stórum útikertum og raða í kringum sig. Þegar þarna er komið sögu má með sanni segja að við séum mitt í allri hringrás stemningarinnar.
Áfram sátum við andaktug og nutum upplifunarinnar. Bongótromman hljómaði um alla götuna og öldur mannhafsins risu og hnigu í takt. Einu skiptin sem bongótromman þagnaði var þegar samkeppnisaðilar, aðrir listamenn, komu til að kvarta undan of harðri samkeppni. Bongómaðurinn svaraði því ævinlega með spurningu um hví hinir kæmu svona seint ef þeir vildu ná góðum stað til að spila á og þegar þeir virtust ekki hlusta á það fór hann bara að spila aftur og var málið þá látið niður falla. Það er greinilega harður heimur sem götulistamenn vinna í.
Á safninu eru alls konar styttur eftir hálf-Íslendinginn Bertel Thorvaldsen. Við skoðuðum safnið hátt og lágt en vorum orðin frekar þreytt á gifsrisum í lokin.
Því næst var ferðinni heitið á Strikið. Sem við röltum þar um í sakleysi voru, innan um aðra útlendinga hér í borg, gellur við símhringing. Í símanum voru froskarnir, Kristján og Stella, að færa okkur gleðifréttir um að þau hafi eignast myndarstúlku þá um morguninn. Maður vissi nú ekkert í hvorn fótinn átti að stíga eða neitt en á morgun förum við (onkel Baldur og tanta Ásdís) á spítalann að hitta fjölskylduna.
Við rápuðum aðeins meira um og ræddum tíðindin þartil við bara urðum að tylla okkur á bekk og taka drekkutíma. Meðan við sátum í rökkrinu og borðuðum kanelsnúða à la Ásdís nutum við þess að fylgjast með mannhafinu líða jafnt og þétt hjá. Einnig fylgdumst við með sérstakri dýrategund, götusölum og listamönnum, og þeim áhrifum sem hún hafði á mannhafið.
Okkur á vinstri hönd var mállaus maður að selja alls konar lyklakippur og eyrnalokka sem lýstu og blikkuðu í myrkrinu, sjálfur var hann vel skreyttur af blikkljósum svo helst minnti á jólatré í dúnúlpu. Okkur á hægri hönd var auður bekkur þartil maður með bongótrommu og bjöllur um ökklana kom aðvífandi og settist þar. Hann byrjaði á að kveikja á stórum útikertum og raða í kringum sig. Þegar þarna er komið sögu má með sanni segja að við séum mitt í allri hringrás stemningarinnar.
Áfram sátum við andaktug og nutum upplifunarinnar. Bongótromman hljómaði um alla götuna og öldur mannhafsins risu og hnigu í takt. Einu skiptin sem bongótromman þagnaði var þegar samkeppnisaðilar, aðrir listamenn, komu til að kvarta undan of harðri samkeppni. Bongómaðurinn svaraði því ævinlega með spurningu um hví hinir kæmu svona seint ef þeir vildu ná góðum stað til að spila á og þegar þeir virtust ekki hlusta á það fór hann bara að spila aftur og var málið þá látið niður falla. Það er greinilega harður heimur sem götulistamenn vinna í.
þriðjudagur, 8. nóvember 2005
Nýtt leikfang
Fyrir viku síðan fékk ég minn fyrsta mp3 spilara. Hann er 512 mb, spilar ýmsar gerðir fæla, nær útvarpssendingum og virkar sem usb lykill.
Baldur hjálpaði mér að setja góða tónlist yfir á spilarann og hvað haldið þið að hafi farið yfir fyrst? Tori Amos og Amadou&Mariam, ég er svo gegnsæ. Hvað sem því líður þá er miklu skemmtilegra að hjóla núna því ég get raulað með svo skemmtilegri tónlist. Það er reyndar ekki skynsamlegt að dilla sér mikið við tónlistina, verandi á hjóli og allt það.
Ég er rosalega ánægð með græjuna og er búin að bæta honum við listann minn yfir þá fimm hluti sem ég hef alltaf með mér þegar ég fer út úr húsi. Nú er sá listi reyndar orðinn sexliða, ekki satt?
Baldur hjálpaði mér að setja góða tónlist yfir á spilarann og hvað haldið þið að hafi farið yfir fyrst? Tori Amos og Amadou&Mariam, ég er svo gegnsæ. Hvað sem því líður þá er miklu skemmtilegra að hjóla núna því ég get raulað með svo skemmtilegri tónlist. Það er reyndar ekki skynsamlegt að dilla sér mikið við tónlistina, verandi á hjóli og allt það.
Ég er rosalega ánægð með græjuna og er búin að bæta honum við listann minn yfir þá fimm hluti sem ég hef alltaf með mér þegar ég fer út úr húsi. Nú er sá listi reyndar orðinn sexliða, ekki satt?
mánudagur, 7. nóvember 2005
Dýragarðsfærsla, 2/2
Þá er komið að framhaldi dýragarðsfærslunnar úr síðustu viku. Við kíktum nefnilega í dýragarðinn í gær, bæði af því að það var kjörið svona á sunnudagseftirmiðdegi og líka af því að við vildum ná myndum af nýja ísbirninum.
Þegar við vorum nýkomin í garðinn mættum við einum starfsmanni með hjólbörur. Í hjólbörunum var fótur og afturhluti af einhverju klaufdýri og skein í rautt kjöt og gulan fituvef. Við eltum manninn og fylgdumst með því þegar hann gekk beinustu leið inn til úlfanna og sturtaði þar fætinum af börunum.
Það var mjög merkilegt að fylgjast með viðbrögðum úlfanna, þeir virtust hræddir við hjólbörumanninn og héldu sig í góðri fjarlægð frá honum. Þeir titruðu af æsingi og stukku trekk í trekk út í skítugt vatnið sem tilheyrir þeirra svæði.
Sérkennilegt nokk snertu þeir þó varla á fætinum og á meðan við fylgdumst undrandi með þeim skokka í kringum skrokkinn, hlustuðum við á annan starfsmann útskýra fyrir gestum og gangandi að dýragarðurinn fengi gefins veðreiðahesta sem væru orðnir of gamlir eða hefðu slasað sig á veðreiðabrautinni. Fóturinn var sem sagt af einu slíku hrossi.
Þegar við vorum komin með leið á að fylgjast með furðulegu háttarlagi úlfanna heilsuðum við upp á ísbjörninn sem líka hafði nýlega verið fóðraður. Þar var hins vegar ekkert hrossakjöt á boðstólum heldur ekta danskt rúgbrauð og síld sem litla ísbirnan gæddi sér á með ánægju.
Það sem helst stóð upp úr þessari dýragarðsheimsókn var að fylgjast með þegar sæljónin voru tamin og fóðruð. Þjálfarinn lét þau sækja bolta og fara í kollhnísa og fyrir hvert velheppnað atriði voru þau verðlaunuð með fiskibita. Miðað við hversu hlýðin þau voru minntu þau frekar á hunda en ljón svo kannski sæhundar væri meira viðeigandi?
Góðu fréttirnar eru síðan þær að nú erum við búin að heimsækja dýragarðinn þrisvar en þrjár heimsóknir jafnast á við eitt árskort. Svo nú getum við heimsótt garðinn frítt, jáhérna.
Þegar við vorum nýkomin í garðinn mættum við einum starfsmanni með hjólbörur. Í hjólbörunum var fótur og afturhluti af einhverju klaufdýri og skein í rautt kjöt og gulan fituvef. Við eltum manninn og fylgdumst með því þegar hann gekk beinustu leið inn til úlfanna og sturtaði þar fætinum af börunum.
Það var mjög merkilegt að fylgjast með viðbrögðum úlfanna, þeir virtust hræddir við hjólbörumanninn og héldu sig í góðri fjarlægð frá honum. Þeir titruðu af æsingi og stukku trekk í trekk út í skítugt vatnið sem tilheyrir þeirra svæði.
Sérkennilegt nokk snertu þeir þó varla á fætinum og á meðan við fylgdumst undrandi með þeim skokka í kringum skrokkinn, hlustuðum við á annan starfsmann útskýra fyrir gestum og gangandi að dýragarðurinn fengi gefins veðreiðahesta sem væru orðnir of gamlir eða hefðu slasað sig á veðreiðabrautinni. Fóturinn var sem sagt af einu slíku hrossi.
Þegar við vorum komin með leið á að fylgjast með furðulegu háttarlagi úlfanna heilsuðum við upp á ísbjörninn sem líka hafði nýlega verið fóðraður. Þar var hins vegar ekkert hrossakjöt á boðstólum heldur ekta danskt rúgbrauð og síld sem litla ísbirnan gæddi sér á með ánægju.
Það sem helst stóð upp úr þessari dýragarðsheimsókn var að fylgjast með þegar sæljónin voru tamin og fóðruð. Þjálfarinn lét þau sækja bolta og fara í kollhnísa og fyrir hvert velheppnað atriði voru þau verðlaunuð með fiskibita. Miðað við hversu hlýðin þau voru minntu þau frekar á hunda en ljón svo kannski sæhundar væri meira viðeigandi?
Góðu fréttirnar eru síðan þær að nú erum við búin að heimsækja dýragarðinn þrisvar en þrjár heimsóknir jafnast á við eitt árskort. Svo nú getum við heimsótt garðinn frítt, jáhérna.
Gömul kveðja
Vildi bara koma því á framfæri að þessi færsla birtist ekki á sínum tíma. Sennilegasta skýringin er sú að ég hafi valið save as draft í staðinn fyrir publish post. Nú er hún hins vegar komin.
sunnudagur, 6. nóvember 2005
Klukkaður
Ég hef ákveðið að taka þátt í þessu klukkelsi af því Ásdís klukkaði mig og set hérmeð 5 staðreyndir um sjálfan mig á netið. Ég verð þó að játa að ég hefði getað haldið lengi áfram svo kannski sjötta staðreyndin væri annaðhvort meðvitaður eða sjálfhverfur. Sem betur fer eru bara fimm svo ég þarf ekki að segja neinum frá því.
- Þegar ég var lítill fór ég í kröfugöngu með foreldrum mínum. Allir hrópuðu: Ísand úr nató herinn burt! Ég sem botnaði ekkert í þessu öllu og heyrði ekki alveg hvað hinir sögðu hrópaði: Ísland í Nató herinn burt!
- Ég er með fæðingarblett á hægri il og ég tel að engin staðreynd um mig sé tilgangslaus.
- Mér þykir ofsalega gott að borða soðna ýsu og kartöflur með sítónuólífuolíu.
- Ég á það til að nudda lófana á mér þéttingsfast með þumli andstæðrar handar.
- Ég var foringi Svörtu handarinnar og forseti hins Súrrealíska vísindafélags.
Wonderful Nørrebro?
Yndislegur morgun hér í borginni. Vöknuðum hægt og rólega, heyrðum kirkjuklukkurnar klingja og nágrannann taka sitt daglega bað. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að koma Baldri á óvart með því að baka kanilsnúða en féll frá því, send'ann frekar út í bakarí.
Þessi morgunstund fór líka í að kíkja á netfjölmiðla eins og moggann og Politiken. Í þeim síðarnefnda rakst ég á áhugaverða frétt þar sem fjallað er um möguleika Nørrebro á því að verða "turistmagnet". Sérfræðingar í ferðamálafræðum vilja meina að túristar sem sækja Kaupmannahöfn heim vilji nefnilega eitthvað meira og öflugara en Litlu hafmeyjuna og hallir - þeir vilji óhefðbundna reynslu af bænum.
Og þar kemur Nørrebro inní með allan sinn etníska fjölbreytileika sem séfræðingar telja að beri að markaðssetja svo tryggja megi meiri velmegun í hverfinu. Það segir meira að segja í greininni að hverfið getið orðið "Københavns svar på trendy turistmagneter i andre storbyer som Soho i London, Chinatown i New York og Kreutzberg i Berlin".
Nú finnst mér allt í einu miklu flottara að búa rétt við Nørrebro, bara eins og ég sé í Soho.
Þessi morgunstund fór líka í að kíkja á netfjölmiðla eins og moggann og Politiken. Í þeim síðarnefnda rakst ég á áhugaverða frétt þar sem fjallað er um möguleika Nørrebro á því að verða "turistmagnet". Sérfræðingar í ferðamálafræðum vilja meina að túristar sem sækja Kaupmannahöfn heim vilji nefnilega eitthvað meira og öflugara en Litlu hafmeyjuna og hallir - þeir vilji óhefðbundna reynslu af bænum.
Og þar kemur Nørrebro inní með allan sinn etníska fjölbreytileika sem séfræðingar telja að beri að markaðssetja svo tryggja megi meiri velmegun í hverfinu. Það segir meira að segja í greininni að hverfið getið orðið "Københavns svar på trendy turistmagneter i andre storbyer som Soho i London, Chinatown i New York og Kreutzberg i Berlin".
Nú finnst mér allt í einu miklu flottara að búa rétt við Nørrebro, bara eins og ég sé í Soho.
Pokahornið hreinsað
Jæja, nú eru Stella og Kristján nýfarin heim og bíð ég spenntur eftir viðbrögðum frá þeim. Þannig bar nefnilega við að við Ásdís mundum eftir gömlu fjölskylduleyndarmáli sem okkur fannst kominn tími á að liti dagsins ljós.
Þannig var að í janúar 2004 tókum við að okkur blaðburð fyrir Morgunblaðið um nokkurra vikna skeið. Bárum við blaðið jafnan til þáverandi nágranna okkar, Stellu og Kristjáns, án þess að þau hefðu hugmynd um það hver stæði að baki því. Ber þessi færsla þess glögglega vitni.
Deildu þau með okkur nokkrum tilgátum um hver stæði að baki ódæðisverkunum en allt kom fyrir ekki. Eitt af því skemmtilegasta við þetta allt saman var að allir í kringum okkur, nema þau, vissu hvernig í málunum lá. Já, við erum hrekkjusvínin í hverfinu!
Þannig var að í janúar 2004 tókum við að okkur blaðburð fyrir Morgunblaðið um nokkurra vikna skeið. Bárum við blaðið jafnan til þáverandi nágranna okkar, Stellu og Kristjáns, án þess að þau hefðu hugmynd um það hver stæði að baki því. Ber þessi færsla þess glögglega vitni.
Deildu þau með okkur nokkrum tilgátum um hver stæði að baki ódæðisverkunum en allt kom fyrir ekki. Eitt af því skemmtilegasta við þetta allt saman var að allir í kringum okkur, nema þau, vissu hvernig í málunum lá. Já, við erum hrekkjusvínin í hverfinu!
laugardagur, 5. nóvember 2005
Síðasta kvöldmáltíðin
Ég var rétt í þessu að panta mér af bókasafninu allar bækurnar úr The No. 1 Ladies Detective Agency seríunni, nema þá fyrstu sem ég kláraði í morgun. Mér fannst hún svo skemmtileg að ég get varla beðið eftir framhaldinu. Mér datt í hug að koma mér upp verðlaunakerfi, t.d. ein bók fyrir hvert viðtal sem ég greini, en ég þekki mig: þegar kemur að bókum hef ég enga sjálfsstjórn.
Annars erum við að fara á fullt í eldamennsku í þessum töluðu orðum. Stella og Kristján eru að koma í mat og við ætlum að hafa fullhlaðna indverska veislu með karrýrétti, kartöflu kebabi, dhaali, raitu, hrísgrjónum og chapatis hveitibrauði. Stóri dagurinn rennur nefnilega upp á morgun fyrir þau og þar sem þetta er nokkurs konar síðasta kvöldmáltíð þeirra fyrir erfingja fannst okkur ekkert annað í boði en veislumáltíð.
Annars erum við að fara á fullt í eldamennsku í þessum töluðu orðum. Stella og Kristján eru að koma í mat og við ætlum að hafa fullhlaðna indverska veislu með karrýrétti, kartöflu kebabi, dhaali, raitu, hrísgrjónum og chapatis hveitibrauði. Stóri dagurinn rennur nefnilega upp á morgun fyrir þau og þar sem þetta er nokkurs konar síðasta kvöldmáltíð þeirra fyrir erfingja fannst okkur ekkert annað í boði en veislumáltíð.
föstudagur, 4. nóvember 2005
Housewarming!!!!
Mér fannst eitthvað mjög krúttlegt við þennan miða sem einhver nágranna okkar hengdi upp á sameiginlega tilkynningatöflu stigagangsins. Ég er enn að velta því fyrir mér hvað þau eiga við með "Glasgården" en kannski tengist það hinni ótroðnu slóð Glasvej.
fimmtudagur, 3. nóvember 2005
Haustganga um Søerne
Á miðvikudögum er frítt í söfnin hér í Kaupmannahafnarborg. Við vorum á leiðinni á Thorvaldsenssafn í gær þegar svo skemmtilega vill til að það springur á afturhjóli Baldurs. Ég segi skemmtilega því úr varð svo frábær ganga. Við vorum nefnilega stödd við Skt. Jørgens Sø sem er hluti af vötnunum (ásamt Peblinge Sø og Sortedams Sø).
Við höfðum alltaf ætlað okkur að taka göngutúr um vötnin en fram til þessa ekki gefið okkur tíma í það en þarna vorum við stödd, strönduð með fatlað hjól en starfhæfar löbbur. Þar sem við stóðum á gatnamótum Gyldenløvesgade og Vester Søgade byrjuðum við á því að ganga meðfram Skt. Jørgens Sø. Veðrið var dásamlegt, heiðskýrt og svalt í lofti. Myndavélin var með í för og tókum við myndir af öllu því sem vakti athygli okkar.
Á vegi okkar varð m.a. ógrynni af kosningaáróðri í formi auglýsingaskilta frambjóðenda, auglýsing á ljósastaur fyrir eitthvað sem kallast kultloppemarked, bann við baðferðum og fiskeríi, veggja- og götukrot og fátæklegt snuddutré (svo fátt eitt sé nefnt). Ekki má gleyma öllu fallna laufinu og haustlitunum sem sköpuðu svo skemmtilega umgjörð um vötnin.
Við endann á Skt. Jørgens Sø stendur glæsileg, rúnuð og geysihá bygging sem hýsir Tycho Brahe Planetarium & Omnimaxteater. Þar eru tröppur sem hægt er að tylla sér á og virða fyrir sér fuglalífið og gosbrunnana sem sprautast upp úr vatninu.
Þegar komið er hinu meginn við vatnið kallast vegurinn sem gengið er eftir því skondna nafni Svineryggen. Þegar Svínsbaki sleppir tekur við Peblinge Dossering sem liggur meðfram Peblinge Sø. Þar settumst við niður og gæddum okkur á nýbökuðum brownies og ferskri mjólk, hlaupandi aðhaldsfólkinu eflaust til mikillar mæðu (eða grænnar öfundar).
Þar sem Peblinge Sø og Sortedams Sø mætast liggur Dronning Louises Bro og síðan tekur Nørrebrogade við. Þar er að finna tælensk/kínverska búð og kíktum við þangað inn, bæði til að forvitnast og þýða loppnar loppur. Við komum síðan við á reiðhjólaverkstæði og gátum hjólað í okkur hita á leiðinni heim.
Eftir svona mikla haustupplifun fannst okkur tilvalið að elda eitthvað úr haustuppskerunni. Þar sem nafrískur réttur kvöldsins áður hafði lagst svo vel í okkur elduðum við sambærilegan rétt úr kartöflum, gulrótum og rófum. Í eftirrétt voru það síðan hausteplin sem færðu okkur ilmandi eplaköku með rjóma.
Hér að neðan eru síðan velvaldar myndir úr göngutúrnum.
Við höfðum alltaf ætlað okkur að taka göngutúr um vötnin en fram til þessa ekki gefið okkur tíma í það en þarna vorum við stödd, strönduð með fatlað hjól en starfhæfar löbbur. Þar sem við stóðum á gatnamótum Gyldenløvesgade og Vester Søgade byrjuðum við á því að ganga meðfram Skt. Jørgens Sø. Veðrið var dásamlegt, heiðskýrt og svalt í lofti. Myndavélin var með í för og tókum við myndir af öllu því sem vakti athygli okkar.
Á vegi okkar varð m.a. ógrynni af kosningaáróðri í formi auglýsingaskilta frambjóðenda, auglýsing á ljósastaur fyrir eitthvað sem kallast kultloppemarked, bann við baðferðum og fiskeríi, veggja- og götukrot og fátæklegt snuddutré (svo fátt eitt sé nefnt). Ekki má gleyma öllu fallna laufinu og haustlitunum sem sköpuðu svo skemmtilega umgjörð um vötnin.
Við endann á Skt. Jørgens Sø stendur glæsileg, rúnuð og geysihá bygging sem hýsir Tycho Brahe Planetarium & Omnimaxteater. Þar eru tröppur sem hægt er að tylla sér á og virða fyrir sér fuglalífið og gosbrunnana sem sprautast upp úr vatninu.
Þegar komið er hinu meginn við vatnið kallast vegurinn sem gengið er eftir því skondna nafni Svineryggen. Þegar Svínsbaki sleppir tekur við Peblinge Dossering sem liggur meðfram Peblinge Sø. Þar settumst við niður og gæddum okkur á nýbökuðum brownies og ferskri mjólk, hlaupandi aðhaldsfólkinu eflaust til mikillar mæðu (eða grænnar öfundar).
Þar sem Peblinge Sø og Sortedams Sø mætast liggur Dronning Louises Bro og síðan tekur Nørrebrogade við. Þar er að finna tælensk/kínverska búð og kíktum við þangað inn, bæði til að forvitnast og þýða loppnar loppur. Við komum síðan við á reiðhjólaverkstæði og gátum hjólað í okkur hita á leiðinni heim.
Eftir svona mikla haustupplifun fannst okkur tilvalið að elda eitthvað úr haustuppskerunni. Þar sem nafrískur réttur kvöldsins áður hafði lagst svo vel í okkur elduðum við sambærilegan rétt úr kartöflum, gulrótum og rófum. Í eftirrétt voru það síðan hausteplin sem færðu okkur ilmandi eplaköku með rjóma.
Hér að neðan eru síðan velvaldar myndir úr göngutúrnum.
miðvikudagur, 2. nóvember 2005
Nafríka
Í gær þáðum við heimboð til Stellu og Kristjáns. Það hafði rignt töluvert að deginum svo við nenntum ekki að hjóla og tókum strætó 5a. Við settumst fremur aftarlega, hægra megin. Eitthvað fór illa um mig í vagninum þar sem hann keyrði svo hastarlega og skipti engum togum að ég varð bílveikur. Bílveikin var sem betur fer ekki á mjög háu stigi, bara svona svimi og ógleði en engin uppköst.
Þegar til froskanna var komið rann áðurnefnd bílveiki snarlega af mér þar sem boðið var upp á heilsubætandi góðgæti af ýmsum toga: kúskúsrétt og harissu, ferskar döðlur og heimatilbúinn ís. Að auki fengum við svo súkkulaðimúffur sem Ásdís hafði hrist fram úr erminni fyrir heimsóknina.
Að vanda var mikið fjör og ætluðum við aldrei að hafa okkur af stað heim. Um miðnætti höskuðum við okkur þó út á strætóstoppistöð. Að þessu sinni var ferðin mun þægilegri þar sem ég var með fullan maga af vellíðan og bílstjórinn var ekki alveg jafnstrekktur og hinn.
Þegar til froskanna var komið rann áðurnefnd bílveiki snarlega af mér þar sem boðið var upp á heilsubætandi góðgæti af ýmsum toga: kúskúsrétt og harissu, ferskar döðlur og heimatilbúinn ís. Að auki fengum við svo súkkulaðimúffur sem Ásdís hafði hrist fram úr erminni fyrir heimsóknina.
Að vanda var mikið fjör og ætluðum við aldrei að hafa okkur af stað heim. Um miðnætti höskuðum við okkur þó út á strætóstoppistöð. Að þessu sinni var ferðin mun þægilegri þar sem ég var með fullan maga af vellíðan og bílstjórinn var ekki alveg jafnstrekktur og hinn.
þriðjudagur, 1. nóvember 2005
Amadou & Mariam tónleikarnir
Ó hvað það var gaman á þessum tónleikum! Ó hve allir dilluðu sér við tónlistina og brostu út í eitt. Tónlistin þeirra er eins og ópal: hressir, bætir, kætir.
Við mættum nægilega tímanlega til að næla okkur í sæti. Sætin sem um ræðir voru rauður sófi meðfram veggnum með ofurmjúkum pullum. Hægt og rólega fylltist dansgólfið og þegar hljómsveitin sté á svið þustu allir nær. Við vorum hins vegar örugg með útsýnið úr okkar sætum og fórum því hvergi.
Amadou og Mariam eru bæði blind og því voru hljóðfæraleikararnir þeim ávallt innan handar með að finna míkrafóninn og fleira í þeim dúr. Ef ekki hefði verið fyrir það - og hin augljósu sólgleraugu sem þau bæði báru í rökkvuðum húsakynnum Vega - hefði verið erfitt að átta sig á því að þau eru blind.
Þau spiluðu mikið af nýjustu plötunni sinni en við fengum líka að heyra af öðrum plötum þeirra og fannst okkur það ekki síðra. Ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með sveitinni í sviði en sér í lagi hafði ég gaman af bongótrommuleikaranum. Hann virtist vera eilítið fýldur við upphaf tónleikana en undir lokin var hann eitt stórt bros. Kætin virtist færast yfir hann í takt við bongótrommusólóin: því fleiri sóló því stærra bros.
Þegar tónleikarnir voru búnir hjóluðum við okkar leið að miðbænum. Við vildum nefnilega vera þjóðlega og fá okkur danskt smørrebrød í miðnætursnarl. Það skondna var að í stað þjóðlegs varð upplifunin frekar alþjóðleg. Smørrebrødsdömurnar voru nefnilega af asísku bergi brotnar og eini viðskiptavinurinn fyrir utan okkur var Asíubúi.
Myndirnar hér að neðan eru úr rauðu seríunni, harhar.
Við mættum nægilega tímanlega til að næla okkur í sæti. Sætin sem um ræðir voru rauður sófi meðfram veggnum með ofurmjúkum pullum. Hægt og rólega fylltist dansgólfið og þegar hljómsveitin sté á svið þustu allir nær. Við vorum hins vegar örugg með útsýnið úr okkar sætum og fórum því hvergi.
Amadou og Mariam eru bæði blind og því voru hljóðfæraleikararnir þeim ávallt innan handar með að finna míkrafóninn og fleira í þeim dúr. Ef ekki hefði verið fyrir það - og hin augljósu sólgleraugu sem þau bæði báru í rökkvuðum húsakynnum Vega - hefði verið erfitt að átta sig á því að þau eru blind.
Þau spiluðu mikið af nýjustu plötunni sinni en við fengum líka að heyra af öðrum plötum þeirra og fannst okkur það ekki síðra. Ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með sveitinni í sviði en sér í lagi hafði ég gaman af bongótrommuleikaranum. Hann virtist vera eilítið fýldur við upphaf tónleikana en undir lokin var hann eitt stórt bros. Kætin virtist færast yfir hann í takt við bongótrommusólóin: því fleiri sóló því stærra bros.
Þegar tónleikarnir voru búnir hjóluðum við okkar leið að miðbænum. Við vildum nefnilega vera þjóðlega og fá okkur danskt smørrebrød í miðnætursnarl. Það skondna var að í stað þjóðlegs varð upplifunin frekar alþjóðleg. Smørrebrødsdömurnar voru nefnilega af asísku bergi brotnar og eini viðskiptavinurinn fyrir utan okkur var Asíubúi.
Myndirnar hér að neðan eru úr rauðu seríunni, harhar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)